Dagur - 18.12.1998, Page 2

Dagur - 18.12.1998, Page 2
18-FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 T)agur LÍFIÐ í LANDINU k. ÞAÐ ER KOMIN HELGI Hvaó ætlar þú að gera? „Gaman að fara í laufabrauðsgerð, “ segir Guðný Guð- björnsdóttir. Kliikkutíma fram í tíinaiin „Einsog staðan er núna í pólítíkinni sé ég ekki nema klukkutíma fram í tímann í einu. En ég sé ekki annað en ég verði á þingfund- um á laugardaginn og síðan er auðvitað mikið að gera í þeim málum er varða Kvennalistann og samfylkinguna," segir Guðný Guðbjöms- dóttir, þingmaður Kvennalista. „Ég vona þó að ég geti eitthvað komist í jóla- undirbúning á sunnudaginn. I tiltekt og þrif heima, að kaupa jólagjafir og ef tækifæri gefst til á sunnudagskvöldið væri líka mjög gaman að fara í laufabrauðsgerð en við það skemmti- lega viðfangsefni hefur ljölskyldan sameinast mörg undanfarin ár,“ segir Guðný. Ungur byrjaði Valdimar Jóhannesson í biaðamennsku á Vísi. Einnig kom hann að sjónvarpsþáttum sem voru á dagskrá um 1970, sem enn eru umtalaðir sakir þess hve æriega var saumað þar að ráðamönnum. Kannski var það fyrsta bylt- ing Valdimars, velgja valdsmönnum undir uggum og umbylta þjóðfélaginu. Nú fiskveiðistjórnunarkerfi landsmanna, og það gerir hann án yfirvaraskeggs. ■ LÍF OG LIST „Fjölskyldan hellir sér út í jólaundirbúning, “ segir Heigi Hjörvar. Skreytajólatréð „Nú þegar törninni við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar er lokið ætlar fjölskyldan að hella sér í jólaundirbúninginn. Til þess ætti að gef- ast tækifæri nú þar sem um helgina eru engir fundir eða opinberar móttökur," segir Helgi Hjörvar, borgarfulltrúi. „Hæst ber auðvitað að dóttir okkar Þórhild- ar er á laugardaginn að spila með nokkrum öðrum fiðlunemendum Lilju Hjaltadóttur, með Sinfóníunni á jólatónleikum hennar. En það sem þarf helst að hyggja að í undirbún- ingi jólanna um helgina er að kaupa jólatré, búa til konfekt og skreyta heimilið. Jólagjaf- irnar erum við hinsvegar búin að kaupa. Ég hlakka til þess í jólafríinu að líta í skemmti- legar bækur - og forðast pólítískar ævisögur." „Sírópskökurnar sem eru næstar á dag- skrá," segir Guð- mundur Jóhannsson. Gemsar vinsæl j ólagj öf „Ég verð að vinna um helgina hér í þjónustu- miðstöð Landsímanns á Akureyri. Það er einmitt mikil sala í símum nú fyrir jólin og sérstaklega virðast GMS-símar ætla að verða vinsæl jólagjöf," segir Guðmundur Jóhanns- son, þjónustustjóri Landsímanns á Akureyri. „En á sunnudaginn ætlar fjölskyldan að fara í bæinn. Að mörgu er að hyggja, við eig- um til dæmis eftir að baka og nú eru það sírópskökurnar sem eru næstar á dagskrá. Laufabrauðsbaksturinn er frá. Búið er að setja upp jólaskreytingu utan á húsinu, en eftir er að gera eitthvað inni. Ég kem fremur lítið að jólaundirbúningi á mínu heimili, kon- an sér um þetta að mestu Ieyti, nema hvað ég fer í bæinn á Þorláksmessu með strákunum okkar tveimur og við kaupum myndarlega gjöf handa henni." Bíttu á jaxlinn Binnamín „Ég er ári á eftir áætl- un að lesa jólabæk- urnar,“ seg- ir Kristín Helga Gunnarsdótt- ir, blaðamaður. „Fótspor á himnum" eftir Einar Má Guð- munsson er yndisleg bók og í takt við þann fallega hrynjandi sem einkennir bækur Einars. Þá var ég líka að lesa Galdra- stafi og Græn augu eftir Onnu Heiðu Pálsdóttur, sem er skemmtileg barnabók. En talandi um bækur þá hefur tími minn að undanförnu að