Dagur - 24.10.1998, Side 6
I
6 - LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefán jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 og soo 7oso
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.68O kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 KR. OG 200 KR. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjavik)563-igi 5 Amundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyrd 551 6270 (reykjavík)
Upp úr hjólfönmum
í fyrsta lagi
Umræðan um byggðamál er að mjakast upp úr fomum hjólför-
um. Enginn trúir því lengur að byggðastefna felist í að slettá
styrkjum í atvinnulíf í erfiðleikum. Togara hér og fiskvinnslu þar.
Menn eru að vakna upp við að byggðaröskun er flókið og marg-
slungið mál þar sem ffamvindan ræðst af samspili margra þátta
þar sem samnefnarinn er lífsgæði. Þetta uppgvötuðu menn eftir
að málið var kannað með kerfisbundnum fræðilegum aðferðum
og hætt var að ákveða fjárframlög og stefhu á grundvelli tilfinn-
inga og hugdetta stjómmálamanna.
í ððru lagi
I umræðum á Alþlingi í vikunni mátti greina talsvert af fortíðar-
hyggju, en líka enduróm nýrrar hugsunar í byggðamálum. Þar
kom skýrt fram hvílíkar þjóðfélagslegar hamfarir eru að eiga sér
stað. Hins vegar hafa menn engar töfralausnir lengur og enn
ósamþykkt þingsályktunartillaga forsætisráðherra, sem byggir
annars vegar á skýrslu um byggðamál ffá Háskólanum á Akureyri
og hins vegar á könnun Stefáns Ólafssonar hjá Félagsvísinda-
stofnun, er ferskasta og raunhæfasta innleggið í málið um þess-
ar mundir. Þar kemur með áberandi hætti í ljós hve mikilvæg
menntamál eru, ef menn ætla að auka lífsgæði á landsbyggðinni.
í þriðjalagi
Aðgangur að háskólamenntun utan höfuðborgarsvæðisins hefur
verið að aukast. Reynslan sýnir að þessir skólar, einkum Háskól-
inn á Akureyri, hefur útskrifað fólk sem hverfur til starfa á lands-
byggðinni. Að styðja við slíkar stofnanir er því hvort tveggja í senn
raunhæf byggðastefna og hagkvæm notkun opinberra fjármuna.
Viðtökurnar sem Ijarkennslutilboð á framhalds- og háskólastigi
hafa fengið, sýna líka að alls staðar er fólk sem sér menntun og
endurmenntun sem eftirsóknarverð Iífsgæði. En boltinn er ekki
eingöngu hjá ríkisvaldinu. Gæði grunnskóla munu t.d. í vaxandi
mæli stýra því hvar fólk sest að. Skólastefna sveitarfélaga er því
gríðarlega mikilvæg byggðastefna. Það er hluti hinnar gömlu mis-
heppnuðu byggðastefnu að spyrja sífellt um hvað sé verið að gera
í málunum „fyrir sunnan". Lífsgæðin ákvarðast ekki síður heima
í héraði. Birgir Guömundsson.
Ftóttamannageiiið
Þessa dagana hefur Garri þung-
ar áhyggjur af þróun í þjóðfélag-
inu sem orsakast af tilbneigingu
landsins bestu sona til að
hlaupast undan merkjum, legg-
ja skóna á hilluna, gefast upp,
leggja árar í bát, yfirgefa hið
sökkvandi skip og freista þess
að bjarga sér á flótta. Það eru
sem sé allir að hætta og því
miður, yfirleitt menn sem við
megum alls ekki missa.
Þetta hófst allt saman þegar
Olafur Skúlason hætti að vera
biskup. Og síðan komu þeir
hver af öðrum, Friðrik Sópbus-
son vildi ekki Iengur
vera ráðherrra, stakk af
og smitaði aðra ráð-
herra af þessari afstun-
guflensu, svo Guð-
mundur Bjarnason og
Þorsteinn Pálsson til-
kynntu innan tíðar að
þeir væru líka á förum.
Innáskiptiiigar
Nú væri þetta auðvitað
sök sér ef í staðinn kæmu jafn
ffábærir einstaklingar og áður-
nefndir, að varamannabekkur-
inn væri það sterkur að liðið
myndi ekki veikjast verulega við
innáskiptingar. En því er því
miður ekki að heilsa.
