Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Tveir tvö- faldir Staðfærðurfarsi, Tveir tvöfáldir, um þingmann með allt niðrum sig verður frumsýndur í Þjóðleik- húsinu í kvöld,fóstu- daginn þrettánda... Leikarar þykja ein hjátrúarfyllsta starfsstéttin en Þór H. Tulinius, sem leikstýrir verkinu, segir hópinn ekki hafa gert neinar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir hörmungar á frumsýn- ingunni í dag. „Þetta er nú bara húmor - ef það kemur eitthvað upp þá verða þau að bregðast við því. Eg hef engar áhyggjur af því, þetta eru allt snillingar." Lætin yfirgnæfa ekki verkið Höfundur Ieikritsins, Ray Coon- ey, mun vera eitt vinsælasta gam- anleikjaskáld Breta og hafa verk hans áður verið sýnd hér við góð- ar undirtektir, m.a. Með vífið í lúkunum. Cooney þessi er sjálfur leikari og mun hafa ákveðið um Líf& f i5r Örn Árnason er auðvitað vanur gamanmaður en er nú ögn virðulegri þarna en oft áður. Edda Heiðrún Backman ieikur eiginkonu hans en aðrir leikendur eru Hilmir Snær Guðnason (aðstoðarmaður þingmannsinsj, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Bergur Þór Ingólfsson, Randver Þorláksson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. 26 ára aldurinn að „hann ætti að gera eitthvað meira við líf sitt en að standa á leiksviði í tvo og hálf- an tíma á hveiju kvöldi, spila tennis við félagana á daginn og falla fýrir ljóshærðum leikkon- um,“ eins og segir í leikskrá. Fór hann þá að skrifa leikrit. - En er erfiðaru, Þór, að leik- stýra farsa en öðrurn leikritsform- um? „Já, það þarf auðvitað ein- lægni og réttan skilning eins og í öðrum alvarlegri formum en hraðinn gerir þetta dálítið vandasamara og leikarar þurfa að sýna mikla leikni og tækni. Annars hefur maður fyrst og fremst verið að hugsa um að fá þetta ekki út í neina dellu. Það eru stundum svo mikil læti í försum að lætin yfirgnæfa verk- ið.“ Mannlegur breyskleiM „Þetta er um stjórnmálamann og konu hans sem eru á hóteli í Reykjavík af því að þau eru að skipta um húsnæði. Hann biður aðstoðarmann sinn um að gera sér þann greiða að panta annað herbergi á hótelinu því hann ætlar að eiga stund með hjákon- unni. En aðstoðarmaðurinn er svo hreinlyndur og hefur aldrei logið í lífinu að hann fer að ldúðra þessu í einhveiju pati. Það hleypir af stað mikilli og flókinni atburðarás. En það er heilmikil léttúð í loftinu...“ - Þannig að þið staðfærið þetta? „Já, já, þetta er íslenskur veru- leiki og þetta er mjög snjöll stað- færsla hjá Arna Ibsen sem þýðir þetta. I grunninn er þessi farsi um mannlega bresti og breysk- leika. Þannig að við erum í rauninni að hlæja að okkar eigin veikleikum og því nær sem þetta er okkar raunveruleika því betur virkar það.“ - Það hefur varla farið framhjá neinum í hinum vestræna heimi að valdamesti stjómmálamaður heims hefur orðið sekur að því girða niðrum sig frammi fyrir öðrum en eiginkonunni. Eru einhverjar vísanir í Clinton og kó? „Ja. Jú, jú, það er vísað til þess, spillingu stjórnmálamanna og svona." Þrjú tilbrigði við tímann Samuel Beckett. Þrír einþáttungar aðeins í þetta eina sinn í Iðnó. Þrír einþáttungar Becketts sýndir í Iðnó. Verkin eru tilbrígði við tímann að einu eða öðru leyti. Aðeins þessi eina sýning. Þor- steinn J. stígurútfyrir nákvæmar leiklýsingar Becketts. Á sunnudagskvöld verða sýndir þrfr einþáttungar eftir Nóbelskáldið Samuel Beckett í Iðnó. Þessir þrír einþáttungar heita: Eintal, Ohio impromptu og Vögguvísa, og eru allir