Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 13.11.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1998 - 27 LÍFIÐ í LANDINU Aston Martin Vantage er einn hinna fjöimörgu bíia sem voru til sýnis í París og íslenskir vegfarendur eiga ekki að venjast. Sumardekkin undan bílnum BILAR Veturinn er heldur fljótur á ferðinni þetta árið. Eg ætlaði að sleppa við að fjárfesta í vetrardekkjum þangað til seint í des- ember, en því var ekki að heilsa. Maður mátti punga út tugum þúsunda fyrir vetrar- dekkjagangi án þess að hafa efni á því. En maður hefur eiginlega ekki efni á því að gera það ekki ef bíllinn er á sumardekkj- um. Sumardekkin harðna og missa grip í Sumarilekkiii eru ekki nógu góð í hálku. Olgeír Helgi Ragnarsson skrifar frosti og kulda. Bíll á sumardekkjum á ís er því, nánast í bókstaflegri merkingu, eins og belja á svelli. Það borgar sig ekki að draga það að taka sumardekkin undan ef það er komin hálka á annað borð. Ég veit það af biturri reynslu. Um heilsársdekk gegnir hins vegar öðru máli. Þau hafa marga af eiginleikum sérhannaðra snjódekkja og í dekkjaprófunum sem nánar er greint frá í aukablaði um vetrarakstur í blaðinu í dag kom í Ijós að heilsársdekk eru lítið eða ekkert lakari en snjódekk, nema í djúpum snjó. Hæðst að aukiiini skattbyrði Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, fer í leiðara nýjasta Ökuþórs, tímarits FIB, svolítið háðskum orðum um greinargerð þingmanna sem lagt hafa fram tillögu til þingsáiyktunar um að ríkisstjórnin skipi nefnd er kanni hvort unnt sé að beita vegtollum til þess að draga úr þörf á gerð samgöngumann- virkja, stuðla að minni mengun og afla fjár til vegagerðar. 1 nefndri greinargerð segir meðal annars að þróun síðustu ára geri það meira knýjandi en fyrr að leita nýrra leiða í um- ferðarmálum. „Umferð bifreiða fer árlega mjög vaxandi. Slíkt veldur gríðarlegu álagi - þó oft tímabundnu - á vegi og önnur samgöngumannvirki. Umferðar- öngþveiti skapast víða í borgum og bæjum stuttan tíma sólar- hringsins, þegar fólk er á leið úr og í vinnu. Umferðaræðar ráða ekki við álagið og miklir og kostnaðarsamir umferðarhnútar myndast." Runólfur bendir hins vegar á að ekki komi fram hversu „víða í borgum og bæjum“ á Islandi umferðaröngþveiti er slíkt vandamál að ekki megi leysa nema með sérstökum skatti. Hann bendir jafnframt á að skattur í ríkissjóð sé nú þegar yfir 70% af hverjum seldum bensínlítra og bflar beri hæsta vörugjald sem lagt er á innfluttar vörur. Og hann segir: „Þrátt fyrir þessar staðreyndir er enn verið að tala um nýja skatta á bíleig- endur, eins og þessi þingsálykt- unartillaga ber með sér. FIB mun standa vaktina gegn skatt- lagningaráráttu af þessu tagi, enda ljóst að þegar hafa skattar í öllum regnbogans litum verið lagðir á bíleigendur." Flutningsmenn þingályktun- artillögunnar eru Einar K. Guð- finnsson, Össur Skarphéðinsson, Kristín Ast- geirsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Árni M. Mathiesen og Kristín Halldórsdóttir. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB. Netfang umsjónarmanns bílasíðu er: oIgeirhelgi@isIandia.is Veðrið í dag... Norðaustlæg átt, vlðast stiimingskaldi eða allhvasst. DáJitil él verða um landið norðan- og norðaustanvert, einkum þó á annesjum, en um landió sunnan- og suðvestarivert léttir til. Kólnandi veður og vægt frost um nánast allt land annað kvöld. mti í tu í stig Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tima úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Færð á vegum í nágrenni Reykjavikur er hálka á Hellisheiði, hálkuhlettir á Sandskeiði og í Svínahrauni. Þá er þungfært um Mosfellsheiði. Á SnæfeUsnesi er skafrenningur á Fróðárheiði og hálka á heiðum. Um Vestfirði er ófært um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Skafrenningur og hálka er á Kleifaheiði, Mikladal og Hálfdán. Klettháls er fær, en þar er færð farin að þyngjast. Hálka er á heiðum um norðan- og austanvert landið. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Glerárgötu 32, Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.