Dagur - 07.01.1999, Side 7
Vagur-
ÞJÓÐMÁL
FIMMTVDAGUR 7. JANÚAR 1999 - 7
Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri - nú og í framtíð
„Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur eitt fárra heilbrigðisstofnana verið rekið innan ramma fjáriaga mörg und-
anfarin ár, “ segir Elsa m.a. í grein sinni.
ELSA B.
FREDFINNS-
DOTTIR
ÞÁTTTAKANDII
PRÓrKJÖRI FRAMSÓKN-
ARFLOKKSINS Á
NORÐURLANDI EYSTRA
SKRIFAR
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
(FSA) er eitt þriggja sérgreina-
sjúkrahúsa landsins og hið eina
utan höfuðborgarsvæðisins. Því er
ætlað þríþætt hlutverk: 1) að vera
almennt sjúkrahús fyrir Akureyri
og nærsveitir; 2) að vera sérdeilda-
sjúkrahús fyrir Norðurland, Norð-
austurland og Austfirði að hluta;
og 3) að vera aðalvarasjúkrahús
landsins utan höfuðborgarsvæðis-
ins.
Samkeppnisstaða FSA
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hefur eitt fárra heilbrigðisstofnana
verið rekið innan ramma fjárlaga
mörg undanfarin ár. Stjórnendur
sjúkrahússins hafa lagt metnað
sinn í að sníða stofnuninni stakk
eftir vexti. Eftirspum eftir þjón-
ustu hefur þó aukist verulega og
FSA þjónar nú allt að 40 þúsund
íbúum Norður- og Austurlands.
Framfarir í heilbrigðisvísindum
gera kröfur til mikilla fjárfestinga í
tækjabúnaði auk þess sem ný og
dýr lyf eru sjálfsagður meðferðar-
þáttur. Allt þetta kallar á auknar
fjárveitingar til stofriunarinnar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
er ekki aðeins í samkeppni við
önnur sjúkrahús um fjárveitingar
heldur ekki síður um hæft starfs-
fólk. Sérfræðingar gera réttmætar
kröfur um fullkominn tækjabúnað
til rannsókna og meðferðar, búnað
sambærilegan þeim er þeir hafa
kynnst í sérfræðinámi sínu. Sé
slíkt ekki fyrir hendi er hætt við að
erfiðlega gangi að laða að ungt og
vel menntað starfsfólk. Það er aft-
ur forsenda þess að FSA geti stað-
ið undir nafni sem sérgreina-
sjúkrahús sem standist þær kröfur
um þjónustu sem almenningur
gerir.
A 125 ára afmæli sjúkrahús-
rekstrar á Akureyri nú fyrir
skömmu færði Ingibjörg Pálma-
dóttir, heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Fjórðungssjúkrahúsinu að
gjöf 25 milljónir til tækjakaupa.
Þessi gjöf er mikilsvert fyrsta skref
til að bæta úr Iangvarandi þörf
FSA fyrir stóraukið fé til tækja-
kaupa. Afar mikilvægt er að fram-
hald verði á þannig að með mark-
vissum hætti megi, á næstu 3-4
árum, endumýja og bæta tækja-
kost sjúkrahússins þannig að það
þjóni ekki aðeins betur þeim er eft-
ir þjónustu leita heldur verði einn-
ig eftirsóttur vinnustaður meðal
hæfustu heilbrigðisstarfsmanna.
Öflugt liáskólasjúkrahús
Einn mikilvægasti hvati í störfum
heilbrigðisstarfsfólks er þjálfun
nemenda í fræðunum. Kennsla og
þjálfun nemenda gerir kröfur til
starfsmanna um fagmennsku og
fæmi, viðhald eigin þekkingar og
framsýni. Metnaðarfullir stjórn-
endur heilbrigðisstofnana sækjast
því gjarnan eftir að fá nemendur í
heilbrigðisgreinum til þjálfunar.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
hefur um árabil séð um þjálfun
hjúkmnarfræðinema, læknanema
og sjúkraliðanema. Slík verkleg
þjálfun hefur mikil áhrif á hvar
nemendur kjósa að hefja störf að
námi loknu. í því sambandi má
benda á að yfir 30% starfandi
hjúkrunarfræðinga á FSA hafa
hlotið menntun sína við Háskól-
ann á Akureyri (HA).
