Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 07.11.1998, Blaðsíða 9
8-LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 O^ur LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 - 9 FRÉTTASKÝRING 99 Aldrei ferég austur“ STEFÁNJÓN HAFSTEIN SKRIFAR Hvers virði er náttúr- an? Erhægtaðmeta hana á vogarskálar hyggðastefiau? FeUur hún að arðsemisút- reikningum fyrir virkj- anir og stóriðjn? Það hitnar í kolunum í um- ræðunni. Þorvaldur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi sat við pallborð á fundi ýmissa náttúruverndar- samtaka á laugardag og sá sérstaka ástæðu til að fagna áhuga fólks á suð-vesturhorninu á atvinnulífi fyrir austan. Kaldhæðnin Ieyndi sér ekki. „Hvað eru margir hér inni að austan, raunverulega að aust- an?“ spurði hann. Hátt í þrjú hundruð manns höfðu fyllt hátíða- sal Háskóla íslands til að taka þátt í og hlýða á umræður um náttúru- vernd, umhverfismál og mjög gagnrýnin sjónarmið á þau áform að virkja norðan Vatnajökuls. Að- eins örfáar hendur fóru á Ioft sem svar við spurningu Þorvaldar. Hann sá því sérstaka ástæðu til að fagna því að fólk sem ekki vissi mikið um málefni Austurlands fyllti salinn. Málefni Austurlands eru í hans huga fólksflótti, einhæft atvinnulíf, framtíðarmöguleikar til að Qölga fólki. Ekki heiðargæsir, sendlingar, votlendi, jökulár og ruðningar lengst uppi á heiðum þar sem fáir hafa komið. Skömmu síðar stóð upp ung kona, ein af þeim sem hafði rétt upp hönd, og sagði efnislega: Eg er að austan og flutti hingað suður, og ég mun sko ekki flytja til baka aftur til að fara að vinna í álveri. Það var Þorvarður Arnason frá Siðfræðistofnun Háskólans sem sagði að byggðarök væru ekki endi- Iega hagræn rök, heldur tilfinn- ingaleg. En það sama gilti um rök- in fyrir því að vetja óbyggðir: eigi tilfinningarök rétt á sér varðandi byggðirnar hljóti þau að vera jafn- rétthá til varnar hálendinu. Náttúra - atviuna? Nokkur náttúruverndarsamtök boðuðu til málþings um síðustu helgi sem „andófsfundar“ gegn „lokuðum" kynningarfundi stjórn- valda og Landsvirkjunar sem hald- inn var fyrir austan í sumar. Upp- leggið var að sönnu „náttúruvænt" og sniðið að þörfum þeirra sem vilja andæfa, gagnrýna eða eru nú þegar algjörlega á móti fyrirhuguð- um virkjunum norðan Vatnajökuls. Þær eru sem kunnugt er mjög stór- ar í sniðum, þtjár á teikniborðinu sem munu gjörsamlega breyta ásýnd Iandsins á þessum hluta há- lendisins. „Græn ímynd Islands mun hverfa í skollitað Eyjabakka- lón“ er það stef sem flestir myndu lfklega vilja kveða - þeir sem sóttu þingið. En á milli voru miklir efa- semdarmenn um ágæti þess að friða landið fyrir virkjunum. Þor- valdur var einn af þeim. 1 orðum hans kom mjög greini- Iega fram sú eindregna afstaða að byggðakjarnar á Austfjörðum eigi sína síðustu von í virkjunum og ál- veri sem sett yrði niður við Reyðar- fjörð. Mál hans fékk stuðning hjá Sigfúsi Jónssyni ráðgjafa sem vitn- aði í skýrslu sem nýgerð er um áhrif álvera: þau skapi mörg og eft- irsótt störf, dragi að sér mikið annars konar atvinnulíf, og bjóði vel menntuðu starfsfólki há laun. Það geti ferðaþjónustan til dæmis ekki, það séu Iáglaunastörf og mjög árstíðabundin. A móti komu svo rök ferðafröm- uða, t.d. Bjarnheiðar Hallsdóttur og fleiri sem sögðu ímynd Islands sem „hreint og óspillt ferðamanna- land“ í hættu fyrir virkjunum og orkufrekum mengandi iðnaði. I heild má segja að „atvinnulífs- rökin" - bæði með og á móti - hafi verið einna verst studd í málflutn- ingi á þinginu, enda til þess boðað í öðrum tilgangi: að ræða „náttúru- Iífsrök". Þorvaldur sagðist tilbúinn að taka áhættuna af því að virkja - hann væri nógu sannfærður um ágæti stefnunnar fyrir Austfirði; í máli hans endurspeglast örvænt- ingin sem lýsir sér í orðunum „eina vonin". Jafn sannfærðir voru þeir sem eru á móti og segja möguleika á mun fjölbreyttara atvinnulífi en nú sé stundað, í sátt við Iandið; byggðastefnan hafi einfaldlega brugðist og því sé komin örvænting í málið. Auður