Dagur - 02.02.1999, Page 13

Dagur - 02.02.1999, Page 13
ÞRIDJUDAGU R 2. FEBRÚAR 1999 - 13 Du^ir_ ÍÞRÓTTIR l. KeflvíMngar að sttnga af Þegar DHL-deildin var hálfnuð var liiíu jöfn, óvenju jöfn. Nú er öldiu önnur og þegar sextáu umferðum er lokið hefur hilið á milli eM og neðri hluta breikkað. Keflvíkingar sitja einir á toppi DHL-deildarinnar þegar sextán umferðum er lokið. A sunnudag lögðu þeir ÍA, 110-93. Keflvík- ingar virðast vera óstöðvandi um þessar mundir og fremstur í flokki þeirra fer Damon Johns- son. Hann hefur farið á kostum í síðustu leikjum Iiðsins. Og með fullri virðingu og meira en það fyrir íslenskum körfuknattleik þá hlýtur hann að fara inn á megin- land Evrópu næsta tímabil og leika þar með sterku liði. En hvað um það þá hafa Skaga- menn ekki unnið leik í Iangan tíma en það fer að líða að því. Þeir hafa eytt löngum tíma í að finna rétta ameríska leikmann- inn fyrir lið sitt en þeir virðast búnir að finna þann rétta. KR-sigur í „Holuimi“ KR-ingar virðast vera að sanna tilverurétt sinn með toppliðum deildarinnar. Eftir ósigur gegn Grindvíkingum í síðustu umferð náðu þeir góðum sigri á Njarð- vík. Leikurinn fór fram í Haga- skóla, eða „Holunni" eins og heimavöllur KR-inga er kallaður og urðu lokatölur leiksins hreint ótrúlega lágar, 60-59, en svo lágt skor sést ekki oft í DHL-deiId- inni. KR-ingar hafa ekki enn tap- að leik á heimavelli frá því þeir fóru að Ieika í Hagaskóla og var leikurinn gegn Njarðvík sá íjórði í röð. Njarðvík er í öðru sæti deildarinnar en KR í því þriðja. Aiuiar sigur SkaUagríms í röð Skallagrímur hefur núna unnið tvo Ieiki í röð. I sfðustu umferð sigruðu þeir Þór frá Akureyri á Akureyri með minnsta mun, 82- 81, eftir æsispennandi lokamín- útur. En það voru einmitt lokamínútur leiksins sem Iyftu Ieiknum á hærra plan eftir frekar dapran leik beggja liða. Þór vermir nú næst neðsta sæti deildarinnar en þeir eiga að leika við KFI í kvöld en það er leikur- inn sem var í fimmtándu um- ferð. Skallagrímur hefur ekki átt eins slakt lið og nú í ár síðan þeír hófu að leika í úrvalsdeild. En liðið er ungt og þarf tilfinnilega að tileinka sér reynslu. Griudvikmgar á beinu braut- iuni Grindvíkingar hafa ekki beðið ósigur á nýju ári. Nú Iágu Hauk- ar á heimavelli sínum eftir fram- lengdan leik, 95-100. Herbert Arnarson hefur verið að Ieika vel fyrir Grindvíkinga og munar um minna. Haukar eru komnir með gríðalega sterkan amerískan leik- mann sem er mikill skorari. Þeir eru ekki búnir að segja sitt síð- asta orð. En ég minni á að Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Hauka, þarf að skora meira. Réttur taktur hjá ísfirðiiiguin Isfirðingar virðast vera búnir að finna rétta taktinn, en þeir sigr- uðu Snæfelli í Stykldlshólmi, 69- 77. Snæfell sem „rak“ þjálfara sinn á dögunum hefur ekki verið á sama flugi og fyrir áramót. En koma tímar og koma ráð með nýjum þjálfara. KFI á von á Þór í heimsókn í kvöld. Þórsarar koma örugglega hungraðir í sigur og verða ekki auðunnir. Valur tapaði en Valur vann Tindastóll lagði Val á heimavelli, 89-80. Valsmenn verma botn- sæti deildarinnar og Hrðist fall blasa váð þeim. En ekki er öll nótt úti enn, því stutt er í Þór og Skallagrím sem eru með átta stig. Valur hefur einungis tvö stig í augnablikinu. Tindastólsmenn virðast ekki vera með nógan stöðuleika. En Valur Ingimund- arson þjálfari þeirra segir, að það taki smá tíma að byggja upp lið- ið. Þeir hafa mjög sterkan heimavöll, sem á eftir að reynast þeim vel í úrslitakeppninni ef þeir ná að halda sér í hópi átta efstu liða. — GS Körfubolti - Staðai í DHL-deildinni 1 L U T Mörk S Keflavík 16 15 1 1519:1272 30 Njarðvík 16 12 4 1444:1199 24 KR 16 12 4 1385:1294 24 Grindavík 16 11 5 1469:1351 22 KFÍ 16 9 6 1274:1262 18 Snæfell 16 7 9 1256:1338 14 Haukar 16 7 9 1277:1348 14 Tindast. 16 7 9 1336:1340 14 ÍA 16 6 10 1204:1282 12 Þór 16 4 11 1134:1273 8 Skallagr. 