Dagur - 14.01.1999, Side 8

Dagur - 14.01.1999, Side 8
8- FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 19 9 9 FRÉTTA SKÝRING rD^ftr HEIÐUR J ^ íjg HELGA- DOTTIR SKRIFAR Gagngerbreyting á greiðslumati vegna íbuðarkaupa og félags- leg viðbdtarlán í stað félagslegra íbúða eru stærstn breytiiigariiar sem urðu við endur- skoðun húsnæðislaga og tilkomu íbúðalána- sjóðs. „Nú erum við að fltja upp á nýjum kafla í húsnæðissögu þjóðarinnar," sagði félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, sem kynnti nýja kerfíð ásamt ásamt forsvarsmönnum Ibúðalánasjóðs. Bankarnir fá aukið hlutverk. Að sögn Páls á nýja kerf- ið að verða auðveldara við að eiga og jafnframt opna fleirum Ieið til íbúðarkaupa, til dæmis náms- mönnum og fleirum sem áður komust ekki inn. Nýjar leiðir í fé- lagslega kerfínu þýði líka greiðari og betri aðstoð en fólk hafi þar áður átt kost á. Viðkomandi fái venjulegt húsbréfalán og síðan við- bótarlán, þannig að samanlagt geta lánin numið 90 prósentum íbúðar- verðsins. Jafnframt verða teknar upp samtímagreiddar vaxtabætur, á þriggja mánaða fresti, í stað þess að vaxtabæturnar séu greiddar einu sinni á ári, og í fyrsta sinni allt að hálfu öðru ári eftir íbúðarkaup. Fata sig á flóamörkuðiun Glænýr útgangspunktur til út- reiknings á greiðslugetu gildir fyrir báða hópana. I stað þess að miðast við ákveðna hámarksprósentu af launum (18 prósent við almenn fbúðarkaup) reiknast greiðslugetan núna það sem eftir stendur af tekj- unum þegar frá er dregin lág- marksupphæð til framfærslu fjöl- skyldunnar, bílakostnaður og greiðslur af öðrum lánum en íbúðarlánum. Ymsum hefur víst blöskrað sú upphæð sem þar er áætlað að fólk geti komist af með til framfærslu. Enda virðist Ijóst að þeim sem nota að fullu það sem umfram er í íbúðarkaupin komast varla í bíó næstu árin, að ekki sé nú talað um dýrari skemmtanir, og verða væntanlega að mestu að klæða sig upp á flóamörkuðum. Nægjusemi liiinsl enn Samkvæmt fróðlegu upplýsingariti Ibúðalánasjóðs „Að koma sér upp þaki yfir höfuðið“ er framfærslu- kostnaðurinn byggður á reynslutöl- um Ráðgjafarstofu um Qármál heimilanna um algjöran Iágmarks- kostnað til framfærslu, þ.e. útgjöld sem reynslan hefur sýnt að ekki verði með nokkru móti komist hjá. Framfærslukostnaður miðast við stærð fjölskyldu og samsetningu. Einstaklingur á að geta skrimt af 28.000 krónum, en tveir fullorðnir í heimili af 46.000 krónum. Fimmtán þúsund krónur þarf til viðbótar fyrir fyrsta bamið, 14 þús- und fyrir annað, 13 þúsund fyrir það þriðja og svo framvegis. Fram- færslukostnaður hjóna með tvö böm er þannig talinn 75.000 krón- ur að lágmarki. Þar af er áætlað að 2/3, eða rúmlega 50 þúsund krón-J ur fari í mat og hreinlætisvörur. Tæplega 25 þúsund eru því eftir fyrir fötum, síma, rafmagni/hita, áskriftargjöldum, tryggingum, ' lækniskostnaði og fleiru. Við bætist síðan rekstrarkostnaður (18.000 kr. að Iágmarki) og greiðslur af öðr- um skuldum (til dæmis námslán- um) þar sem það á við. Við útreikn- ing greiðslumats er ætlast til að íbúðarkaupandi miði við sinn eigin raunverulega framfærslukostnað, en framangreindar tölur eru lág- marksviðmiðun. „Vísitölufjölskyldan“ eyðslu- samari Þess má geta að „vísitölufjölskyld- an“ eyðir ríflega tvöfalt meira í þessa sömu kostnaðarliði. Mis- munurinn fer að mestu í tóm- stundagaman (meðal annars í áfengiskaup), heimilistæki og hús- búnað, ferðalög og hærri áskriftar- gjöld. I þessa liði eyðir „vísitölufjöl- skyldan" rúmlega 85.000 krónum umfram áðurgreindar „nauðþurft- ir“ samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Ætlast er til að væntanlegir íbúðarkaupendur geri sjálfír bráða- birgðagreiðslumat áður en þeir heíja íhúðarleit, með hjálp vefsíðu Ibúðalánasjóðs (www.greiðslu- mat.is), banka eða fasteignasala. Greiðslumat verður síðan fram- kvæmt af bönkum eða sparisjóðum eftir að samþykkt kauptilboð (eða kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu) liggur fyrir. Tekjur, eignir og lánamögu- leikar Til grundvallar