Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 31.10.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 - 27 Matar UMSJÓN: '/í\ STEFÁN JÓN í I ' 1 1 I ( J HAFSTEIN ‘ ^ J "S I ■■ J íslendingar eru ekki einafólkið sem borðar „ógeðslegan“ mat. Norðmenn hafa komið sérupp sérstökum sið- um sem æsa upp til- raunastaifsemi bragð- laukanna. Stefán Jón Hafstein skrifarfrá norsku matborði. Aðeins er vitað um einn mann á Islandi sem verkar Iútfisk til há- tíðarbrigða. Hann var í Noregi nýlega og rifjaði upp gamlar minningar frá aðfangadags- kvöldum þegar fjölskyldan safnaðist saman í sveitinni við jólaborðið til að borða skreið. Það dylst engum að augu Per Landrö ljóma þegar minnst er á lútfisk. Per er menningarfulltrúi við norska sendiráðið í Reykjavík og heldur stöku sinnum norsk sælkeraboð heima ef honum tekst að ná sér í skreið, sem þessi árin fæst aðeins með mik- illi fyrirhöfn á íslandi. Nú vor- um við í Bergen, rjiður við höfn, þar sem veitingamaður auglýsti á skilti: „Lútfiskurinn er hér!“ Hátíð í bæ. Húsmannskostur Við voru reyndar þriggja manna sendinefnd frá Islandi með Per á ferð um Vesturströnd Noregs og höfðum fengið smá forsmekk af matarlist frænda okkar og Qenda. „Spekemad" er safn af köldu, þurrkuðu og söltuðu kjöti með kartöflum. Blandaður rétt- ur: Svín, ær, hreindýr eða hjört- ur, þunnar sneiðar af hveiju dýri eða kjötið verkað í pylsu. Fínn hádegisverður með öli. Það fór hins vegar að renna upp spurningarmerki á ásjónu ferðafélaga þegar „fiskisjéffínn“ í Malö bauð í húsmannskost. Þetta borða þeir hvern fimmtu- dag - kristilegu útgerðarmenn- irnir og smábændurnir. Kröftug- ur matur fyrir sanna Norðmenn: Baunakássan þykk; þá komu blámannsdökkar ærkjötssneiðar, saltaðar, þurrkaðar og soðnar; sverar pylsur í ætt við bjúgu, steiktar svo stökk skorpan brosti framan í mann; kartöflur. Ekki er gusað yfir þetta hangifloti eða hamsatólg að íslenskum ósið, heldur stökkum svínafleskbitum fljótandi í eigin soði. Bollurnar voru málið. HnuIIungshveitiboII- ur, hnoðaðar utan um kartöflur, og soðnar í vatni. Já, hveitibollur fylltar af kartöflum. Þetta var leið fátækra til að fylla magann í gamla daga. Bollurnar verða ögn grámyglulegar þegar þær úr norskum Dallasþáttum: JR með grásprengt hár og hvöss augu í flottum jakka, einhver ljóshærð Sú Ellen með glimr- andi demanta á hveijum fingri, og gestir þeirra af svipuðu sauðahúsi. Kertaljós og klæðin rauð. Og Iútfiskur. Þetta var heljarmikil seremónía hjá þeim og ekki fór milli mála að lútfisk- ur skipar veglegan sess í hugum Norðmanna. Það var þá sem ákveðið var að næsta kvöldi yrði helgað skreið. Vítissódi I gamla daga áður en frystikist- urnar fylltust af tilbúnum koma á diskinn. Til að bæta úr því hellir maður yfír sírópi. Þegar þetta er komið á einn disk líður manni eins og dagróðramanni sem gleymdi nestinu heima: matarlegt er það. Gumsið rennur í eitt: Svínafleskbitarnir með baunun- um, fitan saman við sírópið, salta ærkjötið kryddar þessa verklegu upplifun. Og hvað drekka þeir með? Mjólk! Heldrimannafæði Seinna sátum við á fínum stór- útgerðarmannastað og snædd- um þetta hefðbundna veitinga- staðafæði þegar veglegur Iiðs- auki bættist í hóp gesta. Þetta var fólk sem gat hafa verið beint réttum eldaði fólk sjálft. Þetta var áður en búðir urðu jafn algengar og nú. Þá var fyrsta lífsbjörgin að Iæra aðferð sem geymdi matinn frá hábjarg- ræðistíma og fram á harðræðis- daga, og önnur lífsbjörgin að fínna aðferð sem gat breytt geymda matnum í ætan mat. Þetta er saga hangikjöts, þorramatar - og lútfisks. Lútfiskurinn fer langa leið í magann. Fyrst er hengdur upp þorskur (eða Ianga) og hertur í skreið. Per Landrö hefur fengið að finna fyrir því í sínum lút- fiskerindum hér á landi að fáir verka skreið; tekist með herkjum að bjargast með samböndum fyrir norðan. Fiskurinn sem hann fær þar sem enn standa skreiðarhjallar er orðinn eins og gamall slitinn skór. Fyrst þarf að Ieggja hann í vatn, og þar er hann í 3-4 sólarhringa. Þá er hryggbeinið tekið innan úr, en roðið látið skreyta holdið. Þá er komið að lútinum. 