Dagur - 07.01.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 07.01.1999, Blaðsíða 11
Xfc^MT FIMMTVDAGUR 7. JANÚAR 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í írak: stjórnvöld í írak hafa lengi sakað þá um að stunda njósnir og á þeim forsendum hvað eftir annað neitað samstarfi við þá. Vopnaeftimt SÞ sagt stunda njósnir Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur alvarlegar efa- semdir nni hlutverk vopnaeftirlitsins. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hefur undir höndum upplýsingar sem að hans mati sanna að starfsmenn vopnaeftirlitshópa SÞ í Irak hafi stundað hleranir sem Bandaríkja- menn hafi síðan notfært sér til að grafa undan stjómvöldum í írak. Annan er sagður hafa miklar áhyggjur af þýðingu þessa fyrir samtökin. Sumt af þessum upplýsingum, sem Annan hefur undir höndum, eru fengnar úr bandarískum leyniskjölum sem undirmenn hans hafa látið hann hafa. Þar er þvf lýst þegar starfsmenn UNSCOM, vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, aðstoðuðu Bandaríkin við að hlera viðkvæm samtöl stjómvalda í Irak. Trúnaðarmenn Annans segja hann sannfærðan um að Bandaríkin hafi notað þess- ar upplýsingar til þess að átta sig betur á öryggisráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að vernda Saddam Hussein, forseta Iraks. „Framkvæmdastjórinn hefur orðið þess áskynja að UNSCOM hafi beinlínis aðstoðað við að koma á fót upplýsingasöfnunarkerfi íyrir Bandaríkin, sem brýtur í bága við umboð vopnaeftirlitsins,“ sagði einn ráðgjafa Annans, sem vildi ekki láta nafns síns getið en hafði sömu sögu að segja og tveir aðrir. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki tekið þátt í starfsemi sem hefur það markmið að kollvarpa stjórn- völdum eins aðildarríkis þeirra. Þetta er grundvallaratriðið í því, sem athugavert er við starfsemi UNSCOM.“ Þessar uppljóstranir um UNSCOM koma fram samhliða því sem umræður eiga sér stað inn- an Sameinuðu þjóðanna um hvert framtíðarhlutverk samtakanna í írak geti verið eftir að Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásirnar í síðasta mánuði. Annan, sem á sín- um tíma harmaði loftárásirnar og hefur gagnrýnt aðgangshörku UNSCOM, hefur verið að vinna að nýju samkomulagi um aívopnun íraks, sem Öryggisráð SÞ krafðist eftir Persaflóastríðið árið 1991. Allir starfsmenn vopnaeftirlits- ins yfirgáfu Irak fyrir árásirnar, sem áttu sér stað 16. til 19. desember. Annan er sagður þeirrar skoðunar að ef vopnaeftirlit eigi að hefjast að nýju verði það að vera nýjum tak- mörkunum háð og undir nýrri for- ystu. Bandaríkin hafa verið andvíg því, en svo virðist sem afstaða þeirra hafi eitthvað verið að mild- ast á síðustu dögum. Sumir ráðgjafa Annans viður- kenndu, að með því að gera áhyggj- ur sínar af UNSCOM heyrinkunn- ar, sé Annan að beita Richard Butler, yfirmann vopnaeftirlitsins, þrýstingi um að segja af sér í þeirri von að eftirmaður hans eigi auð- veldara með að njóta samþykkis Iraks og þeirra aðildarríkja Örygg- isráðsins sem hafa tekið málstað Iraks. Sömuleiðis gæti Annan verið að reyna að vernda sjálfan sig gegn ásökunum síðar meir um að hann hafi liðið hleranir sem a.m.k. að nafni til voru stundaðar undir hans verndarvæng. - The Washington Post Réttarhöldin yfir Clinton hefjast í dag BANDARÍKIN - í dag heíjast í öldungadeild Banda- ríkjaþings réttarhöldin yfir Bill Clinton vegna kvennamála hans. Leiðtogi meirihluta deildarinnar lagði til að réttarhöldin stæðu í fjóra daga og verði þá skorið úr því hvort vísa eigi Clinton úr embætti vegna meinsæris og fyrir að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Tvo þriðju