Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 2
2 - MIDVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
rDa^ir
FRÉTTIR
Ríkisendurskoðun segir skii á risnuskýrslum almennt góð og frágang í samræmi við reglur utanríkisráðuneytisins.
Sendiráðin tóku á
móti 10.500 gestum
Samkvæmt risnuskýrsl-
um fastanefnda og sendi-
ráða íslands var gesta-
fjöldi þeirra 10.500
manns árið 1997.
Gestafjöldi á risnuskýrslum fasta-
nefnda og sendiráða Islands reyndist
um 10.500 manns á árið 1997 sam-
kvæmt samantekt Ríkisendurskoðun-
ar. Sendiráðin tóku höfðinglega á móti
álíka mörgum gestum „ffá fjölmiðlum
og menningar- og menntalífi" eins og
úr hópnum „erlendir stjórnarerindrek-
ar og ræðismenn," ríflega 1.500 úr
hvorum hóp. „Islenskir stjórnarerind-
rekar og ræðismenn" töldu tæpt þús-
und. Tæplega 800 gestir „úr íslend-
inganýlendunni“ nutu risnu sendiráð-
anna á árinu og álíka margir „gestkom-
andi íslendingar". Rösklega 1.100
gestir úr stjórnsýslu og stjórnmálum
komust á risnuskýrslur og rétt innan
við 1.200 úr atvinnulífinu. Um Ijórð-
ungur gestafjöldans er óskilgreindur.
Smásmugulegheit
Rikisendurskoðun segir skil á risnu-
skýrslum almennt góð og frágang í
samræmi við reglur utanríkisráðuneyt-
isins. Nokkrar ábendingar hafi þó ver-
ið gerðar: Dæmi reyndust um að til-
skilin gögn, meðal annars risnuskýrsla
og afrit af gestabókum, væru ekki lögð
fram, að reikninga um kostnað á veit-
ingahúsum vantaði og að tilefni risnu
væri ekki nógu ítarlega tilgreint.
Gestalisti ætti að fylgja
Þar sem reglur um risnufé eru nú í
endurskoðun hjá utanríkisráðuneytinu
bendir Ríkisendurskoðun á að eðlilegt
væri að kveða á um að reikningum ffá
veitingahúsum fylgi Iisti yfir hveijir
væru risnunnar aðnjótandi, eins og (á
að gera) hjá öðrum stofnunum ríkis-
ins. Samkvæmt núgildandi reglum út-
hlutar utanríkisráðuneytið hverju
sendiráði og fastanefnd vissri upphæð
til risnu í upphafi árs og ákveður skipt-
ingu fjárins milli sendierindreka. Til
risnu teljast: Nauðsynlegur kostnaður
í sambandi við veitingar, opinberar
gjafir, blóm og kransar og framlög til
góðgerðarstarfsemi sem starfsmenn
komast ekki hjá.
Grábölvaðar laimahækkanir
Við endurskoðun á launum flutnings-
skyldra starfsmanna komst Ríkisend-
urskoðun að þeirri merkilegu stað-
reynd, að ráðstöfunartekjur þeirra
lækkuðu ef grunnlaunin hækkuðu.
Launakerfi þessa hóps var þannig upp
byggt 1997, að hækkuðu grunnlaunin
(sem eru skattskyld) þá lækkuðu stað-
aruppbætur (sem eru skattfrjálsar) um
sömu fjárhæð. Launahækkun Ieiddi
því til skattahækkunar og þar með
lækkunar ráðstöfunartekna. Embættið
segir að leiðréttingar hafi nú verið
gerðar til að koma í veg fyrir að kjör
starfsmanna versni við hveija launa-
hækkun. -HEl
FRÉTTAVIÐTALIÐ
Pólitíkin er á stundum
óskaplcga skrýtin og
skemmtileg tik. Það var að
minnsta kosti mál manna í
heita pottinum sem fylgst
höfðu með umræðunni um
kvótafrumvarpið á Alþingi í
gær og fyrradag. Fjóiir fyrstu
mennimir scm stigu í pontu
þegar ömiur umræða hófst
áttu það nefnilega sameigin-
legt að hafa verið í Alþýðubandalaginu, þótt aðeins
einn eigi þar lögheimili núna. Þetta voru Kristinn H.
Gunnarsson, nýbakaðm- Framsóknarmaður, Svanfríð-
ur Jónasdóttir sem gerðist krati fyrir alhiokkru en
með viðkomu í Þjóðvaka, Steingrímur J. Sigfússon
nýorðinn foringi óháðra og svo Svavar Gcstsson, sem
er emiþá í Alþýðubandalaginu þótt hann ætli ekki í
framboð í vor.
Svavar Gestsson.
í heita pottinum í morgun var ehmig rætt xun agaleysi
landans í skattamálum en Ríkisendurskoðun hefur
m.a. verið að fctta fingur út í að memi liafi komist upp
með að skila ekki skattframtölum. í pottinum er full
yrt að þótt menn skili ekki framtölum á réttum tfrna
og láti áætla á sig himinháa skatta sé skýringarinnar
ekki alltaf að leita í skorti á aga hcldur auglýsinga-
meimsku. Útsjónarsamir eigcndur fýrirtækja hafa
fundið út að það sé hin bcsta auglýsingin að láta
skrifa um sig og fyrirtækið í hópi skattakónga lands-
ins og ókeypis auglýsing að auki. Þeir skila þvl ekki
framtali, haða sig í umtalinu, kæra álagninguna um
haustið og skattamir lækka.