16 4 12 1276:1399 8 Valur 16 1 15 1213:1429 2 United komið á kuimar slóðir I/arnarmenn Villa voru grátt leiknlr afAlan Shearer á laugardaginn. Bergkamp fagnar sigurmarkinu gegn Chelsea á Highbury. Manchester United á toppinn. Heppnin með Arsenal. Fyrsta markið í fjóra mán- nði. Coventry reynist Liverpool erfitt. Rauðu spjöldin vin- sæl hjá Blackbum. Beljúkórinn bestur á Goodison Park. Dwight Yorke sá til þess, á sfð- ustu sekúndum leiksins við Charlton, að Manchester United hélt heim með stigin þrjú og toppsætið í ensku úrvals- deidlinni. Hremmingar Charlton halda því áfram og fátt bendir til þess að liðið haldi sæti sínu í úr- valsdeildinni. Alex Ferguson er aftur á móti kominn á kunnar slóðir með sína menn. Manchester United er á mikilli siglingu þessar vikurnar. Liðið leikur frábæra knattspyrnu og ekkert Iið skorar fleiri mörk. Varnarleikurinn er allur að koma til en samt er Ferguson ekki ánægður. „Eg er enn að leita að miðverði sem getur leikið við hlið Jaap Stam. Gary Neville byrjaði vel og Ronny og Henning hafa einnig átt góða Ieiki en þeir hafa ekki sýnt nægan stöðug- leika ennþá,“ sagði Ferguson. Það var fyrst og fremst hörku vinna og mikil barátta sem færði Arsenal sigur í leik sínum við Chelsea. Heimamenn á High- bury voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að fá mörg marktækifæri. Dennis Bergkamp nýtti þó eitt þeirra til fullnustu og skoraði sigurmark meistar- anna. Með sigrinum batt Arsenal enda á taplaust tímabil Chelsea, en þeir hafa ekki tapað deildar- leik frá því í fyrstu umferðinni gegn Coventry, þann 15. ágúst s.l. og mun það vera met í ensku úrvalsdeildinni. Loksins, loksins, loksins Þar kom að því að Newcastle brýndi klærnar. Með Alan Shear- er sem besta mann yfirspilaði Newcastle topplið Aston ViIIa. Shearer hafði ekki skorað mark í úrvalsdeidlinni síðan í septem- ber og því eðlilega orðinn marka- gráðugur. Hann skoraði fyrsta mark heimamanna og var óhepp- inn að fá ekki skráð á sig annað mark sem dómarinn sá ástæðu til að telja ólöglegt. Aston Villa var á hælunum allan leikinn og átti aldrei möguleika á sigri. Framlína liðsins er tannlaus án Dion Dublin. Paul gamli Merson átti þó góðan leik og mark hans var af bestu gerð. Everton jafnaði gamalt met í efstu deild á laugardaginn er liðið lék sinn tólfta heimaleik. Eftir 0- 1 tap fyrir botnliði Nottingham Forest hefur ekkert lið skorað jafn fá mörk á heimavelli, þijú í tólf Ieikjum, nema Arsenal sem hefur haft þennan heiður frá árinu 1912. Beljukórinn á Goodison Park hefur aldrei baulað hærra á sína menn en þegar þeir gengu til búningsherbergja að leik Ioknum. Og þeir áttu baulið skilið. Annað botnlið, Southampton, vaknaði til lífsins og gerði Leesds lífið Ieitt. Sigurinn, 3-0, var í stærra lagi en verðskuldaður. Gamli jálkurinn, Le Tissier, var í góðum gír á miðjunni hjá heima- mönnum og vörnin vann fyrir kaupinu sínu og vel það. Skárra en 1992 Liverpool sótti ekki gull í greipar Coventry frekar en fyrri daginn. Heimamenn á Highfield Road voru mun ákafari og lögðu á sig þá vinnu sem þurfti til að sigra. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, getur þó huggað sig við að tapið nú, 2-1, var skárra en 1992 þeg- ar stærsta tap Liverpool í efstu deild, 5-1, varð staðreynd. Reyndar sigraði Coventry Liver- pool 4-0 á síðasta áratug og stát- ar nú af þvf að vera það lið sem leikið hefur Rauða herinn hvað verst síðustu árin. Ljósi punkturinn fyrir Houllier og félaga var Rigobert Song, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Liver- pool og var besti maður vallarins. Steve McManaman lék síðustu tuttugu mfnúturnar og skoraði mark gestanna. Stuðningsmen Liverpool, sem lögðu leið sína til Coventry, þökkuðu McMana- man dygga þjónustu við Iiðið með bauii þegar hann gekk af leikvelli. Þeir þola illa að missa hann í raðir Real Madrid 1. júlí. Enn sér Blacbum rautt Leikmenn Blackburn hafa verið iðnari við að safna gulum og rauðum spjöldum í vetur en stig- um. I 1-1 jafnteflinu við Totten- ham léku heimamenn á Eawodd Park einum færri síðasta hálf- tímann eftir að Wilcox var rek- inn af velli. Nýju menninrnir, Jason McAteer og Jansen, áttu báðir fínan leik og koma til með að styrkja liðið verulega haldi þeir áfram á sömu braut. Derby sótti öll stigin til Sheffi- eld og siglir lygnan sjó fyrir ofan miðja deild. Wimbledon og West Ham gerðu markalaust jafntefli í steindauðum leik. Sömu úrslit urðu í leik Middlesbrough og Leicester. Það er helst að frétta úr herbúðum Boro að Paul Gascoigne hefur nú snúið sér að alvöru að því að spila Bingo og þykir nokkuð sleipur á því s\iði. ÚrsUt Blackburn - Tottenham L- 1 Coventry - Liverpool 2-1 Everton - Nott. Forest 0-1 Middlesb. - Leicester 0-0 Newcastle - Aston Villa 2-1 Sheff. Wed. - Derby 0-1 Southampton - Leeds 3-0 Wimbledon - West Ham 0-0 Arsenal - Chelsea 1-0 Charlton - Man. United 0 - 1 - GÞÖ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.