Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGVR 13. NÓVEMBER 1998
Fjör í Kaffi-
leikhúsinu
f tilefni föstudagsins 13.
nóvember verður sérstak-
lega „hraaðileg” sýning á
spunaleikritinu „Barbara &
Úlfar” f Kaffileikhúsinu í Hiað-
varpanum, en þar munu per-
sónurnar yfirtaka iíkama leikaranna
Halldóru Geirharðsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum. Á laugardagskvöidið verður svo dansleikur í
Kaffileikhúsinu, en þar mun Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona ásamt
hljómsveit sinni SIX PACK LATINO laða gesti Kaffileikhússins fram á
dansgólfið með blóðheitri salza, rúmbu, tangó, jive og cha cha tón-
list. Þetta eru jafnframt síðustu tónleikar Six Pack Latino í Kaffileik-
húsinu á þessu ári Kvöldverður hefst kl. 20 og tónleikar kl. 22 en kl.
23 hefst dansleikurinn sem stendur til kl. 02. Miðapantanir eru í síma
5R1 9055.
mm
| ( \ l
Rússíbanar með
útgáfutónleika
Hljómsveitin Rússíbanar heldur
tónleika í íslensku óperunni laugar-
daginn 14. nóvember kl. 20.30 í til-
efni af útkomu annarrar geislaplötu
sinnar, Elddansins, en á henni er
að finna fjölbreytta tónlist, fjöruga
salsa- og gyðingatónlist í bland við
ungverska dansa og finnska slag-
ara. Rússfbana skipa þeir Guðni Fransson, Einar Kristján Bnarsson,
Jón Skuggi, Kjartan Guðnason og Tatu Kantomaa, en Mál og menn-
ing gefur diskinn út. Rússíbanar eru vinsælir og komast færri að en
vilja á böllin þeirra. Hallgrimur Heigason, rithöfurtdur og Ijóðskáld,
hitar upp fyrir Rússibanana á útgáfutónleikunum með Ijóðalestri. For-
sala aðgöngumiða er í Óperunni og í bókabúð Máls og Menningar að
Laugavegi 18 og er miðaverð 1500 kr.
Tónleikar í
Hallgrimskirkju
Á morgun mun tónlistarhópurinn ALBA
ásamt félögum úr Vox Feminae halda
tónleika í Hallgrímskirkju kl. 17 á vegum
NORÐURUÓSA, tónlistarhátíðar
Musica Antiqua. Flutt verður tónlist eftir
þýsku abbadísina Hildegard von Bingen, sem uppi var á árunum
1098-1179 og á hún því 900 ára fæðingarafmæli í vor. Hin heilaga
Hildegard eins og hún var oft kölluð var einn litríkasti persónuleiki
miðalda, spámaður, sjáandi, heimspekingur, læknir, rithöfundur, Ijóð-
skáld og tónskáld. Hún hafði mikil áhrif á samtíð sína í trúarlegum og
heimspekilegum efnum og páfar, þjóðhöfðingjar og lærdómsmenn
sóttust eftir ráðum hennar.
Tónlistarhópurinn ALBA sérhæfir sig í flutningi miðaldatónlistar og
hann skipa þau Agnethe Christensen, altsöngkona, Helen Davis, sem
leikur á miðaidahörpur og Poul H'xbro, sem leikur á pípur, saltara og
trumbur.
HVAfl ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Afmæli Gauks á Stöng
Hljómsveitin Skítamórall spilar á af-
mæliskvöldum Gauks á Stöng á
sunnudag og mánudag.
Snæfríður og Stubbamir
Hin sívinsæla og stórskemmtilega
hljómsveit Snæfríður og Stubbarnir frá
Þorlákshöfn halda uppi fjörinu á Fó-
getanum á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Borgarbókasafn Reykjavíkur býður
reykvískum konum upp á stutta kynn-
ingu á Internetinu í tilefni 75 ára af-
mælis safnsins fyrr á þessu ári. Al-
menningur hefur haft aðgang að Net-
inu í safninu síðan 1995 en í ljós hefur
komið að fullorðnir karlmenn nota
tölvurnar töluvert meira en konur á
sama aldri. Kynningarnar verða á lestr-
arsal safnsins í Þingholtsstræti 27 og í
Foldasafni í Grafarvogskirkju. Þær eru
sérstaklega ætlaðar þeim sem aldrei
hafa leitað á Netinu. Skráning og nán-
ari upplýsingar á söfnum Borgarbóka-
safns.
Poppmessa í Dómkirkjunni
Á sunnudagskvöldið kl. 21 verður mið-
bæjarpoppmessa í Dómkirkjunni. Til-
gangur með messunni er að bæta
menningu miðbæjarins og létta svolítið
yfirbragð kirkjunnar sem á tíðum er
dálítið þunglamaleg að áliti margra.
