Dagur - 07.01.1999, Page 9
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 - 9
ly^ur.
ið 1998
Hæstaréttar í kvótamáli Valdimars
Fjórir menn hlutu þunga dóma
fyrir margvísleg brot á lögum og
skilorðsrof eða á bilinu frá sex upp
í 15 mánaða fangelsi. Brynjólfur
Jónsson, sem skömmu áður var
dæmdur fyrir árásina á Engilberg
Jensen, var nú dæmdur í 10 mán-
aða fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifs-
son, sem var meðal sakborninga í
Guðmundar- og Geirfinnsmálinu,
fékk nú 15 mánaða óskilorðsbund-
inn dóm og var þar hliðsjón höfð af
löngum sakaferli hans.
Ofbeldi af kynferðislegum
toga
Sér á parti í ofbeldinu er „hunda-
drápsmálið". Olafur Guðmunds-
Jon var í dæmdur til að greiða 200
þúsund króna sekt fyrir að hafa
orðið tíkinni Queeny að bana í
Neðstaleiti 1. Hann var sýknaður
áf ákæru um Iíkamsárás gegn Dag-
Björtu Ingu Olsen, öðrum eiganda
tíkarinnar. Sannað þótti að dánar-
orsök tíkarinnar hafi verið köfnun,
en hún hékk dauð í ól sinni á hurð-
arhúninum innandyra hjá Ölafi
þegar að var komið. Mæðgurnar
eru Iluttar úr húsinu.
En lítum því næst á nokkra
nauðgunar- og aðra kynferðisaf-
brotadóma.
38 ára karlmaður var dæmdur í
12 mánaða fangelsi fyrir kynferðis-
Drot gegn ungum börnum sínum.
Hann játaði sakargiftir og var
dæmdur fyrir nokkur kynferðisbrot
gegn 10 ára stjúpsyni sínum árið
1990 og gegn 9 ára dóttur sinni
árið 1995.
Reykvíkingur á sextugsaldri var
dæmdur í 12 mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir að hafa not-
fært sér að 3 5 ára kona var þroska-
heft og verulega greindarskert og
haft við hana samfarir.
32ja ára Reykvíkingur var
dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir
að hafa haldið þroskaheftri konu
nauðugri á heimili sínu, handjárn-
að hana og nauðgað. Konunni
kynntist maðurinn á vínveitinga-
húsi fyrr um nóttina.
Reykvíkingur var dæmdur í 8
mánaða fangelsi fyrir að hafa haft
við konu holdlegt samræði og not-
fært sér að hún svaf ölvunarsvefni
og gat ekki spornað við samræð-
inu.
Dómur í máli, þar sem fimmtug-
ur karlmaður var dæmdur í þriggja
og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa
beitt dóttur sína kynferðislegu of-
beldi í sjö ár, var ógiltur af Hæsta-
rétti. I Ijós kom að stúlkan hafði
lent í umferðarslysi og fengið höf-
uðhögg og gæti skaphöfn og per-
sónuleiki hennar hafa breyst. Mál-
inu var því vísað heim í hérað á ný.
Klám og annað áreiti
36 ára karlmaður var dæmdur í 12
mánaða fangelsi fyrir kynferðislega
áreitni gagnvart átta ára stúlku og
fyrir að hafa kynferðismök við ann-
að stúlkubarn nokkrum sinnum
þegar hún var 6 til 12 ára. I síðar-
nefnda málinu gekk fjölskipaður
dómurinn lengra en ákæruvaldið
og taldi athæfi mannsins vera mök
en ekki áreitni.
Þá var rúmlega þrítugur maður
dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir
að hafa misboðið fjögurra ára
stúlkubarni með grófri kynferðis-
legri áreitni í Búðardal. Maðurinn
þekkti til á heimili stúlkunnar,
mætti ölvaður á vettvang eina nótt-
ina og vöknuðu systir stúlkunnar
og móðir hennar þá er maðurinn
var með kynferðislegar athafnir
gagnvart stúlkunni.
