Dagur - 14.01.1999, Síða 6

Dagur - 14.01.1999, Síða 6
6 -FJMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 rDgpr ÞJOÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171ÍAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Olympískar mútur í fyrsta lagi Olympíuleikarnir hófu göngu sína að nýju fyrir forgöngu hug- sjónamanna. Þær hugsjónir eru löngu gleymdar meðal þeirra fáu einstaklinga sem öllu ráða um hvar og hvernig þessi mesta íþróttahátíð jarðarbúa er haldin hveiju sinni. Alþjóða olympíu- nefndin hefur um árabil verið í höndum gjörspillts forseta, Juan Antonio Samaranch, og nánustu samstarfsmanna hans. En þótt spillingin á æðstu stöðum innan olympíuhreyfingar- innar hafi verið kunn, hefur henni hingað til tekist að fela óþægilegar staðreyndir með víðtæku samsæri þagnarinnar. 1 öðru lagi Nú hefur þögnin verið rofin að örlitlu leyti. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum komust yfir gögn sem sýndu að skipuleggjend- ur olympíuleikanna í Salt Lake borg hafa mokað peningum í nefndarmenn í Alþjóða olympíunefndinni og ættingja þeirra. Þetta voru mútur til að kaupa atkvæði. Samaranch neyddist til að setja nefnd í málið í von um að koma því út úr heiminum sem fyrst. Ekki stendur til að rannsaka mútur vegna annarra olympíuleika, þótt einn þekktur nefndarmaður hafí lýst því yfír að Salt Lake borg sé ekki ein á báti í þessu efni; margir aðrir hafí keypt atkvæði manna sem sitja í Alþjóða olympíunefnd- inm. í þriðja lagi Engin ástæða er til að ætla að nauðsynleg hreinsun verði gerð innan Alþjóða olympíunefndarinnar; í mesta lagi verður örfá- um einstaklingum fórnað til að Samaranch-liðið geti haldið áfram að velta sér í gullnu peningavilpunni. Og Alþjóða olympíunefndin er vafalaust ekki ein um það. Nú orðið snúast alþjóðlegar keppnisíþróttir fyrst og fremst um peninga og meiri peninga. Hugsjónir frumherjanna um drengilega keppni hafa fyrir löngu drukknað í peningaflóði og fjármálalegri spill- ingu, en einnig í alvarlegri lyfjamisnotkun sem Samaranch og félagar hafa lítinn áhuga á að uppræta. Elías Snæland Jónsson Fj ölmiðlakeppni á Hellisheiðmni Garri fylgdist spenntur með fréttatímum sjónvarpsstöðv- anna í fyrrakvöld, en þar var ít- arlega fjallað um óveður sem geisaði á Hellisheiðinni í fyrra- dag. Garra þótti raunar sem fréttamennirnir drægju síst af sér við að lýsa veðrinu og að- stæðum öllum og velti því fyr- ir sér hvort þar færu menn sem færu oft um fjallvegi á Is- landi að vetri til. Hins vegar skal ekki lítið úr því gert að þarna voru margir menn í miklum vandræðum eins og oft vill verða í svona tilfellum. Það sem Garra þótti hins veg- ar mest spenn- andi í þessu máli var þó að fylgjast með hvaða fjöl- miðlamenn voru með hveijum og hver hjálpaði hverjum í öllum þessum vandræð- LOKAÐ. Á góðum jeppa Á Stöð 2 var nefnilega upplýst að fréttamenn stöðvarinnar hefðu verið á frábærum jeppa, sem var svo miklu betri en bíll- inn sem Morgunblaðsmenn- imir voru á. Þetta kom í ljós þegar Mogginn festi sig á heið- inni, sem raunar var lokuð. Það var því væntanlega Stöð 2 að þakka að við fengum að sjá þessar fínu skafrennings- myndir í Mogganum í gær