Dagur - 26.11.1998, Síða 8
8- FIMMTVDAGVR 26. NÓVEMBER 1998
FIMMTVDAGVR 26. NÓVEMBER 1998 - 9
FRÉTTASKÝRING
L.
Sagt að allir keyrdu fullir heim
Átak gegn ölvun-
arakstri. Um 25 þús-
und manns keyra full-
ir á áriuu. 20%
banaslysa í umferð má
rekja til ölvunar. Karl-
ar verri en konur.
„Ég var staddur á Höfn um dag-
inn og þar var mikill mannfagnað-
ur á hótelinu. Morguninn eftir
þegar ég vaknaði voru allir bílar
farnir. Mér var þá sagt að það
keyrðu allir fullir heim,“ sagði
Einar Guðmundsson hjá Sjóvá -
Almennum á blaðamannafundi í
gær, sem haldinn var í höfuð-
stöðvum Slökkviliðs Reykjavíkur.
GUDMUVDUR
RUNAR
HEIÐARSSON
SKRIFAR
Átak gegn ölvunarakstri
í gær hófst sameiginlegt átak ís-
lensku bifreiðatryggingafélaganna
gegn ölvunarakstri í desember og
janúar. Sem kunnugt er þá gerir
fólk sér einatt dagamun síðustu
vikurnar fyrir jól og þá fylgir oft
neysla áfengis. Sé bíllinn með í
för er oft hætta á misnotkun og
því nauðsynlegt að einhver „ör-
uggur“ ökumaður sé með í för.
Þetta átak er í nánu samstarfi við
Læknafélag Islands, lögregluna
og Umferðarráð. Þá munu SVR,
Almenningsvagnar, Bifreiða-
stjórafélagið Frami, Landhelgis-
gæslan, Slökkvilið Reykjavíkur,
ATVR og fleiri aðilar styðja átakið
með ýmsum hætti. Kostnaður
vegna átaksins er áætlaður um
fimm milljónir króna og standa
vátryggingafélögin straum af þeim
kostnaði. I tengslum við átakið,
sem ber yfirskriftina „Endum ekki
jólagleðina með ölvunarakstri",
hafa m.a. verið ffamleiddar sjón-
varpsauglýsingar sem sýndar
verða á næstunni. Auk þess hafa
verið hannaðar skjáauglýsingar
sem birtast munu í nafni Um-
ferðarráðs.
Stefán Björgvin Sigurvaldason varð fyrir þeirri skefilegu lífsreynslu fyrir 17 árum að keyra ölvaður með þeim afleiðingum að vinur hans dó og sjálfur slasaðist hann alvarlega í umferðarslysi. Hann segir það aldrei of brýnt fyrir ökumönnum að
áfengi og akstur fara ekki saman. mynd: hilmar
4000 jólakort
I tengslum við átakið ætla trygg-
ingafélögin að senda út 4000 jóla-
kort til allra fýrirtækja í Iandinu
sem hafa fleiri en fimm starfs-
menn. Þar er starfsfólkið hvatt til
að aka ekki undir áhrifum áfengis
í tengslum við jólagleði fyrirtækis-
ins. Með hvetju korti fylgja einnig
blöðrur með áletrunum gegn ölv-
unarakstri. Þá hafa aðstandendur
átaksins óskað eftir því bréflega
við forystumenn aðila vinnumark-
aðarins að þeir hvetji fólk til að
setjast ekki undir stýri eftir
jólaglögg eða jólahlaðborð fyrir-
tækja. A öllum útsölustöðum
ATVR verða hengd upp plaköt
með yfirskriftinni „Nei, takk. Ég
er á bíl.“
20% banaslysa
A fundinum kom m.a. fram að
ölvunarakstur sé hreint ekkert
einkamál þeirra sem það gera.
Mörg alvarleg slys í umferðinni
má rekja til ölvunaraksturs, en
um 20% banaslysa. Auk þess sem
drukknir ökumenn mega búast
við háum endurkröfum frá trygg-
ingafélögum vegna þess tjóns sem
þeir valda í umferðinni. Fyrir
utan fjárhagslegan skaða og ör á
sálinni vegna líkamlegra þjáninga
og jafnvel dauða sem þeir geta
valdið öðrum, missa þeir ökurétt-
Sektarkeimdin ávallt til staðar
Örlagarík heimferð frá
skólaballi. Keyrði full-
ur. Missti vin og slas-
aðist mikið. Lífs-
reynsla öðrum til vam-
aðar.