miklu leyti farið í ferðalög út og suður til að lesa upp úr þeim bókum sem ég sendi frá mér fyrir þessi jól; Bíttu á jaxlinn Binna mín og Keiko - hvalur í heimsreisu." Einsog Diddú „Hér í jólastressinu erum við að hlusta á jóladiskinn henn- ar Diddúar sem kom út í fyrra. Hann er eitthvað það yndislegasta sem ég heyri; er alveg einsog Diddú. En annars finnst mér í skammdeginu líka mjög gaman að hlusta á suð- ur-ameríska salsa-tónlist og spænska gítartón- list. Þannig má hrinda skammdegisdrunganum frá sér - og ekki er verra ef maður er líka í skræpóttri skyrtu." Tónafióð frá finun ára aldri „Alveg frá því ég var fimm ára hefur Sonud of music, á ís- lensku nefnd Tónaflóð, verið uppáhaldsmyndin mín. Myndin er bæði ljúf, bernsk og falleg. Stendur alltaf fyrir sínu. Ekki síst er það vegna tónlistarinnar í myndinni sem hún hefur lifað svona lengi, og einnig vegna fallegra mynd- skeiða, meðal annars úr Olpunum. Eða það finnst mér. Almennt er ég mjög heilluð af göml- um bíómyndum, meðal annars með Bogart og Ritu Hayworth." -SBS. ■ fra degi til dags Heimskra manna háttur er að hæða konur í orðum. Jón Bjarnason á Presthólum: HEILRÆÐARÍMA Þettagerðist 18. desember • 1682 lést Guðríður Símonardóttir, sem var flutt nauðug til Alsír og giftist síðar Hallgrími Péturssyni. • 1865 var þrælahald afnumið í Banda- ríkjunum með stjórnarskrárbreytingu. • 1897 var fyrsta sýmngin hjá Éeikfélagi Reýkjávíkur. • 1898 var sett hraðakstursmet þegar vél- knúin bifreið komst upp í 63 km hraða á klukkustund. • 1956 hlutu Japanir aðild að Samein- uðu þjóðunum. • 1969 var dauðarefsing afnumin f Bret- landi. • 1982 var frumsýnd kvikmynd' St uð- manna, Með allt á hreinu. Þau fæddust 18. desember • 1778 fæddist enski trúðurinn og lát- bragðsleikarinn Joseph Grimaldi. • 1863 fæddist Franz Ferdínand erkiher- togi af Austurríki, en fyrri heimsstyrj- öldin hófst með morði hans 28. júní 1914. • 1870 fæddist skoski rithöfundurinn H.H. Munro (Saki). • 1879 fæddist svissneski málarinn Paul Klee. • 1913 fæddist Willy Brandt, fyrryerandi kanslari Þýskalands. • 1946 fæddist suðurafríski baráttumað- urinn og píslavotturinn Stephen Biko. Vísa dagsins Búi sendi þessa vísu um daginn, en hon- um er Keíkó hugleikinn. Brímann í blóðinu eyhur hin brimhvíta ólgancli dröfn. - Aumingju kjötbollu - Keiltur ^^nei&Klettsvíkur lokuðu höfn! Afmælisbam dagsins Kvikmyndaléikstjórirth vinsæli, Steven Spielberg, ér 51 árs í dag. Honum hefur tekisit betur en flest- urn öðrum að buá til bíóniyndir sem séljast grimnit, og þrjár mynda hans -Jaws 1975, E.T. 1982 og júragaéð- urinri 1993 - slógu öll aðsóknarmet. Meðfram hefur hann líka revnt að búa til „veigameirfy mýndir og hefur tekist æ betur u.pp á því sviði með árunum. Ekki til áfyllingar! Áhyggjufullur sjúklingur hringdi til lækn- isins og fékk viðtal við hann. „Er það rétt,“ spurði sjúklingurinn, „að ég eigi að taka lyfin sem þú ávísaðir á mig út æv- ina? „Já, ég er hræddur um að þess þurfi," svaraði læknirinn alvarlega. Það varð andartaksþögn og svo hélt konan áfram. „Ég er að velta því fyrir mér hversu alvarlegur sjúkdómurinn er. Það stendur nefnilega á dósinni: EKKI TIL ÁFYLLINGAR!" Veffang dagsins Fjölmargar dýratégúndir hafa aldrei verið til nema í göðsögúm og hugarheimi manna. Um þær helstu má fræðast á v. gryphonhearE.com/index.htm

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.