Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19.NÓVEMBER 1998 - 3 FRÉTTIR Lögreglumeim æva- reiðir út í ráðherra Jónas Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna og félagar voru ómyrkir í máli um dómsmálaráðuneytið og sögðu tilganginn með nýju skipuriti að bola Böðvari Bragasyni frá. Lögregliuneim segja dómsmálaráðimeytið vilja bola Böðvari Bragasyni frá og hafi boðið honum annað starf. Skýrsla VSÓ sé „pöntuð niðurstaða“. Landssamband lögreglumanna gagnrýndi dómsmálaráðherra og aðstoðarmann hans harkalega í gær vegna skýrslu VSO um breytingar á skipuriti Lögreglu- stjórans í Reykjavík. Jónas Magn- ússon, formaður sambandsins, og Oskar Bjartmarz, formaður Lögreglumanna í Reykjavík, héldu því fullum fetum fram að dómsmálaráðuneytið hefði ráðist í tillögugerðina einvörðungu til að bola Böðvari Bragasyni Iög- reglustjóra úr embætti og sögðu meðal annars að Böðvari hefði verið boðið annað starf, sem hann hefði ekki þegið. Telur Óskar einsýnt að skipulaginu verði breytt á ný ef og þegar Böðvari verður bolað úr embætti. Stjórnarmennirnir töldu Ijóst að tillögur VSÓ væru „pöntuð nið- urstaða" ráðuneytisins. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndu lögreglumennirnir slæleg vinnubrögð ráðuneytisins og óvandaða skýrslu VSÓ, hvers niðurstöður teljast „innihaldslitl- ar“ og „órökstuddar". Þeir héldu því fram að ekkert samráð hefði verið haft við samtök lögreglu- manna. Þeir segja það merki um megna ókurteisi og lítilsvirðingu við starfsmenn lögreglustjóra- embættisins. Lögreglumenn beindu spjótum sínum einkum að Þórhalli Ólafssyni, aðstoðar- manni dómsmálaráðherra, og kölluðu hann arkitekt breyting- anna. Þeir tóku enn fremur und- ir orð Isólfs Gylfa Pálmasonar að Þórhallur hefði viðhaft þau orð, að skipulagsmál embættisins kæmu samtökum lögreglumanna ekki við. Þeir sögðu einnig að Þórhallur hefði, skömmu eftir að Böðvar Bragason fór í veikinda- leyfi, sagt að „nú væru komnir al- vöru menn í húsið". Fær Haraldur að hnusa út í loftið? Bent var á að engin rök hefðu verið sett fram um nauðsyn þess að breyta skipulaginu, þvert á móti hefði skipulaginu verið breytt tvisvar á skömmum tíma og að þær breytingar væru farnar að bera árangur. Stjórn Lands- sambandsins benti þó á að ef ætti að breyta á annað borð lægju fyrir mun betri og ígrundaðri til- lögur frá Ríkisendurskoðun. Dregið er í efa að sú fyrirætlan að fela varalögreglustjóra daglega stjórn standist lögreglulög og nauðsynlegt talið að t.d. Laga- stofnun HI úrskurði um málið. Er það skýlaus krafa Landssam- bandsins að tillögurnar verði dregnar til baka. Innan lögreglustjóraembættis- ins er mikill órói vegna málsins og sögðu stjórnarmennirnir að menn gætu ímyndað sér hvernig vinnumórallinn sé. Um hversu Iengi nýtt skipurit væri líklegt til að endast sögðu stjórnarmenn: Það eru engin teikn á lofti um að Þórir Oddsson vararíkislögreglu- stjóri taki við daglegri stjórn á meðan Haraldur Johannessen hnusi út í loftið! - FÞG Páll Skúlason veitir kerfinu viðtöku. Veruleg búbót Háskóli Islands, Háskólinn á Akureyri og Sam\dnnuháskólinn á Bifröst hafa fengið að gjöf Axapta viðskipta- og stjórnunar- kerfið og verður nýútkomin ís- lensk útgáfa búnaðarins notuð til kennslu í viðskiptafræði og væntanlega verkfræði og tölvu- fræði í háskólunum þremur. Gefandinn er Concorde Axapta Island ehf., dreifingaraðili Axapta hér á landi. Búnaðurinn er metinn á tæplega 100 millj- ónir króna, að sögn Gunnars Björns Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Concorde Axapta. Gjöfina segir hann lið í átaki Stúdentaráðs Háskóla Islands fyrir bættum hugbúnaði. „Það Ieikur ekki vafi á því að þetta kemur sér afskaplega vel að fá þetta kerfi, sem kemur til með að verða notað af bæði nemendum og kennurum við- skiptadeildar. Þetta er veruleg búhót fyrir okkur“, sagði Páll Skúlason háskólarektor, sem tók við kerfinu fyrir hönd Háskóla Islands. Fhigmálastj óm mikið á ferðiimi Ferðakostnaður Flug- málastjómar neinur rúiinmi 150 milljóu- uni króua samtals uudaufariu 5 ár. Flug- málastjóri segir það eðlilegau kostnað. Á fimm ára tímabili voru ferða- dagar sjö æðstu stjórnenda Flug- málastjórnar alls 1.369 í 275 ut- anlandsferðum og eru þó sér- stakar eftirlitsferðir til að fylgjast með rekstri flugfélaga undan- skyldar. Hinar tíðu ferðir stjórn- endanna kostuðu stofnunina 44 milljónir króna. Þar af eru dag- peningar helmingurinn. „Stjórnendurnir virðast búa í ferðatösku meira og minna allt árið,“ segir Jóhanna Sigurðar- Jóhanna Sigurðardóttir: „Stjórnend- urnir virðast búa í ferðatösku meira og minna allt áríð.