Dagur - 18.12.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 19 9 8 - 27
LÍFIÐ í LANDINU
VEÐUR
R A D D I R
MEINHORNID
• Meinhyrn-
ingur getur ekki
orða bundist yfir
þeim slóðum
sem nenna ekki
að skafa snjó af
bifreiðum sínum.
Alltof algengt er
að sjá bifreiðar
með smágat á
framrúðu þannig
að sá sem stjórn-
ar sjái út. Hliðar-
rúður eru
snjóugar, aftur-
rúða einnig, þrjá-
tíu sentimetra
jafnfallinn snjór
á toppnum og
ekkert gefur til
kynna að Ijós séu
á bifreiðinni.
Semsagt: Stór-
hættulegt.
• Hvernig væri
nú að Iandsmenn
tækju sig saman
og héldu jól án
þess að sperra sig
við að kaupa allt
sem þeir halda
að allir haldi að
rétt sé að kaupa
fyrir jólin?
Geymum það að
endurnýja stof-
una, eldhúsið og
baðið þangað til
betur stendur á.
Hin sanna jóla-
gleði er ekki
geymd í nýjum
varningi og risa-
vöxnum kredit-
kortareikningum.
Hugsum til
dæmis um börn-
in, sjálf okkur,
náungann, smá-
fuglana, samfé-
lagið ...
FÓLKSINS
Herhvöt
til aldraðra
ELLILÍFEYRISÞEGI
SKRIFAR
hann verður 67 ára, eða hvað ?
Nú líður senn að því að alþingismenn
fari að greiða atkvæði um það hvað ráð-
herrunum þóknast að skammta okkur
til lífviðurværis á árinu 1999 en sam-
kvæmt framlögðu fjár 1 agafrutnvarpi er
lagt til að hækka bætur almannatrygg-
inga um 3,65%, og frítekjumarkið
einnig um 3,65% - 1. september 1999 -
sem sagt eftir kosningar, takið eftir því.
Hvað skyldu svo þessi 3,65% gera
margar krónur á mánuði á ellilaunin og
tekjutrygginguna hjá einhleypingi sem
fær t.d. um 25 þús.. krónur úr Iífeyris-
sjóði ?
Ellilífeyrir kr.: 15.123 x 3,65% = 552
krónur í hækkun á mánuði, eftir skatt
standa eftir hvorki meira né minna en
337 krónur - það munar aldeilis um
það!
Full tekjutrygging kr.: 27.824 x 3,65%
= 1016 krónur í hækkun á mánuði, eftir
skatt 620 krónur, hugsið ykkur ! sam-
tals heilar 957 krónur á mánuði - það er
reisn yfir þessu frá þeim fulltrúum
fólksins á Alþingi Islendinga, sem telja
þetta sæmandi, og það í þessu svokall-
aða góðæri sem sjálfumglaðir ráðamenn
guma óspart af í tíma og ótíma.
Breytingatillögiir
Ekki er ósennilegt að a.m.k. þingmenn
stjórnarandstöðu og ef til vill þeir hug-
uðustu úr röðum stjórnarflokkanna,
freisti þess að fá fram einhverjar breyt-
ingar á frumvarpinu t.d. frítekjumarkið
hækkað strax eða að á hluta lífeyris-
sjóðsgreiðslna falli 10% skattur eins og
annan peningasparnað, þessar greiðslur
eru ekkert annað en lögbundinn sparn-
aður launþegans í gegnum tíðina, sem
hann er nú að taka út (og hefur áður
greitt tekjuskatt af!).
Efnahags j afnvægið
Allt Ijas ráðamanna um að slíkar rétt-
lætiskröfur aldraðra raski efnahagsjafn-
væginu - að það að sú kynslóð sem -
ásamt foreldrum sfnum - kom íslenskri
þjóð út úr moldarkofunum, og sem
hvað mestan þátt á í þeim miklu fram-
förum sem orðið hafa s.l. 50-60 ár og
gert hafa þjóðina að einni þeirri ríkustu
í heimi, að það að sýna þessu fólki
sanngirni og sæmd í elíinni verði til að
setji allan Ijárhag ríkisins á annan end-
ann, - er marklaust tal manna sem eru
væntanlega búnir að tryggja sér
áhyggjulaust ævikvöld.
