Dagur - 07.01.1999, Qupperneq 8
8- FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999
Dagur
Á nýliðnu ári féllu
margir athyglisverðir
dómar í einka- og saka-
málum - ekki bara
Kvótadómurinn. Tnnan
um fjölmarga fíkni-
efna-, fjársvika- og of-
beldisdóma er að finna
nokkur sérstæð og at-
hyglisverð mál, sem
hér verða tíunduð í ör-
stuttu máli.
Af mörgum athyglisverðum dóm-
um nýliðins ár fer vart milli mála
að sá þjóðfélagslega afdrifaríkasti
var dómurinn í kvótamáli Valdi-
mars Jóhannssonar. Fíkniefnamál,
ofbeldismál, fjársvikamál og
skattamál voru áberandi að vanda,
en einnig ýmis sérstæð mál;
„morð“ á tík, berserksgangur ungr-
ar stúlku, mótmælendur á Austur-
velli, hnefaleikar, umdeild ævi-
saga, arfur katta, brenndir afreks-
peningar og fleiri. Skoðum nokkur
athyglisverð dómsmál ársins 1998.
Kvótúm er víst sameign þjóð-
arinnar
Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörð-
un um að synja Valdimari Jó-
hannssyni um leyfi til að stunda
fiskveiðar í atvinnuskyni hér við
Iand. Taldi Hæstiréttur að það
stangist á við jafnræðisreglu
stjómarskrárinnar að binda veiði-
leyfi við tiltekin skip. „Þótt tíma-
bundnar aðgerðir af þessu tagi til
varnar hruni fiskistofna kunni að
hafa verið réttlætanlegar, en um
það er ekki dæmt í málinu, verður
ekki séð, að rökbundin nauðsyn
hnígi til þess að lögbinda um
ókomna tíð þá mismunun, sem
leiðir af reglu 5. greinar laga nr.
38/1990 um úthlutun veiðiheim-
ilda. Stefndi hefur ekki sýnt fram
á, að aðrar leiðir séu ekki færar til
að ná því lögmæta markmiði að
vemda fiskistofna við Island," seg-
ir í dómi Hæstaréttar. Sægreifar og
ráðherrar brugðust ókvæða við
dómnum meðan aðrir fögnuðu.
I „kvótaskilnaðarmálinu" dæmdi
Hæstiréttur Sigríði Kristinsdóttur
í hag og komst að þeírri niður-
stöðu að Qárskiptasamningur milli
hennar og Aðalbjöms Jóakimsson-
ar útgerðarmanns væri bersýnilega
ósanngjarn. Þessi niðurstaða færir
Signði verðmæti upp á um 30
milljónir króna. I málinu var ekki
minnst á „kvóta“, heldur talað um
verðmæti hlutabréfa og þóttí sýnt
að verðmæti hlutabréfanna lægi á
bilinu 85 til 100 milljónir króna og
jók það „skiptahlut" Sigríðar úr
13,5 í 42-50 milljónir króna.
Tveir merkilegir dómar féllu,
þar sem sjómenn voru látnir taka
þátt í „kvótabraski". Fengu sjó-
mennirnir sínar kröfur viður-
kenndar að fullu. I máli Magnúsar
Þorgeirssonar gegn Þormóði
ramma krafðist Magnús 104 þús-
und króna greiðslu, þar sem hann
hefði verið hlunnfarinn í „tonn
gegn tonni“ kvótaviðskiptum. I
máli Alberts Hansen gegn Lómi
hf. var einnig um „tonn gegn
tonni“ viðskipti að ræða og kröfu-
upphæðin vel hærri eða 1,6 millj-
ónir króna.
Þá má nefna að fjórir menn voru
dæmdir til að greiða vænar sektir
fyrir kvótabrask. Þrír þeirra voru
starfsmenn Reiknistofu fiskmark-
aða í Njarðvík og sá fjórði fram-
kvæmdastjóri útgerðarfélags.