Þá er vert að minnast á dóm, þar
sem maður var dæmdur í 20 þús-
und króna sekt íyrir að hafa sett
klámmyndir á heimasíðu sína á
Netinu. Myndimar voru á heima-
síðu mannsins um nokkurra mán-
aða skeið og var hann talinn hafa
boðið öðrum aðgang að myndun-
um með því að búa svo um að að-
gangur að þeim væri háður heimild
hans. Hann er því talinn hafa miðl-
að kláminu.
Að vanda féllu margir og stund-
um verulega íþyngjandi dómar
vegna fíkniefnamála, en umíjöllun
um þá kemur sfðar, þvf mikil
gróska er í þessum málum um
þessar mundir. Við skulum að Iok-
um nefna nokkra athyglisverða
dóma af ýmsum toga.
Gæsaskytta, kettir og umdeild
ævisaga 3 j.
Gæsaskytta var dæmd til vægrar
refsingar fyrir að hafa byrjað gæsa-
veiðitímabilið heldur snemma.
Gæsaskyttan fékk 5 þúsund króna
sekt, sem hann þarf þó ekki að
greiða ef hann gerist ekki brotlegur
við lög næsta árið.
Hæstiréttur hafnaði áfrýjun Jó-
hanns G. Bergþórssonar á meið-
yrðamáli gegn Gunnari Inga
Gunnarssyni, sem Jóhann tapaði í
undirrétti.
Hæstiréttur felldi úr gildi úr-
skurði, þar sem settar voru tak-
markanir á stjórnarsetu manna
tengdum Flugleiðum í stjóm dótt-
urfélagsins, Flugfélags Islands.
Kattavinafélag Islands telst lög-
mætur erfingi tæpra fjórtán millj-
óna króna sem kona á Blönduósi
Iét eftir sig, samkvæmt dómi
Hæstaréttar. Deildu systurdóttir
konunnar og Kattavinafélagið um
arfinn.
Rúmlega fimmtug kona skal
greiða fyrrum sambýlismanni sín-
um eina milljón króna í skaðabæt-
ur vegna skemmda sem hún vann á
eigum hans. Safnaði konan öllum
eigum mannsins í eina hrúgu og
kveikti í. Þar á meðal voru verð-
launagripir sem hann hafði hlotið
á farsælum íþróttaferli.
Esra Pétursson læknir og Ingólf-
ur Margeirsson rithöfundur voru
dæmdir til fésekta fyrir að hafa
brotið gegn friðhelgi einkalífs og
Esra fyrir brot gegn þagnarskyldu
Iækna með útgáfu bókarinnar
„Sálumessa syndara". Dómararnir
töldu að brot ákærðu gegn per-
sónufriði og einkalífi Áslaugar
heitinnar Jónsdóttur væri „stórfellt
og siðferðislega mjög ámælisvert".
Steiner, box og mótmæli á
Austurvelli
Franklin Kr. Steiner og Ari Þor-
steinsson voru sýknaðir í máli þar
sem Ara var gefið að sök að hafa
viðhaft rangan framburð í fíkni-
efnamáli gegn Steiner og Steiner
sjálfum fyrir að hafa beitt Ara for-
tölum og hvatt hann til verknaðar-
ins. Bar Ari að hann hefði átt amf-
etamín f poka sem fannst í garðin-
um hjá Steiner.
Bæði Framkvæmdasjóður Is-
Iands og Framsóknarflokkurinn
töldust sýkn af tugmilljóna króna
kröfum Vífilfells í skuldamáli sem
spannst út frá því að Vífilfell keypti
Gamla-Alafoss og Farg (dagblaðið
NT) í því skyni að nýta yfirfæran-
Iegt skattalegt tap. Vífilfell verður
samkvæmt þessu af 99 milljónum
króna.
