Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 7
'nmCT___ ÞJÓÐMÁL * 'f c y. . v i ii\i a ta vit ít, w, vh - ð FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 - 7 Aðkastakrns úr oUiúsi „Við sem höfum tekið þátt í að vinna að samfyikingu jafnaðarmanna og féiagshyggjufóiks á undanförnum árum, höfum haft nokkrar æpandi dekurrófur afýmsum stærðum og gerðum í aftursætinu. Og þar sem sannieikurinn er sagna bestur þá ert þú ein af þeim,“ segir Heimir Már Pétursson m.a. í grein sinni. Myndin er frá blaða- mannafundi þar sem sameiginlegt grunnpiagg Samfylkingarinnar var kynnt.. Kæra Kolbrún Bergþórsdóttir. Eg ætla að bæta mér í hóp þeirra sem senda þér bréf á síð- um Dags. Ég hef fylgst með þér úr fjarlægð til nokkurra ára, allt frá því ég hafði ekki hugmynd um hver þú varst, en var reglu- lega upplýstur um það á síðum Alþýðublaðsins og Helgarpósts- ins sálugu hvar þú kaust að drekka kaffibolla. Þannig varðstu fræg í minni tilveru. Þú varst hin dularfulla kona sem drakk kaffi á öllum smörtustu kaffihúsum borgarinnar. Fyrr en varði varstu sjálf farin að skrifa í blöðin og sjálfsagt skrifað nokkra punga um veru annarra á kaffihúsum enda hæg heimatökin. Svo fóru að birtast eftir þig lengri viðtöl sem mörg hver hefur verið gaman að lesa. Það var til dæmis ágætt viðtalið sem þú tókst við Ólaf landlækni á dögunum, enda erfitt að klikka á svo djúpvitrum manni. Það var nokkur nýlunda af þinni hálfu í þessu viðtali að Ólafur var ekki spurður hvort Jón Baldvin væri ekki merkilegasti stjórnmála- maður f sögu landsins. Ég tók þessari staðreynd sem nokkru batamerki af þinni hálfu og hélt að Eyjólfur væri nú óðum að hressast. Allt frá því að pólitískur ást- mögur þinn, Jón Baldvin, tók hatt sinn og staf og skundaði til Washington, hef ég skynjað ákveðinn herping í sálinni þinni. Vantrú þín á að brotthvarf Jóns Baldvins væri raunverulegt hefur skilað sér í mikilli höfnun og af- neitun í skrifum þínum og les- endur hafa skynjað djúpan og sáran söknuð þinn. Það er eins og allri pólitík á Islandi sé lokið í þínum huga og ekkert líf sé eftir Jón Baldvin. Anda djúpt og rólega Þeir vita það sem fengið hafa áfallahjálp að jafnvel dimmustu él styttir upp um síðir. Það veit jafnvel maðurinn sem slapp naumlega undan fljúgandi öl- krús frá þér fyrir að hallmæla jafnaðarmanninum Díönu prins- essu í þín eyru. Ég legg til að þú prófir að byija hvern dag með því að setja rólega tónlist á fóninn, til dæmis „Good bye Englands Rose“ með Elton John, og leggist síðan fyrir í svona um það bil fimm mínútur, dragir djúpt að þér andann og andir síðan frá þér hægt og rólega. Þetta skaltu endurtaka nokkrum sinnum. Slökun sem þessi getur gert kraftaverk í að Iosna við innan- tökur og herping og tilveran verður öll miklu yndislegri á eft- ir. Og hvers vegna er ég nú að kvelja þig með þessu kæra Koi- brún? Jú, það er vegna þess að þeir sem kasta krús úr ölhúsi ættu að fara varlega í að vanda um fyrir öðrum. Við sem höfum Það er eins og allri pólitík á íslandi sé lokið í þíiiiiin huga og ekkert líf sé eftir Jón Baldvin. tekið þátt í að vinna að samfylk- ingu jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks á undanförnum árum, höfum haft nokkrar æp- andi dekurrófur af ýmsum stærðum og gerðum í aftursæt- inu. Og þar sem sannleikurinn er sagna bestur þá ert þú ein af þeim. Þessi ökuferð leggst greinilega ákaflega illa í þig vegna þess að pabbi Jón Baldvin er ekki við stýrið. Sérstaklega er þér í nöp við aksturslag Margrét- ar Frímannsdóttur og Sighvats Björgvinssonar. Afturbatíikonimar og Evrópukratar Nú síðast í Degi í dag (17. nóv- ember) vandar þú um fyrir Mar- gréti af þinni alkunnu hógværð vegna heimsóknar hennar til Kúbu. Ur aftursætinu gellur hátt og snjallt „afturbatakommi". Með því að fara til Kúbu og kynnast aðstæðum og málflutn- ingi Kúbverja frá fyrstu hendi og reyna að hafa milligöngu um við- HFIMIR MÁR PETURSSON FRAMKV/EMDASTJÓRI ALÞÝÐUBANDALAGSINS SKRIFAR skipti, er Margrét í þínum huga orðin sami afturbatakomminn