Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 19.11.1998, Blaðsíða 4
4- FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 FRÉTTJR L StarfsfdlMð er sátt við hörniim bamaspítalans Hjukrimarforstjóri Landspítalans er ósammála gagnrýni formanns hjúkranar- félagsins á nýja harnaspítalann og segir hana úrelta. „Þessi gagnrýni kom mér mjög á óvart og við erum ekki sammála henni. Ég tel að það hafi verið staðið mjög vel að hönnun nýja barnaspítalans. Starfsfólkið hef- ur verið þar með í ráðum alveg frá upphafi og unnið mjög vel með arkitektunum," segir Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans. Tilefnið er gagn- rýni formanns hjúkrunarfélags- ins á hönnun spítalans, þar sem hún í sjónvarpsfréttum lét í Ijós að hinn nýi spítali mundi hvorki þjóna þörfum sjúklinga né að- standenda og byði ekki upp á góða vinnuaðstöðu fyrir starfs- fólk. MiMl sátt milli starfsfólks og arkitekta „Það kom reyndar í ljós, eftir fyrstu tillögu arkitektanna, að fólki fannst ekki nógu góð að- staða fyrir foreldra. En síðan hafa verið haldnir fundir með foreldrasamtökum og það hefur verið tekið tillit til allra tillagna frá þeim. Þannig að ég held að það sé mjög mikil sátt um bygg- inguna eins og hún er í dag. Þessi gagnrýni sem kom þarna fyrst upp er því löngu, löngu Iið- in. Það hefur verið mjög mikil sátt milli starfsfólksins og arki- tektanna. Og við erum núna með einn hjúkrunarfræðing sem vinnur alfarið með arkitektun- um, þannig að þetta kom mér al- gerlega á óvart,“ segir Vigdís. Langt fram úr því sem við höfum séð - Þannig að þetta verður góður fra m t íða r- bamaspítali ? „Já við teljum það. Plássleysi hefur verið vandamál hjá okkur til margra ára en þarna teljum við komið mjög vel til móts við starfsfólkið, í þessari nýju bygg- ingu. Þetta er langt fram úr því sem við höfum séð. Og þeir sem vinna að þessu - bæði arkitektar og starfsfólk okkar og verkfræð- ingur - eru búnir að fara í kynn- isferð til Norðurlandanna, en það vill nú svo til að það er bæði verið að byggja nýjan barnaspít- ala í Danmörku og Noregi, sem fólk er búið að skoða. Þannig að ég tel að það hafi verið staðið mjög vel að þessu,“ segir Vidís. -HEI SÍS til Akureyrar Skrifstofa Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur verið flutt til Akureyrar og samhliða hefur verið lögð niður skrifstofuaðstaða sú sem Sambandið hafði í Holtagörð- um í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, formanns stjórnar SIS, má segja að skrifstofan sé að koma aftur norður því í upphafi var hún á Akureyri. Skrifstofan er nú til húsa í Glerárgötu 28, 4 hæð. Sigurður segir að hjá SIS sé lítil sem engin starfsemi einmitt núna, en hann á von á því að á næstu misserum muni Sambandið lifna nokkuð við. Hann á þó ekki von á að það verði á sviði verslunar og viðskipta heldur á sviði félags- og fræðslustarfsemi. Ekki er fastur starfsmaður á skrifstofunni eins og málin standa í dag, en þeir sem eiga erindi sem tengjast málefnum Sambandsins eru beðnir að hafa samband við Sigurð í síma 462-4312 eða 8520126. Aflmiklir, rúmgóðir, öruggir og einstaklega hagkvæmir í rekstri SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d L140.000 KR. GL 1.079.000 KR. Beinskiptur 1.379.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. 1.6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GL 4x4 1.259.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. JLX SE 5d DIESEL5d 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GR.V1TARA2.5 LV6 2.589.000 KR. Komdu og sestu inn! Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð gerðu samanburt % hiuíM? FRAHE 4MK I • aflstýri • 2 loftpúdar • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn i rúðum og speglum • styrtarbitai hurðum • • samlitada stuðara • SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafsson, Gardabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- oq búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bilaqarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. KeflaviV. BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 5 1 00. Heimasíöa: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.