Hæstiréttur dæmdi að skerðing
Lífeyrissjóðs sjómanna á þegar
áunnum lífeyrisréttindum með
reglugerð í október 1994 hafi verið
ólögmæt. Þá dæmdi Hæstiréttur
að Fiskistofu hafi verið heimilt að
leggja sérstakt gjald á fyrirtækið I
Nausti vegna ólögmæts sjávarafla.
Slegið á putta Skattmauns
Athyglisverð eru nokkur mál þar
sem slegið var á putta Skattmanns.
I máli fyrirtækisins Boðeindar
var ríkinu gert að endurgreiða fyr-
irtækinu sjö milljónir króna vegna
klúðurs við meðferð máls þess hjá
embætti skattstjóra.
Skattstjóranum f Reykjavík var
með dómi óheimilt að breyta
skattframtali og endurákvarða
skattgreiðslur Myllunnar. Verður
ríkið að endurgreiða Myllunni um
20 milljónir. Kolbeinn í Myllunni
vann sigur í málinu, eins og í sam-
runamálinu gegn Samkeppnis-
stofnun vegna Samsölubakarísins.
Veitingamaður í Reykjavík var
sýknaður af ákæru um virðisauka-
skattsvik. Héraðsdómur Ieit svo á
að þar sem skjöl og gögn sem
ákærða bar að halda og varðveita
væru ekki til staðar væri einungis
hægt að byggja á áætlunum og
taldi dómarinn að þessar áætlanir
væru reistar á Iitlum sem engum
gögnum.
Tollstjóra var óheimilt að
skuldajafna virðisaukainnskatt
þrotabús Mikiagarðs gagnvart
skuld verslunarinnar á opinberum
gjöldum og loks má nefna að
Hæstiréttur dæmdi ríkið til að
endurgreiða apótekurum svokallað
Iyfjaeftirlitsgjald, þar sem það hafi
verið ólöglega Iagt á. Lyfjaeftirlits-
gjaldið taldist án nægilegrar stoðar
í lögum.
Langir armar laganna ná
fingralöngum
Að vanda var mikið af þjófnaðar-
og fjársvikamálum fyrir dómstól-
unum. Við stiklum á nokkrum
þeim helstu.
Sölumaður á fasteignasölu var
dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyr-
ir að hafa svikið um 11 milljónir
króna af hjónum á áttræðisaldri.
Maðurinn blekkti hjónin og fékk
hjá þeim féð undir því yfirskini að
fasteignasalan myndi ávaxta það.
Skömmu áður en þetta gerðist
hafði bú söiumannsins verið tekið
til gjaldþrotaskipta.
Hæstiréttur dæmdi fyrrum
sparisjóðsstjóra á Þórshöfn f árs
fangelsi fyrir fjárdrátt. Sannað
þótti að hann hefði dregið sér tæp-
ar 6,5 milljónir króna af fé spari-
sjóðsins og viðskiptamanna hans.
Atta 16 til 18 ára ungmenni
voru dæmd í frá 6 til 15 mánaða
fangelsi fyrir rán og gripdeildir í
verslununum Kvöldúlfi við Sund-
laugaveg og Kjalfelli við Gnoðar-
vog. Dómarnir voru skilorðs-
bundnir en ungmennunum gert að
halda sig frá áfengi og öðrum
vímuefnum næstu þrjú árin.
Þijár systur voru dæmdar í 4 til
5 mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir þjófnaði, fjársvik og fleiri
brot. Ein systirin var nýlega sektuð
fyrir þjófnað og fékk þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
skjalafals, þjófnað og umferðar-
lagabrot.
Rúmlega sextug ekkja var dæmd
til að greiða háaldraðri tengda-
móður sinni hálfa milljón króna
þar sem eiginmaður ekkjunnar
hefði nýtt sér elli og bágindi hinn-
ar öldruðu móður sinnar og slegið
eign sinni á peninga hennar.
Fyrrum framkvæmdastjóri Skel-
fangs á Akranesi var dæmdur í 5
mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt,
sem fólst í að greiðslur voru færð-
ar í fimm áföngum á viðskipta-
reikning ákærða hjá fyrirtækinu,
samtals 3,4 milljónir króna.