með frétt undir fyrirsögninni: „Ökumenn í vandræðum í veð- urofsa“. Hér sannast enn einu sinni hve nauðsynlegt er að hafa góða jeppa við hendina. Eða hvað? I fréttum Ríkis- sjónvarpsins sáum við líka myndir ofan af lokaðri heið- inni og þar kom fram að hjálp- arsveitir hafi verið að aðstoða bíla sem álpast höfðu upp á heiðina. Meðal þeirra bíla sem hjálparsveitir höfðu aðstoðað var, að sögn Sjónvarpsins, bíll Stöðvar 2 - sá sem hafði bjarg- að Mogganum. En Ríkissjón- varpið sjálft slapp við hremm- ingar, enda sjálfsagt á lang, Iang, Iang besta ríkisbílnum - í það minnsta hefur ekki frést af neinum sem bjargaði þeim á hetjulegan hátt. Sigurvegaramir Garri komst því að þeirri nið- urstöðu að senni- Iega væri Ríkis- sjónvarpið sigur- vegari í þessari merkilegu fjöl- miðlakeppni á Hellisheiðinni. Þó getur Garri - sem á langri ævi og ferðum um ís- lenska fjallvegi á öllum tímum árs hefur lært að taka mark á því sem vegagerðarmenn eru að segja um ástand og færð á veg- um - ekki annað en gefið fréttamanni Stöðvar 2 ágætis- einkunn fyrir spakleg ummæli í Iok sinnar fféttar. Eftir allar hremmingar hans og ævintýri uppi á heiðinni, sagði hann að sennilega væri skynsamlegt að taka mark á því þegar stóra ljósaskiltið frá Vegagerðinni við veginn áður en menn koma á heiðina segir: LOKAÐ. Það er ekki dónalegt að hafa sjálf- an Konfúsíus á Hellisheiðinni þegar mikið liggur við! GARRI V JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar TnifLaðir þmgmenn Grín- og glæpadúettinn Tvíhöfði gerði heldur betur í fjórskálma buxurnar sínar fyrir nokkru með óviðurkvæmilegri uppákomu á hinu háa Alþingi Islendinga. Þeir tvíkúpupiltar gerðu sem sé mann út af örkinni, sendu hann niður á palla Alþingis þar sem hann lét dólgslega og hafði f frammi hróp og köll og mótmæli margskonar sem trufluðu þingstörf verulega í skamman tíma. Hrópandinn hafði óg í fórum sínum það satans krabbameinsvaldandi tól, farsíma, og góli hans og nöldri var því útvarpað beint til Reyk- víkinga og var því algjör „bilun í beinni útsendingu." Þett ku hafa átt að vera fyndið. En embættismönnum Alþingis var ekki skemmt og hafa nú kært gríngnarrana í Tvíhöfða fyrir uppátækið. Enda skýlaust brot á lögum að raska ró þingmanna og trufla hin mikilvægu störf þeirra í þjóðarþágu. Ku túkallarnir Jón og Sigurjón nú bíða dóms í svitabaði. Fautafyndni Auðvitað hljóta flestir skyni bornir menn að fordæma athæfi Tvíhöfða á Alþingi. Menn hljóta að vera sam- mála um að mis- heppnað grín og fautafyndni á ekki að eiga sér stað á hinu háa alþingi. Og ekki sæma heldur aðrar munnlegar kárínur, hróp og köll sem hafa tefjandi og truflandi áhrif á vaska og vel- vinnandi þingmen. Hvorki er pláss fyrir truflaða menn né truflaða þingmenn á Alþingi. Og þeir sem með einhveijum hætti misbjóða virðingu Alþingis og hafa þar í frammi tilburði sem í engu eru sæmandi þessari stofnun, þá ber um- svifalaust að reka út eins og tollheimtu- mennina úr muster- inu forðum, og dæma þá síðan og refsa harðlega. Því skal sá armi Tví- höfði húðstrýktur verða, a.m.k. af al- menningsálitinu. I nnanli ú s va iidamál ? Vandamálið er auðvitað það að þessi uppákoma Tvíhöfða