Dagur - 05.01.1999, Side 6

Dagur - 05.01.1999, Side 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR S. JANÚAR 19 9 9 ro^*r ÞJÓÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstodarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRi, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Góðir íslendingar og sannir heimsborgarar I fyrsta lagi Forseti Islands horfði til framtíðar í nýársávarpi sínu til þjóð- arinnar. Hann varpaði fram tímabærum spurningum og hvatti til samstöðu um lausnir sem hæfa nýrri öld. Menntamál, heil- brigðismál og varðveisla náttúrunnar voru honum ofarlega í huga. Forsetinn taldi brýnt að skapa samstöðu um „að efla og styrkja menntun í landinu svo að krafturinn sem býr í ungu fólki nái að njóta sín til hlítar, svo að sérhver kynslóð fái sjálf að nýta kosti þess að vera í senn góðir Islendingar og sannir heimsborgarar.“ Enginn þarf að efast um að sókn í mennta- málum hlýtur að verða eitt af forgangsverkefnum þjóðarinnar á komandi árum. í ödru lagi Forsetinn spurði með beinskeyttum hætti um framtíð heil- brigðisþjónustunnar: „Viljum við varðveita getu þjóðarinnar til að veita landsmönnum læknisþjónustu og hjúkrun sem að gæðum er sambærileg því besta sem aðrir njóta? ... Hver er hinn samfélagslegi vilji til að við Islendingar höldum þeim gæðum sem felast í störfum lækna og hjúkrunarfólks, heil- brigðiskerfisins alls? Er ekki eðlilegt og í anda lýðræðisins að stofnanir lýðveldisins tryggi síðan að sá raunverulegi vilji ráði framtíðarför?“ Enginn þarf að efast um svör þjóðarinnar við þessum spurningum. í þriðja lagi Og enn spurði forsetinn: „Hvernig varðveitum við náttúru landsins, tign óbyggðanna, fegurð fjarða og dala og færum þeim Islendingum sem hér munu búa um aldir framtíðar þá ást til ættjarðarinnar sem hefur blásið okkur bjartsýni í brjóst?" Enginn þarf að efast um að tilefnið: það eru fyrirhug- aðar stórvirkjanir á hálendinu. Það vakti Iíka athygli að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, lýsti sig andvíga slíkum áformum við upphaf þessa nýja árs sem mun væntanlega ráða úrslitum um framtíð víðernisins milda norðan Vatnajökuls. Elías Snæland Jónsson Hann Bjöm! Garri getur varla á heilum sér tekið eftir að hafa lesið tilskrif sem dagblaðinu Degi hafa ver- ið send á heimasíðu Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra. Björn sem alla jafna er fyrirmynd Garra í einu og öllu, hetja hans, sverð og skjöldur, hefur nú ákveðið að lýsa frati á Dag og þá væntanlega alla sem þar vinna. Þeir eru „hvorki fugl né fiskur", segir ráðherr- ann. Þetta er afar sársaukafull upplifun, enda Garri ekki van- ur því að upplifa svona afdrátt- arlausa höfnun þeirra sem hann lítur upp til. Enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Allt frá því ummæli Björns birtust á Netinu hefur Garri barist við að hrökkva ekki í full- komna afneitun. Það er afar freistandi að af- neita ummælum Björns og láta sem þau hafi aldrei fallið. Gallinn er þó sá að í hvert sinn sem Garri gáir á heima- sfðu ráðherrans blasa ummælin við. Þessi afneitun Það reynist t.d. sérstaklega auðvelt að afgreiða þunga- miðjuna í gagnrýni ráðherr- ans, um að Dagur sé hvorki fugl né fiskur, sem nöldur. Einkum og sér í lagi vegna þess að Björn segir að blaðið virðist ekki vita „hvert það ætli að stefna". Það