I stað hins þokkafulla þunga-
vigtarbiskups Ólafs sem æfin-
Iega vakti athygli alþjóðar fyrir
iðju sína og athæfi margvíslegt,
fengum við svo grandvaran fjað-
urvigtarbiskup að engra upp-
sláttarffétta af honum er að
vænta í fjölmiðlum næstu ára-
tugina. Þegar Friðrik yfirgaf
völlinn var skipt inn á KR-ingi
sem þar að auki er af norskum
ættum! Og skarð hins prúða
þingeyska sjentilmanns, Guð-
mundar Bjarnasonar, á að fylla
lurkurinn Kobbi sem er Akur-
eyringur ofan á allt annað.
Hugsanlega er þó möguleiki á
að þjóðin geti sætt sig við þessi
Þorsteinn
Pálsson.
býtti, en það harðnar á dalnum
þegar dregur að Suðurlandi.
Þar mun víkja af velli valmenn-
ið Þorsteinn Pálsson og inn á
koma göslarinn og Göllavísna-
söngvarinn Árni kaldi úr Eyjun-
um! Það setur að Garra hroll og
þarf ekki að hafa fleiri orð um
það.
Eitthvað genetískt
En hver er skýringin á þessu
flóttamannasyndrómi sem svo
hefur heltekið efri lög samfé-
Iagsins? Hví hlaupast allir þess-
ir atorkupiltar undan merkjum
og það á sama tíma?
Hér býr eitthvað undir,
hér er eitthvert plott í
gangi, einhver pólitísk
undiralda. Fyrst dettur
Garra og ugglaust fleiri
gáfumönnum í hug að
þetta sé eitthvað
genetískt, því allt er jú
genetískt þegar upp er
staðið eins og Kári hef-
ur marg bent á. Að of-
annefndir brotthlauparar séu
allir með flóttamannagen í sín-
um kroppi sem þeir hafa aung-
va stjórn á.
Öllu líldegra er þó, a.m.k.
hvað ráðherrana varðar, að þeir
hafi haft pata af hugmyndum
Péturs Blöndals um 70% hækk-
un á launum þingmanna. Þre-
menningarnir Friðrik, Þor-
steinn og Guðmundur eiga það
sammerkt að vera einstaklega
grandvarir menn og heiðarlegir.
Og þeir vita vel að þeir eiga ekki
skilið 70% launahækkun. Og í
stað þess að þurfa að neita að
taka við þessari hækkun og
flækja þar með málið fyrir félög-
um sínum sem flestir eru gíru-
gri í spesíurnar, þá ákváðu þeir
að hætta Ieik þá hæst stóð.
En Garri er ekki að hætta.
Garri hættir aldrei, þrátt fyrir
Ijölda áskorana. — GARRl
ELÍAS
SNÆLAJVD
JÓNSSON
f-*
'skrifar
Það er munur að eiga góða vini í
vondum heimi. Ýmsir hafa vafa-
laust klökknað þegar Magga
Thatches skrifaði bréf til The
Times TAundúnum til að verja
vin sinn Pínóchet sem bresk
stjórnvöld Iétu setja í stofufang-
elsi á dögunum vegna kröfu frá
spænskum dómara um að þessi
gamli blóðugi einræðisherra
Chile yrði framseldur til Spánar,
en þar er verið að reyna að koma
lögum yfir þá sem báru ábyrgð á
morðum á spænskum ríkisborg-
urum við og eftir valdaránið í
Chile árið 1973.
Það hefur lengi verið hlýtt á
milli Möggu og Pínóchets; á
heimsóknum sinum til Lundúna
að undanförnu hefur hann
þannig skroppið til hennar í síð-
degiste og haft með sér blóm og
konfekt.
Glæpur lýðræðisms
Það er hins vegar tíl marks um
breytta tíma að Magga er eini
Emkavinur Moggu
fyrrum leiðtogi vesturlanda sem
rennur blóðið til skyldunnar að
koma Pínóchet til hjálpar.
Hann var að sjálfsögðu einn af
þessum siðlausu ein-
ræðisherrum sem vest-
rænir leiðtogar töldu
sjálfsagt að styðja á tím-
um kalda stríðsins af
því að hann var á móti
kommum, laumu-
kommum og öðru \dn-
stra liði sem hafði
framið þann stórkost-
lega glæp í Chile að
vinna sigur í lýðræðis-
legum kosningum.
Salvadore Allende var
kjörinn forseti landsins
þrátt fyrir öfluga and-
stöðu bandarískra
stjórnvalda sem gátu
engan veginn unað nið-
urstöðunni. Fyrst var hafist
handa við að rústa efnahag
landsins. Þegar það dugði ekki
var herinn studdur til valdaráns
sem kostaði Allende og þúsundir
óbreyttra borgara lífið og þjóðina
langvarandi einræði. Þótt svo
eigi að heita að nú sé komið á
lýðræði á nýjan leik vita
allir að Chile er stýrt á
bak við tjöldin af hern-
um og að þar er
Pínóchet enn áhrifa-
mestur allra. Hann lét
setja lög sem tryggja
honum í reynd ævar-
andi sakaruppgjöf í
heimalandinu vegna
hryðjuverka sinna og
hersins.
