Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 24.10.1998, Blaðsíða 10
10'- LAVGARDAGUR 24. OKTÓBER 1998 D*gur Fáskrúðsfjörður, Keflavlk, Reykjavík, Þorlákshöfn Um helgina munu útgerðarmenn á fjórum stöðum á landinu bjóða almenningi að koma og skoða skip sín. Heimboðið er liður í fræðslu- átaki íslenskra útvegsmanna en tilgangur þess er að glæða áhuga og auka þekkingu landsmanna á undirstöðuatvinnuvegi fslensku þjóðar- innar. Fáskrúðsfjörður: Loðnuvinnslan býður almenningi í móttöku Hof- fells SU-80 á mánudaginn. Þá mun sr. Carlos Ferrer sóknarprestur flytja bæn og kór Fáskrúðsfjarðarkirkju flytja nokkur lög. Fiskimjöls- verksmiðjan verður líka opin. Kefalavík: Utvegsmannafélag Suðurnesja mun sýna Þuríði Hall- dórsdóttur, Happasæl og fleiri skip í Helguvík á sunnudag ld 14:00 - 17:00. Loðnuverksmiðja SR mjöls verður til sýnis á sama tfma. Reykjavík: I dag, laugardag munu Pétur Jónsson RE-69, sem er eitt fullkomnasta fiskiskipí heimi og Þerney RE -101 verða opin al- menningi við Miðbakkann í Reykjavíkurhöfn kl. 13:00-17:00. A Mið- bakkanum verður komið upp tjöldum þar sem Hafrannsóknastofnun og Vélskólinn kynna starfsemi sína. Þar verða Iíka Hampiðjan, Skelj- ungur, Snakkfiskur, og Tæknival. Þorlákshöfn: Arnar AR-55, Friðrik Sigurðsson ÁR-17, SæbergÁR- 20 og lóðsbáturinn Ölver verða til sýnis almenningi í dag, laugardag frá kl 14:00 - 17:00. Frystihús Árness, Fiskverkun Vers, Isstöð Þor- lákshafnar og Hafnarvogin verða einnig opin almenningi. Það er orðið langt síðan hvalur var síðast skorinn í hvalstöðinni en Sjómannasambandsþing telur eðlilegt að hval- veiðar verði hafnar strax næsta vor. Sjómenn vilja hval- veiðar næsta vor Nýr forstöðumaður Stuðla Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðing- ur hefur verið ráðin forstöðumað- ur Stuðla, meðferðarstöðvar ríkis- ins fyrir unglinga. Sólveig lauk prófi frá Georg August Universitat í Göttingen í Þýskalandi. Eftir það starfaði hún sem sálfræðingur við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla í Reykjanesumdæmi til árs- ins 1987, er hún hóf störf sem sál- fræðingur við Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans þar sem hún starfaði þar til hún hóf störf á Stuðlum. Sólveig Ásgrímsdóttir. Tónleikar Guðrúuar og Steinuuuar Birnu I tilkynningu um einsöngstónleika Guðrúnar Ingimarsdóttur sópran- söngkonu og Steinunnar Bimu Ragnarsdóttur í blaðinu í gær var rangt farið með tímasetningu. Hið rétta er að tónleikarnir verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld klukkan 20.00. Beðist er velvirðingar á þessu. Sjóinaimasambands- þing telur eðlilegt að veiða nm 290 lirefnur nú þegar þoli stofninn það vel. Sævar Gunnarsson, forseti Sjó- mannasambandsins, segir valda miklum vonbrigðum að sjávarút- vegsráðherra skuli ekki ætla að leggja fram frumvarp um hvalveið- ar á yfirstandandi þingi, ekki síst í ljósi þess að stjórnunarnefnd Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NANMCO) hafi samþykkt tillög- ur vísindamefndarinnar um að ekki væri tekin áhætta með því að leyfa hrefnuveiðar. Þingi Sjómannasambandsins lauk í gær á Hótel Sögu. Sjávarút- vegsráðherra sagði þegar hann ávarpaði þingið í vikunni að hann hygðist ekld leggja ffarn í vetur frumvarp um að hvalveiðar yrðu hafnar að nýju við Islandsstrendur. Sævar segir að stjómvöld hafi m.a. skákað í því skjólinu að ekki væru til vopn til þess að veiða hrefnur en samkvæmt upplýsing- um sem hann hafi frá Noregi sé það fjarri lagi. Sævar segir að Is- Iendingar eigi