Dagur - 03.02.1999, Page 4
20-MIDVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1999
LÍFIÐ í LANDINU
L
UMBUDA-
LAUST
Stefán Jón
Hafstein
skrifar
Túri Morthens orðaði það
svona á lokaspretti kvöld-
fagnaðarins á Grand Hoteli
um helgina: „Þetta er sögu-
leg stund, það sem við urð-
um vitni að í kvöld er bylting
fólksins. Hvorki meira né
minna.“
Hafa óspaklegri orð fallið.
Olíklegt er að fyrir einu ári
hafi Jóhanna Sigurðardóttir
þorað að vona að sú stund
rynni upp að orðin ódauð-
legu yrðu sönn.
Okrýndur sigurvegari prófkjörs Samfylk-
ingarinnar er hinn nafnlausi samfylkingar-
sinni. Hinn stóri lúser er flokkakerfið. Fólk-
ið í höfuðborginni neitaði að láta beygja sig
á flokksklafana og var þó mikið reynt. I próf-
kjörinu töpuðu flokkarnir sem fólki var gert
að gera upp á milli. Kvennalistinn og Al-
þýðubandalagið „eiga“ miklu meira undir
öllum hefðbundnum formerkjum en þarna
kom fram. Alþýðuflokkurinn fráleitt svo
mikið sem A-hóIfið uppskar. Ellefu þúsund
borgarbúar kusu undir formerkjum samfylk-
ingar, ekki flokkshólfa, og þeir frambjóðend-
ur sem Iengst og best hafa dugað fyrir þá
hugsjón uppskáru eins og þeir hafa sáð.
Jörðin er frjó.
Umræðan
Umræðan á prófkjörsnótt, í ijölmiðlum og á
göngum Grand Hotels var furðuleg. FjöT
miðlamenn, frambjóðendur og stuðnings-
menn voru greinilega ekki búnir að átta sig
á „byltingu Túra Morthens" og laga orðfæri
sitt og hugsun að henni. Hver á fætur öðr-
um át upp ldisjuna um „sigur Alþýðuflokks-
ins“ þegar ekkert var fjær sanni: Alþýðu-
flokkurinn sem stofnun átti einn einasta
mann inni í góðu sæti, gamlan Allaballa og
Þjóðviljaritstjóra með stóra kúlu á enninu. A
sömu stundu var talað um „afhroð Alþýðu-
bandalagsins“. Með Bryndísi Hlöðvers og
Arna Þór í öruggum sætum var staðan ein-
faldlega sú að Mörður Arnason, sá gamli að-
stoðarmaður Olafs Ragnars, Þjóðviljaritstjóri
og allt sem nöfnum tjáir að nefna fyrrum
Allaballi, var einu sæti fyrir ofan Árna Þór.
Atkvæðaíjöldi G-hólfsins svipaður og í próf-
kjöri Reykjavíkurlistans, Vilhjálmur H. Víl-
hjálmsson var nokkrum punktum neðar en
Kobbi Magg. Var þetta „afhroð“? Kvennalist-
inn hvarf í öldurótinu kringum A-hóIfið, ná-
kvæmlega eins og búist var við. Þær stöllur
hafa hins vegar aldrei verið inni í samfylk-
ingarumræðunni út á stofnanalegan styrk,
heldur vegna þess að þær eru pólitískir fána-
berar fyrir mikilvæga hugmyndafræði heild-
arinnar. Gamlir flokkshestar um víðan völl
hafa hvað eftir annað talað um að „henda
kerlingunum" út; það er siðferðislegur sigur
Samfylkingarinnar að taka þennan fána með
þó „inneign" Kvennalistans mælist ekki í
gildum sem mölur og ryð fá grandað.
Þannig snérist umræðan um sjálfa sig á
kolröngum forsendum og hélt áfram í helstu
fréttatímum ljósvakans sem komust ekki frá
forsendum gömlu stjórnmálanna, þegar
prófkjörið sjálft hafði farið fram í krafti
fólksins á forsendum nýrra tíma. Persónuleg
særindi hlutu alltaf að verða og hjá þeim
ekki komist. Allir stóðu sig samt hetjulega,
frambjóðendur, foringjar, sigurvegari. List-
inn: Jóhanna, Össur, Bryndís, Gunna Ö,
Ásta, Mörður, Árni Þór, Guðný, Kobbi, Villi.
Víst vildu stöku menn fá betri útkomu og
áttu hana jafnvel skilda. En hvaða veraldar-
innar máli skipta innbyrðis stólaskipti fyrir
heildina? Sigurinn var heildin sjálf!
