Dagur - 03.02.1999, Side 2

Dagur - 03.02.1999, Side 2
18 - MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999 Da^ur —t. LJFIÐ ÍLANDINU L. J SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Sigurjón Benediktsson. Pósthvarfið dularfulla! GULLKORN „Ég fæ ekki séð...að það hafi verið nokkurt minnsta tilefni til að færa Loga inn í lögreglubílinn eins og var gert,“ segir Bogi Agústs- son, firéttastjóri Sjónvarps, eftir að löggan handtók Loga Bergmann fréttamann og sóp- aði inn í löggubíl á meðan Logi var við vinnu sína í Hörpu-brunanum. Sjallamir smeykir Þá er kjördæmisþingi Sjálfstæðísflokksins lok- ið og búið að raða upp á listann fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Eins og kunnugt er af fréttum var töluverð óánægja með uppstilling- una sem kristallaðist einkum í aðför Sigurjóns Benediktssonar tannlæknis og co. gegn sitj- andi forystu. Tillögur Siguijóns hlutu hins vegar ekki náð. Ofanritaður átti samtal við genetískan sjálf- stæðismann í Mývatnssveit um helgina þar sem kjördæmisþingið fór fram. Hann staðfesti það sem hent hefur verið á lofti að sjálfstæðis- menn á Akureyri eru smeykir við Iista Fram- sóknarflokks á Ni. eystra. Þar urðu úrslit óvænt og eru tvö lítt þekkt andlit á landsvísu í 2.-3. sæti Framsóknar. Einhverra hluta vegna telja ýmsir að tilbreyting sé af hinu góða og því sagði sjálfstæðismaðurinn að gott hefði verið að „poppa aðeins upp“ efstu sætin hjá sjálf- stæðismönnum. Hin hliðin á póstmálinu Tveir íbúar á Akureyri sem fengu jólapóstinn sinn fyrst borinn út í sfðustu viku höfðu sam- band við ofanritaðan eftir að Dagur birti frétt- ina um pósthvarfið dularfulla sem nú hefur loks verið upplýst. Hvorugur vildi koma fram undir nafni, en báðir bentu á að í fréttum síð- ustu viku af málinu, hefði eitt sjónarhorn vantað í umQöIlun Ijölmiðla. Nefnilega þá staðreynd að margir þeir sem ekki fengu póst- inn hefðu ítrekað kvartað til Islandspósts og sagt að eitthvað hlyti að vera að og viðbrögðin hefðu verið lítil framan af og mikil tortryggni. I einhverjum tilfellum hefði nánast verið skellt á þá sem kvörtuðu. Eftir því sem mynstrið varð greinilegra, breyttist tónninn hins vegar til betri áttar og alhliða rannsókn var hleypt af stokkunum í kjölfarið. Kona sem talaði \ið ofanritaðan sagði: „Þú getur rétt ímyndað þér hvort við höfum ekki vitað að eitthvað var að póstþjónustunni þegar við vorum farin að sakna 30 jólakorta." Þrátt fyrir að heimildarmenn hafi ekki viljað tala undir nafni er þessari skoðun þeirra komið á framfæri við forráðamenn Islandspósts. Al- menningur hefur skilning á því sem gerðist, en kurteisi er alltaf af hinu góða. Björn Steinar Sól- bergsson hefur verið í leyfi frá Ak- ureyrarkirkju og frá því í september hefur hann einbeitt sér algjörlega að því að æfa Konsert Jóns Leifs fyrir orgel og hljóm- sveit. Magnaður suðupottur Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á fimmtudags- kvöld verður meðal annars flutt- ur Konsert fyrir orgel og hljóm- sveit opus 7 eftir Jón Leifs. Magnaður suðupottur þar sem Það eralgjörlega ómetanlegt að geta farið í burtu og hugs- frá íslenskum þjóðlögum, tví- söngslögum og rímum. Þessu blandar hann öllu saman í þann magnaða suðupott sem úr verð- ur.“ - Og þessi grunnur gengur upp í saman koma áhrif frá íslenskum UIU ekkí UeÍtt aUU- ^onsertfyrtr orgel og hljómsveit? þjóðlögum, tvísöng, rímum og fleiru, sem Jón Leifs samdi á ár- ^ m Utffa Verkefni. unum 1917-1930. Bjorn Steinar r J Sólbergsson organisti í Akureyr- arkirkju leikur einleik en hann hlaut listamannalaun til að æfa verkið. „Eg fór út í september og hef verið búsettur í Cambridge í vetur þar sem ég gat algjörlega helgað mig þessu verkefni," segir Björn Steinar. Hann segir mastersritgerð sem Árni Heimir Ingólfsson skrifaði um orgel- konsertinn 1997 hafa hjálpað sér mikið \að und- irbúninginn fyrir þessa tónleika. „Já, fullkomlega." SPJALL Gengur fullkomlega upp - Þessi konsert gerir miklar kröfur til fly'tjandans? „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Grunnhugmyndin varð til þegar Jón Leifs var í námi í Leipzig og þá fór hann