„Ég var á leið í bæinn af skólaballi
í Skíðaskálanum í Hveradölum og
fór út af í beygjunni við Kolviðar-
hól. Bíllinn Ienti langt úti í hrauni
og Iagðist saman. Við vorum tveir
og hentumst báðir út. Vinur minn
dó en ég slasaðist mikið,“ segir
Stefán Björgvin Sigurvaldason.
Bakkus við stýrið
Þetta gerðist fyrir 17 árum þegar
Stefán Björgvin ók heim á leið
með vin sinn sér við hlið í bíl sin-
um. Hann var mikið ölvaður þeg-
ar hann settist undir stýrið í þess-
ari örlagaríku ferð sem endaði á
hörmulegan hátt. Síðan þá hefur
Stefán Björgvin verið fatlaður
enda slasaðist hann mjög alvar-
lega. Þegar hann hentist út úr
bílnum fékk hann mikið höfuð-
högg og ökklabrotnaði. Hann og
félagi hans voru ekki í öryggisbelt-
um, enda engin belti í bílnum
sem var gamall. Þegar þetta gerð-
ist voru Stefán Björgvin og vinur
hans ungir menn í blóma lífsins
og áttu alla framtíðina fyrir sér.
Sjálfur var hann mikið í íþróttum
og m.a. í björgunarsveit.
Erfið lífsreynsla
Stefán Björgvin segir að það sé
mjög erfið lífsreynsla að Ienda í
umferðarslysi sem þessu svo ekki
sé minnst á það að hafa ekið ölv-
Stefán Björgvin Sigurvaldason segir
að lífsreynsla sín eigi að kenna öðr-
um þá lexíu að aka aldrei bíl undir
áhrifum áfengis.
aður. Þótt erfitt sé að lifa með
þessa Iífsreynslu að baki, þá segist
hann hafa þurft að gera það með
góðu eða illu. Hann segir sektar-
kenndina naga sig ávallt, ekki að-
eins gagnvart sjálfum sér heldur
en ekki síður vegna vinar síns og
aðstandenda hans.
öðnun til vamaðar
Hann leggur áherslu á það við
alla, unga sem eldri ökumenn, að
minnast ábyrgðar sinnar þegar
það hvarflar að þeim að setjast
undir stýri eftir að hafa neytt
áfengis. I þeim efnum skiptir ekki
máli hvort mikið eða lítið hafi ver-
ið drukkið. Abyrgðin sé ekki að-
eins gagnvart ökumanninum
sjálfum heldur einnig við fólkið
hans og allt þjóðfélagið. I því
sambandi bendir hann á að
sjúkrakostnaður vegna umferðar-
slysa sé mjög mikill svo ekki sé
minnst á vinnutap og þá þjáningu
og sorg sem einatt fylgir á eftir
þegar um alvarleg slys er að ræða.
Stefán Björgvin segir að þótt
það sé aldrei of brýnt fyrir öku-
mönnum að áfengi og akstur fara
ekki saman, þá sé það kannski
aldrei brýnna en um þessar
mundir. A mörgum vinnustöðum
sé fólk að gera sér dagamun með
jólaglöggi þar sem áfengi er haft
um hönd. Við slíkar kringum-
stæður getur það freistað margra
að aka heim á eigin bíl. Þá sé
betra að Iáta ná í sig eða notast
við leigubíla eða strætó. Lífs-
reynsla hans sé dæmi um afleið-
ingar þess þegar menn gera hluti
sem þeir síðan sjá eftir alla sína
ævi. Það ætti að vera öðrum til
varnaðar. GRH
indi, sæta sektum eða jafnvel
varðhaldi fyrir það eitt að hafa
klikkað á því að áfengi og akstur
eiga ekki samleið. Af þeim sökum
leggja þeir sem að átakinu standa
þunga áherslu á það að baráttan
gegn ölvunarakstri snýst um að
fólk þurfi ekki að lenda í slíkri að-
stöðu.