Enginn má Iáta sig dreyma um að tryggja
eftirá. Það væri frekleg móðgun við hinn al-
menna mann.
Samfylkingin sigraði. Samfylkingarsinnar
hvar sem þeir voru skikkaðir í úrelt og
heimskuleg hólf fengu góða kosningu. Og
svo var hinn ókrýndi sigurvegari númer 2 á
vappi, drjúgur með sig á skinnvesti, skeggið
snúið upp og augað í pung, en bindið frjáls-
lega laust: Öskar Guðmundsson, kosninga-
stjóri Jóhönnu. Hans tími var líka kominn.
Takið ofan þar sem hann gengur milli kaffi-
húsa og analýserar.
Hvaða Jóhanna?
Ábyrgð Jóhönnu er nú mikil. Hún hefur
aldrei verið í svona stöðu áður. Annar eða
þriðji maður á lista Alþýðuflokksins á eftir
Jóni Baldvini, í ríkisstjórn með honum og
Jóni Sigurðssyni - óþægileg samviska Krata -
Jóhanna Sig-
urðardóttir:
Hennar tími?
Hennar
tími?
en ekki leiðtogi breiðfylkingar. Jóhanna upp-
sker nú sem skæruliði í íslenskum stjórn-
málum. Hún er þekkt sem óþekka, heimtu-
freka stelpan, sem var að gera stóru strák-
ana í heimspólitíkinni brjálaða, eða þrá-
hyggju þingmaður á aftasta bekk út í hprni
með eilífðar frammíköll á nautnaseggina í
bankakerfinu. Nú er hún forystumaður fyrir
miklu breiðari hugmyndafræði en nokkurn
tímann hefur komist fý'rir í úttroðnu félags-
málamöppunni, sem alltaf er að sliga hana
yfir Austurvöll.
Hvernig fer hún með?
„RéttlætismáljLn“
„Réttlætismálin“. Þetta er vegarnestið sem
kjósendur sendu Jóhönnu með inn í fyrsta
sætið. Og gefur Samfylkingunni ótrúleg
sóknarfæri. En Jóhönnu og Samfylkingar-
innar bíður það verkefni að yfirfæra þessa
tilfinnginu í hlutlæga, raunverulega stefnu,
markmið sem fólk skilur og er tilbúið að
kjósa aftur. Það er nefnilega ótrúlega breitt
bil á milli þess að vera þingskæruliði sem
rífur í sig fitukeppina í bankakerfinu og þess
að vera forystumaður fyrir heildstæða þjóð-
félagsstefnu.
Jóhanna Sigurðardóttir veit þetta. Hún er
búin að vera ráðherra og forystukona nógu
lengi til þess. En getur bún skapað ferskan
andblæ og bylgju „Samfylkingar-nýkratisma"
á grunni þeirra gilda sem hún hún hefur svo
dyggilega varið? I hópi með öðru fólki?
Það væru gróf pólitfsk mistök að halda nú
að hægt sé að yfirfæra frábæran prófkjörs-
slag Jóhönnu og Ástu R. yfir á lands-
málapólitíkina og ná sama árangri út á
„aldraða og öryrkja".
Svo maður einfaldi málið aðeins: Trygg-
ingastofnun er ekki þjóðfélagið. Bætt kjör
þeirra sem núverandi ríkisstjórn hefur svín-
að svo illa á að snertir samvisku hvers ein-
asta hugsandi manns eiga vissulega að vera
eitt af höfuðmarkmiðum Samfylkingarinnar.
Tveggja ára raunhæf áætlun um það verður
að liggja fyrir í kosningaskrá. En það er ekki
ætlun Samfylkingarinnar að þjóðfélagið lifi
á tryggingabótum. Þjóðfélagið ætlar að
skapa svo mikinn auð og svo góða hugsun
að bæturnar verði mannsæmandi. Þær eru
afleiðing af heildstæðri stefnu um nýsköpun
í stjórnmálum og auðsköpun í samfélaginu,
ekki markmið í sjálfu sér. Jóhanna er pott-
þétt á svelli tryggingabóta og heilbrigða
barnið sem sér ekki föt keisarans í dagpen-
ingasukkinu - en er hún þjóðarleiðtogi?
