Dagur - 18.12.1998, Síða 5

Dagur - 18.12.1998, Síða 5
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Þá er komið að síðustu helgifyrirjól. Þegar kaupa á allar gjafimar, skreyta, þrífa, baka, fara ájólaböllin, tón- leikana, upplestrana... Gera má ráð fyrir að nóg verði að gera hjá þorra þjóðarinnar um þessa helgi. Hér að neðan verður farið yfir opnunartíma verslana og helstu tónleika til að auðvelda mönnum skipulagn- inguna. Verslanir Það verður hægt að versla fram til kl. 22 alla daga fram að Þor- láksmessu í Kringlunni en þann dag verður hægt að versla til kl. 23. A aðfangadag er opið ld. 9- 12. Og það er ekki lyftutónlistin ein sem ómar um Kringluna þessa daga því ýmsir listamenn hafa verið fengnir til að spila fyrir viðskiptavini. Bíleigendum er bent á að búið er að fjölga bílastæðum við Kringluna. Nýtt stæði hefur verið malbikað bak við Sjóvá-AImennar. Þá er Kringlugestum heimilt að Ieggja við Morgunblaðshúsið, Hús verslunarinnar, Verslunarskól- ann og Viðskiptaháskólann. I miðbænum verður einnig mikið um að vera. Verslanir eru opnar eins og í Kringlunni, þ.e. til 22 öll kvöld fram að jólum nema til ld. 23 á Þorláksmessu. Jólasveinarnir. þrettán verða á vappi milli ld.14 og 18 um helg- ina en kl.16-18 eftir helgi. Þá verða kórar, kvartettar, Iúðra- sveitir, blásaraflokkar og önnur Flestar verslanir í Kringlu og í miðbænum verða opnar til kl.22 fram að jólum, nema til kl. 23 á Þorláksmessu að venju. tónlistaratriði víðs vegar um bæ- inn öll kvöld fram að jólum. Uppákomur verða á þriðja hundrað og helstu viðkomustað- ir tónlistarmanna og skemmti- krafta eru Sautján, Barónstorg, Laugatorg, Dressmann, Flug- leiðir, Bankastræti og Lækjar- torg. Þá verða jólatónleikar bæði laugardag og sunnudag kl.16-18 á Ingólfstorgi. Frítt er í öll bílastæðahús eftir kl. 18 öll kvöld en þau eru; Berg- staðir við Bergstaðastræti, neð- arlega á Vesturgötu, á móti Þjóðleikhúsinu, í gamla Kola- portinu og við Vitatorg fyrir neð- an Kjörgarð. Tónleikarnir Skólakór Kársness og Dómkór- inn munu sameinast um kvöld- stund í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 22 (sum sé eftir að búðir loka). Dagskráin heitir Jóla- söngvar ú aðventunni og syngja þær Sigrún Þorgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir ein- söng. Tónleikunum lýkur með fjöldasöng, ókeypis er fyrir börn og miðinn kostar 500 kr. fyrir fullorðna. I kvöld kl. 23 verða Jólasöngv- ar kórs Langholtskirkju en með kórnum stíga á svið einsöngvar- arnir Olöf Kolbrún Harðardóttir, Olafur Kjartan Sigurðarson, Halldór Torfason og Regína Unnur Olafsdóttir. Tónleikarnir verða endurteknir á sama tíma á morgun en kl. 20 á sunnudag. Á morgun ld.15 heldur Sin- fóníuhljómsveit Islands jólatón- leikana sína í Háskólabíó. Þar verður einvalalið samankomið til að skapa hátíðlega stund, m.a. Diddú, Drengjakór Laugarnes- kirkju og Skólakór Garðabæjar og er efnisskráin stútfull af há- tíðleika. Margrét Ornólfsdóttir, kynnir, les jólaguðspjallið og svo verður íjöldasöngur á sálmunum Nóttin var sú ágæt ein, Frá Ijósanna hásal og Heims um ból. Bamasöngur og pakkar Risakórverðurí tröpp- umAkureyrarkirkju á sunnudag. v Lokahnykkurinn í söfnun jóla- gjafa