Sektir og ðkuleyfissviptmg
Sem dæmi um viðurlög við ölvun-
arakstri þegar um er að ræða fyrs-
ta brot má nefna að ökumenn
verða að greiða 30 þúsund krónur
í sekt og missa ökuskírteinið í 2
mánuði ef vínandamagn í blóði
mælist 0,5-0,6 prómill. Sektar-
upphæð fer síðan stighækkandi
eftir því sem meira vínandamagn
mælist í blóðinu og sömuleiðis
lengist sá tími sem menn eru
sviptir ökuréttindinum. Með vín-
andamagn í blóði sem mælist 1,20
prómill og yfir er sektin 60 þús-
und krónur og svipting ökuleyfis í
eitt ár. Þá eru sektir og ökuleyfis-
svipting hliðstæðar þegar um önd-
unarsýni er að ræða en ekki blóð-
sýni. Enn fremur ber að hafa í
huga að ökumaður sem neitar að
blása í öndunarsýni er sviptur
ökuskírteini í minnst 12 mánuði.
Skiptir þá engu hvort hann reynist
ölvaður eða ekki.
25 þúsiutd fullir ökumenn
I skoðanakönnun sem Pricewater-
house Coopers vann fyrir Sam-
band íslenskra tryggingafélaga og
gerð var í byrjun mánaðarins kom
m.a. fram að tæplega 13% spurðra
höfðu ekið undir áhrifum áfengis.
Alls voru 1045 manns í úrtakinu á
aldrinum 17-67 ára. Sé miðað við
að Iandsmenn á þessum aldri séu
um 174 þúsund gefur könnunin
til kynna að tæplega 22 þúsund
ökumenn hafi ekið á þessu ári
eftir að hafa neytt áfengis. Sam-
kvæmt því telja tryggingafélögin
að allt að 25 þúsund manns hafí
ekið undir áhrifum fyrir árslok. I
þessum hópi eru karlar Qölmenn-
ari en konur, eða 17,8% á móti
7,6%. Þá virðist ölvunarakstur
vera algengari á höfuðborgarsvæð-
inu en á landsbyggðinni, eða
14,5% á móti 9,6%. Þá vekur
einnig athygli að ökumenn á aldr-
inum 17-29 ára hafa oftast ekið
undir áhrifum, eða 18,1%.
Óbreytt eöa lækkun prómiH-
marka
Rúmlega 90% vildu lækka eða
hafa prómillmörkin óbreytt, en
þau eru 0,5. I þessum hópi voru
konur fjölmennari en karlar. Þetta
sjónarmið var einnig algengara
meðal íbúa á landsbyggð en á höf-
uðborgarsvæðinu. Þeir sem vildu
hækka þessi prómillmörk um
Ieyfilegt áfengismagn í blóði voru
einkum ökumenn á aldrinum 17-
29 ára, eða 9,9%. Það er kannski
ekki að undra því samkvæmt
könnuninni voru 22,7% í þessum
aldurshópi sem höfðu sjálfír ekið
undir áhrifum á árinu.
Átak skilar árangri
Einar Guðmundsson hjá Sjóvá-Al-
mennum segir að menn hefðu átt
von á því að fleiri hefðu ekið und-
ir áhrifum með tilliti til þess fjölda
sem hefur verið tekinn vegna ölv-
unarakstur. Sem dæmi má nefna
að árið 1996 kom alls 791 mál til
kasta lögreglunnar í Reykjavík
vegna ölvunaraksturs og 862 mál í
fyrra. Hins vegar sé það greinilegt
að mati Einars að bert átak lög-
reglu og tryggingafélaga gegn ölv-
unarakstri í desember í fyrra hefur
skilað sér að einhverju leyti og
einnig hert eftirlit Iögreglu með
tilkomu nýja öndunarsýnisbílsins.
Engu að síður sé það skelfileg til-
hugsun að allt að 25 þúsund komi
til með að aka undir áhrifum á
yfírstandandi ári. Það vekur síðan
aftur upp spurningar um það
hversu ökumenn séu öruggir í
umferðinni þegar í viku hverri séu
kannski 500 ökumenn á götum úti
undir áhrifum áfengis.
Karlar í meirihluta
I athugun sem gerð hefur verið
hjá lögreglunni í Reykjavík um
ölvunarakstur á fyrsta ársfjórðungi
áranna 1996, 1997 og 1998 kom
fram að karlmenn voru í meiri-
hluta þeirra sem bókaðir voru
vegna gruns um ölvun. I helmingi
þessara tilvika voru það ökumenn
á aldrinum 18-27 ára. Flestir voru
teknir frá miðnætti og fram til
klukkan 06 og þá oftast aðfaranótt
laugardags eða sunnudags.