“ dóttir alþingismaður, sem bað um og fékk svör um risnu-, launa- og ferðakostnað Flug- málastjórnar. „Við svona óhóf í ferðakostnaði einstakra opin- berra stofnana er ekki lengur hægt að búa,“ segir Jóhanna. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir þetta svari til þess að stjórn- endur hafi verið um 10% af hvetju ári í útlöndum sem sé mjög eðlilegt. „Við gætum að- halds í ferðalögum en við þurf- um að ferðast mikið og það stafar m.a. af því að við rekum hér al- þjóðaflugþjónustu sem veltir núna vel á annan milljarð á hver- ju ári. Meira en helmingur allra ferða flugmálastjórnar er vegna hennar." Ferðakostnaður Flugmála- stjórnar 1993-97 var upp á 153 milljónir króna. Þorgeir segir að 52 milljónir af þvi séu greiddar af verkefnum alþjóðaflugþjónust- unar og stór hluti af því sem eft- ir standi sé greiddur með sér- stöku stjórnunarálagi sem flug- málastjórn innheimti af flugum- ferð. - FÞG Dönsk vitni í héraðsdóm METSfi LUBÆKUR Almennar bækur 1. Steingrímur Hermannsson Ævisaga Dagur B. Eggertsson 2. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk Gylfi Gröndal 3. Maríuglugginn Fríða Á Sigurðardóttir 4. Hæstvirtur forseti Guðjón I. Eiríksson/Jón Hjaltason 5. Almanak Þjóðvinafélagsíns 6. Almanak Háskóla Islands 7. íslenskir fuglar Ævar Petersen 8. Amasing Iceland Sigurgeir Sigurjónsson 9. Heimsatlas MM 10. Sérðu það sem ég sé Þórarinn Eldjárn Bama- og imglmgabækur 1. Ne-hei sagði Einar Áskell Gunilla Bergström 2. Stafakarlarnir Bergljót Arnalds 3. Heljarstökk afturábak Guðmundur Ólafsson 4. Halló Depill, ýttu á mig 5. Anna getur það! Margo Lundell 6. Teitur tímaflakkari Sigrún Eldjárn 7. Tíu kátir kettlingar 8. Smali sonur Pílu Kim Lewis 9. Rauðhetta 10. Talnapúkinn Bergljót Arnalds Aðalmeðferð málverkafölsunar- málsins svokallaða, máls Rikis- lögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni í Gallerí Borg, hefst 7. janúar og er búist við að vitna- Ieiðslur taki þrjá daga. Nokkur vitni koma til landsins erlendis frá, aðallega frá Danmörku. Fyrirtaka var í málinu í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sl. mánu- dag, en þá mistókst verjanda Pét- urs Þórs, Björgvini Þorsteins- syni, að leggja fram boðuð gögn vegna bilunar í ljósritunarvél. Þau gögn verða lögð fram næst- komandi mánudag. I fyrirtök- unni kom fram hjá Jóni H. B. Snorrasyni saksóknara, yfir- manni efnahagsbrotadeildar Rík- islögreglustjóra, að góðan fyrir- vara þyrfti vegna aðalmeðferðar- innar vegna vitna er kæmu er- Iendis frá. Samkvæmt heimild- um Dags eru alls um tuttugu vitni boðuð af Ríkislögreglu- stjóra, þar af koma fimm eða sex vitni erlendis frá, fyrst og fremst frá Danmörku. Kærð málverk í málinu verða í dómsal við aðal- meðferðina og einnig myndvarpi og tjald. Auk þess túlkur vegna vitnanna sem koma að utan. Er ljóst af þessu að embætti Ríkis- lögreglustjóra leggur mikla áherslu á rannsókn og meðferð málsins. - FÞG Ævisögur í efstu sætum Ævisögur eru í efstu sætunum á nýjum metsölulista Bókabúða- keðjunnar og Dags sem birtist hér á síðunni í fyrsta sinn. Listinn byggir á sölu bóka í þeim verslunum sem aðild eiga að Bókabúðakeðjunni, en þær eru þessar: Bókaverslunin Andrés Níelsson, Akranesi. Bókhlaðan, Isafirði. Bókval, Akureyri. Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík. Bóka- búð Keflavíkur. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. Bókabúðin Hlemmi, Reykjavík. Bókabúðin Mjódd, Reykjavík. Á metsölulistanum er bókunum skipt í tvo flokka; annars vegar al- mennar bækur og hins vegar bækur fyrir börn og unglinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.