Dagur - 14.01.1999, Page 11
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 - 11
Xfe^ur.
Santer íhugar afsögn
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Jacques Santer,
forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, Iítur svo á að afsögn sín komi til
greina ef vantrauststillaga á hendur fram-
kvæmdastjórninni verður samþykkt á Evr-
ópuþinginu. Atkvæðagreiðslan um van-
trauststillöguna fer fram í dag.
Milljaröar hurfu í Frakk-
laudi
FRAKKLAND - Nærri 220 milljarðar króna af láni sem fara átti til
Saudi-Arabíu hurfu sporlaust í Frakklandi á stjórnartíma Francois
Mitterands, ári 1983, að því er fullyrt var í frönskum fjölmiðlum.
Grunur Ieikur á því að hluti fjárins hafi farið til Sósíalistaflokks Mitt-
erands, en hugsanlegt er að eitthvað af fénu hafi farið til einstaklinga.
Hugsaulega kosið um Evruua í Bretlaudi
BRETLAND - Ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi útilokar
ekki lengur að gengið verði til kosninga um það hvort taka eigi þátt í
myntbandalagi Evrópusambandsins. Nýja myntin, evran, hafi farið
það vel af stað að hugsanlegt sé að efna til kosninga ef fyritæki og íjár-
málaheimurinn þrýsta mjög á um það. Hingað til hefur ríkisstjórn
Tonys Blairs statt og stöðugt haldið því fram að bíða þurfi næstu þing-
kosninga áður en hægt verði að ræða kosningar um þátttöku í mynt-
bandalaginu.
Cliuton greiddi Paulu Jones 850.000 $
BANDARÍKIN - Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur greitt
Paulu Jones 850.000 dollara, eða sem svarar nærri 60 milljónum
króna. Samið hafði verið um að Clinton greiddi henni þessa upphæð
gegn því málshöfðun félli niður, en hún hafði kært hann fyrir að hafa
sýnt sér kynferðislega áreitni á hótelherbergi meðan hann var ríkis-
stjóri í Arkansas.
Vinstrihreyfingin
arœ/itýjram
Stofnfundur kjördæmisfélags
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
á Norðurlandi eystra verður haldinn sunnudaginn
17. janúar kl. 16 á Fosshóteli KEA á Akureyri.
Verkefni fundarins er m.a. að kjósa félaginu stjóm
og taka ákvörðun um tilhögun framboðsmála.
Allir stuðningsmenn velkomnir.
Nýir félagar geta skráð sig á staðnum.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð
ERLENDAR FRÉTTIR
Clinton skiptir uin tón
Lögfræðiugar Clint-
ons forðast að styggja
öldungadeildina í
vamarskjali sínu.
Munnlegur málflutningur í
kærumálinu á hendur BiII Clint-
on Bandaríkjaforseta hefst í öld-
ungadeild þingsins í dag. Lög-
fræðingar Clintons sendu í gær
frá sér vamarskjal sitt, en áður
höfðu þingmenn fulltrúadeildar
sent frá sér ákæruskjal.
Af varnarskjali Clintons má
ljóst vera að nokkuð hefur skipt
um tón í herbúðum hans, þar
Bill Clinton.
sem forðast er að styggja þing-
menn öldungadeildarinnar með
röksemdum á borð við þær að
vinnubrögð saksóknarans Kenn-
eth Starr hafi verið óviðeigandi.
Vörnin byggir frekar á því að
segja ákæruefnin ekki hafa við
rök að styðjast.
Sömuleiðis ákváðu Clinton og
aðstoðarmenn hans að leggja
ekki til að málinu verði vísað frá
fyrr en í fyrsta lagi eftir að munn-
legum málflutningi kærenda og
verjenda fyrir öldungadeild er
lokið.
„Þeir eru kviðdómurinn," sagði
einn háttsettur starfsmaður
Hvíta hússins um þingmenn öld-
ungadeildar. „Við viljum ekki
reita kviðdóminn til reiði."
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 461 2960 - Akureyri
Nýtt útlit - kr;
125 hestafla vél.
• Ný sjálfskipting.
• Ný iimrétting.
• Ný speglaljós.
• Nýtt loftnet í hlið;
Ný Multi Link fjöðrun
Sýnum Nýjan Legacy
Einnig verður til sýnis
ImpresaTurbo 4x4
ásamt fleiribílum.
BSV
c-1
Toyota Corolla
^ 564 6000
Erum fluttir á Smiðjuveg 1 Kópavogi
Bílaleiga
Dodge Dakota pick-up
m/camper
IHHMinHMH