Dagur - 26.11.1998, Síða 13
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 - 13
ÍÞRÓTTIR
Bresku liðin á síð-
ustu metrunum
Michael Owen, sem hér hitar upp ásamt félögum sínum, gerði eina mark
Liverpooi í tapieiknum gegn Celta de Vigo á Spáni.
Bretar eim í basli í
Evrópukeppiii félags-
liða meðan Spánverj-
ar, ítalir og Frans-
menn leika við hverja
sína tá.
Bresku liðin eru við sama hey-
garðshornið þegar kemur að Evr-
ópukeppnunum. Liverpool og
Glasgow Rangers eru væntan-
lega á síðustu metrunum í Evr-
ópukeppni félagsliða eftir leiki
sína á þriðjudaginn.
Michael Owen kom Liverpool
í góða stöðu á Spáni en norsku
félagar hans í Rauða hemum,
Kvarme og Heggem, sáu til þess
að lokapunkturinn við síðasta
kaflann f Evrópusögunni að
þessu sinni er sennilega ekki
langt undan. Varnarleikur Liver-
pool var hreinlega ömurlegur og
Norðmennirnir tveir slakastir
allra. Spánveijarnir léku sér í
reitabolta í vítateig Liverpool
áður en þeir sendu tuðruna í
netið og niðurlægðu Liverpool
vörnina.
Eins marks munur hefði ekki
verið stórmál að vinna upp á An-
field. Tveggja marka munur
Spánveijanna verður hins vegar
seigur biti í hálsi Liverpool.
Rangers bjaxgaði andlitinu
Glasgow Rangers lenti í miklum
hremmingum á heimavelli sín-
um, Ibrox, gegn Parma. Rod
Wallace bjargaði andliti heima-
manna með jöfnunarmarki um
miðjan seinni hálfleik.
Evrópusaga Rangers hefur ver-
ið sannkölluð hrakfallasaga und-
anfarin ár. Liðið, sem hefur ver-
ið í forystu skoska knattspyrnu-
liða á annan áratug, hefur varla
komist fram fyrir tærnar á sjálfu
ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ
sér í Evrópukeppnunum. Það er
því hætt við að Skotarnir verði að
láta sér nægja reykinn af réttun-
um á Italíu í næsta leik. Parma
er ekki þekkt fyrir að fá á sig
mörg mörk á heimavelli.
ítalir og Frákkar ríða húsum
Meðan allt gengur á afturfótun-
um hjá Bretum ríða ftalir og
Frakkar húsum í Evrópuboltan-
um. Roma og Bologna eru í góð-
um málum eftir sigra gegn FC
Zurich og Real Betis og því geta
ítalir átt þijú lið í næstu umferð.
Fransmenn gætu verið í enn
betri málum ef ekki kæmi til inn-
byrðisviðureign Mónakó og
Marseille. Auk þeirra eiga Bor-
deaux og Lyon góða möguleika á
áframhaldandi keppni.
Spánveijar eru nokkuð örygg-
ur um að eiga tvo fulltrúa í
næstu umferð. Celta Vigo tapar
varla niður tveggja marka for-
Leikmenn Parma fagna markinu
gegn Glasgow Rangers.
skotinu gegn Liverpool og því er
bara spurning hvort það verður
Atletico Madrid eða Real
Sociedad sem fylgir Celta áfram.
Innbyrðis viðureign þeirra lauk
með 2-1 sigri Real.
Þegar úrslitin í fyrri leikjunum
í þriðju umferð eru skoðuð þarf
ekki mikinn spámann til að sjá,
að næsta víst er, að Evrópubikar
félagsliða hafnar í Suður-Evrópu
með vorinu. — GÞÖ
Öm á uppleið á heiuislistauum
Besti lieimsárangur í 100 og 200 111 baksimdi
100 m baksund 200 m baksund
1. Jeff Rouse Astralíu 51,43 1. Adrian Radley Ástralíu 1.55,16
2. Adrian Radley Ástralíu 53,06 2. Josh Watson Ástralíu 1:55,84
3. MattWelsh Astralíu 53,81 3. Matt Welsh Ástralíu 1:56,16
4. Stev Theloke Þýskalandi 53,87 4. Örn Amarson Islandi 1:57,12
5. Josh Watson Ástralíu 53,89 4. Raymond Hass Ástralíu 1:57,12
6. Om Amarson Islandi 54,02 6. Scott Miller Ástralíu 1:58,08
7. Tontislav Karlo Króatíu 54,19 7. Emanuele Merisi Ítalíu 1:58,29
8. Edward Roche Ástralíu 54,29 8. Ralf Braun Þýskalandi 1:58,60
9. Rogerio Romero Brasilíu 54,58 9. Eithan Urbach ísrael 1:58,80
10. Eithan Urbach Israel 54,60 10. Shane Fielding Ástralíu 1:59,20
Samkvæmt nýjustu tölum á
heimsafrekalistanum í sundi er
Örn Arnarson, SH, heldur betur
á siglingu upp listann. Hann er
nú kominn í 6. sætið í 100 m
baksundi í 25 metra braut og í 4.
