Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 2
18-FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú að
gera?
Björk Vilhelmsdóttir,
formaður BHM: Kem
siðbætt til leiks á árs-
hátíð félagsráðgjafafé-
lagsins.
Árshátíð, hvíld og BHM
Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, ætlar á
árshátíð félagsráðgjafafélagsins í kvöld.
„Þangað koma félagsráðgjafar siðbættir til
leiks eftir siðaþing sem haldið verður í dag.
Laugardaginn ætla ég að nota til hvíldar og
jafna mig eftir árshátíðina og siðaþingið. Eitt-
hvað verð ég að sinna börnunum mínum en
ég geri ekki ráð fyrir að fá meira en eins dags
hvíld frá Bandalagi háskólamanna þannig að
ég verð væntanlega eitthvað að vinna að mál-
efnum þess á sunnudaginn,“ segir Björk.
Séra Jóna Hrönn
Bolladóttir: Börnin eru
ekkert of vön þvi að
ég sinni þeim.
Kirkjuvæn helgi
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir verður á Loft-
stofunni í Austurstræti 20 ásamt öðru starfs-
fólki í miðbæjarstarfi KFUM og K til klukkan
þijú um nóttina. „A laugardaginn ætla ég á
basar í Dómkirkjunni og styrkja þessar frá-
bæru konur sem alltaf eru að gera eitthvað til
að afla fjár fyrir kirkjuna,'1 segir Jóna Hrönn.
„A laugardag ætla ég að öðru Ieyti að vera
með börnunum. Þau eru ekkert of vön því að
ég sinni þeim. A Iaugardagskvöld ætla ég með
karlinum mínum á kaffihús og í messu í
Laugarneskirkju klukkan ellefu á sunnudag.
A sunnudagskvöld ætla ég að messa í Dóm-
kirkjunni í miðbæjarpoppmessu KFUM og K
og Dómkirkjunnar ásamt Ijölda manns. Er
þetta ekki kirkjuvæn helgi?"
Arndís Heiða Magnús-
dóttir: Laufabrauðið
ómissandi í aðdrag-
anda jólanna.
Laufabrauð, hangikjöt og
sumarbústaður
Arndís Heiða Magnúsdóttir, verslunarkona í
Listfléttunni á Akureyri, ætlar að baka Iaufa-
brauð um helgina. „A Iaugardaginn eftir
vinnu komum við saman, ég og mín fjöl-
skylda, mágkona mín og maðurinn hennar og
börn. Þetta er árlegur viðburður, við borðum
hangikjöt og bökum laufabrauð. Þetta er
ómissandi fyrir jólin en að vísu erum við mjög
snemma í þessu núna og það er nú útaf vinn-
unni. A sunnudaginn stefni ég að því að fara í
sumarbústaðinn austur í Aðaldal með mann-
inum mínum og drengjunum,“ segir Arndís
Heiða Magnúsdóttir.
Árið er 1986. Þetta er um það leyti sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamað-
ur á Helgarpóstinum, annaðist þáttinn Á líðandi stundu ásamtþeim Ómari
Ragnarssyni og Agnesi Bragadóttur. Óneitanlega hefur þessi svipsterki Akureyr-
ingur breyst nokkuð á þeim tólfárum sem liðin eru síðan þessi mynd var tekin,
- það sjáum við best til samanburðar þegar þessi heimilisvinur þjóðar/nnar sést
í fréttalestrinum á Stöð 2.
■ LÍF OG LIST
Steinn Steinarr og
Svejk
„Eg er
alltaf með
, fastar tvær
; bækur á
náttborð-
inu,“ segir Arnór Pétursson,
formaður Sjálfsbjargar. „Ann-
ars vegar er það Steinn Stein-
arr, Ritsafn og greinar, og
hinsvegar Góði dátinn Svejk.
Þetta eru bækur sem ég gríp í
ef ég er ekki að lesa eitthvað
annað. Þessar bækur eru nán-
ast fastagestir á náttborðinu.
