Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 6
6- FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufé/ag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Adstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöiuverð:
Grænt númer:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 3T, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6iei
Símar augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 55i 6270 (reykjavík)
Lok, lok og læs
í fyrsta lagi
Mestu harmkvælum í byggingarsögu landsins lauk með því að
söguþjóðin gat loks opnað safn safnanna. Þjóðarbókhlöðu. Nú
heldur harðlífið áfram. Það eru ekki til peningar til að halda
henni opinni nema þegar dagsskímu nýtur og rétt rúmlega
það. Bókhlaðan bætist við steinsteypuminnisvarða aðra sem
þjóna ekki tilgangi sínum nema með höppum og glöppum
vegna „sumarlokana", niðurskurðar eða annarra uppáfinninga
sem eiga að spara almenningi fé, en eru oft hrein della.
í öðru lagi
Það er hrein della að þetta musteri fræða og mennta sé lokað
þegar kennslu lýkur í skólum og allur almenningur dregur loks
andann léttar eftir erfiðan vinnudag. Námsmenn við Háskóla
Islands kvarta sáran yfir því að missa stóla og borð til að lesa
við þegar prófatími fer í hönd, og þarf þá ekki að ræða þann
takmarkaða aðgang sem er að bókum og tímaritum. Bókhlað-
an er opin frá átta til nítján fjóra daga vikunnar, til fimm á
föstudögum og laugardögum og lokuð á sunnudögum. Marg-
ar hárgreiðslustofur hafa opið lengur. Lokað á kvöldin og á
sunnudögum?
í þriðja lagi
Þetta langþráða milljarðamusteri gerir auðvitað gagn með því
að veija bækur og blöð fyrir veðri og vindum. En af því að vin-
sælt er að tala um ávöxtun fjár og það að fjárfesting skili arð-
semi, þá sýnist hverjum heilvita manni að þessi virkjun mætti
skila meiri orku út í menntakerfið og lýsa betur upp almennt
fræðagrúsk. Smásmyglin og nískan í garð Bókhlöðunnar var
þjóðarskömm löngu áður en hún reis upp úr melnum. Ekkert
lát er á. Það kostar kringum 14 milljónir á ári að láta þetta
uppistöðulón veita orku sinni til fólksins í landinu af fullum
krafti.
Stefán Jón Hafstein
Aðstoðarmaður
aðstoðarmanns
Hvenær drepur maður mann
og hvenær drepur maður ekki
mann? Hvenær segir maður
satt og hvenær segir maður
ekki satt? Sérkennileg deila er
nú komin upp milli tveggja
Sunnlendinga í stjórnmálum,
þeirra ísólfs Gylfa Pálmasonar,
alþingismanns, og Þórhalls
Olafssonar, aðstoðarmanns
dómsmálaráðherra. Þessir
ágætu menn
standa nú hvor á
móti öðrum og
segja hinn vera
Iygara. Allt snýst
þetta um máls-
meðferðina á mál-
efnum lögrelglu-
stjóraembættisins í
Reykajvík og um-
ræðuna um það mál utan dag-
skrár á Alþingi í fyrradag. Garri
fylgdist með þessum umræð-
um eins og aðrir landsmenn og
komst ekki hjá því að velta fyr-
ir sér hve heppinn hann er að
búa á íslandi þar sem bæði rík-
ir þróað Iýðræði og mikið rétt-
arríki. ísólfur og Þórhallur eru
talandi dæmi um lifandi lýð-
ræði - þeir nota sinn lýðræðis-
Iega rétt til að kallast á, Garra
og þjóðinni allri til yndisauka
og dægrastyttingar.
Réttaröryggið
Aðalsmerki réttarríkisins er
auðvitað að allir geta fengið
óvilhalla málsmeðferð á sínum
málum hjá yfirvöldum. Og ekki
fær þjóðin verra sýnishorn af
réttarríkinu en lýðræðinu í
þessu máli öllu. Lögrelgustjór-
inn, sem meira að segja er
dómsmálaráðherra ekki þókn-
anlegur af pólitískumeða öðr-
um ástæðum, fær að fara í sitt
veikindaleyfi og getur verið ör-
uggur um að fá að koma aftur
í starfið sitt. í einhveijum ríkj-
um hefði slíkt nú ekki þótt
sjáflsagt mál. En á íslandi er
réttarríki þannig að Iögreglu-
stjórinn getur auðvitað gengið
að sfnu starfi eftir veikindin.