að huga að því að búa til stóra passacagliu, sem er síendur- tekið stef í bassalínunni. Síðan vann hann konsertinn í Ijórum hollum með hléum á milli. Lokahnykkinn tók hann eftir að hann ferðaðist um landið og tók upp söng fólks sem var að syngja íslensk þjóðlög. Það hafði mjög sterk áhrif á hann og mótaði mikið hans vinnu eftir það. Hugmyndin á bakvið konsertinn er þrí- skipt. I fyrsta lagi er það passacagliustef, síðan í öðru Iagi er lag sem hann heyrði konu einhvers- staðar á Vesturlandi syngja við útfararsálminn „Allt eins og blómstrið eina“ og í þriðja lagi áhrif Ómetanlegt - Hvers virði er það fyrir þig að fcí tækifæri til að geta helgað þig dl- gjörlega því að æfa svona verk? „Það er algjörlega ómetanlegt að geta farið í burtu og hugsað um ekki neitt annað en þetta verkefni. Það er af þeirri stærðargráðu að það kemst ekkert annað að á meðan. Konsertinn verður tekinn upp á geislaplötu. Það er sænska útgáfufyrirtækið Bis sem stendur fyrir því. Það fyrirtæki hefur á stefnuskrá hjá sér að taka upp öll verk Jóns Leifs." - Er það ill nauðsyn fyrir orgelleikara að þurfa jafnframt að vinna fyrir sér sem organistar í kirkjum til dæmis, íföstu starfi. „Nei, alls ekki. Eg tel það mikla gæfu fyrir organista að fá að starfa í kirkju. Kirkjan ræður tónlistarmenn til að vera í fullu starfi sem tón- listarmenn. Það er alveg stórkostlegt því þá gefst manni tækifæri til að æfa sig. Þess er kraf- ist að organisti skili sínu hlutverki, bæði sem orgelleikari og maður kemur reglulega fram sem slíkur, bæði við helgihald og síðan á tónleikum. Akureyrarkirkja stendur til dæmis fyrir mjög öfl- ugu tónleikahaldi og mér hafa gefist tækifæri til að stunda tónleikahald fyrir velvilja sóknar- nefndar og sóknarpresta þannig að þetta fer mjög vel saman.“ - HI ■ FRÁ DEGI „Frekjan er barn fáfræðinnar." Sir. Francis Bacon Þau fæddust 3. febrúar • 1887 fæddist austurríska skáldið Georg Trakl. • 1889 fæddist danski kvikmyndahöfund- urinn Carl Theodor Dreyer. • 1898 fæddist finnski arkitektinn Alvar Aalto, höfundur Norræna hússins í Reykjavík. • 1909 fæddist franski heímspekingurinn og andspyrnukonan Simone Weil. • 1935 fæddist bandaríski gítarleikarinn Johnny Watson. Þetta gerðist 3. febrúar • 1815 var fyrsta ostaverksmiðja heims sett á laggirnar í Sviss. • 1930 var Islandsbanka (hinum eldri) lokað eftir að hafa starfað frá 1904. • 1944 brann Hótel ísland, sem þá var TIL DAGS stærsta timburhús í Reykjavík. • 1945 voru gerðar Ioftárásir á Berlín. • 1962 lagði Kennedy Bandaríkjaforseti viðskiptabann á Kúbu. Merkisdagurinn 3. febr. I dag er Blasíusarmessa. Blasís var biskup í Sbaseiu í Armeníu. Hann flúði undan ofsóknum í fjallshelli, fuglar færu honum mat og dýr leituðu blessunar hans. Hann var handtekinn, píndur með þ\i' að skera úr honum kjötstykki með járnkambi, síð- an var reynt að drekkja honum en að lok- um var hann hálshöggvinn. Hann var höfuðdýrlingur kirkju á Laugarvatni. Vísan Vísa dagsins tengist þeim sið að blíðka goðin með þvf að blóta Þorra: Þegar stofnast Þorrahlót þykir vinstur lakans hót. Sauðar hlóð, erfelldifót, fjandskap goða hneklú. Afmælisbam dagsins Fyrir réttum 190 árum fæddist í Hamborg í Þýskalandi Jakob Lud- wig Felix Mendelssohn-Bartholdy, venjulega þó aðeins nefndur Felix Mendelssohn. Hann var eldd að- eins tónskáld, heldur jafnframt píanóleikari, hljómsveitarstjóri og tónlistarkennari. Og svo átti hann drjúgan þátt í að endurvekja áhuga manna á tónverkum Jóhanns Sebastians Bachs. Mendelssohn lést í Leipzig þann 4. nóvember 1847. Aumingja löggan Lögreglumanninum s^m fyrstur kom á árekstursstaðinn varð ekki um sel. Innan á framrúðunni var eitthvað skelfilega klesst, grátt og hvítt og rauðir taumar láku niður úr því. Hann kallaði í skyndi eftir hjálp og hljóp svo að bílnum. „Ertu mikið slaðasaður?" spurði hann manninn sem sat við stýrið. „Eg? Nei, nei, það er allt í lagi með mig. En pizzan mín fór illa.“ Veffang dagsins Á netfanginu http://cgi.pathfind- er.com/time/daylie er að finna tímaritið Time og hægt að fylgjast þar með alþjóða- málum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.