Dagur - 07.01.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 07.01.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUDAGUR 7. JAHÚAR 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR L Toppliðin töpuðu Gintaras hefur verið drjúgur við að skora fyrir Aftureldingu í vetur og hefur alls gert 67 mörk í Nissandeildinni. Hér kemst hann í dauðafæri í ieiknum gegn Stjörnunni og skorar eitt af fjórum mörkum sínum í leiknum. 14. umferð NissandeUdarinnar var leikin í íyrrakvöld og töpuðu bæði topp- liðin sínum leikjum á útivöllum. Stjamau vaim iiauinan eins marks sigur á Aftur- eldingu og komst þar með í 2. sæti deildar- innar. Eftir misjafnt gengi í upphafi tímabils hefur Stjarnan í Garða- bæ nú unnið sjö af átta síðustu leikjum sínum í Nissandeildinni og þar af unnið sigur í fímm síð- ustu leikjum. Nú var það topplið deildarinnar úr Mosfellsbænum sem varð að játa sig sigrað í Garðabænum, en þó aðeins með eins marks mun, 24-23, eftir að staðan f hálfleik var 12-10 fyrir heimamenn. Eins og í Ieiknum gegn FH í Kaplakrika, fyrir ára- mótin, var það Arnar Pétursson sem var bjargvættur Stjörnu- manna, en hann skoraði nú í annað sinn sigurmark liðsins með síðasta skoti leiksins á síð- ustu sekúndunum. Aðdragandi marksins var mjög svipaður og í FH-leiknum, en Arnar skoraði nú aftur með Iúmsku smugu- skoti, utan punktalínu. Afturelding byrjaði betur í leiknum í Garðabænum og skor- uðu þeir þrjú fyrstu mörkin áður en Stjarnan komst á blað. Stjarn- an sótti svo í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og hafði náð tveggja marka forskoti í hálfleik. Eftir það höfðu þeir forystuna, þar til langt var Iiðið á seinni hálfleik- inn, en þá komst Afturelding aft- ur inn í leikinn. Þeim tókst að jafna aftur á síðustu mínútunni og liðin virtust ætla að skipta með sér stigunum. En þá var komið að sigurmarki Arnars Pét- urssonar sem áður er lýst og eins marks sigur Stjörnunnar í höfn. Birkir markvörður var besti maður Stjörnunnar í leiknum og varði hann alls 17 skot. Af úti- leikmönnum áttu þeir Konráð Olavson, Heiðmar Felixson og járnkarlinn Aliaksandr Shamkuts bestan leik og var Konráð marka- hæstur með 7 mörk, en þeir Heiðmar og Aliaksandr skoruðu 5 mörk. Hjá Aftureidingu bar Iíka mik- ið á markverðinum, en Asmund- ur Einarsson varði alls 15 skot í leiknum. I sókninni var allt of mikið um mistök, en Iiðið spilaði sterkan varnarleik. Bjarki sig- urðsson var að venju markahæst- ur hjá Aftureldingu með 7 mörk, en Gintaras og Magnús Þórðar- son skoruðu 4. FH-ingar burstuðu Fram Hitt toppliðið í deildinni, Fram, átti aldrei möguleika gegn FH, þegar liðin mættust í Kaplakrika. FH-ingar Iéku við hvern sinn fingur í byrjun og höfðu náð sex marka forystu um miðjan hálf- leikinn, en staðan var 17-10 í hálfleik. Þeir virðast á mikilli siglingu þessa dagana og jólasteikin virðist hafa farið vel í menn. Ekki er hægt að segja það sama um Framara, sem voru óvenju dáufir eftir jólafríið. Vörnin var slök og auðséð að þeir söknuðu Gunnars Berg Viktors- sonar, sem ekki Iék með. Þeir áttu aldrei möguleika í leiknum og lokatölurnar urðu 30-25. Knútur Sigurðsson var marka- hæstur FH-inga með 7 mörk og gamla brýnið Gunnar Beinteins- son skoraði 6. Hjá Fram var Björgvin Þór Björgvinsson bestur og marka- hæstur með 6 mörk, en Róbert Gunnarsson skoraði 5. Stórleikur Sigurgeirs A Hlíðarenda mættust Valur og Grótta/KR og gerðu 17:17 jafn- tefli í þunglamalegum leik, þar sem Sigurgeir Höskuldsson, markvörður Gróttu, átti stórleik og varði alls 24 skot. