Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 8

Dagur - 13.01.1999, Qupperneq 8
8- MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 Tkgur FRÉTTASKÝRING Eyfirðingar í prófk Framsóknarflokks Harðnandi barátta í prófkjöri framsóknar- inaima, sem fyrst og fremst er „maður gegn manni“. Prófkjör framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram dagana 16. og 17. janúar nk. Sex manns hafa gefið kost á sér á listann en tveir af þeim sem voru í efstu sætunum verða ekki með í vor, þ.e. Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra sem skipaði 1. sætið og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem skipaði 3. sætið. Tveir sækjast eftir fyrsta sætinu, Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður, sem skipaði 2. sætið við síðustu kosningar, og Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri. Tveir sækjast eftir 2. sætinu, Elsa Friðfinnsdóttir lektor við Háskól- ann á Akureyri og Daníel Árna- son, framkvæmdastjóri Ako- plasts og Kexsmiðjunnar. Axel Yngvason, bóndi að Merkigili í Eyjafirði, og Bernharð Stein- grímsson, veitingamaður á Akur- eyri, eru ekki taldir eiga mögu- leika á tveimur efstu sætunum. Mismunaiidi forui kosninga- skrifstofa Valgerður, Jakob og Elsa hafa opnað kosningaskrifstofu og Daníel og Bernharð halda fundi með sínum stuðningsmönnum og öðrum á sitt hvorum veitinga- staðnum. Axel rekur sína baráttu frá búinu. Allir frambjóðendur búa í Eyjafirði, þar af fjórir þeirra á Akureyri, en enginn þeirra er þó þar fæddur, heldur á Vopnafirði, Óxarfírði, Hörgárdal og Dalvík. Tveir þeirra, Daníel og Axel, hafa báðir búið f Norður-Þingeyjar- sýslu og eiga þar frændgarð, sem vafalaust mun skila þeim ein- hveijum atkvæðum en Valgerður á Iögheimili á Lómatjörn við Grenivík og getur með nokkru sanni sagt að hún sé eini Þingey- ingurinn í þessu prófkjöri sem þar hafi lögheimili. Viðmælendum Dags finnst sumum einkennilega komið fyrir Framsóknarflokknum að enginn kandidatanna skuli eiga lögheim- ili í Þingeyjarsýslum utan Eyja- fjarðarsvæðisins þó sumir reki þangað ættir. Ekki síst eru Hús- víkingar ósáttir, en Húsavík hefur verið bakland Guðmundar Bjarnasonar og þeir margir kallað hann „sinn“ þingmann. Það er því alls óvíst hvað þingeyskir framsóknarmenn gera nú og raunar ríkir enn meiri óvissa um það hvað þeir gera í sjálfum kosn- ingunum 8. maí þegar „þeirra" maður á ekki víst þingsæti. Hörð barátta Flestir eru sammála um að bar- áttan verði mjög jöfh og hörð á lokasprettinum. Ekki verða haldnir sameiginlegir framboðs- fundir, heldur aðeins heimsóknir og símtöl - eiginlega kosninga- barátta sem kölluð er „maður á mann“. Aberandi var meðal þeirra sem Dagur ræddi við að þeir töldu að ffamsóknarmenn væru tregir til að snúast gegn sitj- andi þingmanni. Því hefði Val- gerður Sverrisdóttir strax mikil- vægt forskot í baráttunni. Þá segja menn það vinna með Val- gerði að kvennabaráttan í flokkn- um hefur verið öflug og að menn væru tregir til að fella konu sem ætti raunhæfan möguleika á að leiða lista og jafnvel að verða ráð- herra. A móti kemur að alls óvíst er að það verði eingöngu „hefð- bundnir framsóknarmenn" sem taki þátt í prófkjörinu, því bein- línis sé verið að leita út fyrir rað- ir starfandi flokksfélaga með því að bjóða óflokksbundnu fólki að taka þátt, en nóg er að skrifa und- ir stuðningsyfírlýsingu. Tapi Jakob þessari sennu telja menn að svo gæti farið að hann fari alla leið í 3. sætið því margir sem ekki kjósa hann í 1. sætið kunna að færa hann niður í 3. sætið. Sama gæti þá gerst ef Valgerður yrði undir. Búseta miMlvæg Ljóst er að búsetu- og svæðis- bundnir þættir munu leika Iykil- hlutverk í prófkjörinu. Þannig hefur einnig heyrst að fólk sé hvatt til þess að kjósa Jakob í fyrsta sætið vegna þess að stærsta stjórnmálaflokkinn í kjördæminu eigi Akureyringur að leiða. Rétt er þó að benda á að Akureyringar munu fá þingmann úr röðum Ak- ureyringa þó hann muni ekki skipa I. sæti B-lista næsta vor. I þessu samhengi virðist sú kenn- ing útbreidd að Elsa Friðfínns- dóttir gæti, eins og Jakob „gold- ið“ þess að vera frá Akureyri og hafnað í 4. sætinu, en þingeysk tengsl Daníels skilað honum því þriðja. Möguleikar Axels Yngva- sonar og Bernharðs Steingríms- sonar að hreppa eitt af fjórum efstu sætunum eru taldir hverf- andi litlir. Axel hefur haldið uppi gagnrýni á þingmenn Framsókn- arflokksins sem hann segir bera ábyrgð á þeirri markaðshyggju sem sé að sliga landbúnaðinn og hann telur þá ekkert gera til að stemma stigu við fólksstreyminu til suðvesturhorns Iandsins. Góður stuðniugur Húsvik- inga Daníel Arnason segist finna fyrir góðum stuðningi hvarvetna þar sem hann komi, og ekki síst í Þingeyjarsýslum. Hann segist vongóður um góðan stuðning Húsvíkinga, ekki síst í Ijósi þess að hann sé „tengdasonur Húsa- víkur“, en kona hans, Sigurhanna Sigfúsdóttir, er þaðan. Daníel segist ekki hafa verið í neinu samstarfi við aðra frambjóðendur um „blokkamyndun" og sé því andvígur, og sömu svör hafa aðrir frambjóðendur gefið um það atriði. Hann segist ekki hafa neitt óhreint mjöl í pokahorninu i þessari prófkjörsbaráttu en segist hafa vissar áhyggjur af því ef fólk haldi að hann sé að misnota próf- kjörsreglurnar. Hann segir það ekki stórmannlega gert af mót- frambjóðanda sínum að gefa það í skyn og kvarta til kjörstjórnar. Hvert atkvæði skiptir máli Elsa Friðfinnsdóttir segist hafa fundið fyrir góðum byr síðustu daga, ekki síst á Húsavík, en hvert atkvæði muni skipta máli þegar upp verði staðið í öll fjögur sætin því baráttan sé mjög tvísýn. Hún segir það rangt að velja þing- menn eftir búsetu þeirra í kjör- dæminu, en auðvitað sé Akureyr- ingur ekki verri þingmaður og raunar eðlilegt að stærsti byggð-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.