Dagur - 07.01.1999, Side 6
6 -FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
ÞJÓÐMÁL
mmmammm
Utgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 og soo 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@daour.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á MÁNUÐl
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjav(k)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjómar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (reykjavík)
Hressileg prófkjör
í fyrsta lagi
Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ætla að gefast
upp á lýðræðislegu prófkjöri við ákvörðun um framboðslista
sinn í Reykjavík og fela forystunni að raða á listann stefnir í
hressileg átök í nokkrum prófkjörum hjá Samfylkingunni og
Framsóknarflokknum næstu vikurnar. Þessu ber að fagna.
Stjórnmálaflokkar eiga að sjálfsögðu að gefa stuðningsmönn-
um sínum tækifæri til að hafa bein áhrif á val einstaklinga á
framboðslistana. Það yrði mikil afturför ef ákvörðun um fram-
boð stórra flokka færðist á ný inn í bakherbergi flokksforingj-
anna eins og reglan var áður en prófkjörin hófu göngu sína.
í öðru lagi
Fyrsta prófkjörið í janúar verður hjá framsóknarmönnum í
Reykjavík. Það er bundið við flokksmenn, en stuðningsmönn-
um var gefinn nokkur tími til að ganga í flokkinn og nýttu
meira en eitt þúsund manns sér það. Eins og fram kom í frétt-
um Dags í gær er tekist á af miklum krafti um þau tvö þing-
sæti sem talin eru örugg hjá framsóknarmönnum í höfuðborg-
inni. Telja má fullvíst að Finnur Ingólfsson sé öruggur um
fyrsta sætið - framsóknarmenn eru ekki líklegir til að henda
nýkjörnum varaformanni flokksins út í kuldann. Átökin snúast
því fyrst og fremst um annað sætið, en þar sækja gamalreynd-
ir flokksmenn eins og Alfreð Þorsteinsson hart að Olafi Erni
Haraldssyni, þingmanni.
í þriðja lagi
Framboðsfrestur rennur út í dag í prófkjör Samfylkingarinnar
í Reykjavík. Þegar er ljóst að þar verður um hressilegan slag að
ræða í opnu prófkjöri. Ekki síst í „hólfi“ Alþýðuflokksins þar
sem Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir munu
keppa af miklum krafti um fyrsta sætið. Sú ákvörðun Svavars
Gestssonar að gefa ekki kost á sér hleypti líka nýju fjöri í fram-
boðsmál í „hólfí“ Alþýðubandalagsins. Ekki er tímabært að spá
um úrslit, en hitt er ljóst að því meiri sem þátttakan verður í
þessu prófkjöri því betra íyrir væntanlega Samfylkingu.
Elías Snæland Jónsson
—-S
Menn og skepn-
ur ársins
Að ómetanlegu mati Garra
stóðu fjölmargir Islendingar
sig vel á síðasta ári, sköruðu
fram úr og slógu í gegn á ýms-
um sviðum. Nokkrir slíkir hafa
verið útnefndir menn ársins á
hinum og þessum fjölmiðlum
og voru sumir vel að nafnbót-
inni komnir. Garri velur hins-
vegar þann kostinn að þrengja
valið og tilnefna menn og
skepnur (nema hvortveggja sé)
á tilteknum afmörkuðum svið-
um og fær þannig meiri fag-
legri breidd í sitt val en tíðkast
í útnefningum annarra. Hér á
eftir fer heiðurslisti
Garra yfir þá Iands-
menn og skepnur sem
eru honum efstar í huga
í ársbyijun fyrir eftir-
minnileg tök á nýliðnu
ári:
Sjómaður ársins:
Valdimar Jóhannesson,
kvótakaupmaður og
bindindisfrömuður, sem siglir
því tæplega lengi „ef öldurnar
breytast í vín.“
Vindur ársins:
Kári Stefánsson að sjálfsögðu,
ef ekki beinlínis stormur. I 2.
sæti er svo að sjálfsögðu Garri
sjálfur.
Salómon ársins:
Davíð Oddsson, hæstaréttar-
dómari í kvóta- og Geirfinns-
málum.
Okumaður ársins:
Halldór Ásgrímsson fyrir að
aka edrú á aðfangadag.
Hómófób ársins:
Árni „Mozart“ Johnsen, tón-
skáldið handóða og hógværa
sem samdi „Big Head Suite."