Þegar litið er til mælds áfengis-
magns í blóði þeirra sem teknir
hafa verið kemur í ljós að í yfir
helmingi tilvika reyndust öku-
menn vera með 0,51-1,50 vín-
andamagn í blóði. Lögreglan vek-
ur athygli á því að árið 1996
mældust hlutfallslega flestir með
1,51-2 vínandamagn í blóði. Arið
1997 var sambærilegt hlutfall
1,01-1,50 vínandamagn og í ár
hafa hlutfallslega flestir mælst
með 0,51-1 vínandamagn í blóði.
Lögreglan telur erfítt að segja til
um merkingu þessarar niður-
stöðu. Hins vegar er ekki ólíklegt
að þetta megi rekja til þess að
drykkjuvenjur landans séu að
breytast. Þá kemur einnig til
greina að almennt náist þeir öku-
menn sem eru mest ölvaðir. Á
hinn bóginn getur líka verið að
það náist fleiri ökumenn nær
neðri mörkunum þegar net lög-
reglunnar er þrengt.
Heilbrigdisvandamál
Guðmundur Bjömsson, formaður
Læknafélags Islands, segir að ölv-
unarakstur sé alvarlegt heilbrigð-
isvandamál. í ávarpi sínu á blaða-
mannafundinum í gær kom fram
að áfengi dregur úr allri andlegri
og líkamlegri færni til að stjórna
ökutæki. Sem dæmi um áhrif
áfengis á mannslíkamann má
nefna að sjónsvið þrengist, sjón-
mynd verður ekki jafn slcýr og lita-
skyn verður ekki eins öruggt.
Sömuleiðis verður hæfileikinn til
að skynja og greina á milli hljóða
ekki eins öruggur og erfíðara verð-
ur að dæma úr hvaða fjarlægð
hljóð berast. Þá lengist allur við-
bragðstími og vöðvahreyfingar
verða allar hægari. Síðast en ekki
síst skerðist öll dómgreind öku-
manna undir áhrifum áfengis og
þar með hæfileikinn til að gagn-
rýna og hafa stjórn á sjálfum sér.
- GRH
Kaupfélag Eyfirðinga
boðar til fulltrúafundar með kjörnum
aðalfundarfulltrúum félagsins
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 3. desember nk. á
Fosshótel KEA og hefst kl. 20:30.
Dagskrá
1. Áður kynnt tillaga stjórnar um formbreytingu á rekstri
Kaupfélags Eyfirðinga lögð fram til afgreiðslu.
2. Breytingar á samþykktum Kaupfólags Eyfirðinga vegna
áðurnefndrar tillögu.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga.
EITT SÍMTHL
til að kynnast fæðubótarefni og snyrtivörum
Fæðubótarefnin grenna, laga t.d. vefjagigt, sinadrátt o.fl. o.fl., auk
þess að fá meiri orku og láta sér líða vel. Snyrtivörurnar eru í
hágæðaflokki. Ráðgjöf og stuðningur.
Upplýsingar gefur Sæunn í síma 487 1429.
Lánaséffræðingur
íslandsbanki hf. auglýsir eftir lánasérfræðingi til starfa
við útibú bankans í Reykjavík.
Helstu verkefni lánasérfræðings:
• Markmiðasetning og eftirlit varðandi lánamál
fyrirtækja í samræmi við heildarstefnu bankans.
• Uttektir á ársreikningum.
• Áhættuflokkun viðskiptavina.
• Ráðgjöf vegna viðskipta við fyrirtæki og stærri
viðskiptavini.
• Sala á þjónustu bankans til fyrirtækja.
Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika,
vera faglegur og eiga gott með að umgangast
samstarfsmenn og viðskiptavini. Mikilvægt er að
viðkomandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum en eigi
jafnframt gott með að vinna í hóp.
Viðskiptamenntun eða haldgóð reynsla úr
fjármálaumhverfi er nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Vilborg Þórarinsdóttir,
útibússtjóri á Suðurlandsbraut.
Umsóknir berist Guðmundi Eiríkssyni,
starfsmannaþjónusm Islandsbanka hf,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík,
fýrir 30. nóvember 1998.