Kjarabaráttan
Nú er meira en
tímabært að við
aldraðir förum sjálf-
ir að gefa þessum
málum meiri gaum
en hingað til, for-
ustumenn okkar í
félögum aldraðra
virðast hugsa meira
um afþreyingamál-
in en Ijárhagslega
afkomu félags-
manna - en gamla
fólkið þarf að hafa
efni á því að fara á
skemmtanirnar og í
ferðalögin, ég full-
yrði að það er stór
hópur aldraðra sem
hefur það ekki og þurfa að velta hverri
krónu milli handa sér til að eiga fyrir
lífsnauðsynjum, það fólk er ekki á neinu
bjartsýnistrippi. Nú mun eiga að draga
úr því að tekjur maka öryrkja skerði
tekjutryggingu öryrkjans og er það hið
besta mál, en eftir því sem ætla má af
umræðum á þingi fyrir skömmu var ekki
að heyra á heilbrigðisráðherra að breyta
ætti þessu gagnvart ellilaununum, sem
væntanlega þýðir um leið að öryrkinn
lendir aftur í þessarri skerðingu þegar
„Afgerandi samstaða þeirra 30.000 iands-
manna sem eru yfir sextugt getur ráðið
miklu um það hverjir veljast til setu á Alþingi
næsta kjörtímabil.“
Nema hér eigi ef
til vill við alkunnur
íslenskur málshátt-
ur?
Kosningar
Aldraðir (þó ekki
séu orðnir löggilt-
ir!), ættu að fylgjast
grannt með þeim
umræðum sem
framundan eru á
Alþingi um þau mál
sem ráða afkomu
okkar í næstu fram-
tíð, því meira er i
húfi núna en bara
afkoman á næsta
ári, eftir kosningar
mun ekki verða
hlustað á okkur
næstu 3-4 ár; hugum vel að því hvernig
atkvæði falla í þinginu og refsum svo
þingmönnum eða umbunum í næstu
prófkjörum með atkvæði okkar.
Afgerandi samstaða þeirra 30.000
landsmanna sem eru yfir sextugt getur
ráðið miklu um það hverjir veljast til
setu á Alþingi næsta kjörtímabil.
Stöndum nú saman, fylgjumst grannt
með afstöðu þingmanna okkar kjör-
dæmis.
Strandgötu 31, 600, Akureyri
Þverholti 14,105 Reykjavík
Sími umsjónarmanns
lesendasíðu:
460 6122
Netfang: ritstjori@dagur.is
Símbréf: 460 6171/551 6270
Óskað er eftir að bréf til
blaðsins sóu að^afnaði hálftil
ein vélrituð blágsíða, 1000-Í2ÓO
tölvuslög. Dagur áskilur sérrétt
til að stytta lengri bréf.
99
StótamóraU
66
ÓLÖF P. HRAUNFJORÐ
SKRIFAR
Mig langar til að leggja orð í
belg varðandi sorphirðugjald
og holræsagjald hjá Reykvík-
ingum, þar er þyrlað upp
mpldviðri vegna þessa og
mikil sjálfsvorkunn því nú
eiga Reykvíkingar loks að
vera menn með mönnum og
borga fyrir sinn skít. Við
Kópavogsbúan og fólk út um állt land
höfum borgað okkar sorphirðugjald og
holræsagjald til margra"-ára og erum
stolt af því. Við lítum á starf sorphreins-
unar sem mikils \irt starf.
Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðar-
maður gerði kvikmyndina „Öskukarl-
inn“ fyrir rúmlega 20 árum, hún var
sýnd í Sjónvarpinu. Pétur Hraunfjörð,
bróðir minn, Iék aðalhlutverkið. Það
væri ástæða til að sýna þessa mynd nú.
Það yrði kannski til þess að Reykvíking-
ar gerðu sér grejn fyrir þessu þjóðþrifa-
starfi. Nú á þessum breyttu tímum hef-
ur þurft að byggja rándýrar skólpdælu-
stöðvar til að halda strönd höfuðborgar-
svæðjsins hreinni. Nú er einnig lögð
meiri áhersla á að fólk gangi betur frá
sínu eigin sorpi.
Veðrið í dag...
Norðankaldi eða stinningskaldi og síðan gola eða kaldi.
É1 norðan og austanlands en léttskýjað sunnanlands.
Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur næstu daga
Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað.
Línan sýnir hitastig, súluritið 12 túna úrkomu en
vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan.
Færð á vegum
Á Vesturlandi er skafrenningur á heiðum og slæmt ferða-
veður. Þxmgfært er um Svínadal, vestan Búðardals. Á Vest-
fjörðum er skafrenningur og snjókoma og slæmt ferðaverð
ur, sérstaklega á heiðum. Þæfingsfærð er frá Súðavík í
Mjóafjörð en skafrenningur og hálka er á Steingrímsfjarð-
arheiði. Aðeins er fært jeppum og stærri bílum um háisa
sunnan Ilólmavíkur. Snjókoma og skafrenningur er um allt
norðanvert landið og slæmt ferðaveður, en allar helstu leið
ir eru færar. Kísilvegur er ófær og til Grenivíkur. Þæfings-
færð er á Möðrudalsöræfum og Sandvíkurheiði en þungfært
á Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi eru allar helstu leiðir
færar, nema Breiðadalsheiði er ófær. Greiðfært er svo með
Austur- og Suðurströndinni.
SEXTÍU
OG
SEX
NORÐUR