Fórnarlamb ársins:
Páll Óskar sem Ienti í lúkum
tónskáldsins úr Vestmannaeyj-
um.
Bjartsýnismaður ársins:
Ástþór Magnússon,
hugðist uppræta spillingu í
Framsóknarflokknum!!!
Niðurgangur ársins:
Hljómsveitin Botnleðja, sam-
kvæmt orðanna hljóðan.
KR ársins:
Fram, Fótboltafélag Reykja-
víkur.
Jón ársins:
Steinar Gunnlaugsson, meint-
ur aðalhöfundur Salómons-
dóma Davíðs.
Blíðfinnur ársins:
Illugi Jökulsson. Spyrjið bara
Finn Ingólfs og Árna Johnsen
sem Illugi hefur farið hvað
mýkstum höndum um í
pistlum sínum.
Tré ársins:
Björk - að sjálfsögðu.
Gamli sorrý Gráni árs-
ins:
Ólafur Ólafsson, fráfar-
andi landlæknir.
Flutningaverkamaður
ársins:
Guðmundur okkar Bjarnason.
Pervert ársins:
Hvalurinn Keikó, nýkjörinn
verndardýrlingur alþjóðasam-
bands hjólbarðaframleiðenda.
Blindingi ársins:
Snorri í Betel, sem kom ekki
auga á perversjónir Keikós og
tók fagnandi á móti honum.
Gestur ársins:
Einar Jónasson, heimamaður í
hlustum húsmæðra á miðjum
aldri.
Fugl ársins:
Hrafn „hrossahreðjaskáld"
Gunnlaugsson.
Ungmennafélagi ársins:
Egill á Seljavöllum fyrir að
vera svo ótrúlega ólfkur alþjóð-
legum glaumgosum á borð við
Brad Pitt og Leonardo Di
Caprio. GARRI.
Tré ársins.
Hún var glæsileg óperudrottn-
ingin úr Hafnarfirði, Alda Ingi-
bergsdóttir, sem söng í kryddsíld-
arþætti Stöðvar tvö á gamlárs-
dag. Hún náði góðum samhljómi
við heldur lágt stemmda stjórn-
málamenn við matarborðið ekki
síst þegar hún söng af innlifun
Viljuljóð eftir Franz Lehár. I
þeim söng bregður fyrir Ijóðlín-
unum „Vilja, ó Vilja ég vegsama
þig, veittu mér hamingju og elsk-
aðu míg!“ Þetta voru efnislega
sömu Ijóðlfnur og stjórnmála-
mennirnir sungu til sjónvarpsá-
horfenda (kjósenda) þótt upp-
skeran hafi trúlega orðið jafn rýr
hjá þeim flestum og hjá þeim
sem vegsamaði Vilju í söngnum -
en lokalína Viljuljóðs er einmitt:
„Hann dó úr þrá!“
Sérstaða Davíðs
Nema hjá einum stjórnmála-
manni. Davíð Oddsson var ekki
fórnarlamb óendurgoldinnar ást-
Meirihlutamartröðm
ar kjósenda, síður en svo. Hans
vandamál var frekar að endur-
gjalda alla ástina sem að honum
beindist. Vissulega viðurkenndi
hann að honum,
eins og öllum öðr-
um, þætti gott að
vera elskaður, en of
mikið fylgi væri þó
hvorki honum né
Sjálfstæðisflokkn-
um hollt. Forsætis-
ráðherra bað menn
lengstra orða að
leggja það ekki á
hann, að veita hon-
um og Sjálfstæðis-
flokknum hreinan
meirihluta í kosn-
ingunum í vor.
Þannig fengu sjón-
varpsáhorfendur að fylgjast með
því einstæða atviki, að íslenskur
stjórnmálamaður frábað sér
stuðning kjósenda. Meirihluta-
fóbía er nýtt hugtak í íslenskum
stjórnmálum og Davíð er fyrsti
stjórnmálamaðurinn sem ekki
vill syngja kjósendum sitt Vilju-
ljóð. Hann á ekki á hættu að
„deyja úr þrá“.
Hans hætta er að
fá!
