Alþýðublaðið - 07.02.1967, Síða 10
i
RíýsýSóri Örn Éidsson
* |
r- I
< I
Jafntefli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar 17:17
í sögulegum leik
Á laugardag þreyttu reykvískir
handknattleiksmenn sína fyrstu
borgakeppni. Leikið var við Kaup
mannhöfn í tilefni 25 ára afmælis
Handknattleiksráos ReykjaVÍk.’ur,
sem var 29. janúar. Leiknum lauk
með jafntefli 17 mörk gegn 17 og
má segja, að báðir aðilar megi
vel við una. Áður en leikurinn
hófst flutti Geir Hallgrímsson
borgarstjóri ávarp og bauð hina
dönsku gesti velkomna til Reykja-
vikur. Víkjum nú nokkrum orðum
að viðureigninni.
★ FYRRI HÁLFLEIKUR.
Reykvíska liðið hóf leikinn og
átti fyrstu markskotin, en þau
voru hættulítil og hinn danski
markvörður átti auðvelt með að
verja. Fyrsta markið skoraði Max
Nielsen úr vafasömu vítakasti.
Þessi dómur var reyndar einskon
0
ar forsmekkur að mörigum fleiri
Hermann Gunnarsson átti
ágætan leik á laugardag í
borgakeppni Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar í hand-
knattleik. Kaupmannahafn-
arbúar höfðu yfirhöndina
mestallan leikinn, en á síð-
ustu mínútunum tókst Reyk-
víkingum að jafna. Hermann
skoraði tvö síðustu mörkin.
Á myndinni skorar hann
jöfnunarmarkið.
vafasömum dómum, en það skal
þó strax viðurkennt að leikurinn
var erfiður fyrir Hannes Þ. Sig
urðsson, einn okkar reyndasta og
bezta dómara.
Nokkru eftir vítiskastsmarkið
bætti Júrgens öðru marki við af
línu. Fyrsta mark Reykvikinga
var einnig gert úr vítakasti, sem
hinn hávaxni og efnilegi leikmað
ur Einar Magnússon gerði. Næstu
tvö mörk komu frá Dönum, bæði
laglega gerð, Gaard með því að
kasta yfir Þorstein markvörð og
Nielsen úr langskoti. Reykvíking-
ar svöruðu fyrir sig með tveim á-
gætum mörkum, sem þeir gerðu
Jón Hjaltalín og Gunnlaugur úr
erfiðri aðstöðu. Munurinn var nú
aðeins eitt mark 3:4. Leikmenn
Kaupmannáhafnar voru ákveðnari
og eftir klaufalegar sendingar og
hik skoraði Per Klaus Jörgen-
sen tvívegis og síðara markið var
hreinlega gjafamark. Stefán Sand
holt laigfærði stöðuna með glæsi
legu marki af línu, en Bent Jörgen
sen færði Kaupmannahöfn aftur
þriggja marka forskot með góðu
marki.
Næstu mínúturnar léku Reyk
víkingar býsna vel og tókst að
jafna rnetin með þremur ágætum
mörkum, en þau gerðu Guðjón
■Jónsson, Einar Magnússon og Karl
Jóhannsson, staðan var 7:7 og 8
mín. til hlés. Dönum fannst nú
nóg komið af svo góðu og Kurt
Christiansen sendi boltann tvíveg
is í mark Reykvíkinga. Guðjón
skoraði áttunda mark Reykvíkinga
en Kaupmannahafnarbúar eiga síð-
asta orðið í fyrri ihálfleik, er
Werner Gaard skoraði tvívegis
Síðasta markið eða undanfari þess
var þó afleitur. Danir slógu knött
inn út af og þá er víst venjan
að andstæðingarnir eigi innkast
ið, en Andersen var nærstaddur
þar sem knötturinn fór útaf, gríp
ur hann og framkvæmir innkast.
Allir búast við að dómari leiðrétti
þetta, en svo var ekki og Gaard
skoraði eins og fyrr segir. Stað
an í hléi er því 11:8 Kaupmanna
hafnarbúum í vil.
★ SÍ»ARI HÁLFLEIKUR.
Jafnvægi hélzt í leiknum 1. mín.