Sveinsdóttir og fleiri vöruðu við því að endurtaka virkjana- og stóriðjumistök ann- arra. Þarna tala menn einfaldlega í kross með staðhæfingum. Það var helst Stefán Gíslason umhverfis- fræðingur sem glímdi við þá þraut með skipulögðum hætti að brúa bilið á milli „atvinnulífsraka" og „náttúrulífsraka“. Reyndar á for- sendum hagspeki, með því að setja verðmiða á náttúruna. IJmhverfi er verðmætt Stefán fór yfir í hagrænu rökin til vamar víðemum. Hann rakti til að byija með hvernig forgjöf Kyoto- samningsins til Islands (svo ekki sé talað um fáist hún aukin) myndi gera Island að „gósenlandi" fyrir Virkjanir norðan Vatnajðkuls munu gjörbreyta ásýnd víðerna. Hér er sýnt áhrifasvæði þeirra. (Mynd úr Glettingi]. stóriðju. Kvótar íslands til að losa gróðurhúsalofttegundir myndu gera Island „samkeppnishæfara með orku“. Island hefur til að mynda leyfi til að auka útblástur koltvísýrings um 10% miðað við 1990, meðan önnur lönd verða langflest að draga verulega saman. Stefán mat þessa forgjöf til 1-2 milljarða árlega í hreinum verð- mætum. En hann hélt áfram og leyfði sér að draga í efa arðsemisútreikninga orkuvera og virkjana vegna þess að í stofnkostnaði þeirra er „um- hverfiskostnaður" aldrei tekin með. Hann spurði: hvað kostar nátt- úran? Fræðimenn hafa leitast við að þróa aðferðir sem svara þessari spurningu, sem markaðslögmál framboðs og eftirspurnar eru ófær um. Ragnar Árnason hagfræðipró- fessor glímdi reyndar við það sama á ráðstefnu Norður-Atlantshafs- sjóðsins sem haldin var þessa sömu helgi og safnast var saman í Háskólanum. Ragnar rakti að eftir því sem maðurinn gengi nær nátt- úrunni yrði takmarkaðra „fram- boð“ af henni, en með vaxandi auðsæld manna ykist „eftirspum" eftir því sem hann kallaði „náttúr- uneyslu". Sem getur verið fólgin í að njóta útsýnis, sem í raun enginn „á“, en er verðmæt „vara“. Þeir Ragnar og Stefán eru sammála um að verðgildi náttúrunnar muni aukast margfalt á næstu áratugum. Stefán nefndi að með mengunar- kvótum yrði óhjákvæmilegt að taka þá með inn í rekstrarkostnað iðju- vera. Sem þar með gerði hreina náttúru „samkeppnishæfari" væri beitt köldum efnahagslegum rök- um. I erindi sínu sýndi Ragnar með einföldum hætti að leiða mætti rök fyrir því að miðað við 3% hagvöxt árlega yrði umhverfi sem metið er með gildinu einum í dag, orðið samsvarandi gildinu 1.56 eftir tíu ár, og nærri tífalt verð- mætara eftir 50 ár. Stefán nefndi sem dæmi að meta mætti náttúruna eftir þeim leiðum að, 1) spyija hve miklu menn vildu kosta til að vernda hana, 2) spyija mætti hver væri kostnaðurinn við að koma öllu í samt horf síðar, 3) spyija mætti hversu hátt umhverfislegt gildi mætti verða til að framkvæmd yrði óhagkvæm. Ragnar þræddi sig eft- ir svipuðum slóða og sagði í sínu erindi að væri um „óafturkræf" spjöll að ræða væri enn meiri ástæða til að vara við framkvæmd- um og draga í efa arðsemisútreikn- inga. Þeir væru hvort sem er tor- tryggilegir á eigin forsendum til að byija með. „Það er slagsíða gegn umhverfismati" sagði Ragnar - og átti við hið hagræna mat - vegna þess að hefðbundnir útreikningar taka ekki umhverfiskostnað með. Pólitíska og efnahagslega kerfið skapar ekki náttúrunni þá málsvara sem aðrir hagsmunir hafa. unin eigi að fara í lögformlegt mat hvað sem öðru Iíður, fengu talsvert fyrir sinn snúð hjá Elínu. Hún færði rök íyrir því að eigið mat Landsvirkjunar væri ekki það sama og lögformlegt mat þar sem for- ræðið væri á hennar hendi, hags- munirnir væru hennar, og samráð á eigin valdi. Elín nefndi Iíka að for- dæmi væru fyrir því frá Evrópu- dómstólnum að svona framkvæmd- ir ættu að fara í mat, hvað sem liði undanþágum. Hún nefndi og að slíkar undanþágur }xðu ekki leyfð- ar eftir 1999. Þetta þýðir að fram- kvæmdir sem búið var að leyfa áður en Iög um umhverfismat tóku gildi njóti ekki Iengur undanþágu frá slíku mati. tignarleg. Fyrir ófróðan áhuga- mann er deilan um þetta svæði merkilegri en ella vegna þess að engin skýr víglína er um eitthvert