Dagur - 14.01.1999, Qupperneq 3
Ty^tr
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 - 3
FRÉTTIR
L.
Kópavogsbær hirðir
alla kauphækkunina
Þrátt fyrir fjórfalt meiri hækkun á leikskólanum í Reykjavík en Kópavogi
og umtalsverða útsvarshækkun en enga í Kópavogi, þá hafa Kópavogs-
hjónin aðeins 100 krónum meira til ráðstöfunar.
ASÍ hefur reiknað lít
hvað eftir er af 3,65%
áramótakauphækkim-
inni þegar bæjarfélög-
iu hafa tekið iuu sín-
ar hækkanir.
„Launahækkun þýðir ekki kjara-
bót hjá öllum. Aðgerðir sumra
sveitarfélaga hafa þurrkað út
launahækkunina - og ^gott betur
sums staðar," segir ASI, sem hef-
ur reiknað út hve miklu fólk
heldur eftir af 3,65% áramóta-
kauphækkuninni, í sex bæjarfé-
lögum sem sum hafa hækkað
sinn hlut með auknu útsvari
og/eða breytingu á leikskóla-
gjaldi (m.v. eitt barn í 8,5 stund-
ir á dag). I ljós kemur að þrátt
fyrir 3.000 kr. hækkun á 80.000
króna mánaðarlaunum einstæðs
foreldris í Kópavogi, þá hefur
það nú heldur færri krónur til
ráðstöfunar en fyrir ári (þannig
að minna en ekkert er eftir til að
mæta öllum öðrum verðhækkun-
um á tímabilinu). Foreldri í
sömu sporum á Húsavík hefur
aftur á móti 5.000 kr. (10%)
meira til ráðstöfunar.
Bilið hefur minnkað
Hjá hjónum með 280.000 króna
mánaðartekjur hækkuðu ráðstöf-
unartekjurnar (eftir útsvar og
leikskóla) um 2,3% búi þau í
Reykjavík, 2,8% í Vestmannaeyj-
um og 3,9% á Seltjarnarnesi. I
Kópavogi hafa þau 4,2% meira
en í fyrra, í Hafnarfirði 4,5%
meira og 6,5% meira ef þau búa
á Húsavík, þ.e. nær tvöfalda
kauphækkunina, enda lækkaði
leikskólagjaldið þar um 3 þús-
und krónur um áramótin.
Samt hafa Húsavíkurhjónin
lægsta ráðstöfunarféð, 163.450
krónur - 70 krónum minna en
Reykjavíkurhjónin. Og þrátt fyrir
frjórfalt meiri hækkun á leikskól-
anum í Reykjavík en Kópavogi og
umtalsverða útsvarshækkun en
enga í Kópavogi, þá hafa Kópa-
vogshjónin aðeins 100 krónum
meira til ráðstöfunar. Þetta þýðir
í raun að Kópavogsbúar urðu að
þola íyTr þá kjaraskerðingu sem
Reykvíkingar ganga núna í gegn-
um, segir ASI. Breytingar út-
svars og leikskólagjalda hafa
fyrst og fremst jafnað kjörin milli
þessara sex bæjarfélaga. I fyrra
munaði 7.000 krónum á ráðstöf-
unarfé best og verst settu hjón-
anna en sá munur hefur nú
minnkað í 2.000 kr.
Reykjavík enn á toppniun
Hjá einstæðum foreldrum hefur
bilið minnkað minna. Eftir skatt
og leikskólagjald hafði foreldri á
Húsavík 50.600 krónur í fyrra,
en 9.100 krónum meira í Reykja-
vík. Nú munar 5.000 krónum.
En þótt ráðstöfunartekjur Reyk-
víkingsins hafi bara hækkað
1,4% (minna en verðbólgan)
kemur Reykjavík ennþá best út,
með 60.600 kr. ráðstöfunarfé.
Foreldrar í Vestmannaeyjum,
Kópavogi, Hafnarfirði og Sel-
tjarnarnesi eru þarna á milli (57-
59 þúsund). — hei
1
I
■i
Bryndís Schram, glæsileg í íslenska
þjóðbúningnum, á forsíðu helgar-
útgáfu Baltimore Sun.