Stækka með verkefninu
Fólk hefur talað endalaust um foringjaskort-
inn. Hægt og hægt hafa þó Sighvatur Björg-
vinsson og Margrét Frímannsdóttir seiglast
áfram og náð miklu lengra en nokkurn tím-
an hinir glæstu fjölmiðlaforingjar: Ólafur
Ragnar og Jón Baldvin. Þau tvö voru líka
ókrýndir sigurvegarar kvöldsins. Nú kemur
Jóhanna upp að hlið þeirra, sem forystu-
maður í stærsta og mikilvægasta kjördæmi
landsins. Hún styrkir forystusveitina með
þeirri skírskotun sem færði henni sigur. En
verkefnið sem blasir við er risavaxið: Að nýta
þann meðbyr sem nú heimtar að vera nýttur,
fyrir nýtt afl, nýja hugsun. Þau sem raðast
nú á hvern listann á fætur öðrum verða að
vaxa með verkefni. Sighvatur og Margrét
hafa sýnt að það er hægt.
En stóra stökkið framá við er enn eftir.
Stysta Ieiðin að því marki er að trúa því
sem gerðist. Samfylkingin sigraði. Hún hef-
ur öðlast eigið líf. Ellefu þúsund atkvæði
eru hreyfiafl sem verður ekki á móti mælt.
Það fólk sem áður hefur starfað í smáflokka-
einangrun, innansveitareijum og skotið úr
launsátri af aftasta bekk stjórnmálanna hef-
ur nú verið borið fram á völlinn. Þetta fólk
og Samfylkingin öll verður að trúa því sem
gerðist.
Hlustið á Túra: Fólkið gerði byltingu.
Þetta tækifæri er ekki of gott til að vera satt.
Það er einfaldlega gott.
■menningar
Guðrún Helga
Sigurdardóttir
Um „frambæri-
legar konur“
Óhefðbundin og góð málnotk-
un er alltaf athyglisverð ef hún
er skemmtileg. Önnur mál-
notkun getur líka verið athygl-
isverð meðal annars vegna
þess að hún getur komið upp
um fordóma og ójafnrétti í
þjóðfélaginu á ýmsan hátt og
orðið svo lífseig að ekki er
nokkur leið að útrýma henni.
Þessi málnotkun, jafn röng og
hún stundum er, jaðrar við að
vera hlægilega sorgleg.
Dæmi um sorglega málnotk-
un sem hefur gegnumsýrt allt
þjóðfélagið í nokkur ár er talið
um að hafa „frambærilegar
konur" á listum stjórnmála-
flokkanna. Þessi málnotkun er
óþolandi fyrir kvenkyns fram-
bjóðendur, jafnalgeng og hún
er í daglegu tali á kosninga-
tímum. Þetta er hættulegt tal,
vegna þess að fæstir þeirra,
sem nota þetta lýsingarorð um
konur í framboði, gera sér
grein fyrir hvað þeir eru að
segja.
Vanhugsað og
klisjukennt
Pirringurinn yfir tali um
„frambærilegar konur“ kom
upp í huga mér um helgina
þegar prófkjör Samfylkingar-
innar var til umræðu og karl-
kyns kunningi minn kvaðst
sorgmæddur yfir útkomu Guð-
nýjar Guðbjörnsdóttir því að
hún væri svo „frambærileg
kona“. Varla þarf að taka fram
hvert þessar umræður þróuð-
ust en kunninginn hélt því
fram að það væri mesta
hrósyrði að tala um Guðnjju
sem „frambærilega". Undirrit-
uð er því algjörlega ósammála
og telur að um vanhugsaða og
klisjukennda málnotkun sé að
ræða.
Sómasamleg- eða
boðleg?
Þegar litio er í Islenska orða-
bók kemur fram að lýsingar-
orðið „frambærilegur" þýðir
boðlegur",
,sómasamlegur“.
begar talað er
um „frambæri-
lega konu“ er því
verið að tala um
konu, sem þykir
„boðleg" á list-
um stjórnmála-
flokkanna, nógu
„sómasamleg“
til að hægt sé að bera hana
fram fyrir kjósendur, bjóða
upp á hana í þægilegu sæti án
þess að ógna þeim körlum sem
fyrir eru. Þessi kona þarf að
hafa skikkanlegt útlit og mátu-
legar skoðanir. Sumsé ekki
hver sem er.
Eg held að talið um „fram-
bærilegar konur“ megi rekja
15-20 ár aftur í tímann. I þá
daga var framboð kvenna ekki
jafn algengt og í dag og því
þótti nauðsynlegt að hafa eina
„sómasamlega" konu á hverj-
um lista. Eftir niðurstöðuna
um síðustu helgi, Ijórar af níu,
er þetta þó vonandi liðin tíð.
ghs@ff.is
V_________________>