Dagur - 24.10.1998, Qupperneq 5
LA1JGARDAGUR 24.OKTÓBER 19 9 8 - S
FRÉTTIR
Fjðldi maiins veður-
tepptur í Víkurskarði
Miklum snjó hefur kyngt niður á Grenivík í norðvestan hvassviðri enda
ölduhæð um 10 metrar þar utan við. Það oili nokkrum áhyggjum um ör-
yggi hafnarinnar enda auk þess stórstreymt í gær.
Snjóflóð féll á veginn
til Grenivlkur í gær-
morgun við bæinn
Fagrábæ og lokaði
honum. Á fjórða tug
manna var veður-
tepptur í Víkurskarði
í vonskuveðri norðan-
lands.
„Við fórum í ágætu veðri og ætl-
aðum austur um Víkurskarð að
sækja barnapíu. A Víkurskarði
var orðið snarvitlaust veður og
þegar ég ætlaði að snúa við gáfu
rúðuþurrkurnar á bílnum sig.
Það versta var að fjölskyldan var
með mér, konan komin að því að
eiga barn og ársgamalt barn. Það
olli mér mestum áhyggjunum en
það væsti ekkert um okkur, vor-
um með kuldagalla á alla, jafnvel
líka á litla guttann," sagði Vil-
hjálmur Snjólfsson á Akureyri.
Um 35 manns í 19 bifreiðum
þurfti að eyða aðfaranótt föstu-
dags í bílum uppi á Víkurskarði
milli Eyjaljarðar og Fnjóskadals
en síðdegis í gær skall þar á iðu-
laus stórhríð að norðvestan. Um
sexleytið í gær fóru lögreglunni á
Akureyri að berast fyrirspurnir
um fólk sem þarna átti leið um
og voru þá sendar af stað hjóla-
skóflur og veghefill. Mjög erfið-
lega gekk að koma fólkinu niður
af heiðinni og voru þeir sem
fyrstir urðu þar strandaglópar
því búnir að dvelja þar í 11 tíma.
Þess má geta að lögreglan á Ak-
ureyri hefur til umráða aðeins
eina íjórhjólabifreið en jeppabif-
reið sem lánuð var embættinu í
sumar er farin suður. Vonir
standa þó til að úr þessu máli
verði bætt, þó ekki fyrr en næsta
vor. Það er því oftar leitað á
náðir hjálparsveitanna, sem eru
mjög vel tækjum búnar.
Norðvestan átt er mjög óhag-
stæð á Víkurskarði þar sem veg-
rið sem þar hefur verið komið
fyrir safnar mjög f sig snjó og
verður ófært þar á augabragði
fyrir fólksbíla. Hjá Vegagerðinni
á Akureyri fengust þær upplýs-
ingar að það hefði verið miklum
erfiðleikum bundið að athafna
sig á skarðinu, alls staðar hefðu
bílar verið fastir og ekki hægt að
komast fram hjá þeim. Þokkalegt
veður var á Akureyri í gær, en að
Víkurskarði eru aðeins 18 km
svo veðrabrigði voru mikil.
Snjóflóð við Fagrabæ
I gærmorgun féll svo snjóflóð á
veginn til Grenivíkur við bæinn
Fagrabæ og Iokaði honum en
síðdegis í gær var enn beðið þess
að veður gengi niður og hættan
liði hjá svo óhætt væri að senda
snjómoksturstæki á staðinn.
Mjög óvenjulegt er að þarna falli
snjóflóð. Snjóflóð féllu einnig í
gær í Súðavíkurhlíð innan við
Hamar og á Eyrarhlíð milli
Hnífsdals og Isaljarðar en síð-
degis í gær var búið að opna veg-
inn þar að nýju. — GG
Bankinn greiði
miiljón fyrir Mókoll
Landsbankinn þarfað greiða hönnuði Mókolls milljón í bætur.
Gunnlaiigiir
í framboð
„Ég get stað-
fest að þess
hefur verið far-
ið á leit við mig
að ég taki sæti
krata á lista
samfylkingar-
innar hér í
Austurlands-
kjördæmi. Ég
geri fastlega
ráð fyrir því að ég verði við þess-
ari ósk,“ sagði séra Gunnlaugur
Stefánsson, prestur í Heydölum
og fyrrverandi alþingismaður.