Bryndís á
forsíðu
Bryndís Schram sendiherrafrú í
Washington prýddi forsíðu helg-
arútgáfu Baltimore Sun nýlega.
I forsíðugrein blaðsins var fjall-
að um klæðasiði diplómatíunnar
í Washington. Þar kom fram að
nokkrir erlendir fulltrúar þjóða
sinna í Washington kjósa að
klæðast þjóðbúningum landa
sinna við ýmis konar athafnir og
í veislum, þar á meðal sendi-
herrafrú Islands Bryndís
Schram. Blaðið segir Bryndísi
bera þjóðbúning sinn oftar en
aðrar sendaherrafrúr í Was-
hington. „Því lengur sem maður
dvelur burt frá landi sínu þess
heitar elskar maður það,“ segir
Bryndís í stuttu viðtali við
Baltimore Sun. „Þegar ég klæð-
ist þjóðbúningnum er ég að
votta forfeðrum mínum virð-
ingu.“
Dómax á Netið
INNLENT
Hæstiréttur hefur stórbætt þjónustu sína við áhugafólk um dómsmál
með því að opna heimasíðu, þar sem alla dóma Hæstaréttar sem kveðn-
ir verða upp verður að finna ásamt tilheyrandi undirréttardómum.
Hæstaréttardómar eru jafnan kveðnir upp síðdegis á fimmtudögum
og stundum oftar. Þeir verða samdægurs settir á heimasíðu Hæstarétt-
ar, en þar verður að öðru leyti einnig að finna ýmsar upplýsingar er
varða starfsfólk og starfsemi réttarins. — FÞG
Ekkert prófkjör hjá
sjöllimiun
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
ákvað í gær að efna ekki til prófskjörs fyrir alþingis-
kosningarnar í vor heldur stilla upp á lista. Ljóst er að
forustan í Reykjavík er mjög sterk með Davíð Oddsson
í broddi fylkingar. Búist hafði verið við þessari ákvörð-
un sem öðlast gildi þegar fulltrúaráðið hefur komið
saman og staðfest ákvörðun stjórnarinnar.
Betur fór en á horfðist
Vinnuslys varð við Borgarkringluna í gærmorgun þegar starfsmenn voru
að störfum við nýbyggingu. Þeir voru að saga niður svalir í einingar sem
hver um sig var 3,8 metrar á Iengd og fimm tonn að þyngd. Tveir menn
stóðu uppi á einni einingunni og voru að störfum með steinsög. Féll
einingin þá niður, á fjórða metra, og voru mennirnir fluttir með sjúkra-
bíl á slysadeild. Ekki var nákvæmlega vitað um meiðsli þeirra í gær en
fram kom hjá Iækni á slysadeild að þeir hefðu sloppið ótrúlega vel ffá
þessum hremmingum. Þeir lentu ekki undir farginu, enda hefði þá
varla þurft að spyija að Ieikslokum skv. upplýsingum frá Iögreglu. - BÞ
Heilsugæsla endurhætt
Gengið hefur verið frá samningum milli ríkisvaldsins annars vegar og
Akureyrarbæjar hins vegar um fjármögnun og endurbætur á Heilsu-
gæslustöðinni á Akureyri. Samningurinn gerir ráð fyrir að heildarkostn-
aður við endurbæturnar verði rúmar 80 milljónir króna og að ríkissjóð-
ur greiði 85% en Akureyrarbær 15%, sem þýðir að ríkið Ieggur til rúm-
ar 68 milljónir en bærinn rétt rúmar 12 milljónir miðað við núverandi
verðlag. Endurbótunum á að vera Iokið árið 2001 en vinna á að hefjast
i ár. Verkáætlunin gerir ráð fyrir að í ár verði 4. hæð hússins endurbætt,
á næsta ári verði 5. hæðin kláruð og loks árið 2001 verði gengið frá end-
urnýjun á 3. hæðinni. Það vekur athygli að bærinn hyggst flýtifjár-
magna verkið þannig að í ár og á næsta ári mun bærinn leggja til verks-
ins tæpar 25 milljónir sem er um 12 milljónum umfram hlut bæjarins.