Framkvæmdastjóri Spors og
fyrrum eigandi Steina, var dæmd-
ur til að greiða 2,2 milljóna króna
sekt í ríkissjóð fyrir að standa ekki
skil á alls 9,2 milljóna króna virð-
isaukaskatti í fyrirtækjum sínum
1992-93.
Liðlega fertugur karlmaður var
dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyr-
ir að falsa nafn bróður síns á
skuldabréf og á víxil vegna bif-
reiðakaupa. Það var sjálfur bróðir
mannsins sem tilkynnti um föls-
unina til RLR.
Hæstiréttur dæmdi fyrrverandi
aðaleiganda Kjarrs efh. í átta mán-
aða fangelsi fyrir að hafa dregið
sér tæplega tvær milljónir króna,
sem Rauði kross Islands greiddi
umboðsversluninni Bros vegna
kaupa á sjúkrabifreið.
Hæstiréttur dæmdi fyrrum
framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs
starfsmanna Aburðarverksmiðj-
unnar til að greiða sjóðnum 55
milljónir króna, þar af ljórar millj-
ónir óskipt með bókhaldara sjóðs-
ins. Framkvæmdastjórinn hafði
skuldbundið sjóðinn um rúmlega
100 milljónir króna tryggingalítið
og án leyfis stjórnar.
MiMð íun alvarleg ofibeldis-
mál
Bíræfnasti svikahrappurinn verður
þó að teljast Stefán Jón Sigurðs-
son, sem hlaut tveggja ára fangelsi
vegna svika, þar sem hann nánast
sérhæfði sig í að féfletta konur
sem af ýmsum ástæðum voru veik-
ar fyrir. Akæruliðirnir voru alls 29
vegna kerfisbundinna svika gagn-
vart 12 einstaklingum. Töldust
brot mannsins afar stórfelld.
Allnokkur alvarleg ofbeldismál
sáu dagsins Ijós. Þannig dæmdi
meirihluti Hæstaréttar Sigurþór
Arnarsson og Sverri Þór Einarsson
í ríflega tveggja ára fangelsi fyrir að
hafa orðið Sigurði Sigmundssyni
að bana eftir átök á Vegas. Sömu
menn hlutu fangelsisdóma fyrir að
hafa svipt mann í Grafarvogi frelsi.
Færðu þeir hann nauðugan í skott
á fólksbifreið og óku á brott.
42 ára karlmaður var dæmdur til
að sæta fangelsi í 6 ár fyrir að ráð-
ast að tveimur ungum stúlkum í
miðborginni með fjaðurhníf. Mað-
urinn stakk aðra stúlkuna í brjóst-
ið „af ráðnum hug“ og gekk hníf-
urinn svo nálægt hjarta stúlkunnar
að hún hlaut næstum bana af.
Hæstiréttur dæmdi ungan mann
í 15 mánaða fangelsi fyrir grófa
líkamsárás, en með hliðsjón af
breyttum högum mannsins og
ungum aldri hans var fullnustu 12
mánaða af dómi hans frestað í
fimm ár. Maðurinn hafði gengið til
geðlæknis og farið í fulla meðferð
hjá SÁÁ.
Fertugur síbrotamaður var
dæmdur til 14 mánaða fangelsis
vegna grófrar líkamsárásar á sal-
erni Ölkjallarans. Fórnarlambið
Iamaðist á hægri hendi og hægri
fæti, en fékk mátt í fótinn áný.
Ungur Keflvíkingur var dæmdur
í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa
ráðist á annan mann og veitt hon-
um áverka með dúkahníf og
skrúfjárni. Dómarar Hæstaréttar
tóku tillit til þess að maðurinn sem
varð fyrir árásinni hafði misgert
hinum seka og valdið honum mik-
illi geðshræringu.
Hæstiréttur sfaðfesti fimm ára
fangelsisdóm yfir manni, sem und-
ir miklum áhrifum áfengis og lyfja
fór á heimili fórnarlambs og stakk
það með hnífum og skærum, svo
fjöldamörg sár hlutust af og tilvilj-
un ein réði því að ekki hlaust bani
af.