Dagur - 07.01.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
Tfgptr
FRÉTTIR
HLustuni framvegis
á veðiirfiréttimar
Jim Rogers við bílinn góða sem mun skila honum og unnustu hans, Paige Parker, um
heiminn á næstu þremur árum. Undirvagninn er af Benz-jeppa en yfirbyggingin af
nýrri SLK-sportbifreið af Benz-gerð. Verð bílsins er ekki undir 30 milljónum króna, væri
hann falur. mynd: brink
Ferðin hafin á íslandi
vegna þess að hér er vest-
asti hluti Evrópu og héð-
an kom Leifur Eiríksson
sem fann Ameríku.
Bandaríski milljónamæringurinn Jim
Rogers, sem hóf þriggja ára ökuferð
sína um heiminn á Þingvöllum á ný-
ársdag, kom til Akureyrar ásamt unn-
ustu sinni, Paige Parker, á miðvikudag
eftir að hafa lent í nokkrum hrakning-
um á leiðinni frá Egilsstöðum til
Möðrudals. Ferðinni lýkur í New York
31. desember árið 2001. Á leið til
Möðrudals festist bíllinn og þurfti
hann að fá aðstoð björgunarsveitar til
að komast aftur til Egilsstaða. Þaðan
hélt hann aftur af stað á miðvikudag
þegar veður hafði gengið niður. Jim
segir ökuferðina á mánudeginum hafa
verið eina þá erfiðustu sem hann hafi
farið en þegar hann hafi komist upp á
fjallgarðinn hafi mætt honum einhver
fallegasta Qallasýn í heimi. Auk þess
hafi verið mikið um ijúpu sem hann
hafði frétt að væri helsti jólamatur Is-
lendinga. Eina vandamálið hafi verið
að björgunarbíllinn sem fylgdi þeim
hafi ekið út af á leiðinni og nokkra
stund hafi tekið að ná honum aftur
upp á.
Vestast í Evrópu
„Við hefjum ferðina á Islandi vegna
þess að hér er vestasti hluti Evrópu og
héðan kom Leifur Eiríksson sem fann
Ameríku. Jarðfræðilega kemur Evrópa
og Ameríka saman á íslandi og við
sáum hvaða áhrif misgengið getur haft
með eldgosinu í jöklinum. Jarðfræði-
lega erum við að aka í Ameríku en þó í
Evrópu. Island er sennilega eina land-
ið þar sem við munum þurfa að takast
á við harðan vetur og snjóbyl en þó er
oft hlýrra hér á vetrum en í New York.
Við gerðum ráð fyrir vandamálum
vegna veðurs vegna þess að við erum
svo náfægt heimskautsbaugnum, en
ekki svona miklum en ég hef aldrei
áður ekið í snjó og byl. Við vorum
vöruð við íslenskum vetri áður en við
fórum frá Þingvöllum og ráðlagt að
fara ekki af stað frá Egilsstöðum en
tókum tókum engum ráðleggingum.
Nú munum við hlusta á veðuraðvaran-
ir í allri ferðinni, enda urðum við svo-
fítið skelkuð, en í svona ferð verður þú
fyrst og fremst að trúa að sjálfan þig,“
segir Jim Rogers.
- Eigiði von ú slæmu veðri aftur í
ferðinni?
„Það frýs varla í eyðimörkunum en
þar gæti okkur skort vatn en við gæt-
um lent í stormi, jafnvel sandstormi, í
Afríku, Kína og Síberíu. Á íslandi tala
allir ensku og Benz er með góða um-
boðsmenn en í Afríku og Ásíu gæti
orðið erfitt að tala við íbúana og erfitt
að fá læknisaðstoð ef hennar verður
þörf. Hér eru margir sem bjóða okkur
aðstoð að fyrra bragði. Það er mjög
ánægjulegt."
Giftumst 1. janúar
1. janúar árið 2000 ætlum við að gifta
okkur, það er eitthvað svo rómantískt
við það. Þá ætlum við að reyna að vera
komin til Norður-Afríku, vonandi í
Timbuktu en það er staður sem sveip-
aður er mikilli dulúð. Paige er mér
ekki sammála um staðarvalið, kannski
giftum við okkur í Casablanca."
Þau Jim og Paige segjast ætla að
koma aftur til íslands, og þá að sumar-
Iagi. Þeir sem hafa aðgang að Internet-
inu geta fylgst með ferðalagi þeirra á
slóðinni www.jimpage.com. -GG
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Hræringar í prófkjöri
Samfylkingarinnar í
Reykjavík eru nú í al-
gleymingi og kraumar allt
í heita pottinum í sögum.
Þannig heyrist úr herbúð-
um Ama Þórs Sigurðs-
sonar nokkur óánægja
með þær fullyrðingar
sem komið hafa fram í
íjölmiðlum um að eftir
Svavar sé Bryndís
Hlöðversdóttir nokkuð
örugg um að koma efst þeirra Alþýðubadalags-
manna. Telja stuðningsmenn Arna Þórs að
hann sé ekki síður þekktur og vel kynntur með-
al Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík og eigi
því talsverðan séns á fyrsta sætinu....