hluta þingmanna Clinton for- þarf til þess að dæma forsetann úr embætti, en náist sef/ ggmjaríkj- ekki sá meirihluti er hægt að ganga þegar í stað til anna atkvæða um hvort deildin samþykki ávítur á hann. - Nýr forseti fulltrúadeildar BANDARIKIN - Dennis Hastert, þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, verður að öllum líkindum forseti deild- arinnar og tekur við því embætti af Newt Gingrich. Notaði skriðdreka til mótmæla HOLLAND - Hollendingur nokkur í borginni Volendam leigði sér gamlan rússneskan skriðdreka og lagði honum fyrir framan ráðhúsið £ mótmælaskyni vegna þess hve erfitt er að finna bílastæði. Einkum vildi hann mótmæla því að búið var að afnema bann við því að leggja bifreiðum í götunni sem hann býr í. Gatan er svo þröng að bíllinn hans lokast oft inni. Borgarstjórinn lýsti furðu sinni á þessum mót- mælum, en notaði samt tækifærið til að skoða skriðdrekann, sem er úr seinni heimstyrjöldinni. Uppreisnarmenn ráðast á Freetown SIERRA LEONE - Uppreisnarmenn réðust á Freetown, höfuðborg Sierra Leone, og náðu alla leið inn í nokkur hverfi borgarinnar. Þús- undir íbúa flúðu undan uppreisnarmönnum og harðir bardagar áttu sér stað milli þeirra og vestur-afrískra friðarsveita. Konunglegt hrúðkaup BRETLAND - Játvarður, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hef- ur tilkynnt trúlofun sfna og Sophie Rhys-Jones og mun brúðkaupið eiga sér stað í vor eða sumar. Öcalan fyrir ítalskan dómstól? ITALIA - Kúrdaleiðtoginn Abdulla Öcalan getur reiknað með því að réttarhöld yfir honum fari fram á Italíu ef ekki verður hægt að vísa honum úr landi, að því er Massimo d’Alema forsætisráðherra Italíu sagði. Réttarhöldin gætu farið fram á grundvelli samnings Evrópu- ráðsins gegn hryðjuverkum, þar sem aðildarríkin skuldbinda sig til þess að annað hvort framselja hryðjuverkamenn eða draga þá fyrir dóm ella. 29.90D,-) uniiuii u u u f u u u A4 litableksprautuprentari. 2]a hylkja kerfi. Allt aö 7 lita blöndun. Hraði: 4,5 bls. á mín. í lit. Upplausn: 1200 dpi. Pappírsmoðíarð: Arkamatari f. 130 blöð, allt aö 550g pappír. Annað: "Pop" tækni sem sprautar glæru lakki og vatnsver prentunina. Margvorðlaunaður prontari. Söluaðilar um land allt Hugver ehf. Vitastíg 12, Reykjavík Heimilistæki hf. Sætúni 8, Reykjavík Nýharji verslun Skaftahlíö 24, Reykjavík Penninn Hallarmúla 2, Reykjavík Hans Petersen Laugavegi 178, Reykjavík Oddi söludeild Höföabakka 3-7, Reykjavík ELKO raftækjastórmarkaður Smáratorgi 1, Kópavogi Andrós Nielsson hf. Kirkjubraut 54, Akranes Tölvubóndinn Vöruhús KB, Borgames Hrannarbúðin sf. Hrannarstíg 5, Grundarfjöröur Stoinprent ehf. Snoppuvegi, Ólafsvík Jónas Tómasson hf. Bókaverslun, Hafnarstræti 2, ísfjöröur Ráðbarður sf. Garöavegi 22, Hvammstangi Radíónaust Geislagötu 14, Akureyri Bókval Hafnarstræti 91-93, Akureyri Árni Björnsson ÁB skálinn við Ægisgötu, Olafsfjöröur Þórarinn Stefánsson Bókaverslun, Garðabraut 9, Húsavík Rafeind sf. Miðvangi 2-4, Egilsstaöir Tölvusmiðjan Miðási 1, Egilsstaðir Tölvusmiðjan Nesgötu 7, Neskaupsstaöur Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands Eyrarvegi, Selfoss Tölvun Strandvegi 54, Vestmannaeyjar CanonBJC-4650 A3 litableksþrautuprentari fyrir PC og Mac. 2ja hylkja kerfi. 2ja hylkja kerfi. Hraði: 2 bls. á min. í lit; 5 bls. á mín. í s/h. Upplausn: 720 dpi. Pappírsmeðferð: Arkamatari f. 100 blöö. Annað: "Banner Printing", CCIPS og Drop Modulation tækni. —^ ■r aSBH Mac OS B styrkur felst í tækninýjung hágæðamyndir sem og hnífskarpan svartan taxta sem hvDrki smyrst né dnfnar. Hann býðst á Canon NÝHERJI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.