Línur eru að skýrast sögðu meim
í hcita pottinum þegar þeir
höfðu kynnt sér nýjustu skoð-
anaköimun DV. Fylgi rauð græna
framboðsins eykst hægt og síg-
andi en frjálslyndu og lýðræðis-
legu flokkamir tveir virðast ekki
eiga mikla framtíð fýrir sér.
Sverrir Hermannsson þarf
greinilega að bretta heldur betur
upp ermamar í kosningabarátt-
Sverrir
Hermannsson.
Ríkisb ankariiir brutu
gegn j afnréttislögum
Brynhildur
Flóvens
starfsmaður kærunefndar
Jafnréttismála
Kærunefnd jafnréttismála
telurað Landsbankinn og Bún-
aðarbanki mismuni kynjum við
greiðslu bijreiðastyrkja og
brjóti þarmeðjafnréttislög.
- Hvert var tilefni þess að kærunefndfór
að skoða þessi mál innan bankanna?
„I febrúar í fyrra var umræða á Alþingi
um bifreiðastyrki í bönkunum og í fram-
haldi af því sendi þingflokkur Jafnaðar-
manna erindi til skrifstofu Jafnréttismála
þar sem þess var farið á leit að það yrði
kannað hver þessi staða væri innan ríkis-
bankanna. Jafnframt kom samskonar er-
indi frá Sambandi íslenskra bankamanna."
- Hverjar voru megintiiðurstöðumar?
„Meginniðurstöðurnar voru þær að
greiðslur bifreiðastyrkja til starfsmanna
Landsbankans og Búnaðarbankans voru
taldar brot á jafnréttislögum en ekki í til-
felli Seðlabankans."
- Karlarfengu sem sagtfrekar bifreiða-
styrki en konur jafnvel þótt störf þeirra
væru sambærileg?
„Já í sumum tilfellum og þau tilfelli taldi
kærunefnd brot á jafnréttislögum.“
- Þetta er ekki bara spuming um að yf-
irmennirnir fái bílastyrki og þeir séu
flestir karlkyns?
„Nei. Það hefði verið fullnægjandi skýr-
ing. Þá væri um að ræða afleiddan mismun
ef við getum sagt svo en ekki beinan."
- En það sýndi sig þótt þið hefðuð ekki
verið að kanna það sérstaklega að það em
mjög fáar konur í yfimiannastöðum í
bönkunum?
„Afar fáar. Þær er ekki að finna í efstu
stöðunum."
- Bankastjóm Búnaðarbankans hefur
gert athugasemdir við niðurstöðu ykliar og
segist hafa sent ykkur gögn sem skýri
hvemig staðið sé að greiðslum bifreiða-
styrkja og sýni að þeir séu greiddir án til-
lits til þess hvort karl eða kona gegni við-
komandi starft. Hverju svarið þið þessu?
„Þær skýringar sem bankinn kom með
meðan málið var í gangi leiddu til þessarar
niðurstöðu. Það kann auðvitað að vera að
það séu einhverjar aðrar skýringar sem
bankinn kom ekki fram með þegar hann
átti þess kost að gera það og þá mun kæru-
nefndin bara skoða það.
Þessu máli er loldð með þessari niður-
stöðu og auðvitað fékk bankinn að tjá sig
og var ítrekað spurður um skýringar. Jafn-
réttislögin gera ráð fyrir því að ef um mis-
mun er að ræða sé það vinnuveitandans að
sýna fram á að hann stafi af öðru en kyn-
ferði. Kærunefnd taldi að þessir tveir bank-
ar hefðu ekki getað sýnt fram á það. Ef ein-
hverjar nýjar upplýsingar koma fram sem
breyta niðurstöðunni er kærunefndarinnar
að ákveða hvernig hún tekur á slíku og ekki
hægt að segja til um það fyrir fram.“
- Á aðfylgja þessu eftir á einhvern hátt?
„Þetta er ekki bindandi úrskurður heldur
einungis álit. Eg geng út frá því að bank-
arnir hljóti að skoða þetta. Það er engin
ástæða til að ætla að það sé vísvitandi ver-
ið að brjóta gegn konum í þessum bönkum.
Ég held að það hljóti að vera að bankarnir
skoði þetta hjá sér og kanni hvort þeir fall-
ist á þessa niðurstöðu og geti á einhvern
hátt bætt úr. Það finnst mér Iíklegt en við
höfum engin bein þvingunarúrræði. Kæru-
nefnd getur þó samkvæmt jafnréttislögum
höfðað dómsmál í samráði við aðila máls.
Það eru reyndar engir beinir aðilar í þessu
máli. Það er mjög óvenjulegt að því leyti að
það kemur ábending utan frá.“ vj