greiðslumati eru lagðar nettótekjur, þ.e. heildarlaun að viðbættum barnabótum eða öðrum bótum en frádregnum stað- greiðslusköttum. Miðað er við meðallaun sfðustu 3ja mánaða og laun síðasta árs höfð til hliðsjónar. Auk framfærslukostnaðarins koma sfðan inn í myndina; eigið fé (þ.e. fasteignir, sparifé, bíll eða annað), lánamöguleikar og væntanlegar vaxtabætur og áætlaður rekstrar- kostnaður væntanlegarar fbúðar. Ut frá öllu þessu er Iagt mat á hvort viðkomandi ráði sæmilega við fyrirhuguð íbúðarkaup. „Eins og skrattinn úr sauðar- Ieggnnm“ Kostnaður við íbúðarkaupin hefur stundum komið kaupendum óþægilega á óvart. I dæmi íbúða- lánasjóðs af 7 milljóna króna íbúð með 6,1 milljónar króna láni fara til dæmis hátt í 130.000 krónur í stimpilgjöld, lántökugjöld og þing- lýsingar og þá er nærri 30.000 króna stimpilgjald á kaupsamningi ótalið. Félagslegt lán fyrir „frjálsri" íbúð Félagsleg aðstoð við íbúðarkaup felst nú í því að kaupendur sem uppfylla skilyrði um greiðslugetu og tekju- og eignamörk geta óskað eftir viðbótarláni við venjulegt hús- bréfalán þannig að lánveiting verði allt að 90 prósent af markaðsverði íbúðar. Viðbótarlán er ætlað þeim sem búa við erfiðar aðstæður. Tekjumörk miðast við heildartekjur umsækjanda, maka hans og bama 20 ára og eldri sem búa á heimil- inu. Meðaltekjur síðustu 3ja ára mega vera allt að 1.680.000 kr. á ári fyrir hvern fullorðinn einstakl- ing á heimilinu eða 2.355.000 kr. hjá sambúðarfólki, auk 280.000 kr. fyrir hvert barn innan tvítugs. Eignamörk eru 1,9 milljónir. Um- Tilkoma fbúðalánasjóðs markar nýja kafla í hússnaeðissögu lani sókn um viðbótar- lán þarf að fylgja samþykki viðkom- andi húsnæðis- nefndar fyrir lán- veitingu. Húsnæð- isnefnd er heimilt að veita undanþág- ur á grundvelli mats á högum hans. Greiðslubyrði 16.000 kr.á mánuði Ibúðalánasjóður sýnir dæmi um að greiðslubyrði lág- launafjölskyldu (180.000 kr. á mánuði) af samtals 6,1 milljónar króna húsbréfaláni og viðbótarláni til 40 ára, verður aðeins 16.000 kr. á mán- uði, að frádregnum 15.000 kr. vaxta- bótum á mánuði. Hámark vaxta- gjalda til útreikn- ings vaxtabóta eru: 411.200 kr. hjá einstaklingi, 540.000 kr. hjá einstæðu foreldri og 668.500 kr. hjá hjónum - en þó aldrei hærri en 7 prósent af skuldum vegna íbúðar- kaupanna. Frá vaxtagjöldunum dragast síðan 6 prósent af heildar- tekjum fjölskyld- unnar. Mismunur- 90% húsnæðislána til 40 ára Hjón með tvo böm, fuUnýttan persónuafslátt og einn bíl ætla að kaupa sér sjö milljóna króna íbúð. Mánaðarlaun þeirra em 180.000 kr. Ivrónur Kaupverð íbúðar .... 7.000.000 ....6.100.000 Fyrstu íbúðarkaup 70% húsbréfalán til 40 ára ............................ 4.900.000 20% viðbótarlán til 40 ára ............................ 1.400.000 Fjármögnun kaupanda ..................................... 700.000 Greiðslugeta Mánaðarlaun Qölskyldu ................................... 180.000 Reiknaðir staðgreiðsluskattar ............................-23.500 Framfærslukostnaður ......................................-75.000 Rekstur bifreiðar ........................................-18.000 Greiðslugeta á mánuði ................................... 63.500 Greiðslubyröi af húsnæðislánum.............................31.000 Vaxtabætur .............................................. -15.000 Greiðslubyrði ............................................ 16.000 Áætlaður rekstrarkostn. íbúðar .......................... 10.500 Eftir standa ............................................ 37.000 * 'í&’X'A.'iá' Greiðslumat fjögurra manna fjölskyldu með 180 þús. kr. mánaðartekjur sem ætlar að kaupa 7 milljóna króna íbúð með húsbréfaláni og viðbótarláni. Niðurstaðan er sú, að vaxtabætur standa undir næstum helmingnum af greiðslubyrði lánanna og að fjölskyldan hefur 37.000 kr. á mánuði til ráðstöfunar umfram nauðþurftir, rekstur bíls og húsnæðiskostnað. Hver og einn á nú að geta gert sitt eigið greiðslumat út frá sínum raunverulegu tekju- og kostnaðartölum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.