Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 5
TQpun
FIMMTUOAGUR 19. NÓVEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
40 niiHjómini eytt
í Iðnó í levfisleysi
Kostnaður við endurbyggingu iðnó hefur farið upp úr öllu valdi.
Á lokasprettmum í
endurbyggingu Iðnó
íiiku 40 milljónir
aukalega í leyfisleysi
af því svo mikið lá á.
„Hver tók ákvörðun um að kaupa
búnað og framkvæma fyrir tæpar
40 mkr. umfram samþykkta fjár-
hagsáætlun? Voru ákvarðanir um
kaup á búnaði og framkvæmdir í
Iðnó fyrir 40 mkr. umfram fjár-
hagsáætlun teknar með vitund
og samþykki borgarstjóra?",
spurðu fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í bókun í borgarráði,
þar sem haldið er fram að fyrir
liggi að endurbyggingarnefnd
Iðnó hafi ekki ákveðið tuga millj-
óna kaup á búnaði og viðbótar-
framkvæmdir umfram kostnað-
aráætlun.
Rúm 17% framúr áætlun...
Og borgarstjóri bókaði: „Aukin
kaup á búnaði og viðbótarfram-
kvæmdir voru hvorki með vitund
né samþykki borgarstjóra ef frá
er talið að borgarstjóri gerði sér
grein fyrir að auka þyrfti hljóð-
einangrun hússins sem kynni að
hafa í för með sér einhvem auka-
kostnað. Þá var borgarstjóra
Ijóst, eins og öðrum, að auka-
kostnaður hlytist af afmælissýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur í
húsinu“. Borgarstjóri vísaði til
greinargerðar byggingardeildar
um að kostnaður sem sérstak-
lega tengdist rekstri sem kynni
að verða í húsinu hafi ekki verið
innifalinn í kostnaðaráætlun. En
með viðbótarkostnaðinum hafi
verkið farið rúm 17% framúr
áætlun. Viðbótarframkvæmdir
„hljóta því að vera á ábyrgð for-
manns endurbyggingarnefndar
og byggingadeildar, sem töldu sig
bundna af því að afhenda húsið
fullbúið á réttum tíma“, segir
borgarstjóri.
Reglur þverbrotnar
I annarri bókun sjálfstæðis-
manna segir m.a.: „Borgarstjóri
vissi ekkert um langstærstan
hluta framúrkeyrslunnar. Borg-
arráð var ekki upplýst um málið.
Innkaupastofnun var sniðgengin
og innkaupareglur borgarinnar
þverbrotnar. Bókhaldskerfi
borgarinnar virka ekki betur en
svo að kostnaður sem til fellur í
mars-apríl kemur ekki fram í
bókhaldi fyrr en í september".
- HEI
Þeir sem heimsækja Norðurpólinn
njóta fríðinda með íslandsflugi.
Afsláttur á
Noróurpóliun
Islandsflug ætlar að bjóða böm-
um frítt flug milli Reykjavíkur og
Akureyrar frá 20. nóvember til
16. desember og gefa þeim tæki-
færi á að sjá jólaþorpið Norður-
pólinn.
Allt að tvö börn að 12 ára aldri
fá fría ferð með einum fullorðn-
um báðar leiðir. Þetta gildir alla
daga nema föstudaga og sunnu-
daga. Einnig bjóða Fosshótelin á
Akureyri börnum fría gistingu
með morgunverði. Tilboð Islands-
flugs gildir einnig fyrir þá sem
vilja fara með börnin til að skoða
jólastemmninguna í Kringlunni
eða á Laugaveginum í Reykjavík,
og hefja flugið á Akureyri.
Flugfélag Islands býður einnig
afsláttarkjör á ferðum til Akureyr-
ar í tengslum við jólabæinn og eru
þau miðuð við að einn fullorðinn
fari með allt að 3 börnum. Flug-
félagið býður einnig þeim sem
vilja fljúga fram og til baka milli
Reykjavíkur og Akureyrar á laug-
ardegi, ferðina á um 5.000 krón-
ur. - GG
Nýtt greiðsliunat
Ýmis þjónusta við lántakendur húsnæðislána verður færð yfir til bankanna
á næstunni.
íbúðalánasjóður geng-
ur í næstu vikii frá
sanmingi við alla
bankana um nýtt
greiðslumat húsnæðis-
lána.
I næstu viku verður gengið frá
samningi við alla bankana um
nýtt greiðslumat. Auk þess á að
færa í bankana meðhöndlun láns-
skjala, fasteignasamninga og út-
prentun fasteignaskuldabréfsins.
I dag miðast nýtt greiðslumat
við ákveðið hlutfall launa sem
þykir hafa gefið misjafna raun.
Nýtt greiðslumat miðast við
ákveðinn kostnað sem fjölskyldan
hefur af daglegum rekstri og síð-
an er metið hvað eftir stendur. Þá
er það að vissu marki val viðkom-
andi hversu mikið hann vill leggja
á sig til að eignast húsnæði auk
þess að eiga borð fyrir báru.
Friða starfsmenn
Undirbúningsnefnd að stofnun
íbúðalánasjóðs hefur fjallað um
tilboð Landsbankans um að halda
áfram innheimtu fyrir sjóðinn.