ætli jafnvel að vera bæði fyrir landsbyggðina og líka íyrir höfuðborgarsvæð- ið - sem ráðherrann telur aug- Ijóslega algjörlega fráleitt mál! Björn Bjarnason. hefur því ekki gengið upp. Annað stig af- neitunar Næsta stig afneitunarinnar felst í því að afneita Birni sjálf- um. Láta sem svo að hann hafi aldrei verið Iífsljós Garra. Já, láta eins og þetta sé bara hver annar ofstækismaður sem ekki verðskuldi annað en að vera kallaður forpokaður Morgun- blaðshani. Enda voru hann og Mogginn eitt um margra ára skeið. Satt að segja gengur Garra illa að berjast við þessa tegund afneitunar - það geng- ur einhvern veginn svo vel að afskrifa Björn sem öfgamann. Enga tilfinn- ingasemi Garra hefur nefnilega til þessa ekki fundist það svo fráleitt að gefa út blað sem höfð- aði bæði til fólks á landsbyggðinni og til fólks í höfuðborginni. Allt eru þetta nú íslend- ingar þegar grannt er skoðað og eiga ýmislegt sameiginlegt. Auk þess finnst Garra það bara þokkalega fín stefna að gefa út blað fyrir les- endur, sem væru þá bæði á Iandsbyggðinni og f höfuð- borginni. Þess vegna verður Garri að hafa sig allan við til að sporna gegn þeirri freist- ingu að afneita Birni. Það má ekki láta tilfinningasemina ráða. Garri verður að muna að þrátt fyrir allt og allt er Björn nú Ieiðtogi lífs hans og Garri verður bara að reyna að skilja að það er fráleitt að blað eins og Dagur skuli ekki hafa pólit- íska stefnu og ætli sér að höfða bæði til landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Það er þess vegna sem Dagur er hvorki fugl né fiskur, en Björn bæði fugl og fiskur. GARRI JÓHANNES SIGUBJÓNS- SON skrifar Hlutabréf í Helvíti ehf.? Herra Karl Sigurbjörnsson bisk- up kom víða við í ágætri nýárs- predikun sinni. Mjög ofarlega voru honum í huga sívaxandi vinsældir Mammons í íslensku samfélagi sem leiðir af sér taum- lausa græðgi og eftirsókn eftir vindi sem oftar en ekki reynist svo prump fremur en svalandi andvari. (Ath. þetta er ekki orða- lag biskups). Biskup sagði m.a.: „...hinn alþjóðlegi fjármagns- markaður sækir á og við finnum okkur sífelit ráðvilltari um eftir hvaða viðmiðunum við getum fótað okkur á þeim tæpa stíg sem Iiggur á milli þess hvað er mögu- legt og gróðavænlegt, og hvað siðferðislega réttlætanlegt.“ Og hann bætir við: „Hvað mótar fýrst og fremst siðgæðið? Hef- urðu gert þér grein fyrir því að sjö ára barn í Vestur-Evrópu hef- ur horft að meðaltali á 20.000 sjónvarpsauglýsingar sem gefa ein og aðeins ein skiiaboð, sem sé: Þú ert neytandi. Lausnin á öllum vanda er fólgin í því sem hægt er að kaupa sér.“ legar lyrir umhverfið og náttúr- una, menningu og félagslega vel- ferð.“ Græðgin ein Og biskup heldur áfram og spyr: „Hvað megnar að hamla gegn því gíf- urlega afli sem leitast við að móta líf okkar og gera að sálarvana neytend- um og hugsunar- lausum áhorfend- um á markaðstorgi lífsins þar sem græðgin ein ræður för? Þar sem allt er metið til markaðs- verðs og út frá fjár- hagslegum for- sendum, þar lýtur Perlur og svín Hin ágæta hug- vekja biskups minnir um margt á móralíseringar þekktra húmanista af vinstri vængn- um, manna á borð við Arna Berg- mann, Herra Karl Sigurbjörnsson. hið veika og vanmegna og ung- viðið í lægra halili. Afleiðingarn- ar láta ekki á sér standa, skelfi- stöðugt andskotast á hagvextinum og hlutabréfamarkaði