Það er hins vegar til full mikils
mælst að ætlast til að starfið
standi algerlega óbreytt í heila
sex mánuði og bíði að þess
verði vitjað.
Á villigötim
Þess vegna er frá-
leitt hjá stjórnar-
andstöðunni og
þeim framsóknar-
mönnum sem töl-
uðu um málið á
þingi að vera að gera
athugasemdir við
það að búið væri að ákveða að
breyta starfinu á meðan lög-
reglustjórinn var í burtu. Hvað
er svona hræðilegt við það þótt
lögreglustjóranum sér gert að
vera varamaður aðstoðarlör-
geglustjórans og hugsanlegur
staðgengill hans á köflum.
Það mun augljóslega létta mik-
ið á sjálfum lögreglustjóranum
að þurfa ekki að hafa áhyggjur
af því að þurfa sjálfur að stýra
lögreglunni, en geta þess í stað
Iátið sér nægja að aðstoða að-
stoðarmann sinn. Garri hlýtur
að taka undir með Þorsteini
Pálssyni og Þórhalli aðstoðar-
manni hans að það er ekki
hægt að hleypa mönnum í
veikindafrí og láta þá svo bara
koma aftur í sama starfið
óbreytt. Þess vegna hefur Þor-
steinn aldrei verið veikur í
vinnunni, því hann veit að þá
gæti hann endað sem aðstoð-
armaður Þórhalls Olafssonar,
aðstoðarmanns ráðherra!
GARRI
Þorsteinrt
Pálsson.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
SKRIFAR
Af rcykliiiuni linnini
Reykingar eru merkilegt fyrir-
bæri sem flestir hafa áhuga á og
taka afstöðu til. Enda er stöðugt
verið að fjalla um reykingar í
ræðu og riti og sýnist sitt hverj-
um. En þrátt yfir þessa miklu
umfjöllun og endalausrar rann-
sóknir vísindamanna, þá eru enn
að koma fram upplýsingar sem á
óvart koma. Til að mynda í Degi
í gær.
Reyklausar sveitir
Þar birtist frétt um könnun sem
Hagvangur gerði fyrir Tóbaks-
varnanefnd á reykingavenjum
landsmanna. Fram kemur að
fólk á Norðurlandi eystra og
Suðurlandi reykir landsmanna
minnst. I kjördæmum kennd við
Reyki er svo meira reykt sem og
annarsstaðar á landinu, þar sem
þriðjungur íbúa mengar and-
rúmsloftið. Einnig kemur fram
að háskólamenntaðir reykja
helmingí minna en þeir sem að-
eins hafa lokið skyldunámi. Að-
eins um 20% sveitafólks reykir
en um helmingur þeirra sem
starfar við sjávarútveg. Það er
sem sé
minna um
hangikjöt en
reykta ýsu.
Það þarf
þar til kall-
aða fræðinga
til að túlka
niðurstöður
þessarar
könnunar,
en í fljótu
bragði bend-
ir hún til
þess að ólík-
legra sé að
háskóla-
menntaður bóndi á Norðurlandi
eystra reyki en sjómaður með
grunnskólapróf á Austurlandi.