til 5. sæti í 200 metra baksundi.
Samkvæmt listanum er Örn
einn af fáum Evrópubúum í
efstu sætunum, sem ætti að gefa
honum góðar vonir um verð-
launasæti á Evrópumeistaramót-
inu, sem fram fer í Sheffield á
Englandi 10.-13. desember nk.
SKOÐUN
ERLINGUR
KRISTENSSON
Araitgur á
heimsmæll-
kvarða
Sundíþróttin hefur heldur betur
verið á uppleið hér á landi á und-
anfömum árum. Nýir afreksmenn
skjóta upp kollinum á hveiju ári
og breiddin er orðin meiri en
nokkru sinni.
Staðreyndirnar tala sínu máli og
ef litið er á árangur í bikarkeppn-
um síðustu ára þá kemur til dæm-
is í Ijós að besti árangur, eða
mesta samanlagða stigaskor í 1.
deild á árunum 1992 og ‘93, gefur
falleinkunn í 1. deild í dag.
Þetta segir okkur að við erum á
mikilli uppleið, enda árangurinn
farinn að vekja verulega athygli
um allan heim.
Gott dæmi um það er að alþjóð-
legi fréttavefurinn „Swimnews"
bað um frekari staðfestingar á ár-
angri okkar besta fólks í síðustu
bikarkeppni og þótti ótrúlegt að
þessir hlutir væru að gerast hér
uppi á litla íslandi.
En hveiju er að þakkar1
Þau félög og sunddeildir sem
skilað hafa hvað bestum árangri
hafa verið að vinna mjög gott starf
og markviss uppbygging hefur ver-
ið til mikils sóma.
Vel menntaðir og færir þjálfarar
hafa verið ráðnir til starfa og öll
skipulagning æfinga og keppni er í
mjög góðum höndum góðrar for-
ystu.
Bættur árangur hefur síðan lífg-
að upp á allt innra starf félaganna
og áhuginn hjá þeim yngri hefur
aldrei verið meiri. Svo mikill að
hjá flestum félögum eru böm á
biðlistum vegna vöntunar á æf-
ingatímum.
Sundfólkið okkar hefur fórnað
miklum tíma til æfinga og keppni
og segja má að toppfólkið fái sama
og enga hvíld milli tímabila. Þegar
eitt er búið tekur annað við.
Eg vil halda því fram að sund-
íþróttin sé orðin íþróttagrein land-
ans númer eitt, það sýnir árangur-
inn. Við erum að synda inn f gull-
öld.
Takmarldð að gera einhverjar rosir
Öm Amarson
sundmaður
Fimm íslenskir sund-
menn hafa tiyggtsérrétt-
inn til þátttöku á Evrópu-
meistaramótinu, sem
framfer í Sheffteld á
Englandi í næsta mánuði.
Einn þeirra er ÖmAmar-
son, margfaldur íslands-
meistari í sundi.
- Hvaða takmörli hefurðu sett
þér « Evrópumeistaramótinu?
„Takmark númer eitt hjá mér
er að synda hraðar en í bikar-
keppninni um helgina. Síðan er
það auðvitað draumurinn að
komast í sjálfa úrslitakeppnina og
gera þar einhverjar rósir.“
- Verður þtí á réttu róli t
Sheffield, niiðað við að þtí ert hú-
inn að setjafitnm ný íslandsmet
á síðustu dögum?
„Segja má að þetta sé allt sam-
kvæmt prógramminu. A bikar-
mótinu átti ég frekar von á þess-
um metum og var nálægt því sem
ég ætlaði mér, nema í 100 metra
baksundinu, þar sem ég synti á
einni sekúndu betur en ég ætlaði.