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og var staðan 9-8 í hálfleik. Gróttu/KR tókst að jafna leikinn á síðustu sekúndunni, en Gísli Kristjánssyni skoraði þá jöfnun- armarkið um leið og leikurinn var flautaður af. Markahæstur hjá Val var Dav- íð Olafsson með 6 mörk, en Aleksandr Peterson skoraði mest fyrir Gróttu/KR, 5 mörk. Sigur Jónasar A Selfossi léku Selfoss og Hauk- ar og sigruðu Haukar með þriggja marka mun 30-33, eftir að staðan var 14-17 í hálfleik. Haukarnir höfðu forystuna mest allan leikinn, en Selfyssingum tókst með harðfylgi að jafna í 21 - 21 eftir hálfleik. Leikurinn var mjög spennandi og harður i lok- in og fengu Selfyssingar Ijölda færa. Þeir réðu þó ekki við frá- bæran markvörð Hauka, Jónas Stefánsson, sem varði hvert skotið á fætur öðru í lokin. Segja má að hann hafi verið maðurinn á bak við sigur Haukanna, en hann varði alls 19 skot í leikn- um. Markahæstur Selfyssinga var Valdimar Þórsson, en hann skor- aði alls 11 mörk og þar af 9 úr vítaskotum. Þeir Sigurjón Bjarnason og Robertas Pauzolis skoruðu 6. Hjá Haukum voru þeir Óskar Armannsson og Þorkell Magnús- son markahæstir með 8 mörk, en Ketil Ellertsen með 6. HK klúðraói sigriniun Eins og svo oft áður misstu HK- menn niður unninn leik í rest- ina, þegar þeir léku gegn IR-ing- um í Breiðholtinu. Klúður á síð- ustu stundu færði IR-ingum boltann og þeir jöfnuðu Ieikinn í 26-26. Þegar um það bil 10 sek- úndur voru til leiksloka og stað- an 25-26 fyrir HK, átti Stefán Guðmundsson ótímabært skot á markið sem markvörður IR varði. Þeir náðu síðan hraðaupp- hlaupi og Finnur jóhannsson náði að jafna leikinn á síðustu sekúndunni. Markahæstur IR-inga var Ólafur Sigurjónsson með 7 mörk, en Róbert Rafnsson og Er- Iendur Stefánsson skoruðu 5. Hjá HK skoruðu þeir Helgi Arason og Stefán Guðmundsson 6 mörk og Hlynur markvörður varði alls 17 skot. Heimasigur ÍBV vann enn einn heimasigur- inn þegar það lagði KA 27-23. Sigmar Þröstur átti nú enn einn stórleikinn fyrir Eyjamenn, varði hann alls 18 skot í leiknum og lagði grunninn að góðum sigri Eyjamanna, sem höfðu undir- tökin allan leikinn. Guðfinnur Kristmannsson skoraði mest Eyjamanna, 7 mörk, en Hilmar Bjarnason var markahæstur KA-manna, einnig með 7 mörk. ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ Stórstjömiir væntanlegar á Stórmót ÍR Vésteinn Haf- steinsson framkvæmdastjóri Stórmóts ÍR. U StórmótÍR ífrjálsum íþróttum verðurhaldið í Laugardalshöllinni 24. janúarnk. Von erá þekkt- um stórstjömum á móW og er Vésteinn Hafsteins- son,framkvæmdastjóri mótsins, nú að undirbúa þátttöku þeirra. - Hvenær var Stórmót ÍR fyrst haldið? „Þetta er í þriðja skipti sem við höldum þetta mót. I fyrsta skipti var það haldið árið 1997 í tilefni 90 ára afmælis IR og síðan sem Stórmót ÍR í fyrra. Mótið hefur verið að veíja upp á sig frá upphafi og gengur út á það að bjóða landanum að sjá okkar besta frjálsíþróttafólk keppa við þá bestu í heiminum. Þar hefur tímasetningin mikið að segja og mótið er má segja það eina sem eiginlega býður upp á það, því mjög erfitt er að fá hingað erlenda keppendur yfir sumartímann. Reynslan af fyrstu tveimur mótunum hefur líka ver- ið góð og okkur hefur tekist að fá hingað mjög öfluga keppendur bæði árin og mér sýnist við einn- ig vera á réttri leið núna. Einhver sagði að mótið hefði skapað nýja vídd í íslensku íþróttalífi og það hefur sannarlega vakið athygli víða um heim.