Bubbi Morthens, Fjölnir Þor-
geirsson, Siguijón Gunnsteinsson
og Olafur H. Ásgeirsson voru
fundnir sekir um að hafa brotið Iög
sem banna hnefaleika á Islandi,
ástundun, skipulagningu og sýn-
ingu þeirra. Fjölnir og Siguijón
öttu kappi í beinni útsendingu, í
því sem ljórmenningarnir kölluðu
sýningu vegna útgáfuteitis á vegum
Bubba.
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
var skylt að veita Einari S. Hálf-
dánarsyni upplýsingar með vísan
til upplýsingalaga. Einar vildi fá
upplýsingar um úthlutun úr Iðn-
lánasjóði á óafturkræfum framlög-
um og styrkjum eftir nöfnum og
upphæðum, sem sjóðurinn hafnaði
að veita.
Að lokum er að nefna einn allra
síðasta og merkilegasta dóm árs-
ins. Mótmælendur voru á Austur-
velli, hrópuðu slagorð gegn ofbeldi
og báru mótmælaspjöld. Á sama
tíma var ijölmenni á staðnum f til-
efni sjónvarpsútsendingar. Lög-
reglan hafði um það skýr fyrirmæli
frá aðstoðaryfirlögregluþjóni að
„fjarlægja skyidi alla sem upphæfu
mótmæli og væru með óæskilega
háreysti“ og voru mótmælendurnir
handteknir og fjarlægðir og gistu
fangageymslur í þrjá og hálfa
klukkustund. Dómarinn taldi mót-
mælin vera stjórnarskrárvarin og fá
sexmenningarnir 50 þúsund króna
bætur hver.
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins 1998
Dráttur í jólahappdrætti Framsóknarfiokksins
sem fara átti fram 6. janúar 1999
verður 20. janúar n.k.
Velunnarar flokksins sem enn eiga ógreidda
happdrættismiða eru hvattir til að greiða heimsenda
gíróseðla fyrir þann tíma.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu flokksins í síma 562-4480.
Hð
Framsóknarflokkurinn
Deildarstjóri óskast
við leikskólann Álfastein!!
Hver vill prófa að vera deildarstjóri í litlum
fallegum leikskóla við Akureyri?
Okkur á Álfasteini í Glæsibæjarhreppi
vantar leikskólakennara til að leysa af í
barnsburðarleyfi í eitt ár, frá 1. febrúar 1999.
í leikskólanum eru 22 börn á aldrinum 1-6 ára,
og áhugasamt og jákvætt starfsfólk.
Á Álfasteini leggjum við áherslu á umhverfið
okkar, sjálfshjálp, skapandi starf
og persónuleg samskipti.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 1999.
Upplýsingar veitir leikskólastjóri,
Jakobína Áskelsdóttir, í síma 461-2624.
Jógasetrið JÉÉ-
Glerórgötu 32, 3ju hœð.
•mmmmmmmt^ (Gengið inn oð austan).
auglýsir
Kæru nemendur og jógaáhugafólk!
Nú hefjumst við handa á nýju ári í Glerárgötu 32, 3ju hæð.
Mánudaga kl. 18.30 framhaldstími, opinn
kl. 20.00 byrjendatími
Fimmtudaga kl. 18.30 framhaidstími, opinn
kl. 20.00 byrjendatími
Byrjendanámskeið að hefjast þar sem kennt verður:
• Hatha-Yoga æfingar, sem styrkja vöðva, liðamót, mýkja hrygginn,
efla innkirtlakerfið og örva blóðrásina.
• Öndun, sem gefur okkur meiri orku og styrkir lungun.
• Slökun, sem losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann.
• Um rétt fæðuval, sem stjórnist af hófsemi og fjölbreytni.
• Jákvætt hugarfar, sem er undirstaða góðs lífs.
Opinn frír kynningartími mánudaginn 11. jan. kl. 20.00.
Verið velkomin
Upplýsingar í símum: 462-1312 og 898-0472
Árný Runólfsdóttir, Jógakennari