Dagur - 26.11.1998, Side 11

Dagur - 26.11.1998, Side 11
 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Augusto Pinochet fær að dúsa áfram í Bretlandi. dvelst væntanlega allnokkurn Pinodiet ekki fridhelgur BRETLAND - Lávarðadeild breska þingsins komst í gær að þeirri niðurstöðu að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, njóti ekki friðhelgi og felldi þar með fyrri úrskurð dómstóls í London um að hand- taka Pinochets hafi verið ólög- mæt. Næsta skref er að breskur dómstóll þarf að úrskurða hvort framselja eigi Pinochet til Spán- ar, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, hryðjuverk og pyntingar. Fullvíst er að Pinochet muni áfrýja slík- um úrskurði, þannig að honum enn í Bretlandi. Dauir lækka eftirlaunaaldiir DANMÖRK - I dönsku fjárlögunum, sem meirihluti náðist fyrir í fyrrinótt, er m.a. að finna viðamiklar breytingar á eftirlaunamálum. Eftirlaunaaldurinn á að lækka úr 67 árum í 65. Hægt verður að hefja töku eftirlauna við sextugsaldur, en hagstæðara er fyrir eftirlaunaþeg- ann að bíða til 65 ára aldurs. Jiang Zemin í Japau JAPAN - Jiang Zemin, forseti Kína, kom í gær til Japans og er það í fyrsta sinn sem kínverskur þjóðhöfðingi kemur þangað. Aðalerindi Ji- angs til Japans er að taka á móti formlegri afsökunarbeiðni frá Japön- um vegna framferðis þeirra gagnvart Kínverjum í seinni heimstyrjöld- inni. I dag, fimmtudag, hittir Jiang forsætisráðherra Japans og er reiknað með að þeir undirriti sameiginlega yfirlýsingu að fundinum loknum. Málefni Taívans verða einnig til umræðu á fundi þeirra. Lávarðadeildin tórir eitthvað lengur BRETLAND - Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, til- kynnti í stefnuræðu sinni, sem Elísabet drottning flutti á þriðju- dag, að brátt verði lagt fram frumvarp þar sem lávarðadeild breska þingsins verði lögð niður. Búast má þó við að ríkisstjórnin bíði með að leggja þetta frum- varp fram þangað til önnur mik- ilvæg frumvörp hafa verið af- greidd, þar er lávarðarnir gætu dregið afgreiðslu þeirra von úr viti meðan breytingin á stjórn- skipan landsins er til umræðu. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. Pólverjar krókna úr kulda PÓLLAND - Miklir kuldar ríkja nú í Mið- og Austur-Evrópu og hef- ur fólk látið lífið af þeim sökum. I Póllandi hafa nærri fimmtíu manns látist undanfarna viku. Undanfarnar nætur hefur frostið í Pól- landi verið meira en 20 stig. /-----------------\ Leðursófasett Glæsileg ítölsk leðursófasett, klædd leðri eða áklæði, margir litir c <D E Sintara sófasett 3 + 1 + 1 kr. 229.000 V Hornsófar sex sæta, klæddir vönduðu leðri á slitflötum, sex litir, ótrúlegt verð! Amigo hornsófi: Leður: kr. 108.900 Leður m/rúmi: kr. 159.900 Leðurlíki: kr. 79.000 * VDRUBÆR HÚSGAGNAV ERSLUN Tryggvabraut 24, Akureyri, sími 462 1410 Opið iaugardaginn 28. nóvember kl. 10 - 16 raðgreiðslur tiiaiitað 36mán. (Ey Staðgreiðsluafsláttur Tækið er helsta tryggingin . Skattalegt hagræði Sveigjanleg greiðslubyrðt Allt að 100% fjármögnun Einfalt dæmi með SP-Fjármögnun SP-FJÁRMÖGNUN HF SP Fjármögnun • Vegmúla 3 • 108 Reykjavík • Sími 588 7200 • Fax S88 7250 Skoðaðu vefinn okkar www.sp.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.