Dagur - 02.12.1998, Síða 5

Dagur - 02.12.1998, Síða 5
MIÐVJKUDAGU R 2. DESEMBER 1998 - 21 X^wr LÍFIÐ í LANDINU Útgáíutónlelkar Tj amarkvartettsins Sunnudaginn 29. nóv- ember efndi Tjarnar- kvartettinn til tónleika í Dalvíkurkirkju. Tónleik- arnir voru haldnir til kynningar á nýrri geisla- plötu, I fíflúlpum, sem kvartettinn er að gefa út, en hún er þriðja plata hans. Víða leitað fanga A efnisskrá útgáfutónleikanna í Dalvíkur- kirkju voru lögin á nýju plötunni. Þau eru af ýmsu tagi, en öll íslensk, mörg samin fyrir kvartettinn og einnig mörg útsett fyrir hann sérstaldega. I því síðastnefnda á Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, tónskáld, stærstan hlut, en hann á einnig nokkur frumsamin Iög á plötunni. Onnur tón- skáld og lagahöfundar, sem við sögu koma eru Atli Heimir Sveinsson, Elías Davíðsson, Gunnar Reynir Sveinsson, Heimir Sindrason, Hildigunnur Rúnars- dóttir, Hilmar Oddsson, Ingibjörg Berg- þórsdóttir, Jón Múli Arnason, Ríkharður Pálsson, Sigfús Halidórsson, Sigríður Hafstað, Sigurður Halldórsson, Sigvaldi Kaldalóns, Þorkell Sigurbjörnsson og Tryggvi M. Baldvinsson. Svo sem sjá má á þeirri upptalningu, sem er hér á undan, er víða leitað um efni, enda er það fjölbreitt mjög að brag „Listrænn metnaður og fágun einkenna störfog flutning Tjarnarkvartettsins. Hann á sér nú um stundir enga hliðstæðu hér á landi.“ og innihaldi. Hin mikla breydd gefur all- gott færi til þess að meta hvaða efni hæfi væntanlega Tjarnarkvartettinum hvað best. Sú agaða raddbeiting, sem kvartett- inn hefur tamið sér, fellur sérlega fallega að útsetningum, sem eru í pólifónískum stíl, svo sem heyra má á fyrstu plötu kvartettsins, þar sem hann flytur nokkra madrigala. I hliðstæðum stíl eru ýmsar útsetningar Hróðmars Inga Stefánssonar og einnig nokkrar aðrar á efnisskrá tón- leikanna í Dalvíkurkirkju. Þau lög, sem þessa njóta, voru almennt talað þau, sem best nutu sín. Agi og vönduð vinnubrögð Það kom berlega í Ijós á útgáfutónleikun- um í Dalvíkurkirkju, að Tjarnarkvartett- inn hefur gott vald á mikið fleyguðum út- setningum. Þar nýtur hann mikillar natni, ögunar og vandaðra vinnubragða. Hins vegar er svo, að nokkur þeirra laga, sem flutt voru í Dahakurkirkju, eru hlað- in fleygunum og öðru flúri umfram það, sem laglínur þeirra bera svo vel fari. Svo var til dæmis um nokkur lög í útsetning- um Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar og Elíasar Davíðssonar. Nokkur lög enn á efnisskrá tónleikanna liðu fyrir hið sama í mismiklum mæli. Kvartettinn flutti nokkur lög á útgáfu- tónleikum sínum í útsetningum, sem eiga að draga fram kómík eða leikræn til- brigði. Því miður náðu þessi lög að jafn- aði ekki markmiði sínu. Hinn fágaði stíll kvartettsins virðist almennt ekki falla að þeim flutningsbrag, sem að er stefnt. Listrænn metnaður og fágun einkenna störf og flutning Tjarnarkvartettsins. Hann á sér nú um stundir enga hlið- stæðu hér á Iandi. Því miður er íslenskur tónlistarmarkaður of smár til þess að þessi ágæti söngflokkur geti einbeitt sér að þeim tegundum sunginnar tónlistar, sem honum láta best. Innan þess sviðs, svo sem heyra má á plötunni I fíflúplum, er margt það, sem Tjarnarkvartettinn hef- ur látið frá sér fara, á meðal þess besta sem heyrist hvort heldur hér á landi eða annars staðar. SVOJMA BRUHD Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Góð ráð Til okkar hringdi lesandi sem vildi koma efirfarandi ráðum á framfæri: Epli gefa frá sér eitthvert gas sem veldur því að aðrir ávextir þroskast mjög hratt í nágrenni við þau. Því er gott ef maður er með til dæmis óþroskaðar perur eða kiwi að setja epli með þeim í plastpoka í einn dag eða svo. Hins vegar ætti helst ekki að geyma epli í ísskáp með öðrum mat út af þessu því það vill skemma aðra ávexti. Epli eru líka góð til annars, en það er að losna við tób- akslykt úr bíl. Þá er gott að taka ferskt grænt epli, skera það í tvennt og láta vera í bílnum yfir nótt með glugga og hurð- ir lokaðar. Ólykt í kæli- skáp er gott að losna við með