í síðari 'hálfleik, liðin skoruðu á
víxl. Stefán Sandholt skoraði
fyrsta markið af línu, Nielsen úr
vítakasti og síðan Einar Maignús
son einnig úr vítakasti. Þá er röð
in komin að Gert Andersen, er
gerði laglegt mark af línu, en
Stefán Sandholt svaraði á sama
hátt, Per Klaus Jörgensen skor
aði nú mjög vafasamt mark, en
Hermann Gunnarsson framkvæm
ir vítakast af öryggi fyrir reyk
víska liðið. Kaupmasnahafnarbúar
komust í fjögurra marka forystu
með mörkum frá Andersen og
Nielsen, sem skoraði úr vítakasti
Guðjón Jónsson minnkaði muninn
í þrjú mörk, en aftur dæmdi Hann
es dómari vítakast á Reykvík
inga og Nielsen skoraði. Staðan
er 17:13 Kaupmannahafnarbúum í
vil. Áhorfendur voru nú orðnir
allæstir út í dómarann sem þeim
fannst dæma mjög illa og Reykvík
inigum í óhag. Lokasprettur reyk
víska liðsins var glæsilegur, þegar
flestir álitu leikinn tapaðan, sýndu
liðsmennirnir þá hörku og ákveðni
sem nauðsynleg er og tókst að
jafna metin..
Gunnlaugur skoraði fjórtánda
mark Jiðsins, Einar Magnússon,
það fimmtánda og Hermann Gunn
arsson tvö síðustu mörk leiksins
úr mjög erfiðri aðstöðu. Bæði lið
in áttu góð tækifæri til að skora
sigurmark, en mistókst.
Framhald á 15. síðu.
Ingólfur teygir sig hátt í leiknum
við KIIF, en ekki nógu liátt eins
og myndin sýnir.
*
Agæt þátttaka og allgöður
árangur á Sveinamóti ísiands
SVEINAMEISTARAMÓT íslands
í frjálsum íþróttum var háð í
Keflavik á sunnudag. Þ'átttaka í
mótinu var góð og árangur all-
góður, sérstaklega þegar tillit er
tekið til þess, að flestir drengj-
anna eru nýliöar og eiga eitt ár
eftir í sveinaflokki. Keppendur
voru frá 5 aðilum, Ármanni, ÍR,
KR, ÍA og ÍBK.
Ungur Akurnesirigur, Árni Sig-
urðsosn, sigraði í tveim greinum
af fjórum, langstökki og þrístökki
án atrennu. Þar er á ferðinni efni-
legur íþróttamaður. Skúli Arnars-
son, ÍR sigraði í hástökki með at-
rennu og var í verðlaunasæti í öll-
um greinum. Björn Kristjánsson,
KR sigraði í hástökki án atrennu.
Elías Sveinsson, ÍR, sigraði ekki í
neinni grein en er efnilegur og
það sama má segja um Stefán Jó-
hannsson, Ármanni.
Langstökk án atrennu: m:
Árni Sigurðsson, ÍA, 2,73
Elías Sveinsson, ÍR, 2,71
Skúli Arnarson, ÍR, 2,62
Þorvaldur Baldursson, KR, 2,62
Helgi Helgason, ICR, 2,57
Steinar Jóhannsson, ÍBK, 2,54
(23 keppendur).
Þrístökk án atrennu: m:
Árni Sigurðsson, ÍA, 8,25
Skúli Arnarsson, ÍR, 8,04
Þorvaldur Baldursson, KR, 8,02
Elías Sveinsson, ÍR, 7,66
Helgi Helgason, KR, 7,56
Stefán Jóhannsson, Á.,
<22 keppendur).
7,49
Hástökk án atrennu: m:
Björn Kristjánsson, KR, 1,35
Framhaid á 14. síðu.
[ Randy Matson: |
I varpaði 20,37m.l |
i San Diego, Kaliforníu, 5/2 I
| (NTB-AFP). — Á frjáls- \
= íþróttamóti hér um helgina i
i sigraði Randy Matson Neal =
= Steinhauer í kúluvarpi, sá i
i fyrrnefndi varpaði 20,37, en §
= Steinhauer 20,17 m. Árang- i
i ur Matsons er bezti árangur i
= ■ í kúluvarpi innanlniss, en i
i heimsmet eru ekki staðfest =
= í frjálsum íþróttum innan- i
i húss. i
Grikkinn Papanicolaou i
i komá óvart og sigraði Bob i
= Seagren í stangarstökki en i
i báðir stukku 5,03 m. Ralph i
i Boston sigraði í langstökki =
i með 7,87 m. Tommie Smith i
i var fyrstur í 440 yds á 48,2 |
i sek. i
Larry Dunn varð hlut- I
= skarpastur í 60 yds hlaupi á |
= 60 sek., Jim Grelle í mílu á =
= 4.08:4 mín. og Art Walker |
i í þrístökki með 16,02 m. |
111111111111111111111111111111111111
10 7. febrúar 1967 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