Dagur - 31.10.1998, Síða 6
27T- la VGARDAGtTK 3 1. O KTÓ B E~R 1998
LÍFIÐ í LANDINU
„Vinir mínir sumir, eriendir, hafa stundum sagt mig vera mikinn kjána að vilja búa á því sem þeir kalla sker. Þeir hafa sagt að ég ætti að búa í London og París og skrifa á ensku eða frönsku. En ísland er
ekkert sker, heldur mikiii heimur. Þegar þeir tala á þennan hátt get ég fátt annað gert en þagað og horft drjúglátur á móti íþeirri vitund að ég hafi helvíti mikið á bak við mig.“ myndir: e.ól.
sem tekst á við djöflana og reyn-
ir að hemja þá.“
- Svipar tt'ma Sturlunga til
okkar tíma?
,/EÚi það sé ekki svo að eðli
mannsins er alltaf nokkuð svip-
að þótt leiktjöldin breytist og allt
virðist öðruvísi.
En þú veist, Kolla mín, hvað
ég er ónýtur að tala um það sem
ég er að skrifa. Við vitum bæði
að aðalatriðið er að skrifa það.
Þetta ferðalag hefur verið mjög
flókið, hefur staðið alllengi og
það hefur skipt mig máli. Ég
fékk góðan byr, eins og Sturl-
ungar blésu í seglin mín. En ég
skapaði minn heim sem ég vona
að sé nýtilegur á nútímavísu til
að litast um í veröldinni og sjá
kannski örlítið betur til. Síst af
öllu ætlaði ég mér að leita aftur
í tfmann til þess eins að koma
upp griðlandi þar sem hægt væri
að dunda sér eins og frímerkja-
safnari. Ég á erfitt með að skil-
greina bækurnar mínar en ég
vona að það sem vakti fyrir mér
Morgun-
þula í strá-
um nefnist
ný skáld-
saga eftir
ThorVil-
hjálmsson. Aðalsögu-
hetja bókarinnar eru
Sturla Sighvatsson. í
viðtali ræðirThorum
Sturlunga, skáldskap,
minnisverða menn og
skyldur listamanns-
ins.
- Hvenær lastu Sturlungu fyrst?
„Ég get verið æði lélegur í
sagnfræði úr mínu lífi. Ég man
ekki hvenær ég las Sturlungu í
fyrsta sinn. En ég veit að menn
eiga alltaf að vera að lesa
hana.
Ég byijaði mjög snemma að
Iesa fornsögurnar. Sem strákur
var ég í smábarnaskóla í Tjarn-
argötu sem var rekinn af Ragn-
heiði Jónsdóttir frá Aberdeen,
eins og hún var kölluð. Einn
daginn kom Ragnheiður til mín
og sagði: „Ertu búinn að Iesa
blaðsíðuna sem ég setti þér fyrir
í lestrarbókinni, Iitli drengur?"
„Já, ég las bókina,“ svaraði ég.
Þá fór hún upp á loft, kom það-
an með mikinn doðrant sem
hún setti á borðið mitt og sagði:
„Þú mátt lesa þetta.“
Þessi bók var Heimskringla
Snorra Sturlusonar sem ég
drakk í mig og eftir það sótti ég í
allar þær fornsögur sem ég
komst f. Síðan er liðinn langur
tími en ég kem oft þakksamlega
að konunni sem lét stóru bókina
í hendurnar á mér.“
Sturlungar blása í seglm
- Aðalsöguhetjan í nýjustu skáld-
sögu þinni er Sturla Sighvatsson.
Ég man ejtir því að þegar ég las
Sturlungu í fyrsta sinn sem ung-
lingur varð ég samstundis úst-
fangin af Sturlu. Hann er mjög
áhugaverður ogflókinn maður.
„Mér þykir það. Um tíma var í
tísku að segja að hann hefði ver-
ið hálfgerður bjáni og síðan var
kotroskin skynsemi að segja að
hann hefði átt að drepa Gissur.
Og það var Iíka lenska að túlka
samskipti þeirra feðga á þann
veg að Sighvatur væri einlægt að
snupra Sturlu, gera grín að hon-
um og hæða hann. Menn komu
ekki auga á það margslungna og
gleymdu ríkjandi þætti í per-
sónugerð Islendinga sem eru
ólíkindin.“
- Hversu rækilega styðstu við
Sturlungu í þessari hók?
„Sem nútímamaður er ég að
skrifa nútímaskáldsögu. Ég er
alls ekki að endurskrifa Sturl-
ungu. Það hvarflar ekki að mér
að gera neitt slíkt, enda hef ég
engan áhuga á því að fara í ann-
arra verk og gera það sama og
aðrir hafa gert. Atburðir í Sturl-
ungu eru kveikja þessarar sögu
og þar reyni ég að svara spurn-
ingum sem leituðu á mig um
mannleg örlög og mannlegt
hlutskipti. Hvers vegna bilar til
dæmis jafn djarflegur og glæstur
maður eins og Sturla Sighvats-
son í úrslitaorrustunni?
En þetta verk snýst ekki ein-
ungis um menn fyrri tíma held-
ur manneskjur allra tíma. Ég er
að reyna að svara spurningum
um okkar líf og okkar örlög, okk-
ar væntingar. Og skrifa um
hörmungar heimsins í dag og
hörmungar allra tíma. Og um
hið tvísýna eðli mannsins þar
sem getur brugðið til beggja
vona, því í svo mörgum búa
djöflar, en þar er líka annað afl