tiltekið náttúrufyrirbrigði. Þjórsár- ver, Gullfoss og Dettifoss eru miklu auðgreinanlegri „undur“. Gagnrýn- inn áheyrandi spyr: hver segir að gæsirnar geti ekki fundið annað griðland? Það hefur næstum eng- inn séð þessa fossa og gljúfur. Nóg er af sendlingum út um allt. Svo eru þessar tjarnir kannski misá- hugaverðar.... Það sem stendur uppúr eftir svona kynningu er að málið snýst ekki um eina tiltekna dýrategund, eða afmarkaðan álagablett; hér eins og Fögruhverum var drekkt. Nú eru breyttir tímar. Uiahverfismat A ráðstefnunni á laugardag kom Elín Smáradóttir lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun reyndar inn á hið lögformlega umhverfismat. A Landsvirkjun (og ríkisstjórn) hefur verið deilt fyrir að nýta sér undan- þágu frá lögum um umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Sú virkjun fékk leyfi áður en lög um umhverfismat tóku gildi. Náttúru- verndarsinnar, sem telja að virkj- Sendlingar og hreindýr Náttúruverndarfólkið Iagði milda áherslu á gildi þeirra svæða sem nú á að sökkva undir Ión, umtuma með virkjunum og mannvirkjum þeim tengdum. Fuglalíf er fjöl- breytt á Eyjabökkum, en þar er mesta verðmætið kannski fólgið í griðlandi heiðagæsa. Sýndar voru forkunnarfagrar myndir af því „náttúruundri" sem þúsundir heiðagæsa í sárum eru. Það er reyndar undur sem fáum gefst að líta, því gæsin verður að fá að vera f friði. Skarphéðinn Þórisson lýsti því hve mikið ásýnd landsins myndi spillast við fyrirhugaðar fram- kvæmdir, og hugsanlega myndu hreindýr eiga erfiðar með björg við tilteknar aðstæður. Þóra Ellen Þór- hallsdóttir prófessor skýrði frá miklum verðmætum í votlendinu kringum Eyjabakka og hættu af landeyðingu tækju vindar að bera jökulleir úr lónunum út á öræfin. Fossar eru ægifagrir á svæðinu. Dimmugljúfur hrikaleg. Jöklasýn Nógu rík? Það kom í hlut fulltrúa Landsvirkj- unar að veija það sem er líklega ekki Landsvirkjunar að verja. Stefría stjórnvalda er að flýta sér að auka ríkidæmi þjóðarinnar, eins og það er mælt með hefðbundnum aðferðum. Landsvirkjun á að koma skilgreindri auðlind í vasa þjóðar- innar svo hún njóti efnahagsbata. Þess vegna er grunntónninn í orð- um Þorsteins Hilmarssonar upp- Iýsingafulltrúa Landsvirkjunar ein- hvern veginn þessi: ef þjóðin er nógu rík til að sleppa þessu tæki- færi til að auðgast - þá hún um það. En hann og fleiri telja svo ekki vera. A móti tefla menn svo annars konar hugmyndum um auðævi og mat á þeim. Þeir telja þjóðina alls ekki svo ríka að hún hafi efni á að fórna þessum auðævum - hvort heldur þau eru mæld á tilfinninga- legum eða hagrænum vogarskál- um. Stefán Gíslason: Stofnkostnaður við virkjanir er vanmetinn ef umhverfis- kostnaðurinn er ekki tekinn með. stendur ekki slagur um „síðasta geirfuglinrí' heldur þessa óljósu til- finningu sem er „heildarupplifun“ af fáfömu svæði sem fáir þekkja af eigin raun. Ef málið hefði komið upp tíu árum fyrr hefði Fljótsdals- virkjun líklega siglt hljóðlega í gegn Rök ríka mannsms Náttúruverndarrök eru rök ríka mannsins. Eins og Ragnar Amason benti á felst „verðmæti" umhverfis f því að æ fleiri hafa æ meiri efni á því að „neyta“ þessarar „vöru“. Miðað við 3% hagvöxt margfaldast verðmæti náttúrunnar. En miðað við samdrátt f efnahagslífinu minnkar gildi hennar samsvarandi sé formúlan látin gilda. Þegar „verðmæti náttúrunnar“ er metið skiptir því meginmáli hver viðmið- unarpunkturinn er. „Hagfræðingar geta reiknað hvað sem er“ eins og Stefán Gíslason orðaði það ráð- stefnugestum til nokkurrar kátínu. yUMFERÐAR RÁÐ Rauða Torgið Stefnumót Kynlif er gotX\ 905-5000 BORGARBÍÓ KYNNIR S<>m£Ihing /ll>(,lT http://WWW.NET.IS/BORGARBIO □□ 1 DOLBV J D I G I T A L EcreArtiic D I G I T A L SOUMD SYSTEIV! o co > > tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 í :iii j iriiioiituhuií iiiu^'ioni i Fc .. T • r r7.„ ♦ M . r t * ,-r . o/U.r- li tt o áll Iþ^LlítkiUil J * ^ l 'irrrjSl^-Jr'rií* r rI>At«vT ritrr I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.