Hann féll út af þingi í síðustu al-
þingiskosningum og vantaði að-
eins 7 atkvæði til að komast inn
á þing.
Alþýðubandalagsmenn á Aust-
urlandi eru ekki búnir að ákveða
hver þeirra leiðir Iista samfylk-
ingarinnar í vor. Talað hefur ver-
ið um Smára Geirsson, foringja í
Neskaupstað, í því sambandi.
Talið er víst að prófkjöri verði
sleppt og að stillt verði upp á list-
ann. Um það mun vera fullt
samkomulag. - S.DÓR
Sigurður nýr
landlæknir
Heilbrigðisráðherra hefur skip-
að Dr. Sigurð Guðmundsson í
embætti landlæknis og tekur
hann við af Ólafi Ólafssyni 1.
desember næstkomandi.
Sigurður er fimmtugur og er
með sérfræðipróf í lyflækning-
um og smitsjúkdómum. Hann
var m.a. aðstoðarlæknir á Borg-
arspftala og Landspítala 1975-
78, kennari við University of
Wisconsin 1983-85, kennari hér
á landi frá 1985 og dósent frá
1989. Hann hefur verið í stjórn
Læknafélagsins frá 1988 og er
formaður Vísindasiðaráðs. - FÞG
Landsbankinn var í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær dæmdur til að
greiða Hlín Gunnarsdóttur 950
þúsund krónur ásamt vöxtum og
200 þúsund krónur í málskostn-
að vegna notkunar bankans á
fígúrunni Mókolli.
Hlín er leikmyndateiknari og
stefndi hún Landsbankanum og
Möguleikhúsinu til greiðslu 3,5
milljóna króna. Hlín taldi sig
vera aðalhöfund að Mókolli, en
Möguleikhúsið seldi Landsbank-
anum hugmyndina og fígúruna
árið 1994. Héraðsdómur sýknaði
Möguleikhúsið og lækkaði hina
umstefndu upphæð niður í tæpa
eina milljón króna.
Helgi I. Jónsson dómari komst
að þeirri niðurstöðu að MókoIIur
í endanlegri gerð væri alfarið
hugarfóstur og gerð Hlínar og að
framsal Möguleikhússins á höf-
undarréttinum hafi verið ólög-
mætt. Málið er talið prófmál um
hverjir megi framselja höfundar-
rétt og hversu framsalshafinn
eignast ríkan höfundarrétt við
framsal og er líklegt að það fari
alla leið til Hæstaréttar.
Mókollur varð upphaflega til
sem fígúra í leikriti eða hugverki
þar sem hann var umferðarálfur
- hann var nýttur sem áróð-
urstæki gagnvart börnum við
umferðarfræðslu. Síðar samdist
við bankann um Mókoll sem
sparibauksfígúru og enn fremur
var Mókollur notaður sem
„lukkudýr" á heimsmeistaramót-
inu í handknattleik, sem var
haldið hér á Iandi 1995. - FÞG
Stór pottur í Lottóinu
„Menn eru að gæla við þá hug-
mynd að fyrsti vinningurinn í
Lottóinu geti orðið yfir 40 millj-
ónir króna,“ segir Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri Is-
lenskrar getspár.
I fyrsta skipti í sögu íslenska
Lottósins verður potturinn sjö-
faldur um næstu helgi, en Is-
lensk getspá hefur verið starf-
rækt frá árinu 1986. Það voru
hins vegar margir nálægt því að
hirða sexfaldan pottinn um sl.
helgi. Þá voru 334 með íjórar töl-
ur réttar og 11 til viðbótar höfðu
fjórar að viðbættri bónustölu.
Þessir 11 fengu 135 þúsund
krónur hver en hinir tæpar 8
þúsund krónur hver. Þar fyrir
utan hrepptu tveir sitt hvora
milljónina fýrir að hafa allar töl-
urnar í Jókernum.