því að setja not- aðan kaffipoka með korgi í inn í skápinn yfir nótt. Það dregur í sig lyktina. Edik er lífræn sóttvörn og því óvitlaust að setja edik í vatn- ið sem notað er síðast þegar gólf eða skápar eru þvegnir, sér- staklega ísskápurinn. Þessum lesanda fannst Islendingar stundum kærulausir með grænar kartöflur sem hún segir vera eitraðar og að fólk ætti alltaf að gæta þess vel að henda þeim sé eitthvað grænt á þeim. Leiðrétting Hann Guðlaugur Aðalsteinsson, saltfiskverkandi með meiru, sem viðtal var tekið við hér í blaðinu 4. nóvember sl. hringdi og vildi leiðrétta heimilisfangið sitt. Blaðamaður staðsetti hann á Laugarásvegi en hann býr við Laugarnesveg, nánar tiltekið númer 77. Og líka vildi hann að það kæmi fram að Friðrik sá sem hann keypti bíóvélarnar af, var Jónsson, en ekki Sigurjónsson eins og misritaðist. Við viljum biðja Guð- laug afsökunar á þessum mistökum. ■ HVAD ER Á SEYÐI? LJÓÐ OG SÖGUR Á SÚFISTANUM Fimmtudaginn 3. desember verður lesið úr fimm nýút- komnum bókum á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18. Hallgrímur Helgason fer með ljóð úr Ljóðmælum sínum, lesið verður úr þýðingu Sverris Hólmarssonar á Liljuleik- húsinu, kínverskri ævisögu frá tíma menningarbyltingar- innar, Mikael Torfason les úr skáldsögu sinni Saga af stúlku, Sjón úr ljóðabók sinni Myrkar fígúrur og Guðjón Arngrímsson les úr bók sinni um Vestur Islendinga, Annað ísland, framhaldi hinnar geysivinsælu bókar Nýja íslands sem Guðjón sendi frá sér á síðasta ári. Dagskráin hefst kl. 20.30. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Happdrætti Bókatíðinda Happdrættisnúmer dagsins 2. desember er 25.531 Opinn fundur um gagnagrunnsmálið Samtökin Mannvernd efna til opins fund- ar um gagnagrunnsfrumvarpið í Norræna húsinu fimmtudaginn 3. desember kl. 16.45 - 18.00. Dagskráin hefst með kaffi- veitingum og harmonikuleik Tatu Kantomaa. Framsögumenn verða Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir, Dögg Pálsdóttir hrl., Einar Arnason prófessor, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Ólafur Hannibalsson blaðamaður. Fund- urinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Kvöldvaka Kvennasögusafhs íslands Árleg kvöldvaka Kvennasögusafns íslands verður haldin í veitingastofu á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu, fimmtudaginn 3. desem- ber kl. 20. í tilefni af því að 5. desember eru 90 ár liðin frá fæðingu Önnu Sigurð- ardóttur, stofnanda Kvennasögusafns Is- lands, verður sýning við veitingastofu á gögnum hennar er varða kvenréttindi og kvennasögu. Aðgangur er ókeypis. Alkóhólmælingar Lyfjafræðingarnir Jakob Kristinsson og Kristín Magnúsdóttir, Rannsóknastofu í lyfjafræði, ílytja erindi á málstofu efna- ffæðiskorar föstudaginn 4. desember kl. 12:20 í stofu 158, húsi VR-II við Hjarðar- haga. Erindið nefnist: Nýjar og gamlar að- ferðir til alkóhólmælinga Allir velkomnir. Tónleikar í Iðnó I kvöld ld. 21 heldur tónleikaröðin áfram i Iðnó. Hinn landsþekkti tónlistarmaður Hörður Torfason mun þá þenja raust sína og plokka gítarinn á sinn kunna hátt. Hús- ið opnað kl. 20.30 og er miðaverð kr. 1.200. Ofjarlinn á Litla sviðinu Leiklestur Leikfélags Reykjavíkur á Ieikrit- inu Ofjarlinn (Le Cid) eftir Pierre Corneille verður í kvöld kl. 20 á Litla svið- inu í Borgarleikhúsinu. Hafhargönguhópurinn Gengið verður um Laugarnes og Sunda- höfn í kvöld. Lagt af stað frá Hafnarhús- inu kl. 20. Farið verður með strandstígn- um inn £ Norðurskotsvör á Laugarnes- töngum. Einnig verður hægt að hefja gönguna við Hrafnistu kl. 20 og fara niður að Gömlu sundlaugunum og út í Norður- skotsvör, þar sem hóparnir munu samein- ast. Félag eldri borgara í Þorraseli Opið í dag í Þorraseli frá kl. 13-17. Handavinna og jólaföndur kl. 13.30. Spil- að og kennt Iomber í umsjón Bergsveins Breiðfjörð kl. 13.30. Félag eldri borgara Ásgarði Handavinna og jólaföndur kl. 09 í umsjón Kristínar Hjaltadóttur. Línudanskennsla í umsjón Sigvalda Id. 18.30.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.