Ari eftir að framkvæmdum lýkur, árið 2002, mun bærinn hins vegar fá
endurgreitt þessar tæpu tólf milljónir frá ríkinu.
„Bolungamknrlogm“
afgreidd frá Alþingi
Þriðja og síðasta umræða fór fram um kvótadómsfrumvarpið á Alþingi í
gær. - mynd: gva
Stj ómarandstað an
sakar meiriMuta sjáv-
amtvegsnefndar uin
yfirgang og leiðinlegt
vinnuandmmsloft.
„Með betra vinnuandrúmslofti
innan sjávarútvegsnefndar og
betri kringumstæðum hefði mátt
gera það mikið betur úr garði
efnislega og tæknilega, hvað sem
líður pólitískum ágreiningi,11
sagði Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður á Alþingi í gær
þegar hann skammaði formann
sjávarútvegsnefndar fyrir Ieiðin-
legt andrúmsloft innan nefndar-
innar við meðferð á kvótadóms-
frumvarpinu. Kristinn kallaði
þetta ósæmileg ummæli.
Þriðja umræða um þetta frum-
varp fór fram í gær og varð það
að lögum síðdegis. Gárungar
kalla lögin „Bolungarvíkurlögin,"
eftir ásakanir Kristjáns Ragnars-
sonar hjá LIÚ um að með þeim
væri verið að hygla Bolvíkingum.
Mildar deilur hafa staðið innan
raða stjórnarsinna í málinu og
hefur hvað eftir annað orðið að
fresta því að hefja umræður um
það á þinginu vegna ósamkomu-
lagsins.
Óþolandi
Gríðarlega harðar og snarpar
umræður urðu um málið, bæði
við 2. og 3. umræðu. Stjórnar-
andstaðan gagnrýndi frumvarpið
og þær breytingar sem á því hafa
verið gerðar. Ekki hvað síst var
það gagnrýnt að handfærahópur-
inn mætti aðeins veiða frá 1.
apríl til 1. október. Margt fleira
gangrýndi stjórnarandstaðan og
má þar nefna framsalsheimild-
ina á sóknarmarksdögunum.
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra kom hvað eftir
annað upp í ræðustól £ andsvör-
um og sakaði stjórnarandstöð-
una um að hafa ekkert málefna-
legt fram að færa í málinu.
„Það er fullkomlega óþolandi
að sitja undir þessu bulli sjávar-
útvegsráðherra, þar sem stjórn-
arandstaðan hefur lagt fram
hveija tillöguna á fætur annarri í
sjávarútvegsmálunum. Þetta er
beinlínis rangt og hann veit
það,“ sagði Margrét Frímanns-
dóttir, formaður Alþýðubanda-
Iagsins.
Vítaverð framkoma
Hún sagði að tillögur Alþýðu-
bandalagsins, og annarra stjórn-
arandstöðuflokka, um stjórn
fiskveiða sl. 8 ár sem ríkisstjórn-
ir Davíðs Oddssonar hafa verið
við völd, séu í bunkum. Hún
sagði að Kristinn H. Gunnars-
son, núverandi formaður sjávar-
útvegsnefndar, hefði verið höf-
undur og flutningsmaður að
mörgum þeirra en nú væri hann
búinn að gleyma þeim.
„Framkoma hans nú í garð
stjórnarandstöðunnar er vægt
sagt mjög einkennileg. Stjórnar-
andstaðan telur sig aldrei hafa
verið beitta annarri eins ókurt-
eisi og yfirgangssemi af hálfu
meirihluta sjávarútvegsnefndar
eins og á undanförnum dögum.
Það er vítavert þegar menn haga
sér með þessum hætti,“ sagði
Margrét Frímannsdóttir. — S.DÓR
J(1( í'Þ
'1 8'PÍ‘Ff