300 þúsimd á ininútu
Framkvæmdastjóri Islenskrar
getspár býst við mjög mikilli
lottósölu þegar líða tekur á vik-
una. Hann telur jafnframt ekki
loku fyrir það skotið að á síðustu
klukkutímunum geti salan
numið allt að 300 þúsund krón-
um á hverja mínútu ef ekki
meira. Áætluð vinningsupphæð í
það heila gæti numið alít að 60
milljónum króna. Hins vegar er
viðbúið að fyrsti vinningur á
laugardaginn skiptist á milli
nokkurra einstaklinga fremur en
einhver einn fá allt óskipt. Lík-
urnar á að fá fyrsta vinning er u
einn á móti 501 þúsundi. — GRH
Gunnlaugur
Stefánsson.
Nýr hópur flóttamaima
Nýr hópur flóttamanna er vænt-
anlegur til Islands á næsta ári.
Fjöldi þeirra verður 20-25. Þetta
var samþykkt á fundi ríkisstjórn-
arinnar í gær. Enn er óákveðið
hvaðan þeir koma og hvert á
land þeir fara.
Vantar fólk á lands-
byggðinni
Atvinnukönnun Þjóðhagsstofn-
unar í september sýndi að at-
vinnurekendur úti á landi töldu
æskilegt að fjölga starfsmönn-
um, einkum í fiskiðnaði, verslun,
veitingarekstri og byggingarstarf-
semi. Á landinu öllu kynntu
vinnuveitendur óskir um íjölgun
starfsmanna um 401, sem er
0.47% af áætluðu vinnuafli.
Þetta er minni eftirspurn eftir
Hnnuafli en á sama tíma í fyrra.
Minkar í flóði
Minkar sem héldu sig í stórgrýti
við Húsavíkurhöfn, fóru illa út
úr miklum sjógangi í gær. Þeir
drukknuðu reyndar ekki þegar
sjór gekk á land. Þeir flúðu hins-
vegar á land upp þegar öldurnar
fy'lltu bækistöðvar þeirra í stór-
grýtinu. Og þar beið þeirra ekk-
ert nema dauðinn, þó þeim hafi
tekist að forðast hina votu gröf.
Þegar minkanna varð vart á
landi, var umsvifalaust haft sam-
band við Meindýravarnir Islands
og höfuðandstæðingur allra
meindýra, Árni Logi Sigur-
björnsson, kom á staðinn og
felldi a.m.k. tvo minka sem voru
eins og hundar af sundi dregnir.
-JS
Langaði svo í húsið
Lögreglan á Akureyri var í fyrri-
nótt beðin aðstoðar vegna
manns sem barði hús eitt að
utan íbúum þess til mikils ama.
Þegar lögreglan kom á staðinn
var maðurinn, sem var mjög ölv-
aður og Iítt viðræðuhæfur, búinn
að brjóta rúðu í aðaldyrunum.
Þegar hann var inntur skýringa á
athæfinu sagði hann að sig lang-
aði ósegjanlega mikið til að eiga
heima í húsinu. Ekki var hægt að
verða við þeirri bón mannsins en
hann fékk hins vegar að gista í
húsnæði sem ekki er heldur falt
á fasteignamarkaðnum, þ.e.
fangageymslum Iögreglunnar.
- GG
Komhæna fannst á
Húsavík
Kornhæna fannst á Húsavík í
gærmorgun en þessi fugl hefur
ekki áður fundist villtur á Islandi
svo vitað sé. Gaukur Hjartarson,
byggingafulltrúi Þingeyinga og
kunnur fuglaáhugamaður, fann
fuglinn á hafnarsvæðinu.
Kornhæna er lítil hæna/rjúpa,
nokkru stærri en snjótittlingur.
Hún verpir í mið- og suður Evr-
ópu, en hefur að mestu vetursetu
í Afríku.
Að sögn Gauks verður að teljast
óvenjulegt að fuglinn berist hing-
að til lands, en yfirstandandi
óveðurslægð sé mjög kröftug og
hefur líklega borið kornhænuna
af sinni réttu farleið. Gaukur seg-
ist reyndar vita til þess að korn-
hænur hafi verið í haldi hérlend-
is og því fræðilega hugsanlegt að
hér sé um að ræða „búrfugl" sem
sloppið hefur úr haldi eða verið
sleppt. Hann telur það hinsvegar
ólíklegra en að fuglinn hafi hrak-
ist hingað með Iægðinni. - JS