í júní 1998 gerðu FSA og HA
með sér samstarfssamning sem
m.a. kveður á um samstarf á sviði
rannsókna, endurmenntunar og
kennslu. í samningnum er til-
greint að samningsaðilar beiti sér
fyrir því að FSA verði skilgreint
sem háskólasjúkrahús þar sem
ákveðnar stöður verði bundnar
ákveðinni kennslu- og rannsókna-
skyldu við HA. Þá er einnig skýrt
kveðið á um að FSA skuli Iáta há-
skólanum í té aðstöðu til verklegs
náms í hjúkrunarfræði og iðju-
þjálfun. Þessi samstarfssamningur
hefur mikla þýðingu fyrir vöxt og
viðgang beggja stofnananna. Þá er
einnig brýnt að efla samstarf FSA
við læknadeild Háskóla íslands
þannig að þjálfun læknanema
verði meiri en verið hefur til
skamms tíma.
Samstarf sjúkrahússins við aðrar
heilbrigðisstofnanir í nágrenninu
er einnig mikilvægt og nú þegar
má sjá fyrsta vísi að slíku samstarfi
milli FSA, Sjúkrahússins á Húsa-
vík og Sjúkrahússins á Sauðár-
króki. Þá er ógetið þeirra mögu-
Ieika sem samstarf FSA við
Heilsugæslustöðina á Akureyri og
aðrar heilsugæslustöðvar á starfs-
svæðinu býður upp á. Þar má sér-
staklega nefna möguleikann á
starfsþjálfun og endurmenntun
lækna sem er veigamikill þáttur til
lausnar þeim vanda að fá heilsu-
gæslulækna til starfa í dreifbýli,
ekki hvað síst í Norður-Þingeyjar-
sýslu.
Hlutverk FSA í byggðaþróuu
I þeirri umræðu sem fram hefur
farið undangengnar vikur og mán-
uði um þróun í byggðamálum
landsins, hefur glögglega komið
fram að einn megináhrifaþáttur-
inn í ákvörðun fólks um val á bú-
setu er hversu örugg heilbrigðis-
þjónusta er á svæðinu. Fólk vill
hafa greiðan aðgang að fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu sem á
hveijum tíma eru tök á að veita
(eins og segir í 1. gr. Laga um heil-
brigðisþjónustu nr. 97/1990) og sú
þjónusta þarf helst að standa til
boða sem næst heimilum þess.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
gegnir veigamildu hlutverki í
byggðaþróun á Norður- og Austur-
landi. Oflugt háskólasjúkrahús
sem veitir góða þjónustu á sem
flestum sérsviðum treystir ekki að-
eins áframhaldandi búsetu fólks á
svæðinu heldur dregur einnig fleiri
íbúa til þessara landshluta. Þeim
sem þurfa á þjónustu á sjúkrahús-
um að halda er auk þess mikill
styrkur að því að geta dvalið nærri
ástvinum sínum á meðan á með-
ferð stendur. Stuðningur fjöl-
skyldu og vina hefur ótvírætt já-
kvæð áhrif á batahorfur sjúklinga.
Þá má nefna þann mikla kostnað
sem Iangdvalir fjarri heimili hafa í
för með sér, en ferðir og uppihald
þeirra er þurfa að leita um Iangan
veg eftir þjónustu á sjúkrahúsum
má Iíta á sem eitt form skatt-
heimtu, nokkurs konar dreifbýlis-
skatt. Þáttur Fjórðungssjúkrahúss-
ins í atvinnumálum Akureyringa
og Eyfirðinga er einnig stór, en þar
starfa nú hátt í 700 einstaklingar.
Svo fjölmennur vinnustaður krefst
mikillar þjónustu í verslun, hug-
búnaði, samgöngum, byggingar-
iðnaði og fleiru. Enn frekari upp-
bygging FSA myndi þannig hafa
mikil margfeldisáhrif í kjördæm-
inu.
Lokaorð
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
gegnir lykilhlutverki í heilbrigðis-
þjónustu utan höfuðborgarsvæðis-
ins og hefur mikla þýðingu í þróun
byggðar í Iandinu. Stjórnvöld
þurfa að tryggja áframhaldandi
uppbyggingu FSA með auknu
framlagi til tækjakaupa, með því
að veita fé til að hægt verði að
Ijúka nýbyggingu sjúkrahússins, og
með því að hlutast til um að Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri verði
skilgreint sem háskólasjúkrahús
með þeim réttindum og skyldum
sem það felur í sér, sjúldingum til
hagsbóta.
Stærstu vinnuveitendur á lands-
byggðinni eru sjávarútvegur og
landbúnaður. Fiskveiðar og
vinnsla, öll þjónusta við skipastól-
inn og þau umsvif sem sjávarút-
veginum fylgja eru undirstaða
byggðar í landinu. Um allt land
eru bændur að framleiða mjólk og
kjöt, rækta kartöflur og grænmeti.
Þar við bætast samgöngur um
landið þvert og endilangt, iðnaður
sem oft tengist höfuðatvinnuveg-
unum og svo ferðaþjónusta sem
er háð þeirri þjónustu sem veitt er
hringinn í kringum landið. Ekki
má gleyma þeim fjölmörgu opin-
beru störfum sem þetta allt kallar
á. AUir gera sér grein íyrir þessu.