Gunnar S. Bjömsson, formaður
nefndarinnar, segir tilboðið mjög
sérstætt því Landsbankamönn-
um hafi verið fullkunnugt um að
búið var að semja við Búnaðar-
bankann á Sauðárkóki þegar þeir
lögðu tilboðið fram.
„Landsbankamenn voru áður
búnir að hafna öllum samninga-
umleitunum en bjóðast þó til að
framlengja samninginn óbreyttan
í 12 mánuði en það vildum við
ekki gera. Ég held að þetta tilboð
hafi verið sett fram á þessum
fundi til þess að friða það starfs-
fólk Landsbankans sem fyrirsjá-
anlega mundi missa vinnuna. Til-
boð Landsbankans er þó hærra en
sá samningurinn sem við gerðum
við Búnaðarbankann á Sauðár-
króki að viðbættu því sem við
erum að taka yfir sjálf af veðdeild
Landsbankans og færa út í alla
banka Iandsins,“ segir Gunnar.
- GG
Átak í fikniefnaeftirliti
Ríkislögreglustjóri og Ríkistoll-
stjóri hafa ákveðið að setja á stofn
10 manna vinnuhóp sem geri til-
lögur að því hvemig standa skuli
að samstarfi tollgæslu og Iögreglu
í baráttunni gegn innflutningi og
dreifingu á ólöglegum fíkniefn-
um.
Vinnuhópurinn á að taka af-
stöðu til ýmissa efna, svo sem
hvernig samstarf um þjálfun og
menntun skuli háttað, hvernig
haga megi fyrirkomulagi upplýs-
ingakerfa og upplýsingamiðlunar,
hvort ná megi betri árangri með
breyttu fyrirkomulagi fíkniefna-
Ieitarhunda og hvernig koma
skuli fyrir reglulegum samráðs-
fundum yfirmanna fíkniefnaeftir-
lits lögreglu og tollgæslu.
Guðmundur Guðjónsson yfir-
lögregluþjónn, yfirmaður fíkni-
efnamála hjá Ríkislögreglustjóra,
segir f samtali við Dag að vinnu-
hópurinn sé hluti af átaki sem
standi yfir til áramóta. „A þessum
tíma verður mikið unnið í skipu-
lagningu fíkniefnaeftirlits og allir
möguleikar kannaðir til hlýtar.
Þessi vinnuhópur mun skoða
möguleikann á meiri samvinnu
Iögreglu og tollgæslu, t.d. um nýt-
ingu á mannafla, tækjabúnaði og
upplýsingum og almennt með
aukinn árangur að leiðarljósi.
Hugmyndin er að hafa í gangi
skilvirkan samvinnuhóp manna
úr grasrótinni,“ segir Guðmund-
ur. - FÞG
Framleiðnisjóður í
Borgames
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra hef-
ur ákveðið í samráði við stjórn Framleiðnisjóð
landbúnaðarins að flytja aðsetur sjóðsins frá
Reykjavík í Borgarnes. Unnið hefur verið að und-
irbúningi þessa verkefnis á undanförnum mánuð-
um og á verkinu að vera lokið fyrir áramót. Hið
nýja aðsetur sjóðsins verður að Engjaási 2, þar
sem Mjólkursamlag Borgfirðinga var áður til
húsa. Sjóðurinn er nú til húsa að Laugavegi 120 í
Reykjavík. — SBS
Guðmundur
Bjarnason.
Safna kertastubbum
Kertagerð Sólheima er að setja á markaðinn „endurunnin kerti“ úr
vaxafgöngum og hefur tekið höndum saman við Olís um hráefnisöfl-
unina; söfnun kertaafganga frá einstaklingum, veitingahúsum og fyr-
irtækjum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra hóf söfnunina
með formlegum hætti á Olís-stöðinni í Alfheimum. Safntunnur verða
á öllum Olís-stöðvum á Reykjavíkursvæðinu sem síðan selja Iíka kert-
in. Innflutningur kerta hefur næstum Ijórfaldast á áratug og voru ríf-
lega 600 tonn flutt inn í fyrra, að sögn Guðmundar Armanns Péturs-
sonar hjá kertagerð Sólheima. Varlega áætlað telur hann 10% enda
sem kertastubba í ruslatunnunni, eða um 60 tonn. Með endurvinnslu
á þeim megi „slá tvær flugur í einu höggi"; framleiða íslensk gæða-
kerti og spara urðunarkostnað. — HEI
Davíð má vel við
una.
var mynduð 1995.
Hveitibrauðsdagax hjá
stjóminni
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú ríflega 47% sam-
kvæmt nýrri skoðannakönnun Gallup sem frétta-
stofa Utvarpsins greindi frá í gær. Framsóknar-
flokkurinn fengi tæplega 18% og sameiginlegt
framboð félagsbyggjuflokka um 20% sem er svip-
að og í síðustu könnun Gallup í október. Frjáls-
Iyndi flokkurinn og Vinstri hreyfingin - grænt
framboð fengju um 3% atkvæða væri kosið nú
samkvæmt Gallup.
Næstum 70% styðja ríkisstjórnina samkvæmt
Gallup eða fleiri en nokkru sinni síðan stjórnin