Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 1
1 Minni skipin menga mest Úlafur Örn Haraldsson: Tími kom- inn til að kasta mæðinni í virkjana- málum. Þúsimdir tonna af olíu fara árlega í sjó- iim viö íslauds strendur, eu þróiinm er á mjög góðri leið að mati sérfræðiugs. Mengun af völdum fískiskipa- flotans er ekki alvarlegt vanda- mál við Islands strendur, en þó fara árlega þúsundir tonna af olíu í sjóinn, einkum hjá minni skipunum. Þetta er mat Bjarna Kristinssonar, vélstjóra og verk- fræðings, sem hefur tekið saman upplýsingar um þessi mál. „Niðurstaðan er sú að stóru skipin eru minnstu mengunar- valdarnir ef útblástur er undan- skilinn. Litlu bátarnir eru ekki skyldugir til að hafa búnað til að skilja úrgangsolíu. Eftir samtöl mín við Ijölda manna veit ég að Sjóiivarps- feikimir ógreiddir Fyrstu deildar Iiðin í knattspyrnu hafa ekki enn fengið krónu af greiðslunum frá þýska sjónvarps- risanum UFA, sem keypti sem kunnugt er útsendingarréttinn frá leikjum liðanna. Bjarni Andrésson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, segir Grindvíkinga farið að Iengja eftir þessum peningum eins og aðra. „Við höfum fengið það sem við áttum að fá frá RÚV og Stöð 2 en ekkert er enn komið frá Þýska- landi. Nú eru flest félögin að fara að halda aðalfundi sína og þá væri gott að vera búinn að fá þessa upphæð til að gera upp reikninga sem maður vill hafa í skilum. Við áttum að vera búnir að fá þessar greiðslur fyrir löngu," segir Bjarni. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, srgir greiðs- lurnar rétt ókomnar. Sjá bls. 13 Umhverfis- matið á flokksþingið Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknar vill að þing flokksins sem hefst á morgun taki afstöðu til þess hvort Fljóts- dalsvirkjun eigi að fara í lög- formlegt umhverfísmat. „TiIIaga þessa efnis mun koma fram á þinginu. Eg mun beita mér fyrir því að þetta fari annað hvort inn í ályktanir eða bara að tillaga þessa efnis verði lögð fyr- ir þingið. Eg tel að eðlilegt sé að flokksþingið taki afstöðu í mál- inu,“ segir Ólafur Örn. Hann segist líka muni Ieggja til að nú verði staldrað við í virkjunarmálum og endurmetin sambúð nýtingar og náttúru- verndar. „Eg held því fram að nú sé tækifæri til að gera þetta vegna þess að það hefur gengið mjög vel og miklum árangri ver- ið náð í virkjunar- og stóriðju- málum. Það hefur verið einn stærsti þátturinn í að koma hjói- um atvinnulífsins af stað, sem hefur svo aftur skapað þann mikla hagvöxt sem hér er um þessar mundir. Við erum í þeirri stöðu að geta staldrað við og skoðað málin. Það eru komnar nýjar áherslur í umhverfismál- um og þær kalla á að við köstum aðeins mæðinni." Sjá bls.8-9 Lmdarmálið áskrið Samkvæmt heimildum Dags er skriður að komast á rannsókn Ríkislögreglustjóraembættisins á Lindarmálinu svokallaða, en hún hófst í júní sl. Rannsóknin hefur reynst afar tímafrek og þá ekki síst gagnaöflun innan Landsbankans. Nú er varlega áætlað að frumniðurstöður geti legið fyrir um næstu mánaða- mót. - FÞG Nýr bóksölulisti Bókabúðakeðjunnar og Dags birtist í blaðinu í dag. Hann er byggður á sölu í þeim bókaverslun- um um allt land sem aðild eiga að keðjunni og mun birtast á síðum Dags vikulega. Tvær ævisögur tróna hæst á fyrsta metsölulistanum: bækurnar um Steingrím Hermannsson og Þorvald Guðmundsson I Síld og fisk. Sjá bls. 3. Olíumengun í sjó getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. afgangsolía minni skipanna fer að stórum hluta í sjóinn, en þó eru undantekningar á og þar ræður samviskusemi sjómann- anna mestu. Úr stærri skipunum er olíunni dælt aftur til olíufélag- anna enda er sérstakur búnaður til þess. Sú olía fer til eyðingar," segir Bjarni. Bjarni segir að íslendingar megi ekki líta á sjóinn sem rusla- kistu en á hinn bóginn eigi smærri fiskiskip, sem skilgreind eru 400 tonn eða minni, að mörgu leyti erfitt um vik að koma þessum málum í lag. Þar ráði aðbúnaður s.s. plássleysi en hann telur miklar framfarir hafa orðið á síðasta áratug í mengun- arvörnum fiskiskipa. Bjarni skipti rannsókn sinni í fjögur svið; útblástur, losun af- gangsolfu, sorp og efnaúrgang s.s. freon. Sem dæmi um freon nefnir Bjarni að í fyrra hafí tölu- verður hluti farið til áfyllingar en ekki í ný kerfi sem þýðir að efnið lekur út í nokkrum mæli. Bjarni minnist einnig á botnmálningu sem sé mjög eitruð og hennar verði vart í miklum mæli á al- gengum siglingaslóðum. Alþjóða siglingamálastofnunin sé nú að setja reglugerð sem banni eitruð- ustu afbrigðin. Bjarni flytur fyr- irlestur í Norræna húsinu í dag í tilefni af ári hafsins um þessi mál. — BÞ •SUBWflV* ^SUBUJflV *SUBUJflVv % tt sSl llt |~ |( TOBURONE ll rffdtindur H ándegjunnar fMALT »í ÞIG?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.