Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 9
FÖSTVDAGUR 13.NÓVEMBER 1998 - 25 LÍFIÐ í LANDINU Jayne Mansfield var um tíma ein þekktasta kynbomba heims en örlög hennar voru dap- urlegoghúnléstí hörmulegu bílslysi árið 1967,þrjátíu og fjögurra ára gömul. Jayne Mansfield hafði allt frá því hún var lítil stúlka átt sér einungis einn draum og hann var sá að verða kvikmynda- stjarna í Hollywood. Henni mið- aði hægt og 17 ára var hún gift og meira að segja orðin móðir. Hún lét það hlutskipti ekki hindra sig í ætlunarverki sínu heldur fluttist til Kaliforníu með eiginmann og dóttur en hjóna- bandið Iognaðist fljótlega út af. Jayne Mansfield litaði dökkt hár sitt ljóst eins og Ijölmargt ungstirnið gerði í þeirri von að velta Marilyn Monroe úr sessi sem mestu kynbombu Hollywood. Hún hafði sannar- lega kynbombuvöxt og var auk þess andlitsfríð. Hún var rekin áfram að óslökkvandi þrá til að verða fræg. Það skipti hana engu máli hvað hún þyrfti að gera til að komast á síður slúð- urblaða, hún Iét hafa sig í hvað sem er. Hún trúði því að lykill- inn að frægð væri að sjást nógu oft. Hún klippti á borða verslun- armiðstöðva sem verið var að opna, hún auglýsti tannkrem og hamborgara. Hún fékk nokkur hlutverk og vakti fyrst athygli í gamanleikriti á Broadway þar sem hún stældi Monroe og í kjölfarið var henni boðinn kvik- myndasamningur. Smástirni var fætt og nú var markmiðið að gera smástirnið að stórstjörnu. Átök við kynhombur Kvöld eitt fór Jayne Mansfield með vini sínum á kabarettsýn- ingu hjá leikkonunni og kyn- bombunni Mae West. Þar komu fram sjö vöðvabúnt og eitt þeirra vakti athygli Jayne. Hún fór bak- sviðs til að kynna sér málið og úr varð ást við fyrstu sýn milli hennar og Mickey Hargitay. Fljótlega voru þau orðin óað- skiljanleg og Ieyndu ást sinni ekki fyrir blaðamönnum sem básúnuðu fréttirnar. Mae West var ekki skemmt. Þótt aldurinn væri farinn að færast yfir hafði hún óslökkvandi áhuga á ungum mönnum og Mickey var í hópi þeirra myndarlegri. Mae boðaði til blaðamannafundar og hafði vöðvabúntinn sér við hlið. Hún ætlaðist til að þar myndi Mickey afneita Jayne Mansfield. Ungi maðurinn ítrekaði hins vegar fyrri ástaijátningar og jók jafnvel við þær. Lífvörður Mansfield reiddist svo fyrir hönd vinnuveit- enda síns að hann réðst á hinn ástfangna mann. í átökum milli þeirra var ýtt við Mae West sem datt í gólfið og þar lá hún með- an hún æpti að Mickey: „Þú get- ur ekki gert mér þetta. Eg er stofnun." Jayne Mansfíeld sigraði Mae um bolla af uxahalasúpu, einni viskíflösku og einni kampavíns- flösku á dag. Þetta fæði setti mark sitt á heimilislífið og eigin- maðurinn treysti sér ekki til að fylgja þessum lífstíl eftir og hjónin skildu. Hörmulegur dauðdagi Jayne kynntist lögfræðingnum Sam Brody sem var giftur og tsæggja barna faðir. Hann yfírgaf eiginkonu sína og hóf storma- samt ástarsamband við Jayne. Þann 28. júní 1967 var hún á leið með Brody til New Orleans þar sem hún átti að fara í sjón- varpsviðtal. Þau Brody, sátu í framsætinu ásamt bílstjóranum. Þrjú yngstu börn Jayne voru í aftursætinu. Bílstjórinn sá ekki vörubi'Iinn sem stefndi á þau vegna þokunnar fyrr en of seint. Bílstjórinn og Sam Brody hent- ust út úr bílnum og létust sam- stundis. Við áreksturinn skarst höfuðið af Jayne Mansfield. Börnin björguðust á einhvern undraverðan hátt og fundust grátandi í bílflakinu. Grimmustu eftirmælin fékk Jayne Mansfield frá Mae West sem sagði: i „Hún var full af illsku. Hún var svo full af illsku að einn dag sprakk hún og höf- uðið fór f eina átt og líkaminn í aðra.“ Annar eiginmaður Jayne, Mickey Hargitay syrgði hana ákaft og áður en kista hennar var sett f gröfina henti hann sér yfír hana, meðan hann grét og kyssti hana. Sögu Jayne Mansfi- eld var lokið. -KB Jayne Mansfield á hátindi frægðar sinnar árið 1957. West og hún lagði einnig Sophiu Loren að velli þegar sú síðar- nefnda kom í eina fyrstu ferð sína til Hollywood. I fjölmiðla- hoði sem haldið var Sophiu til heiðurs mætti Jayne í kjól sem var flegin niður á geirvörtur. Um leið og Jayne gekk að borði Sophiu og beygði sig niður skoppaði annað brjóstið upp úr kjóldulunni. Ljósmyndarar náðu dýrðinni á mynd og einhvern veginn fór lítið fyrir hinni ítölsku Sophiu við hlið brjósts- ins. Þegar Sophia Loren lét þess getið að hún myndi aldrei láta sjá sig f kjól eins og þeim sem Mansfield hefði verið í svaraði kynbomban: „Kannski getur hún það ekki.“ Drykkjan tekur völdin Jayne Mansfíeld öðlaðist heims- frægð en gallinn var sá að eng- inn tók hana alvarlega. Hún þótti vissulega kynþokkafull en var einnig talin slæm leikkona og athyglisýki hennar gerði hana smám saman hlægilega í augum manna. Hún hafði gifst Mickey Hargitay og eignast með honum tvö börn en hún var farin að drekka ótæpilega og halda fram- hjá eiginmanni sfnum. Hún til- kynnti blaðamönnum nokkrum sinnum að hún ætlaði að skilja við hann en ekkert varð úr efnd- um. Þegar Jayne fæddi tjórða barn sitt var það mál margra að eiginmaðurinn hefði hvergi komið þar nærri. Hjónin skildu skömmu síðar og Jayne giftist Ieikstjóranum Matt Cimber árið 1964. Segja má að leikkonan hafi þá verið fallin stjarna og rothöggið kom þegar bítillinn Paul McCartney kallaði hina þrjátíu og tveggja ára gömlu leikkonu „gamla kellingu" í blaðaviðtali við Playboy. Það var einmitt Playboy sem hafði gert sér sem mestan mat út líkama leikkonunnar á síðum sínum, en nú voru að renna upp aðrir tím- ar. Hún eignaðist son með nýja eiginmanni sínum en sneri sér síðan að flöskunni. Hún hafði fitnað eftir barnsburðinn og fór í megrun sem samanstóð af ein- Sophiu Loren var ekki skemmt þegar hin barmfagra Jayne heilsaði upp á hana og missti annað brjóstið upp úr kjólnum. Myndin er tekin örskömmu áður en hið fræga atvik átti sér stað. Fegurðin var tekin að fölna vegna ólifnaðar þegar Jayne giftist þriðja eigin- manni sínum árið 1964.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.