Alþýðublaðið - 07.02.1967, Page 4

Alþýðublaðið - 07.02.1967, Page 4
Bitstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — Ritstjórnarfullv trúi: Eiður Guðnason — Símar: 14960-14903 — Auglýsingasími: 14906. j Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu-> blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Samstarf við verkalýðirm SÚ FURÐULEGA KENNING birtist í Tímanum síftastliðinn sunnudag, að ríkisstjórnin sé fjandsamleg vérkalýðshreyfingunni og þess vegna batni lífskjör almennings ekki nægilega. Ekki er þetta samhljóða þeim ummælum forseta Alþýðusambandsins á síðasta sambandsþingi, að vQrkalýðsbaráttan hafi borið meiri árangur, síðan júnísamkomulagið svonefnda var gert milli ríkis- stjórnar og alþýðusamtaka. Það samkomulag var um sameiginlegt átak til margvíslegra 'aðgerða, er bæta rnundu hag vinnandi fólks, og hefur án efa borið mákinn árangur, þótt ekki hafi tekizt að gera allt, sem báðir aðilar hefðu viljað. Samstarf ríkisvaldsins við verkalýðshreyfinguna allar götur síðan júnísamkomulagið var gert hefur verið einn merkasti kafli stjórnarstefnunnar á þessu tímabili, og hefur Alþýðuflokkurinn lagt megin- áherzlu á, að þetta samstarf yrði eflt. Það blés úr annarri átt í stjórnarbúðum árið 1955, þegar framsóknarmenn sátu í ríkisstjórn með sjálf- sæðismönnum. Þá tókst ekki „júnísamkomulag“ held- nr var ráðizt gegn verkalýðshi’eyfingunni og liáð ein- hver dýrasta verkfallsbarátta í sögu þjóðarinnav, Sýn- ir reynslan raunar, að framsóknarmenn eru ávallt í’eiðubúnir til þvingunaraðgerða og baráttu gegn verkalýðnum, þegar þeir eru í stjórn. Hins vegar þykjast þeir vera róttækir verkalýðssinnar, þegar þeir eru utan stjórnar. Það er fróðlegt, hvaða úrræði Tíminn bendir á til að bæta lífskjör verkalýðsins hraðar en undanfarin ár. Það á að efli atvinnuvegina með því að ,létta af þeim lánsfjárhöftum og vaxtahömlum“. Nú veit þjóðin, að mesti vandi hennar hefur verið verðbólg- an, en trúir nokkur því, að stóraukin útlá’n og stór- lækkaðir vextir mundu draga úr verðbólgu? Vita ekki allir, að þessar ráðstafanir mundu verka eins og olía á eld verðbólgunnar? Kemur nokkrum til hug- ar, að framsóknarmenn mundu fylgja þessum ráð- um Tímans, ef þeir væru við völd? Halda menn, að íramsóknarráðherrar mundu eyða gjaldeyrisvarasjóðn um í flýti, eins og Helgi Bergs er tekinn að boða? Hætt er við, að framsóknarmenn mundu — ef þeir kæmust aftur til valda — stíga á bremsurnar ná- kvæmlega eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Þarf ekki 'annað en lesa ræður Eysteins Jónssonar frá fyrri tíð, er hann var fjármálaráðherra, til að sannfærast um, að svo mundi fara. Af þessum augljósu ástæðum er áróður Tímans um þessar mundir sérlega ómerkilegur. Tímamenn vita sjálfir og öll þjóðin veit, að þeir rnundu ekki standa vfe orð af því, sem þeir segja nú í stjórnarandstöðu, efj þeir væru við völd. 4 7. febrúar 1967 - ALÞÝDUBLAÐIÐ rjff MMSXS)- VANTAR BLAÐBURÐAR FÓLK B EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ, I. og O. HVERFISGÖTU, NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG RAUÐARÁRSTÍG ESKIHLÍÐ TJARNARGÖTU BRÆÐRABORGARSTÍG GNOÐARVOG SÓLHEIMA SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN FRAMNESVEG SÍMB 14900 Auglýsið í Alþýðublaðinu Auglýsingasími ABþýðublaðslns er 14900 wmm i ■■■ . ■■.. asuL . ....... .. krossgölum ★ ÓLÍK VIÐHORF. Meiri snjór hefur verið hér sunn- anlands í vetur en mörg undanfarin ár, að ekki sé minnzt á aðra landshluta, sem liarðara hafa orðið úti. Sem að líkum lætur, hafa snjóalögin og tíðarfarið komið illa við bændur og búalið, ekki sízt vegna þess, að heyfengur var víða með rýrara móti siðastliðið sumar. En ekki kvarta allir yfir snjónum. Skíðafólkið okkar hefur ekki í annan tíma verið glaðlegra á svipinn og upplitsdjarfara en í vetur, mér hefur ekki sýnzt betur en það lyftist á því brúnin í hvert sinn, sem auglýst liefur verið, að Hellisheiði væri ófær öllum bilum vegna snjóa. Þetta er einmitt sá vetur, sem það hefur lengi beðið um og beðið eftir. Svona geta viðhorf- in verið andsnúin hvort öðru, og báðir aðilar þó haft nokkuð til síns máls. Hins vegar er við djarfan að deila um tíðarfarið og erfitt að kenna ríkisstjórninni um snjóinn, þótt einhvern langaði til þess, þegar farið verður að fiska eftir atkvæð- um bændanna undir vorið. ★ HOLL OG SKEMMTILEG ÍÞRÓTT. I Fátt er skemmtilegra en göngu- ferð á skíðum i silkifæri og sólskini upp til fjalla. Borgarfólki, sem hefur miklar innisetur og kyrr- setur, er hreyfingin og útiveran líka nauðsynleg af heilsufarslegum ástæðum. En ekki hafa allir upp- götvað ágæti skíðaiþróttarinnar. Skíðafélögin hafa að vísu unnið þarft verk á þessu sviði, en alltof margir gefa þessari hollu vetraríþrótt lítinn gaum. Sumir ganga líka með þá grillu, að fólk þurfi að læra einhver ósköp í íþróttinni, til þess að hafa gagn eða gaman af að fara á skíðum. Þetta er mikill misskilningur. Það er að vísu með þessa íþrótt eins og aðrar íþróttir, að alltaf er ávinning- ur að kunnáttu og leikni, en í raun og veru er hægt að komast af með nokkra æfingu í að taka hvorn fótinn fram fyrir annan og flestir kunna eitthvað í því fyrir. ★ OLÍUFJALLIÐ OG HELLISHEIÐIN. í j Undanfarið hefur borið nokkuð á uppivöðslu og ólátum unglinga í bænum. — Ár stæðulaust er að afsaka þess konar skrílslætL Skýringin á ólátunum kynni hins vegar að liggja að einhverju leyti í skorti á heppilegum viðfangs- efnum handa þessum tápmiklu og óstýrilátu ungl- ingum, þar sem þeir fengju líkamsorku sinni eðll- lega útrás. Áreiðanlega hefði þetta unga fólk, sem yfirleitt er á margan hátt vel af guði gert, gott a£ að reyna svolítið á sig líkamlega, t.d. með því að bregða sér við og við á skíði upp til fjalla. En unglingarnir virðast ekki rata á lausnina sjálfir. Þess vegna er leiðbeininga þörf. Þeir sem með æskulýðsmál fara, þurfa að hafa forystu og frum- kvæmd í þessum málum og beina straumnum I rétta átt. Hvernig væri t.d. að vopnahlé yrði sam ið í deilum um grallarasönginn og brækur biskups ins, en þess í stað byðu prestarnir söfnuðum sín um í skiðaferð upp á Hellisheiði einhvern tímann á útmánuðum og þá einkum og sér í lagi hinu unga fólki sem vandamálin snúast um. Kristur fór með mannfjöldann upp á Olíufjallið. Þjónar hans þurfa ekki að skammast sín fyrir Hellisheiðina.. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.