handa börnum í Banja Luka f Bosníu verður á sunnu- daginn en þá mun barnakór 5- 12 ára krakka úr grunnskólum Akureyrar syngja nokkur jólalög á tröppum Akureyrarkirkju; Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Það á að gefa bömum brauð, Bjart er yfir Betlehem, Þá nýfæddur Jesús og Heims um ból. Prestar munu leiða friðarbæn. Að söng loknum munu börnin arka í skrúðgöngu inn á Norðurpól þar sem síðustu pakkarnir verða settir í gámana. Börn sem ætla að taka þátt í athöfninni eru beðin um að koma að kirkjutröppunum um klukkan 18 en söngurinn hefst klukkan 19. Fólki er bent á að taka með sér kyndla eða kerti til að auka á hátíðarblæ stundar- innar. Jólasögur og brúðuleikhus á myndbandi Þá hefur einnig verið gefið út myndbandið „Jólaævintýri á Norðurpólnum" en það inni- heldur skemmtilegar jólasögur og brúðuleikhús fyrir börn. Á myndbandinu eru brot úr dag- skrá jólasveinsins á Norðurpóln- um þar sem jólasveinninn segir börnunum skemmtilegar jóla- sögur og sýnir þeim brúðuleik- hús um Grýlu, Leppalúða og jólasveinana þrettán. Sögurnar eru ómyndskreyttar, en jóla- sveinninn er í mynd og á því al- gjörlega hug barnanna meðan á lestrinum stendur á sjónvarps- skjánum. Ágóði af sölu myndbandsins rennur til styrktar á sendingu jólapakkanna til barnanna í Bosníu, en myndbandið er til sölu á Norðurpólnum, í Nettó- verslunum KEA á Akureyri og Reykjavík og í Blómavali. Mikið af pökkum hefur þegar borist, og það víða að af land- inu, en íslandsflug og Flutn- ingamiðstöðin sjá um að koma pökkunum frá íslenskum börn- um frítt á Norðurpólinn áður en þeir verða fluttir til Bosníu. Jöfn og stöðug aðsókn hefur verið á Norðurpólinn. UM HELGINA Afgreiðslutími verslana á Akureyri Verslanir verða almennt opn- ar á Akureyri til klukkan tíu í kvöld og klukkan 10-22 á morgun, laugardag. Á sunnu- dag verður afgreiðslutíminn almennt kluklcan 13-18. Á mánudag og þriðjudag verður opið til klukkan 22 en á þor- láksmessu til klukkan 23 og klukkan 9-12 á aðfangadag. Fram að jólum verður Norðurpóllinn opinn sem hér segir: föstudagurinn 18. kl. 13-22, laugardaginn 19. kl. 10-22, sunnudaginn 20. ld. 13-18, mánudaginn 21. kl. 10-22, þriðjudaginn 22. kl. 10-22, á þorláksmessu kl. 10-23. Lokað verður á aðfangadag. Hreingjömingur - jólagjöftilAkur- eyringa Anna Ric- hards- dóttir sem vakið hefur vegfar- endur til vit- undar um hús- móð- ur- störfin fleira með hreingjörningi sín- um í göngugötunni á Akur- eyri flesta föstudaga síðan í haust verður á sínum stað á sínum tíma, þ.e. klukkan 16.30 í dag í göngugötunni. I þetta sinn verður hún með „jólagjöf til Akureyringa" og með henni verða hljóðfæra- leikararnir Karl Petersen slag- verksleikari og Wolfgang Frosti Sahr saxófónleikari. Að svo búnu tekur Anna sér frí í hálfan mánuð. Megasukk áHominu Það verður einhvers konar samfagnaður á Horninu í Hafnarstræti (Rvík.) kl. 20 á sunnudagskvöldið sem hald- inn er undir titlinum Jól á jörðu og kostar 600 kr. inn. Þar verða m.a. Megasukk (=Megas+Súkkat), Pollock Bros., Birgitta Jónsdóttir, Stína Bongo, Guðrún Eva Mínervudóttir, Auður Jóns- dóttir, Sneak Attack og Tanya. V______________________/

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.