Hljómsveitin fjörtíuogtveir bera lof-
gjörðina uppi og hinn einstaki Kanga-
kvartett mun syngja.
Stærsti lögregluþjónn í Reykjavík mun
flytja prédikun, en það er Geiijón Þór-
isson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Leik-
menn úr KFUM og K ásamt guðfræði-
nemum munu þjóna og prestar eru sr.
Jóna Hrönn BoIIadóttir og sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson. Jóna Hrönn hvet-
ur alla til að láta sjá sig og njóta mið-
bæjarins sem er eign allra og Iáta boð-
skap Jesú ná til sín.
Ferðir Guðríðar
Einleikurinn „Ferðir Guðríðar, sem er
eftir Brynju Benediktsdóttur, verður
sýndur í Skemmtihúsinu, Laufásvegi
22 á sunnudagskvöldið kl. 20. Leikritið
er um formóður flestra okkar Islend-
inga, Guðríði Þorbjarnardóttur, sem
sigldi til Vínlands íyrst evrópsk
kvenna.
Miðasala er í Iðnó þar sem siminn er
530 3030 og í Skemmtihúsinu hálf-
tíma íyrir sýningu.
Félag eldri borgara Asgarði
Félagsvist kl. 14 í dag. Dansleikur í
kvöld frá kl. 21-02, hljómsveit Hjördís-
ar Geirsdóttur leikur. Göngu-Hrólfar
fara frá Ásgarði í fyrramálið kl. 10.
Félagsvist sunnudaginn 15. nóv. kl.
13.30. Nú er hver að verða síðastur að
skrá sig á árshátíðina okkar, laugardag-
inn 14. nóv. Námsstefnan heilsa og
hamingja verður Iaugardagana 14. og
21. nóv. kl. 13. Okeypis inn en til-
kynna þarf þáttöku á skrifstofu og í
síma 588 2111.
Tónleikar í Digraneskirkju
Mánudagskvöldið 16. nóv. kl. 20.30
verður Orn Magnússon með píanótón-
leika í Digraneskirkju. Einnig mun
Þorvaldur Þorsteinsson höfundur
„Skilaboðaskjóðunnar" lesa úr nýrri
bók sinni, „Eg heiti BIíðfinnur,“ en það
er ævintýri fyrir fullorðna. Verð kr.
1000.
Groska.is
Gróska samtök jafnaðarmanna, félags-
hyggjufólks og kvenfrelsissinna hefur
sett af stað vefrit Grósku. Slóðin er
groska.is.
MÍR
Nk. sunnudag ld. 15 verður kvikmynd-
in „Hin unga sveit“ sýnd í bíósal MIR,
Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í
Sovétríkjunum árið 1948 undir stjórn
Sergeis Gerssimovs. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Sumarið ’37
Áður en sýning hefst á Sumrinu ’37
eftir Jökul Jakobsson föstudaginn 13.
nóvember, mun Jón Viðar Jónsson leik-
húsfræðingur og gagnrýnandi flytja er-
indi um stöðu Jökuls f íslenskri Ieikrit-
un. Kynningin fer fram á Leynibar
Borgarleikhússins og hefst kl. 19 en
aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nýlistasafnið
Laugardaginn 14. nóvember kl. 16
opna eftirfarandi listamenn einkasýn-
ingar í Nýlistasafninu við Vatnsstíginn
í Reykjavík: Þóroddur Bjarnason, Lilja
Björk Egilsdóttir, Aðalsteinn Stefáns-
son, Hjörtur Hjartarson og Pétur
Gunnarsson.
Wagner félagið
Laugardaginn 14. nóvember kl. 13
mun Richard Wagnerfélagið sýna óp-
eruna Tristan og Isolde í Norræna hús-
inu. Áður en sýningin hefst mun Þórð-
ur Harðarson prófessor og yfirlæknir
fjalla um hana í stuttu máli. Aðgangur
að sýningunni er ókeypis og öllum
heimill. Gerð verða tvö 15 mín. hlé á
sýningunni.
Basar á Hrafiiistu
Árlegur viðburður á Hrafnistu er basar
heimilisfólksins. Hann verður í ár
laugardaginn 14. nóvember kl. 13-17
og mánudaginn 16. nóv. kl. 10-16.
Hver hefur rétt til að dæma
Pinochet?
Málfundafélag alþjóðasinna heldur
málfund um efnið: Heimsvaldasinnar
hafa ekki rétt til að dæma Pinochet,
hveijir eru lærdómar af ríkisstjórn
Allende í Chile 1970-73, föstudaginn
13. nóvember kl. 17.30.
Lúðrasveitin Svanur
14. nóvember á Lúðrasveitin Svanur
68 ára afmæli og af því tilefni verður
haldin stórveisla í salarkynnum hljóm-
sveitarinnar að Lindargötu 48, laugar-
daginn 16. nóvember kl. 20.30.