Árni Þór Sigurðsson
Ásta R.
Jóhannesdóttir
En pottverjar veita því líka
athygli að Jóhanna hyggst
fara fram í prófkjörinu í
„hólfi“ þeirra alþýðuflokks-
manna. Einn dyggasti stuðn-
ingsmaður Jóhönnu frá
stofnun Þjóðvaka er Ásta R.
Jóhannesdóttir, sem nú er
komin í mun þrengri stöðu í
prófkjörinu enda líklegt að
bæði Ossur og Jóhanna verði
ofar en hún á lista. Ásta er
því, segja menn, í raun farin
að slást um 3. sætið....
Úr herbúðum stjórnarliða
á Alþingi heyrist sú sögu-
skýring á brotthvarfi
Svavars Gestssonar úr
stjórnmálum að hann sjái
fram á annað kjörtímabil í
stjórnarandstöðu og hafi
ekki haft hug á að vera í
því hlutverki Ijögur ár í
viðbót. Stjórnarsinnar
segja hins vegar að stjórn-
arandstaðan þurfi nú að
finna nýja foringja á Al-
þingi, því þar hafi Svavar stýrt stjórnarandstöð-
unni styrkri hendi....
Svavar Gestsson
Enun að rétta af kompás-
inn hjá útgerðarmonnum
Guðmundur
Hallvaiósson
alþingismaðurog formaður
Sjómannadagsráðs
Sjómannadagsráð Reykjarík-
ur og Hafnarfjaiðar birtu í gær
auglýsingar þar sem bent er á
að það séu sjómenn sem veiði
fiskinn og að kvótakerfiðhafi
ekki tryggtöllum sanngjama
hlutdeild í sjávarútvegi.
- Hvers vegna þessi auglýsing Guðmundur?
„Við vorum afar ósáttir við þá auglýsinga-
herferð sem Landssamband íslenskra út-
vegsmanna fór í á síðari hluta Iiðins árs.
Þar var þess getið að það væru fyrst og
fremst útgerðarmenn sem hefðu fært ís-
Iensku þjóðinni björg í bú. Eins og við
bendum á í okkar auglýsingu fiskar ekkert
skip bara svona eitt og sér og mannlaust.
Það þarf góða áhöfn til þess að ná fiskin-
um. Aflaheimildir á hvert skip eru að sjálf-
sögðu til komnar á þann hátt að stuðst var
við ákveðin viðmiðunarár. Það fór eftir því
hvað menn höfðu fiskað hve mikill kvótinn
var hjá hveijum og einum. Og auðvitað var
það áhöfn hvers skips sem mestu réð um
það hver útkoman var.“
- Það má þá h'ta á ykkar auglýsingu sem
beint svar við auglýsingum Landssamband
tslenskra útvegsmanna í haust?
„Já, það er rétt að því leyti að við erum að
rétta af kompásinn hjá þeim. Hann var
ekki réttur. Við höldum því fram að það séu
sjómennirnir sem eru undirstaða þess sem
þeir voru að auglýsa án þess að þeirra væri
að nokkru getið.“
- En hvers vegna eru það Sjómannadags-
ráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sem
standa fyrir ykkar auglýsingum en ekki Sjó-
mannasambandið eða stétarfélög sjómanna?
„í samþykktum Sjómannadagsráðs er eitt
af megin markmiðum þessara samtaka að
efla samhug meðal sjómanna á Sjómanna-
daginn og kynna þjóðinni hin mikilvægu
störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfé-
lagsins, auk þess að byggja heimili fyrir
aldraða sjómenn?
- Þið segið í auglýsingunni að kvótakerfið
hafi ekki tryggt öllum sanngjarna hlutdeild
í sjávarútvegi. Eru auglýsingamar liður í
kvótaátökum og deilum meðal þjóðarinnar?
„Nei, við erum ekki að blanda okkur í
átökin um kvótann sem slík. Við erum að
framfylgja stefnu sjómannasamtakanna í
Reykjavík og Hafnarfirði vegna þess að við
teljum að auglýsingar Landssambands ís-
lenkra útvegsmanna hafi verið villandi."
- Nú kemur kvótamálið og breytingar á
lögunum um stjórn fiskveiða enn og aftur til
umfjöllunar á Alþingi í dag eða á morgttn.
Þetta er ekkert innlegg íþá umræðu?
„Nei, alls ekki og okkar auglýsinjgar voru
ákveðnar löngu áður en dómur Hæstarétt-
ar féll í haust. Við horfðum róglegir á aug-
lýsingaherferð Landssambands íslenskra
útvegsmanna í haust og ákváðum að hefja
nýtt ár með því að svara þeim. Við endum
okkar auglýsingar á því að óska lands-
mönnum öllum árs og friðar."
- Kom auglýsingaherferð útvegsmanna í
haust illa við sjómenn?
„Eg er alveg sannfærður um að hún
pirraði sjómenn og samtök þeirra mjög og
það var alveg eðlilegt. Þess vegna svöruð-
um við og ákváðum að taka bara þennan
eina dag undir okkar auglýsingar. Meira er
ekki ákveðið og \ið ætium svo bara að sjá
hverju fram vindur.“ -S.DÓR