Umræður um aðild Islands að
ísland í klafa EES
Evrópusambandinu hafa legið í
dvala um hríð en talsmenn aðild-
ar hafa ekki skipt um skoðun og
ætla má að þeir sitji færis þegar
kemur að stjórnarmyndun næst
eða þá að þeir hefjist handa við að
fylkja Iiði á næsta kjörtímabili.
Svo rammt kveður að hjá einstaka
alþýðuflokksmönnum og verka-
lýðsforingjum að þeir telja Evr-
ópusambandið allra meina bót og
sjá ekki lengur að sjómenn, fisk-
verkafólk og starfsfólk mjólkur-
búa og sláturhúsa eru aðilar að
Alþýðusambandinu jafnframt því
að eiga sameiginlega hagsmuni,
nefnilega þá að byggð haldist í
landinu og yfirráð Islendinga yfir
auðlindum til lands og sjávar séu
tryggð.
Þeir sem tregðast við að taka
fagnaðarerindi ESB eru sagðir
þjóðernissinnar eða einangrunar-
sinnar, rétt eins og Iandið sé ein-
angrað frá umheiminum þegar
það tilheyrir 95% mannkyns.
Stærsti sigur Evrópusambands-
sinna til þessa var aðild íslands að
EES. Þátttaka okkar í evrópska
efnahagssvæðinu kemur ekki í
staðinn fyrir aðild að ESB, heldur
flýtir fyrir henni vegna þess að
stjórnkerfið aðlagast kröfum
ESB-ríkjanna og kallar beinlínis á
aðild þegar frá líður. Nú þegar,
eru Norðmenn að bugast í and-
stöðu sinni og kann það að hafa
áhrif hér á landi. Það er því ekki
seinna vænna að við Islendingar
gerum upp hug okkar í þessum
efnum.
Á bullandi undanþágiun
A síðasta flokksþingi Framsóknar-
flokksins gaf formaður þess
flokks í skyn að Island stæði ekki
utan við ESB til lengdar og færði
hann fram þau veiku rök að okk-
ur kynnu að bjóðast sérkjör innan
þess félagsskapar. Utanríkisráð-
herrann skal upplýstur um það
hér og nú að slíkt er ekki í boði
hjá ESB auk þess sem við getum
ekki endalaust verið á bullandi
undanþágum í alþjóðasamskipt-
um. Tengsl Islendinga við Evrópu
eru vel tryggð með aðild okkar að
Evrópuráðinu í Strassburg þar
sem flest Evrópuríki, óháð aðild
að ESB og EES koma saman auk
þess sem við erum í nánum
tengslum við Norðurlöndin f
gegnum Norðurlandaráð og síð-
ast en ekki síst erum við aðilar að
Sameinuðu þjóðunum og dóttur-
stofnunum þeirra auk Ijölda ann-
arra stofnana og ráðstefna og þyk-
ir eflaust flestum nóg um. Svo
erum við líka með fjölda sendi-
ráða og þau kosta sitt.
Með inngöngu Islands í ESB
myndu allar flóðgáttir opnast fyr-
ir innflutning á mjólkur- og kjöt-
vörum og þegar umframbirgðir
ESB eru skoðaðar má telja fullvíst
að íslenskur landbúnaður yrði
lagður í rúst. Ahrif aðíldar á sjáv-
arútveginn þarf vart að tíunda
hér, Spánveijar einir gætu ryksug-
að miðin við Islands strendur á
nokkrum mánuðum. Spurningin
er hvort ekki væri skárra að
standa utan við EES og einbeita
sér að riðskiptum í allar áttir,
óháð efnahagsblokkum. Það get-
ur verið skárri kostur að gera tví-
hliðasamninga við ESB og
NAFTA og raunar alla sem við
skiptum við. Mestu framfarir á
sviði efnahagsmála hér á landi á
síðustu misserum eru óháðar að-
ild okkar að EES, allt frá ferða-
þjónustu, flugrekstri, tölvu- og
hugbúnaðargerð til útrásar fs-
lenskra útgerðaraðila til ljarlægra
landa.
Það er mín skoðun að nú sé
tímabært að meta kosti og galla
EES samningsins og endurskoða
aðild okkar að evrópska efnahags-
svæðinu. Með því að hanga þar
inni og flækjast æ meir í reglu-
gerðafargan og nefndar- og skrif-
finnskubákn ESB drögumst við
inn í Evrópusambandið án þess
að fá rönd við reist með skelfileg-
um afleiðingum fyrir íslenskan
Iandbúnað og sjávarútveg. Innan
Evrópusambandsins yrði Island
jaðarsvæði á styrkjum frá ESB,
einskonar Sikiley norðursins.