Nikótínsjoppur
I þættinum 60 mínútur fyrir
skömmu voru ennfremur birtar
kannanir sem bentu til að reyk-
ingamenn á miðjum aldri væru
helmingi líklegri til að verða lin-
ir til Iimsins
í ástaleikjum
en reyklausir
og reykinga-
konur næðu
rýrari full-
nægingum
en reyklaus-
ar. Og aftur
til Dags, sem
allajafnan er
áróðursrit
gegn reyk-
ingjum, en
þar er önnur
forvitnileg
grein í gær
þar sem fjallað er um reykingar
en þó fyrst og fremst nikótín. Þar
er rætt við prófessor í lyljafræði
sem kemur með upplýsingar sem
maður hefur ekki áður séð. Með-
al annars að það liggi á borðinu
að þeir sem reykja fá síður Park-
insonsveiki en þeir sem ekki
reykja. Og einnig séu vísbend-
ingar um að nikótín komi að
gagni í baráttunni við Alzheimer
sjúkdóminn. Ennfremur að
nikótín geti bætt minni og skerpt
huga notenda. Því sé nauðsyn-
legt að skilja á milli reykinga og
nikótínneyslu í öðru formi.
Og þá riljast upp fyrir manni
grein sem Guðmundur Andri reit
fyrir margt löngu þar sem hann
mærði nikótín sem heilaskerp-
andi efni og lagði til að nikótín-
tyggjó og aðrar ómengandi vörur
af því tagi væru seldar ódýrt í
sjoppum landsins, jafnvel niður-
greiddar að mig minnir, til þess
að draga úr reykingum. Það væri
e.t.v. besta leiðin til þess.
Undir það má taka, í ljósi síð-
ustu upplýsinga um áhrif
nikótínsins, sem hefur sínar já-
kvæðu hliðar meðfram eitur-
virkninni.
-Tfc^ur
Er eðlilegt að fjármála-
stofnanir geti sniðgeng-
ið reglurum hámarks-
hlut í úboðurn ríhis-
eigna með því að safna
kennitölum?
Tryggvi Tryggvason
framkvæmdastjóri Kaupþittgs
Norðuriands.
„Eg tel að ekki
sé verið að snið-
ganga neinar
reglur. Einstakl-
ingarnir kaupa
bréf í ríkisfyrir-
tækjum sem sett
eru á markað
eftir gildandi reglum, en hafa
síðan fulla heimild til þess að
selja hlut sinn til hverra sem er;
fjármálastofnana eða annarra.
Vildu menn koma í veg fyrir
þetta yrði að takmarka framsals-
rétt með einhverjum hætti, sem
ég teldi afar óheppilegt. Aldrei
verður hægt að koma í veg fyrir
að stærri eignarhlutur í fyrir-
tækjum myndist, svo lengi sem
frjáls viðskipti eru á eftirmark-
aði.“
Valgerður Sverrisdóttir
þingmaðurFramsóknarfloJdis.
„Nei, það finnst
mér ekki eðli-
legt. Ríkis-
stjórnin stefnir
að dreifðri eign-
araðild ríkisfyr-
irtækja sem sett
voru í sölu,
þannig að menn eru að reyna að
komast fram hjá því með þessu
háttalagi; sem er óeðlilegt, en þó
sennilega ekki lögbrot. Því gæti
verið spurning hvort ekki eigi að
breyta Iögunum til þess að koma
í veg fyrir að svona lagað gerist -
og til þess að áðurnefnd mark-
mið ríkisstjórnarinnar nái fram
að ganga.“
Eiríkur Stefánsson
formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Fáskrúðsfjarðar.
„Auðvitað er
óeðlilegt að
stórfyrirtæki séu
að safna kenni-
tölum og senda
menn út í það
verkefni. En aft-
ur á móti finnst
mér ekkert voðalegt þó einhveij-
ir einstaklingar tali við vini og
ættingja sína og safni einhverj-
um örfáum í kringum sig og
kaupi hlut á þeirra tölu.“
Jóhanna Signrðardóttir
þinflokki jafnaðarmanna.
„Það tel ég ekki,
því með þessum
hætti er verið að
opna möguleika
fyrir fjársterka
aðila og Kol-
krabbann að
sölsa undir sig
dágóðan hluta í bönkunum,
langt umfram leyfilegt hámark.
Þetta mun leiða til samþjöppun-
ar valds og fjármagns á fárra
hendur í bankakerfinu. Mér
finnst það vera hálfgerð blekking
að segja að almenningur sé
þarna að eignast eitthvað því nú
hefur Kolkrabbinn fundið Ieið til
þess að fara bakdyramegin inn í
bankakerfið."