er ekki fyrsta dæmið um að virðingu AI- þingis sé misboðið, að fávíslegt flím glymji þar um sali, að þing- menn séu truflaðir og verði fyrir töfum við störf sín í þjóðarþágu. Hve oft höfum við ekki heyrt misheppnaða grínista á Alþingi fara háðulegum orðum um „hæstvirta“ kollega sína úr ræðu- stól? Hversu oft höfum við ekki orðið vitni að framíköllum og glósum framan úr sal dynja á ræðumanni í pontu? Og hvað skyldu störf Alþingis oft hafa ver- ið tafin sólarhringum saman með innihaldslausum maraþon- ræðum sem fluttar eru eingöngu í þeim tilgangi að trufla og tefja störf þingsins? Ef allir eiga að sitja við sama borð í þessum efnum, þá er alveg Ijóst að full ástæða er til að kæra fleiri en Tvíhöfðapilta. Þeir stóðu reyndar fyrir misheppnuðu gríni, þeir trufluðu og töfðu störf Alþingis og misbuðu virðingu þess. En það hafa sem sé fleiri gert, ef grannt er skoðað. Eru líkur til að Sjálfstæð- isflókhur nái hreinum meirihluta í hosningun- um í vor eins og kannan- irgefa til kynna? Halldór Blöndal samgönguráðherra. „Það hefur áður komið fyrir að Sjálfstæðisflokk- urinn fái meira en helmingsfylgi í skoðanakönnun- um. Þetta sýnir að minni hyggju fyrst og fremst sterka stöðu ríkisstjórnarinnar. En ég er hinsvegar ekki trúaður á að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í kosningun- um í vor.“ Margrét Frúnannsdóttir formaðurAlþýðúbandalagsins. „Sjálfstæðisflokk- urinn fær alltaf meira fylgi í könnunum en kosningum, en engu að síður tel ég þróunina um- hugsunarverða. Hún gefur vís- bendingar um hið pólitíska Iands- lag. Hinsvegar eiga tölumar eftir að breytast og það mun væntan- lega gerast eftir mánaðamótin þegar framboðslistar og kosn- ingastefnuskrá Samfylkingarinn- ar verða komin fram. Stöðuna í könnunum núna tel ég umhugs- unarverða fyrir Framsóknarflokk- inn sem er í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, er þar með erfið ráðuneyti og nýtur ekki sannmælis fyrir störf sín á meðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur mun betur út.“ Kjartan Ólafsson Jramkvæmdastjðri og sjálfstæðismað- urá Selfossi. „Þær eru ein- hveijar að mínu mati, en það á hinsvegar margt eftir að gerast til vors þannig að ég vil taka öllum skoðanakönnunum varlega. Und- angengin ár hefur það sýnt sig að kannanir hafa ekki sýnt sömu niðurstöðu og kosningaúrslit, en á þessum tímapunkti er þetta góð viðurkenning fyrir núverandi rík- isstjórn og verk hennar. Stjórnar- andstaðan er líka sjálfri sér verst." Kristín HaUdórsdóttir þingkona Kvennalista. „Það er ekki nýtt að Sjálfstæðis- flokkurinn fái gott fylgi í skoð- anakönnunum, það er venja fremur en undan- tekning. Þá eru úrslit kosninga flokknum yfirleitt lakari en kann- anir hafa gefið til kynna. Engu að síður hljóta þessar kannanir að efla baráttuvilja annarra stjórn- málaafla sem hljóta nú að gera allt hvað þau geta til að undan- tekning sanni ekki reglu. Niður- stöður kannananna endurspegla Iíka mikla óvissu sem nú ríkir í stjórnmálum, ný stjórnmálaöfl eru að styrkjast og önnur að veikj- ast og fólk er þessar vikumar að móta sína pólitísku afstöðu." ÍUIÍ 1)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.