skrif- aðir á árunum 1979-1981. Verk- in eru að einu eða öðru leyti til- brigði við tímann og sviðsetning þeirra einkennist af því að að- eins er stigið út fjTÍr þær ná- kvæmu leiklýsingar sem Beckett lét fylgja verkum sínum. Eintalið er hljóðritun sem flutt var í Utvarpsleikhúsi Ríkis- útvarpsins fyrir sjö árum af Ró- bert Arnfinnssyni Ieikara. Leik- stjóri var Árni Ibsen. Þessi hljóðritun verksins verður end- urtekin í Iðnó og Róbert leikur á ný mælandann, sem talar ekki lengur, heldur situr og hlustar á eigin orð á segulbandi. I Ohio impromptu eru tvær persónur, Iesarinn og hlustand- inn. I uppfærslunni í Iðnó er hlustanndinn horfinn af sviðinu en er samt sem áður nálægur. Lesarinn situr einn eftir og les úr minningabók sinni. Asta Arn- ardóttir er í hlutverki lesarans. I Vögguvísu situr kona í ruggustól og hlustar á hljóðrit- aða rödd sína, frásögn af lífi sínu, sem eins og ruggar henni í svefn. María Ellingsen leikkona er í hlutverki þessarar konu sem langar til að komast burt úr líf- inu. Uppsetning einþáttunganna er samvinnuverkefni leikfélags- ins Annað svið, Iðnó og Utvarps- leikhússins. Leikmynd er í höndum Snorra Freys Hilmars- sonar og Ieikstjóri er Þorsteinn J- Aðeins er um að ræða þessa einu sýningu, klukkan 20.30 í Iðnó að kvöldi sunnudagsins 15. nóvember. ■iJM HELGINA SöngleiMr á Höfn Mánudagskvöldið 16. nóvember flytja Ing- veldur Yr Jónsdóttir og Gerrit Schuil lög úr söngleikjum, kvik- myndum og leikrit- um í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. Efnisskráin inni- heldur lög úr íslenskum leik- ritum, svo sem Ofvitanum og Deleríum Búbónis, og sívin- sælum söngleikjum, svo sem Showboat, Söngvaseið, Kab- arett, Chorus Line og Galdra- karlinum í Oz. Einnig flytja þau syrpu af lögum eftir Kurt Weill og George Gershwin. Tónleikarnir heíjast klukkan 20.30 og miðaverð er 1.000 krónur. Afsláttur er veittur skólafólki. Samlagið í Lands- bankaglugganmn í nóvembermánuði stendur yfir kynning á verkum félaga Samlagsins í Landsbanka- glugganum á Akureyri en Samlagið er gallerí sem selur list- og listhandverk og er staðsett í Listagilinu á Akur- eyri. Kynningin fer fram í eins konar sýningarglugga sem staðsettur er inni í aðal- útibúi Landsbankans á Akur- eyri og varir í fjórar vikur. Þrír til ijórir félagar eru með verk sín í glugganum í viku í senn en þá er skipt um inn- setningu og eru þetta því fjór- ar litlar kynningar sem standa allan nóvembermánuð. Spumingakeppni Baldursbrár Hin árlega spurn- ingakeppni Baldurs- brár hefst í kvöld klukkan 21.00 í safnaðarsal Glerár- kirkju (athugið breyttan tíma). Að þessu sinni keppa: Trillukarlar, Eldri borgarar, Prestar, Frostrásin, Dagur, Vélsmiðja Steindórs, Asprent og Karlakór Akureyr- ar-Geysir. Aðgöngumiðinn kostar 400 krónur og gildir jafnframt sem happdrættis- miði og í hléi verða seldar veitingar, kaffi og kokkteill. Að þessu sinni rennur allur ágóði til kaupa á búnaði við tölvur sem gera Iangveikum börnum ldeift að fylgjast með í námi í skólanum sínum. Ætlunin er að búnaðurinn verði fluttur milli skólanna i bænum eftir þörfum hverju sinni. Gallerí Homið Á morgun opnar Guðrún Lára Halldórsdóttir, Glára, sýningu á olfumálverkum í Gallerí Hominu, Hafnarstræti 15 Rvk. Glára hefur vinnustofu að Sólheimum í Grímsnesi. Sýning hennar ber yfírskriftina Hljómur og verður hún opin alla daga ífá ld. 11-24 og stendur til 2. desember. V_____________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.