að hefja hvalveiðar strax næsta vor, ekki bara hrefnur, heldur allar tegundir sem vitað er um hér við land, en auðvitað und- ir vísindalegu eftirliti. Hræðsluáróður sölusamtaka fiskafurða hefur lengi átt hljóm- grunn hjá stjómvöldum að mati forsvarsmanna Sjómannasam- bandsins. Það megi hins vegar velta upp þeirri spumingu hvað þau ætli að selja í framtíðinni ef hvölum fjölgar stöðugt hér við land og ganga stöðugt nærri bolfisk- stofninum. Sjómannasambands- þing telur eðlilegt að veiða um 290 dýr nú þegar, enda sé það innan ramma sjálfbærra veiða. Áróðrinuiii hafnað Sjómannasambandsþing sam- þykkti stuðning við starfsemi Kvótaþings og Verðlagsstofu skiptaverðs og bindur við það von- ir að hér sé um að ræða tilraun stjómvalda til að koma verðlagn- ingu sjávarfangs í eðlilegt horf. Þingið telur þó að Verðlagsstofa leysi verðlagningarvandann aðeins tímabundið því endanleg lausn á verðlagningu afla upp úr sjó fáist ekki fyrr en allur afli verði seldur á fiskmörkuðum. Þeim áróðri út- vegsmanna að Kvótaþing leiði til atvinnuleysis meðal sjómanna er hafnað og bent á að úthlutaðar veiðiheimildir minnki ekki þótt viðskipti með afla fari gegnum Kvótaþing. Utgerðarmenn séu eft- ir sem áður frjálsir að því að selja eða kaupa aflamark og því eigi hag- ræði að því að flytja veiðiheimildir milli skipa ekki að breytast. Ut- gerðarmenn eigi hins erfiðara með að láta sjómenn taka þátt í afla- markskaupum skipa þeirra, og það sé vel, segir m.a. í ályktun Sjó- mannasambandsþings. — GG nniDOLBYl BORGARBIO KYNNIR: Tom Hanks Saving private ryan http://WWW.NET.IS/BORGARBI0 ŒXí- DIGITAL jpr ^pr rnriinn l(l ( Vl l»l« 1] Hóttl nr flestum sveitum eystra Það fækkar enn á Austfjörðum. í nýju sameinuðu sveitarfélagi Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar og Neskaupsstaðar fluttu 240 á brott fyrstu 9 mánuði ársins, langflestir suður, en aðeins 170 komu og settust þar að. Á fjórða himdrað nianns fluttn frá Aust- urlandi á þessu ári uuifram þá sem fluttu í fjórðungiim. FæKk- unin samsvarar næst- um 3% af íbúum kjör- dæmisins um áramót. Næstum öll sveitarfélög á Austur- landi hafa þurft að sjá á eftir fleira fólki en þau hafa fengið að bjóða velkomið í byggðarlagið á fyrstu níu mánuðum ársins. Munurinn er 335 manns sem Austurland hefur þannig tapað á brottflutningunum, sem samsvar- ar hátt í 3% íbúafjölda Austur- lands um síðustu áramót. I fyrra fækkaði um 210 manns. Hlut- fallslega virðist Stöðvarhreppur hafa farið verst út úr þessu, með rúmlega þrefalt fleiri brottflutta (33) en aðflutta (10), en „tapið" svarar til næstum 8% allra íbúa Stöðvarhrepps um áramótin, en þá bjuggu þar 295 manns sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Næstum allar sveitir tapa I beinum tölum var tapið mest (70 manns) hjá nýju sveitarfélagi í S.-Múlasýslu, þaðan sem 240 fiuttu brott, langflestir suður, en aðeins 170 komu og settust að. Tapið var litlu minna (60 manns) úr nýju sveitarfélagi kringum Hornafjörð, því aðeins 100 komu í staðinn fyrir 160 brottflutta. Tölur fyrir Austur-Hérað eru mjög svipaðar. Seyðisfjörður tap- aði á sama hátt 26 manns vegna brottflutninga á tímabilinu, Djúpivogur jafn mörgum og Vopnafjörður og Búðahreppur lfka yfir tuttugu manns. Mjóifjörður (þar sem flutningar voru í jafnvægi) og Jökuldalur (sem græddi 2) eru raunar einu sveitarfélögin á Austurlandi sem ekki þurftu að sjá á eftir fleira fólki fyrstu níu mánuði ársins heldur en þau fengu í staðinn. - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.