Kvöldbæn ráð-
herrans
I dag felst því
mesta pólitíska
spennan í að fylgj-
ast með hvort Dav-
íð verði bænheyrð-
ur. Samfylkingin er
loksins að komast
á koppinn og nú
eru aftur horfur á
að Kvennalistinn
verði þar með.
Ekki kæmi á óvart þótt í kvöld-
bænum Davíðs væri þess inni-
lega óskað að ekkert væri til í yf-
irlýsingum þeirra Sighvatar
Björgvinssonar, Ágústar Einars-
sonar og fleiri um að menn
myndu í stórum stíl snúa baki
við Samfylkingunni ef Kvenna-
listinn yrði hluti hennar. Eins er
við því að búast að félagar for-
sætisráðherra í framsókn fái að
fljóta með í kvöldbæninni. Davíð
hlýtur að biðja fyrir friði í Fram-
sóknarflokknum svo prófkjörs-
slagurinn í Reykjavík endi ekki í
svo miklum illindum að allt
springi í Ioft upp. Það væri
þokkalegt ef reykvískir fram-
sóknarmenn færu Iíka að flykkj-
ast um Davíð. Slíkt myndi stór-
auka hættuna á hreinum meiri-
hluta og breyta vægri meiri-
hlutafóbíu forsætisráðherrans í
ósvikna meirihlutamartröð. Við
slíkri þraut er lítil líkn. Ekki einu
sinni koss frá glæsilegri óperu-
söngkonu dugar til að vega upp á
móti þeim ógurlegu örlögum, að
lenda í hreinum meirihluta.
Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra.
svarað
Eru gjaldskrárhækkanir
Reykjavíkurborgar óeðli-
lega miklar?
Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri á Seltjanianiesi.
„Reykvíkingar
hljóta að vita vel
hver kassastað-
an hjá þeim er
og því er óþarfi
fyrir okkur
Seltirninga að
gefa út neinar
yfirlýsingar um mál nágranna
okkar. Þær gjaldskrárbreytingar
sem verða hjá okkur á Nesinu
eru þær að leikskólagjöld hækka
um 5,5%, en aftur á móti fer
sorphirðugjaldið niður um 2.000
kr. vegna hagstæðra tilboða sem
vað fengum í verkið. Þá gæti
gjaldskrá vegna heilsdagsskóla
hækkað um rúm 10%. Utsvar á
Seltjarnarnesi hækkar heldur
ekkert, einsog frægt er orðið.“
Flosi Eiriksson
oddviti Kópavogslistans.
„Mér sýnist þær
almennt vera í
samræmi við
verðlagsþróun
síðustu ára og í
fljótu bragði
virðast þær ekki
orka tvímælis.
Gagnrýnin sem Reykjavíkurlist-
inn hefur fengið vegna hækkana
frá Sjálfstæðisflokknum sýnir
hve illa honum gengur að ná tök-
um á því að vera í minnihluta í
borginni, þar sem þetta hefur
ekkert híft hann upp í skoðana-
könnunum. Gjaldskrá Kópavogs
er á svipuðu róli og Reykvíkinga,
þó við höfum yfirleitt verið eitt-
hvað hærri, en eftir stendur auð-
vitað sú krafa að sveitarfélögin
séu vel rekin fyrirtæki."
Guðný HaUdórsdóttir
bæjaifulltrúi G-listans íMosfellsbæ.
„Nei, það finnst
mér ekki. Það er
búið að taka
arðinn út úr
hitaveitunni til
þess að byggja
Perluna - og nú
er Reykjavík
orðin það skuldsett sveitarfélag
að nú þarf að gera upp dæmið.
Úr því allir vilja búa á þessu einu
horni landsins þá hlýtur fólk líka
að vilja borga eitthvað fyrir það.“
Ingimundur Sigurpálsson
bæjarstjóri í Gaiðabæ.
„Hér í Garðabæ
hafa gjaldskrár-
hækkanir engar
verið um all-
langt skeið, en
hinsvegar eru
menn með það í
skoðun alltaf
með vissu millibili hvort tilefni
sé til hækkana. Ég geri núna ráð
fyrir því að tilefni sé til að hækka
leikskólagjöld hér, en þau hafa
ekkert hækkað síðustu tvö árin.
Hinsvegar vil ég ekkert segja til
um hækkanirnar sem verið hafa í
Reykjavík, enda hef ég engar for-
sendur til að meta þær.“