Eg var þegar byijaður að keyra
niður fyrir bikarkeppnina, eftir
erfitt æfíngaprógramm, þar sem
stefnt var að því að ég yrði í topp-
formi á Evrópumótinu. Mér sýn-
ist það ætla að ganga eftir og er
því bjartsýnn á góðan árangur."
- Hvaða greinum tekurðu þátt
í og telurðu þig eiga möguleika
á verðlaunasæti, eða jafnvel Evr-
óputitli á mótinu?
„Ég mun synda 50, 100 og 200
m baksund, eins og ég gerði á
Evrópumeistaramótinu í Rostock
árið 1996. Það er erfítt að gera
sér grein fyrir stöðunni, fyrr en
maður sér þátttökulistana, en síð-
ast þegar mótið var haldið, var
það ekkert voðalega sterkt, enda
haldið í desember eftir Olympíu-
leikana í Atlanta. Það má því ætla
að mótið verði nokkuð sterkara
núna, en ég þori ekkert að spá í
spilin, fyrr en ég veit hveijir verða
með. Það er ekki alveg að marka
afrekalistana það sem af er, þar
sem aðeins hluti af þeim sterk-
ustu hefur verið að keppa í 25
metra brautum og aðeins eitt
heimsbikarmót verið haldið til
þessa á keppnistímabilinu.
Ef til dæmis Þjóðverjarnir
mæta með sitt sterkasta lið, þá
eiga þeir tvo mjög sterka
baksundsmenn og einnig eiga
Rússar einn mjög sterkan. Það
getur samt allt gerst, en ef við
horfum raunhæft á málin, þá
gæti ég hugsanlega náð 4.-5. sæti
í 100 og 200 metra baksundun-
um. En allt fyrir ofan 8. sætið er
í raun mjög gott.“
- Hvað tímum ættirðu að ttá
samkvæmt „prógramminu“?
„Takmarkið er að fara niður
undir 1,56 mín. í 200 metra bak-
sundi og jafnvel neðar, en þar á
égbest 1:57,12 mín., sem égnáði
á bikarmótinu. Ég geri mér þess-
ar vonir, þar sem ég er að keppa
við mun sterkari sundmenn en ég
er vanur hér heima og meiri sam-
keppni ætti að gefa mér meiri
möguleika á bætingum. Annars
er ætlunin að gera sitt besta í öll-
um greinunum.”
- Hefur þú æft mikið fyrir
þetta mót?
„Ég hef verið í ansi erfiðu
pógrammi til þessa og æft þetta
mest átta sinnum í viku, sex daga
vikunnar. Þá er ég bara að tala
um sundæfingar, en við þær bæt-
ast svo þrekæfingarnar í tækjasal.
Þegar mest er syndi ég um sex
kílómetra á æfingu, sem telst
bara nokkuð gott. Þegar svo nær
dregur helstu mótunum er keyrt
niður og æfingarnar léttast til
muna.“
- Hvað tékur við eftir Evrópu-
meistaramótið?
„Eftir Evrópumotið tekur við
mjög strangt æfingaprógramm,
fram yfír áramótin."
- Eru einhver önitur stórmót
á dagskránni á næstunni?
„Næstu stórmót hjá mér eru
tvö heimsbikarmót sem fara fram
í febrúar. Það fyrra fer fram í
Glasgow og það seinna í Parfs.
Það eru einu heimsbikarmótin
sem ég syndi á í vetur."
- Hverju þakkar þú þettnan
góða árangur í sundinu?
„Þennan góða árangur í sund-
inu hér á landi ber fyrst og fremst
að þakka markvissri þjálfun. Við
höfum að undanförnu haft mjög
vel menntaða og góða þjálfara og
þessi góði árangur hefur síðan
lyft mjög undir allt starf hjá félög-
unum.“
- Hvað áttu eftir tnörg ár á
toppinn?
„Það er mjög misjafnt hvenær
sundmenn eru á toppnum. Það
fer eftir ýmsu, eins og til dæmis
karakter og lfkamsbyggingu. Hjá
körlunum er það gjarnan á aldr-
inum 22ja til 23ja ára, en oft eru
þeir orðnir mun eldri. Þar sem ég
er aðeins 17 ára, þá er ég ekkert
farinn að um þetta og tel
mig hafa nægan tíma til þess.“