Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 18

Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 18
14- L Aii'ú'A éö'áð trg 51: ö é yöb Ptt' i » ' LÍFIÐ í LANDINU Áslaug söngkona Klamedíu X... útgáfu, sem verður sí- fellt ódýrari og auð- veldari og/eða upp- troðslum hvar sem þeim verður við kom- ið, af ýmsu tagi. Eitt skýrt og gott dæmi um hversu mikið er að gerast og geijast, er að í sumar var í annað sinn haldin hljóm- sveitakeppni í bítla- bænum Keflavík er kallast Rokkstokk á vegum æskulýðsmið- stöðvarinnar Ungó. Tóku þar þátt rúmlega 20 sveitir og spönn- uðu þær nánast allt litróf popp og rokktón- listarinnar. Eins og gengur í svona löguðu, er misjafn sauðurinn í mörgu fénu, en sam- dóma álit þeirra er komu að herlegheitun- um, var að miklir hæfileikar væru í mörgum þeirra er tóku þátt. Það hefur greinilega ver- ið vel vandað til þessarar keppni, því líkt og í Músíktilraunum voru ýmsar viðurkenningar veittar í formi upptökutíma í hljóðveri, hljómplötugjafa og fleira. Að auki var svo allt saman hljóðritað með það fyrir augum að gefa hluta, það sem skaraði framúr, út á geislaplötu með sömuleiðis upptökum verð- launasveitar innanborðs. Hefur þessi út- dráttur af keppninni auk hljóðversupptaka og nokkurs margmiðlunarefnis í kaupbæti, (myndir, upplýsingar og fleira er tengist keppninni) nú Iitið dagsins Ijós á tvöfaldri geislaplötu er kallast einfaldlega, Rokkstokk. Verður ekki annað sagt en að útkoman sé virðingarverð í meira lagi og aðstandendum og öðrum sem í hlut eiga til sóma. Ber þessi útgáfa glöggt vitni um mikinn kraft þess unga fólks er þátt tók og þær lystugu kræs- ingar sem fram voru bornar. Sigurvegari varð framsækin rokksveit úr Reykjavík, Klamedía X. I öðru varð önnur reykvísk sveit, en af dansgerðinni, Vað, og í þriðja sæti varð svo keflvísk sveit af þyngri gerðinni, Terrance. Vilji fólk kynna sér áþreifanlegt dæmi um gróskuna í íslensri ungherjatónlist og fá sönnur á hve merkileg hún er, þá ætti þessi tvöfalda geislaplata að vera tilvalin. Gróskan í íslensku tónlistarlífi lætur ekki að sér hæða. Ut um hinar breiðu byggðir lands- ins eru ungkraftar hvarvetna í hverju horni, hverjum bílskúr og hverju herbergi, í óða önn að skapa og fremja saman tónlist og það í öllum regnbogans litum, af öllum stærðum og gerðum. Afraksturinn birtist svo í formi ...og Bragi gítarleikari sömu sveitar, komu, sáu og sigruöu á Rokkstokk 1998. Jæja, þá er sá fremsti meðal jafningja í íslenskri tónlist, baráttujaxlinn hann Bubbi, kominn með enn eina plötuna. Og hverning tekst honum nú til? Hvað er hann að fara nú? Er kappinn að boða eitthvað nýtt? Þessar og fleiri spurningar koma nú sem endranær upp þegar Bubbi er annars vegar auk þess sem ýmsir velta því enn og aftur fyrir sér hvort kappanum fari nú ekki að fatast flugið. Svo því síðasttalda sé strax svar- að, þá lítur ekki út fyrir það að „kóngur- inn“ sé neitt að misstíga sig með nýju plötunni, er hann nefnir Arfur. Að sönnu er hann ekki svosem að bera fram neitt nýtt, og er þá sérstaklega átt við tónlist- ina sem slíka, (og er þá næst síðustu spurningunni að mestu svarað) en gamli og góði Bubbastíllinn er áfram við völd og virðist enn ekki hafa gengið sér til húðar. Við þó nokkra hlustun á plötuna er því útkoman tónlistarlega alls ekki sem verst og þar með er annarri spurn- ingunni að hluta til