Heim til Möggu?
Fyrir nokkrum árum
hefði verið óhugsandi
að merín á borð við
Pínóchet yrðu hand-
teknir í Evrópu. En
kalda stríðinu er Iokið. Vestrænir
Ieiðtogar þurfa því ekki lengur á
slíkum kommaandstæðingum að
halda.
Eins hefur alþjóðasamfélagið
reynt hin síðari ár að koma
böndum yfir pólitíska glæpa-
menn, til dæmis í Bosníu og Rú-
anda. Það starf er að vísu enn á
frumstigi og afar ófullkomið.
Engu að síður er vaxandi þrýst-
ingur á að refsað verði fyrir póli-
tíska glæpi.
Pínóchet hefur verið auðmýkt-
ur með handtökunni í London.
Ekki er hægt að reikna með því
að hann verði dæmdur fyrir ógn-
arverk sín. Telja verður mun lík-
legra að hann sieppi fljótlega og
skríði heim í ból sitt.
Frumleg tillaga um refsingu
fyrir Pínóchet kom fram í breska
þinginu í vikunni. Einn þing-
maður lagði þar til að hann yrði
dæmdur til að búa heima hjá
Möggu Thatcher í sex mánuði;
það væri næg refsing fyrir jafnvel
hina verstu menn!
Með blóm og kon-
fekt til Möggu.
-fy^ur
Hvað berkomandi vetur
í skauti sér?
Reinhard Reynisson
bæjarstjóri á Húsavík.
„Fyrir mér er
þetta vetur eftir-
væntinga, ég er
nýlega byrjaður
hér í nýju starfi
sem ég hef mikl-
ar væntingar til
og þetta er fyrsta
ár eftir kosning-
ar - og nú verða lögð drög að því
starfi sem verður unnið á vegum
bæjarfélagsins á næstu árum. I
landsmálunum horfi ég á ákveðna
hluti er varða byggðamálin; í
þingsölum og víðar er talað um
nauðsyn þess að grípa til aðgerða
varðandi byggðaröskunina í Iand-
inu - og þá er ég með væntingar
um að menn geri meira en tala
um vandamálið ekki síst vegna
þess að kosningar eru að vori.“
Lilja Ólafsdóttir
forstjóri SVR.
„Eg tel að sá vet-
ur sem nú geng-
ur í garð beri
með sér ýmsar
breytingar; það
eru umbrotatím-
ar i heiminum
bæði hvað snert-
ir friðarmálin og
efnahagsþróun. Hér á landi geri
ég ráð fyrir svipuðu ástandi og nú
er - en stjórnmálin munu setja
sinn svip á Iífið í landinu enda
kosningar að vori. I fyrirtækjum
munu menn í enn ríkari mæli
reyna að undirbúa sig vegna
tölvuvanda ársins 2000, en al-
menningi mun líða ágætlega; vel
klæddum í kuldahretum vetrarins
- þar sem kaupmáttur hefur vaxið
og uppgangur er í efnahagslíf-
inu.“
Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóriNýslwputiarsjóðs
atvinnulífsins.
„Vonandi ber
veturinn með
sér áframhald-
andi blíðviðri til
sjávar og sveita
sem og í mann-
lífinu almennt.
Vonandi ekki
síst góðan gang í
rekstri fyrirtækja og ég held að
ýmis merki séu um að hér getum
við áfram búið við hagsæld og
uppbyggingu ef menn halda sig
áfram við að Iáta markaðinn og
samkeppnina stjórna ferðinni.
Sjálfur á maður sér alltaf drauma
sem maður reynir að Iáta rætast
yfir veturinn - frá hausti og fram á
vor - en ég held þvf fyrir mig og
mína nánustu hverjir draumarnir
eru.“
Jón Viðar Matthíasson
varaslökkviliðsstjóri í Reykjavílt.
„Vonandi
ánægjulega tíð
fyrir alla, því það
virðist vera bjart
framundan
hvarvetna í þjóð-
lífinu. Að
minnsta kosti er
okkur sagt það.
Hvað sjálfan mig varðar í vetur ]iá
er það þetta venjubundna mark-
mið manna sem þeir setja sér þeg-
ar aldurínn fer að færast yfir þá,
er að stunda líkamsrækt og reyna
að halda í horfinu."