Dagur - 31.10.1998, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 19 9 8 - 19
Xk^wr-
SALA RÍKISSJÓÐS Á 49% HLUT í FBA
FBA er fjárfestingarbanki;
fjármálafyrirtæki sem vinnur á heildsölumarkaði
og sérhæfir sig í þjónustu við atvinnulífið.
Hlutabréf fyrir 4.665 milljónir króna til sölu
Nú geta allir Islendingar, sem þess óska, keypt
hlut í FBA og tekið þannig þátt í að byggja upp
sterkt og framsækið viðskiptaumhverfi sem gera
mun ísland hæfara í samkeppni við önnur lönd.
Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þetta tækifæri
betur, bendum við þér á að snúa þér til bankans
þíns, verðbréfafyrirtækja eða heimsækja vefsíðu
okkar, www.fba.is.
Starfsemi FBA er sérhæfð
Allt skipulag hans miðar að því að þjóna
atvinnulífinu. Einfalt skipurit miðar að því að
tryggja nálægð við viðskiptavininn, hraða í
ákvarðanatöku og sveigjanleika. Mál eru skoðuð
ofan í kjölinn og fara ekki á milli margra aðila
áður en ákvörðun er tekin. Einfaldleikinn leiðir
einnig til hagkvæmni í rekstri sem aftur skilar sér
í hagkvæmari fjármögnun fyrir viðskiptavini og
betri afkomu fyrir hluthafa.
Bankinn hefur á að skipa starfsfólki sem hefur
þekkingu og hæfni til að tengja saman þarfir
viðskiptavina og afurðir fjármálamarkaðarins.
Lausnir eru sérsniðnar að þörfum hvers við-
skiptavinar.
FBA lánar til allra helstu atvinnugreina
FBA byggir á traustri arfleifð forvera sinna,
fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna. Bankinn
hefur því sterk tengsl við sjávarútveg, iðnað og
skyldar atvinnugreinar og býður þessum aðilum
hefðbundin lán auk þess að þjóna þeim á
mörgum nýjum sviðum. Frá fyrsta starfsdegi,
1. janúar sl., hefur FBA jafnframt fjölgað þeim
atvinnugreinum sem hann þjónar og veitir nú
nýjum viðskiptavinum hjá sveitarfélögum,
þjónustufyrirtækjum, verslunum og fjármála-
fyrirtækjum víðtæka þjónustu.
Sala hlutabréfa fer fram um allt land
Sala á hlutabréfum Ríkissjóðs í FBA fer fram hjá
öllum bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrir-
tækjum landsins.
Söluaðilar eru: Búnaðarbanki Islands hf.,
Fjárvangur hf., Handsal hf., íslandsbanki hf.,
Islenskir fjárfestar hf., Kaupþing hf., Kaupþing
Norðurlands hf., Landsbanki Islands hf.,
Landsbréf hf., Sparisjóðirnir, Verðbréfastofan hf.,
VÍB hf.
Þú getur nálgast skráningarlýsingu
og skráð þig fyrir hlut í útboðinu:
*
hjá öllum bönkum og verðbréfafyrirtækjum
á internetinu: www.fba.is
hjá FBA, Armúla 13a, Reykjavík
IJ
FJARFESTI NGARBANKI
ATVINNULÍFSINS H F