a.m.k. svarað. Það sem hins vegar skiptir mestu máli við plöt- una að undirrituðum finnst, er fyrsta spurn- ingin, hvað vor Asbjörn er að fara í þetta sinnið. Gott innlegg Bubbi hefur fyrir löngu gert sig út fyrir að vera poppskáld og lagt ýmislegt á sig í þeim efnum í seinni tíð, m.a. lagt áherslu á að yrkja undir bragarreglum, með stuðlum og höfuðstöfum að hætti Þjóðskáldanna góðu. Með nafninu á nýju plötunni, Arfur, og forminu á textunum á henni, er hann að skerpa þá áherslu enn frekar auk þess að vísa öðrum þræði til þess ARFS sem liggur í ljóðmælum landans frá ómunatíð. í þeirri áminningu felst svo Iíka ádeila á yngri tónlistarmenn fyrir að sækja ekki í þennan arf, réttilega/ranglega, það sé aumt að yrkja og syngja á erlendu máli í stað íslenskunnar, sem hafi svo margt að bjóða. A hinn bóginn er svo nafn plötunnar skírskotun og innihald texta hennar, innlegg í annað pólitískt deilu- efni, kvótann og allt sem honum fylgir. Ekki þarf að segja þjóðinni að Bubbi hefur löngum verið pólitískur og sjald- an eða aldrei getað „haldið kjafti". Með Arfi og þeirri áherslu sem birtist í henni, tvíþættri í meginatriðum sem fyrr sagði, er hann líklega beinskeytt- ari í þeim efnum en nokkru sinni fyrr. Skiptir þar öngv^u hversu rétt eða rangt hann í sjálfu sér hefur. Aðalatriðið er að um gott innlegg á réttum tíma er að ræða, sem vissulega er tekið eftir þeg- ar vinsælasti tónlistarmaður þjóðar- innar á í hlut. Arfur er semsagt sem aldrei fyrr frá hendi Bubba í takt við tíðarandann og verður kannski sérstaklega minnst fyrir það. Ritari Poppsíðu nennir annars ekki frekar að fara út í efni plötunn- ar, einstök lög o.s.frv. Til þess er ekki sérstök ástæða. Þið þarna úti vitið nokkurn veginn að hverju þið gangið. Popp- fregnir * Blúskempan aldna, Otis Rush, sem engu minna var merkilegur en garpar á borð við B.B. King, Albert King og Bo Diddley m.a. í Chicagoblúsnum á sjötta ára- tugnum, en galt ávallt fyrir slæmt þunglyndi sem lengst af hefur hrjáð hann þannig að ferill hans hefur ekki verið jafn glæstur og hinna, er nú hins vegar í seinni tíð bara nokkuð brattur og hefur verið að gera ágæta hluti á síðustu árum. Nýjasta platan hans, Any place I'm going, kom út fyrir skemmstu og þykir Otis bara takast vel upp á henni. * Kvikmyndin Popp í Reykja- vík var frumsýnd á þriðjudag- inn eins og landsmenn hafa væntanlega tekið eftir, í það minnsta þeir er teljast til tón- listaráhugamanna. Er myndin sem kunnugt er afrakstur samnefndrar hátfðar í sumar þar sem yfir tuttugu hljóm- sveitir komu við sögu. * Samnefnd plata, Popp í Reykjavík, er svo líka að koma út samfara myndinni, ef hún er þá ekki bara komin nú þegar í verslanir. Þar er þó ekki um upptökur frá hátíð- inni sjálfri að ræða, heldur valdar hljóðversupptökur með nokkrum þeirra listamanna er þátt tóku. M.a. eru þar með lög, Gus gus, Maus, Bellatrix o.fl. * Og fyrst minnst er á Gus gus, þá kom það fram í spjalli sem Ólafur Páll Gunnarsson átti við Baldur Stefánsson, einn meðlima hópsins fyrr í vikunni, að nýja platan frá þeim væri að verða tilbúin og kæmi að líkindum út í mars eða apríl á næsta ári. Annað og ekki síður athyglisvert sem fram kom f spjallinu, var að fyrsta platan frá Gus gus hef- ur gengið mjög vel og selst í um 200.000 eintökum á heimsvísu. www.visir.is FVBSTUR MEÐ FRETTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.