“ - Er etfitt að fá stóru nöfnin til heppni hingað til lands? „Það getur verið erfitt að vissu leyti, en samt hefur okkur tekist að fá hingað mjög sterka einstak- linga. Við höfum lagt sérstaklega áherslu á þríþrautina og stangar- stökkið og tölum við það fólk sem skipar efstu tíu sætin á heimsafrekaskránni, upp á það að fá bestu nöfnin. Síðan er auð- vitað valið með tilliti til þess hvað kemur best út kostnaðar- lega og hvernig keppnisástandi íþróttafólkið er í. I fyrra fengum við til dæmis heimsmeistarann í tugþraut, Tomas Dvorak frá Tékklandi, til að koma, sem var auðvitað alveg meiri háttar mál og einnig hefur Bartova komið á bæði mótin og keppt gegn Völu í stangarstökk- inu. - Hafa einhver stór nöfn til- kynnt kotnu sína? „Þegar er búið að ganga frá samningum við fyrstu erlendu stjörnuna, en það er engin önn- ur en Susan Smith, írski methaf- inn í 400 m grindahlaupi kvenna. Hún er heimsfrægur hlaupari og náði áttunda besta árangrinum í greininni á síðasta ári. Hún mun etja kappi við Guðrúnu Arnardóttur í 50 m grindahlaupi, auk þess sem þær hlaupa 50 m hlaup. Á þessari stundu er svo verið að ganga frá samningum við aðr- ar stórstjörnur og mun það skýr- ast fljótlega hverjir koma. Við höfum til dæmis verið í sam- bandi við alla þá sterkustu í þrí- þrautinni, þar sem keppt verður í langstökki, 50 m grindahlaupi og kúluvarpi. Þar erum við í við- ræðum við kappa eins og Dan O’Brien, sem hefur sýnt mikinn áhuga og einnig aðra góða eins og Chris Huffins, Erka Nool, Edvard Himalainen, Lev Lobod- in o.fl. I stangarstökkinu er svo unnið að því að fá Balakhonova, Evr- ópumeistarann innan- og utan- húss, sem mun þá keppa við þær Völu Flosadóttur og Þórey Eddu Elisdóttur. Við eigum því örugglega von á stórstjörnum á mótið f ár.“ - Er mikill kostnaður við að halda mótið og hvemig er það fjármagnað? „Við greiðum ferðir og uppi- hald fyrir keppendur og svo fer það raunverulega eftir markaðs- verði hvers og eins, hvað þeir fá greitt fyrir þátttöku. Það er mjög misjafnt eftir keppendum, en auðvitað eru þetta allt atvinnu- menn. Kostnaðurinn við keppn- ina er á aðra milljón króna og stærsti hlutinn er vegna kepp- enda, sem er þá flug, uppihald og beinar greiðslur. Mótið er Ijármagnað þannig að við erum með átta stóra styrktaraðila og síðan eru seldar styrktarlínur í mótsskrá, auk auglýsingaskilta. Einnig höfum við notið velvilja nokkurra aðila eins og æskulýðs- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur. Annars hafa tvö fyrstu mótin komið út með sæmilegum hagn- aði, sem mætti alveg vera meiri. Það er allavega fyrir öllu að við höfum ekki verið að tapa á þessu og mér sýnist að þetta muni aft- ur ganga upp í ár, ef við fáum góða aðsókn í Höllina. Við höfum hingað til fengið nokkuð góða aðsókn miðað við frjálsíþróttamót og í fyrra komu um 1500 áhorfendur á mótið. Við vonumst til að auka aðsókn- ina núna, en í fyrra jókst hún um 300 milli ára. Takmarkið er auð- vitað fullt hús og ég sagði í fyrra að ég væri ánægður ef það tækist á fimmta mótinu. Miðað við þann uppgang sem er í frjálsum íþróttum hér á landi og gengi okkar besta fólks, þá ætti það að vera raunhæft takmark.11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.