40 grömm af vítissóda þarf f hverja 10 lftra af vatni. Per segir frá því að í gamla daga hafí fólkið ekki feng- ið vítissóda og því gert lútinn úr birkiösku. Birkið var brennt í kirkjum til að halda kroppnum heitum undir guðsorði. I lútinum liggur fiskurinn nú í 2 daga. Þegar hér er komið sögu er enn einn kafli óskrifaður um það hvernig hægt er að gera hann að máltíð. Hann liggur í rennandi vatni í 3-4 sólarhringa, og er nú orðinn útblásinn og þrútinn, nánast einsog þegar hann kom úr hafinu. Þá er hægt að sjóða hann. Varlega. Því fiskstykkið er í rauninni ekkert nema vatn. Þetta var dýrasti rétturinn á matseðli þeirra veitingahúsa sem við sóttum. I sama verð- flokki og hreindýrasteikur og andabtjóst í appelsínusósu. Fínn matur Varfærnislegar kannanir höfu leitt í ljós að lútfískur er ekki seldur í hálfum skömmtum. Að- eins stórum. Þjónustustúlkan kemur með vagn rúllandi og stórt fat undir hvítum dúki. Var- úðarráðstafnir höfðu verið gerð- ar: búið að skola niður einu staupi af ákavíti og annað komið á borðið, stórt ölglas með. Því hér duga engin vettlingatök. „Línuákavíti" er spennandi upp- hitun fyrir óræða máltíð, ákavíti sem sent hefur verið með skipi yfir miðbaug. Lútfiskurinn er aflijúpaður með viðhöfn og við blasir þykkt og flott fiskstykki sem Iyft er á disk með spaða. Hann er laus í sér. Og meðlætið heillar. Soðnar kartöflur, gulgræn baunakássa, svo þykk og þétt í sér. Og svo kemur hellingur af steiktum og stökkum fleskbitum sem synda í eigin feiti og bíða þess að vera mokað yfir fiskinn. Skál fyrir góðum og gömlum siðum. Per er í hátíðarskapi þeg- ar hann rifjar upp æskuminn- ingar langt norður í landi þar sem einangraður smábær fylltist af lútfiskilmi á aðfangadags- kvöld. Svo er á mörgum heimil- um enn þann dag í dag. Rjómagrautur Þegar við sporðrennum vænu flaki - og þá meinar maður flaki af gullaldarþorski - kemur í ljós að lútfiskur er ekki mjög bragð- mikill. Hann er ögn laus í sér og hlaupkenndur, bragðið þægilega milt og fer vel við fleskið. Maður hafði búið sig undir skötusukk eða hákarlsammoníak í æðra veldi, en fær ljúfustu máltíð. Og stendur á blístri. Svo megn er jólastemmningin að við hlöðum á okkur. Pöntum annan skammt. Nú er ákavítið bara eins og hjálpartæki ástarinnar, ekki ástin sjálf. Og hvað var svo í eftirmat eft- ir svona, Per? Himneskt sælubros líður yfir andlit Pers sem kann frá æskuminningum úr norsku fásinni að greina. „Römmegröt." Rjómagrautur. Við getum ekki í okkur troðið meiru, en förum yfír helstu upplýsingar til að elda norskan rjómagraut. Per sýður 500 g af 36% sýrðum ijóma í tvær mínútur í potti með Ioki. Bætir við einum desilítra af hveiti, og hrærir viðstöðulaust. Þá kemur gula fitan upp, sem er í raun smjör, og hana veiðir maður ofan af og geymir. Þá er að bæta við öðrum desilítra af hveiti og hræra vel og blanda síðan út í hálfum lítra af mjólk. Suðan kemur upp, grauturinn verður ekki mjög þykkur, og ögn af salti fer út í. Og nú ljómar Norðmaðurinn af minningum: Römmegröt var hátíðarmatur í bernsku. I sveitinni var hann hafður við töðugjöld, og þegar tveggja daga brúðkaupsveislur fóru í hönd var lagaður svona grautur og kallaður „brúðar- grauturinn". Kanilsykur út á og svo gula fit- an sem flaut upp. Hún er trompið. Og hvað drekkur maður með svona nokkru? Mjólk! Sjá aðrar norskar uppskriftir í opnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.