Það sem ég las síðast annað til
að rifja upp var Njála. Það er
alltaf hægt að finna eitthvað
nýtt í henni.“
Hörður Torfa
„Ég man í svipinn eftir
frænda mínum Herði Torfa-
syni. Hann er alltaf jafngóður
og liggur við að það sé sama
hvað maður velur af hans efni,“ segir Arnór
spurður um hvaða diskur hafi síðast verið í spil-
aranum. „Þegar hinar miklu kröfur Kvennalist-
ans voru í fréttunum hafði ég rétt áður verið að
hlusta á það stórkostlega lag og texta Harðar
sem heitir „Karl R. Embla". Hann tekur fyrir
fordóma gagnvart kynþáttum, hommum og Iesbí-
um og svo framvegis. Kjarni textans er að þegar
sá sem syngur er kominn á trompið og ætlar
helst að Iemja allt og alla þá drynur rödd fyrir
ofan: „Færð’onum blóm, færð’onum blóm og
rúsínuhnetur í poka.“ Það segir mönnum að
þeir eigi að vera umburðarlyndir.“
Það hálfa væri nóg
„Síðasta myndband sem ég
leigði mér var myndin Hoover
vs. Kennedy. Það er að vísu
nokkuð langt síðan. Þetta er
svolítið sérstök mynd og ef ekki
nema helmingurinn sem þarna kom fram er satt
þá segir það manni mikið um stjórnmál í Banda-
ríkjunum. Hún segir mér að þau séu alveg
hryjlilega rotin, þannig að allt þetta Clinton-fár
kemur manni ekkert á óvart út frá því.“
■ FRÁ degi til dags
Sá einn kemst í mark sem áræðir að
taka fyrsta skrefið. Earl Wilson.
Þetta gerðist 13. nóv.
• 1789 skrifaði Benjamín Franklin að
ekkert í lífinu væri öruggt „nema dauð-
inn og skattarnir”.
• 1939 sökk þýska skipið Parana út af
Patreksfirði.
• 1940 var frumsýnd tónlistarteikni-
myndin Fantasía, sem kom úr- herbúð-
um Walts Disneys.
• 1946 var flugvöllurinn í Vestmannaeyj-
um tekinn formlega í notkun.
• 1973 var samningur við Breta um
lausn Iandhelgisdeilunnar samþykktur
á Alþingi.
• 1979 tilkynnti Ronald Reagan að hann
hyggðist bjóða sig fram til forsetakosn-
inga.
Þau fæddust 13. nóv.
• 1782 fæddist sænska skáldið Esaias
Tegnér.
• 1850 fæddist skoski rithöfundurinn
Robert Louis Stevenson.
• 1909 fæddist sænski leikarinn Gunnar
Björnstrand.
• 1935 fæddist brasilíski Nóbelsverð-
launahafinn Herbert José de Souza,
sem barðist gegn hungri og fátækt.
• 1935 fæddist George Carey, erkibiskup
í Kantaraborg.
Vísa dagsins
Halldór J. Einarsson sendi þessa vísu í
tilefni af ferð Árna Johnsen um daginn.
Suðurlands um sveitir rann
syngjandi eins og bítill.
Atkvæði fiska ætlaði hann,
drangurinn varð lítill.
Afmælisbam dagsins
Árni Magnússon handritasafnari
fæddist árið 1663, en hann lést 7.
janúar árið 1730. Árni er þekktast-
ur fyrir handritasöfnun sína, en dýr-
mætustu handritunum var bjargað
þegar bókasafn hans brann að
mestu í Kaupmannahöfn árið 1728.
Þegar Árni var 46 ára gekk hann að
eiga „velfjáða söðlasmiðsekkju“ sem
var tíu árum eldri en hann, og hefur
það æ síðan verið almenn sannfær-
ing að hann hafi ekki verið ham-
ingjusamur í því hjónabandi.
Hver skrifaði undir?
I Kentucky var kennarinn að reyna að
kreista smá þekkingu út úr misviljugum
nemendum eins og gengur. Eitt sinn
spurði hún Johnny, sem ekki reiddi vitið í
þverpokum um það hver hefði undirritað
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjamanna.
Johnny varð eitt spurningarmerki í fram-
an og sagði: „Fjandakornið að ég viti
það.“
Kennarinn varð heldur óhress með
svarið og blótsyrðið og sagði Johnny að
fara heim og koma ekki aftur fyrr en dag-
inn eftir og koma þá með föður sinn með
sér.
Pabbinn settist aftast og kennarinn
spurði drenginn aftur sömu spurningar.
„Sko kennari,“ sagði Johnny. „Ég var
búin að segja þér að ég vissi það ekki.“
Þá stökk pabbinn upp, benti ásakandi
á drenginn og æpti: „Johnny, hafir þú
skrifað undir skollans skjalið, þá skaltu
svo sannarlega viðurkenna það og það
strax."