andskotans og mæla oftast manna heilastir. Fyrir utan það auðvitað að vinstri húmanistar eru yf- irleitt ekki að blanda Jesús, guði og biblfunni í sinn boðskap, eins og biskup gerir náttúrlega. En þessi varnaðarorð biskups þurfa ekki að koma á óvart. Síð- asta ár einkenndist öðru fremur af umræðu um gróða, hlutabréf, markaðsmál, peninga. Aldrei hefur auðgildið risið hærra manngildinu á Islandi en einmitt á nýliðnu ári. Manngildið er meira og minna vegið og metið með hliðsjón af auðgildinu. Hin- ir smáu, fátæku og sjúku eru baggi á þjóðfélaginu, ljónin í vegi hámarksgróðans sem er hið heilaga takmark sem samfélag- inu og einstaklingunum sem mynda það ber að stefna að í samræmi við lögmál Mammons sem nú er einna mestur guða í heimi. En vonandi hafa einhverjir hlýtt á orð biskups og tekið til sín. Þó því miður sé öllu líklegra að hann hafi þarna verið að kasta perlum fyrir peningasvínin. 6ed iÍ3Uí22yHIí - Gííi 1UÍ9 svarað Kemur þér á óvartað Svavar Gestsson sé á út- leið úrstjómmálum ? Ámi Bergmann Jv. ritstjðriÞjóðviljans. „Ekki svo mjög, það eru það margir á útleið úr stjórnmálum um þessar mundir. Vera má að þetta tengist almennri hnignun stjórnmál- anna, allir djöflast á stjórnmála- mönnum og heimta að þeir ráði helst engu og séu ekki að þvæl- ast fyrir blessunarríkri og ósýni- legri hönd markaðarins. Það rugl sem verið hefur á framboðsmál- um samfylkingarinnar getur líka ært hvern mann og það segi ég þó Svavar beri sig vel þegar hann tilkynnir ákvörðun sína.“ Friðrik Sophussou forstjóri Landsvirkjunar. „Ekki get ég sagt það. Eðlilegt er að við sem höf- um verið í þessu tvo til þrjá ára- tugi höslum okk- ur völl á nýju sviði. Við Svavar komum báðir inn á þing 1978 og allan tímann höfum við verið sitt hvoru megin borðsins. Annað hvort hef ég verið í stjórn og hann í stjórnar- andstöðu eða öfugt. Svavar hef- ur frá ómunatíð verið vel mælsk- ur og áhrifamikill talsmaður rót- tækrar vinstri stefnu. Lengi hef- ur verið ágætur vinskapur með okkur, þó sjaldan höfum við átt pólitíska samleið, en svo var reyndar í kjördæmamálinu sem við skiluðum af okkar nýlega." Álfheiður Ingadóttir vinstrisinni. „Einhvern veg- inn sé ég ekki að Svavar - eða aðr- ir róttækir vinstri menn - eigi sam- leið með sam- fylkingunni eins og hún er orðin; persónulegur slagur þar sem fólk keppist um að kenna Kvennalistanum um ófarirnar. Samíylkingin hefur Iít- inn pólitískan tilgang og enn minna innihald. Undir eðlileg- um kringumstæðum ætti maður einsog Svavar Gestsson tíu til fimmtán ár eftir í póitísku starfi og ég óska honum þess að geta fundið slíkan vettvang, sem er þá betur við hæfi en það sem hann hefur haft undanfarið." Ágúst Einarsson þingmadurjafnaðannanna. „Eiginlega ekki. Ég sá þess merld að þetta gæti al- veg eins orðið hans ákvörðun. Fjölmargir þing- menn hætta eftir þetta kjörtímabil og það eru margir þeirra sem hafa verið skemur í pólitík en hann. Að því leytinu er þetta ósköp eðlilegt. Svavar hefur fullt starfsþrek til þess að sinna ritstörfum, eins og bann hefur í hyggju að gera og gaman verður að sjá afrakstur þeirra. Svavar á að baki litríkan feril í stjórnmálum og það verður sjónarsviptir að honum á þingi, en í pólitík kemur alltaf maður í manns stað.“ KduÓvdlA iöasd -H iGCj

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.