Elliheimilið Grund
Heimilisfólk á Elliheimilinu Grund
verður með sýningu og sölu á munum
sem það hefur unnið laugardaginn 14.
nóvember frá kl. 13-17. Þar verða til
sölu munir sem tálgaðir hafa verið úr
beinum og tré, saumaðir, pijónaðir og
unnir úr ull.
Félag dönskukennara 30 ára
Á afmælisdaginn 14. nóv. efnir félag
dönskukennara til sérstaks hátíðar-
fundar í „Skála“ á Hótel Sögu, þar sem
flutt verða ávörp og tónlist.
Der Steppenwolf í Leikhúskjall-
aranum
I tilefni af því að að Sléttuúlfurinn
„Der Steppenwolf* eftir þýska höfund-
inn Hermann Hasse er komin út hjá
Ormstungu verður efnt til Hasse dag-
skrár sem hefst í Leikhúskjallaranum
mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
LANDIÐ
Sóldögg á Akranesi
Hljómsveitin Sóldögg sér um fjörið á
Hótel Akranesi á laugardagskvöldið.
Hreimur í söngferð
Karlakórinn Hreimur mun syngja víða
um Norðurland næstu helgar. Laugar-
daginn 14. nóvember kl. 16.00 syngur
kórinn í Fellsborg á Skagaströnd og ld.
21.00 í Miðgarði í Skagafirði. Laugar-
daginn 21. nóv. er kórinn með tónleika
á Hnitbjörgum á Raufarhöfn kl. 16.00
og um kvöldið Id. 21.00 í íþróttahús-
inu á Kópaskeri.
Dagskrá kórsins er Ijölbreytt og hljóm-
sveit leikur undir. Stjómandi Hreims
er Robert Faulkner. Undirleikarar eru
Juliet Faulkner, Aðalsteinn Isfjörð,
Þórarinn Illugason og Erlingur Berg-
vinsson. Einsöngvarar með kórnum
eru Ásmundur Kristjánsson, Baldur
Baldvinsson, Einar Hermannsson og
Sigurður Þórarinsson.
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu er árlega hald-
inn hátíðlegur í Þelamerkurskóla við
Eyjafjörð, en 16. nóvember er fæðing-
ardagur Jónasar Hallgrímssonar sem
var uppalin á svæði Þelamerkurskóla.
Á mánudagskvöldið er öllum boðið að
koma á Jónasarkvöld í Þelamerkur-
skóla. Dagskráin hefst kl. 20.30.
Tónleikar Samkórs Svarfdæla
Samkór Svarfdæla heldur tónleika á
sunnudagskvöldið kl. 21 að Rimum í
Svarfaðardal. Sungin verða lög eftir
Sigfús Halldórsson, skandinavískar
trúbadoravísur og syrpa af sjómanna-
lögum svo eitthvað sé nefnt.
mælirmeð...
• •• að þessa helgi verði haldin sniglaveisla aldarainnar. Það
sem tii þarf eru: kuðungar, sniglar, smjör og hellingur af hvítlauk
og að sjálfsögðu brauð til að sópa upp hvítlaukssafann sem ligg-
ur á diskinum eftirá.
• • • að með þessu góðgæti verði „seryerað“-skraufþurr drykkur
„þurr marteinn" sem er glaer og ískaldur vökvi með sex ólífum á
tannstöngli útí.
• • • að fara ekki út á meðal fólks, nema það hafi verið í snigla-
veislunni. Góða helgi!
VIKING
Stjómandi listans er
Þráinn Bjömsson
NR. LAG FLYTJANDI ÐASTA VIKA VIKUR Á LISTA
i Vilhur Sóldögg 2 3
2 Belive Cher 4 3
3 Brjótum það sem brotnar 200.000 Naglbítar 4 2
4 Relox Deetah jþ m 1
5 Stjörnur Sólin hons jóns míns 17 2
6 Ifyou buy this record TheTamperer 9 2
7 Geimflaugin Lond og synir AV m 1
8 Irish Go Go dolls m 1
9 If we try Koren Romires 16 2
10 Girlfriend BiHie 6 4
11 How trazy are you? Meja 5 4
12 Love like this Faith Evons 13 3
13 Keep on moving Alexio 15 2
14 Human beings Seol 16 2
15 Boy you knoá me out Totono Ali jþ m 1
16 Girly Girly Dr. Bomhay 12 3
17 Whot this live for Greed 19 2
18 My fovorite gome Cordigons 7 6
19 Never there Coke 10 6
20 Thiskiss Faith Hill m 1
Listinn er spilaður á föstudögum milli kl. 20 og 22
Hlustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu http://nett.is/frosrasin •
E-maiL frostras@nett.is • Stjórnandi listans er Þráinn Brjánsson