og Geir heitinn Hallgrímsson þegar hann fór til Sovétríkjanna. Eitthvað sem „eykur ekki traust ykkar Evrópukrata," svo notaður sé frasi frá þér sjálfri. Og nota bene, hvað er „Evrópukrati"? Er það jafnaðarmaður sem býr í Evrópu? Vikunni á undan heim- sókn Margrétar var nefninlega hópur krata frá Evrópu f heim- sókn á Kúbu, enda hefur Evr- ópusambandið lýst sig andstætt einangrunarstefnu Bandaríkj- anna gagnvart landinu. Og nú skal ég gera fyrir þér játningu. Þó ég sé þekktari fyrir aðdáun mína á drottningum en prinsessum, tók ég sviplegt áfall Díönu þinnar prinsessu nærri mér. Fyrir tilviljun fylgdist ég með tíðindum af andláti hennar í beinni útsendingu á Sky sjón- varpsstöðinni. Ég tók þetta nærri mér vegna þess hvað lífshlaup hennar endaði allt sem ein mannleg harmsaga. En ég á jafn- erfitt með að skilja að „Evrópu- krati" eins og þú, jafnaðarmað- urinn í Evrópu, skulir vart halda vatni yfir hirðlífinu í Englandi. Ertu kannski afturbataaðall? Eða er það bókmenntfræðingur- inn í þér sem gleymir sér í tákn- fræðinni og upplifir með tilfinn- ingaþunga ævintýri nútíma Mjallhvítar, sem á vonda tengda- móður í stað stjúpu? Ég get ekki betur séð en Jón vinur þinn Baldvin sé hæstá- nægður með hlutskipti sitt í Washington og ég sé á bréfi Bryndísar til þín í Degi í dag að henni líður bara bærilega líka. Það þykir mér gott vegna þess að ég hef kunnað ágætlega við þau hjónin frá því þau stýrðu Menntaskólanum í heimabæ mínum Isafirði og í huga föður míns hefur Hannibal alltaf verið stórveldi. Og þar sem Jóni Bald- vini og Bryndísi líður svona vel er engin ástæða fyrir þig að syn- gja „Good bye kratarós,“ þó aðr- ir sitji nú við stýrið ( því póltíska faratæki jafnarstefnu og félags- hyggju sem samfylkingarrútan er og verður. Að svo mæltu set ég upp hjálminn og kíki eftir fljúg- andi krúsum. Opið bréf til kj ósenda FRAMKVÆMDA- STJÓRN KVENRÉTTINDA- FÉLAGS ÍSLANDS SKRIFAR Kvenréttindafélag íslands hefur frá fyrstu tíð látið stjórnmál og stjórnmálaþátttöku kvenna til sín taka. Félagið hóf starf sitt á baráttunni fyrir kosningarétti kvenna og átti dtjúgan þátt í að íslenskar konur fengu kosninga- rétt og kjörgengi. Nú, nær heil- li öld sfðar, er enn langt f land að konur séu jafnir þátttakend- ur í stjórnmálastarfi og karlar. Lengi vel voru stjórnmála- flokkar óhræddir við að sýna kvenmannslausa ásýnd sína en á síðustu árum hefur krafan um fleiri konur í stjórnmálum feng- ið slíkt fylgi með þjóðinni að enginn stjórnmálaflokkur fengi brautargengi í kosningum ef konur væru ekki á framboðslist- unum. Þrátt fyrir að konum hafi farið fjölgandi á framboðslistum þá eru þær mun sjaldnar en karlar í baráttusætum. Það sannast best á því að einungis 25% Alþingismanna eru konur. Þetta er alls ekki ásættanlegt Framk væmdas tj óm Kvenréttindafélags íslands skorar á alla þá sem koma að upp- stillingu framboðs- lista fyrir komaudi Alþingiskosniugar að velja konur í efstu sætin. fyrir fslensku þjóðina. Þegar konur komu til leiks í stjómmálum höfðu karlar lengi átt sviðið einir og þeir höfðu mótað leikreglurnar. Við aldar- lok eru stjórnmálin enn vígi karla. Þjóðmálaumræðan hefur þó breyst og er ekki nokkur vafi að atkvæði kvenna og stjóm- málaþátttaka hafa þar markað sín spor. Lýðræðisleg réttlæt- iskrafa um jafnan hlut karla og kvenna í stjórnmálum þykir nú sjálfsögð en takmarkinu hefur þó enn ekki verið náð. Vilji þjóðarinnar f þá átt er þó af- dráttarlaus eins og fram kemur í könnun sem Skrifstofa jafnrétt- ismála gerði nýlega í samvinnu við Gallup á Islandi á viðhorfi fólks til þátttöku kvenna í stjórnmálum. Samkvæmt niður- stöðunum eru 92,5% þeirra sem afstöðu tóku hlynntur því að auka hlut kvenna í stjórnmál- um. Framkvæmdastjórn Kvenrétt- indafélags Islands skorar á alla þá sem koma að uppstillingu framboðslista fyrir komandi Al- þingiskosningar að velja konur f efstu sætin. Með ósk um góðar Alþingis- kosningar fyrir íslenskar konur og þá um leið fýrir íslenska þjóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.