Dagur - 17.02.1999, Síða 13
MIÐVIKUDAGVR 17. FEBRÚAR 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Kevin Keegan heitur
Verður Kevin Keegan næsti landsliðsþjálfari Englands.
Líklegt er talið að
Kevin Keegan, fram-
kvæmdastjóri Fulhain
verði á næstu dögum
ráðinn nýr landsliðs-
þjálfari Englands.
Forráðamenn enska knatt-
spyrnusambandsins áttu tveggja
tíma fund með Keegan á mánu-
dag og eftir þann fund telja ensk-
ir fjölmiðlar mjög líklegt að
Keegan muni taka við enska
landsliðinu fyrir Ieikinn gegn
Pólverjum í Evrópukeppni lands-
Iiða í næsta mánuði. Samkvæmt
heimildum enskra hefur Keegan
verið boðinn ijögurra ára samn-
ingur, en hann hafi þó bent á, að
hann vilji standa við gerðan
samning við Fulham, sem renn-
ur út í júní á næsta ári og þess
vegna gæti hann þurft að sinna
báðum störfunum fyrst um sinn.
Talið er að Keegan muni hitta
forráðamenn knattspyrnusam-
bandsins aftur á fundi í dag og
að þar verði nánar farið yfir mál-
in. Hann er sagður hafa sett þau
skilyrði fyrir ráðningunni að
Howard Wilkinson, komi hvergi
nálægt landsliðsmálum, en það
gæti einmitt orðið snúið, þar
sem Wilkinson er tæknilegur
ráðunautur knattspyrnusam-
bandsins.
Robson varar Keegan við
Bobby Robson, fyrrverandi
landsliðsþjálfari, hefur varað
Keegan \'ið því, að ef hann sam-
þykkti að starfa með Wilkinson
og verði aðeins í hlutastarfi á
meðan hann klárar tímabilið
með Fulham, þá sé hætta á því
að þær breytingar sem hann vilji
sjá á landsliðinu, verði ekki að
veruleika fyrr en hann komi í
fullt starf.
Það er einmitt það sem Keeg-
an hræðist og þess vegna vill
hann ekki samstarf við Wilkin-
son. En vitað er að áhugi Keeg-
ans er mikill og þess vegna gæti
hann þurft að sætta sig við Wilk-
inson á bekknum í landsleikjum
og einnig á Iandsliðsæfingum.
Keegan vill sjálfur ráða
Keegan vill að hann fái sjálfur að
ráða sínum aðstoðarmanni og
fyrir því hefur hann fengið vil-
yrði knattspyrnusambandsins.
Þar hefur nafn Arthurs Cox ver-
ið efst á blaði, vegna langrar
samvinnu þeirra Keegans og ein-
nig vegna Iangrar starfsreynslu.
Hann hefur verið frekar inni í
myndinni heldur en þeir Peter
Beardsley og Terry McDermott
sem einnig hafa komið til tals.
A þessu er þó einn hængur, en
það er sá persónulegi stuðningur
sem Howard Wilkinson hefur í
innsta valdahring enska knatt-
spyrnusambandsins, einmitt
þeirra manna sem helst beittu
sér fyrir því að losna við bæði
Glen Hoddle og þar áður Terry
Venables. Það verður því hinn
stóri höfuðverkur knattspyrnu-
forystunnar að ná sáttum um
þessi mál, þannig að samningar
náist við Keegan.
Með saniþykki AI Fayed
Keegan gekk til viðræðna við
enska knattspyrnusambandið
með fullu samþykki A1 Fayed,
eiganda Fulham og hefur lagt á
það mikla áherslu að hann vilji
ldára tímabilið með félaginu. „Eg
vil standa við gerða samninga og
fólk veit að ég stend við orð
mín,“ sagði Keegan.
Með hliðsjón af þessum vilja
Keegans er búist við að knatt-
spyrnusambandið sé að hugleiða
samkomulag sem geri ráð fyrir
þvf að hann taki við stjórninni
fyrir leikinn við Pólvetja, en fái
sfðan frí frá leiknum við Ung-
verja þann 28. apríl, á meðan
hann einbeiti sér að því stýra
Fulham í lokabaráttu deilda-
keppninnar.
Hlutastarf í byrjun
Að sögn Geoff Thompson tals-
manns enska knattspyrnusam-
bandsins gætu menn þar á bæ
vel hugsað sér Keegan í hluta-
starf til að byrja með. „Við viljum
þó að hann endurskoðai samn-
ing sinn við Fulham fyrir sumar-
ið, þar sem ekki kemur til mála
að ráða landsliðsþjálfara í hluta-
starf, nema í stuttan tíma. Við
viljum gera langan samning við
Keegan, ekld aðeins í tvo eða
þrjá leiki. Við viljum þá að hann
stjórni liðinu gegn Póllandi og
taki einnig þá leiki sem við spil-
um í sumar, áður en hann tæki
alveg við liðinu í fullu starfi,“
sagði Thompson.
Onnur megin krafa Keegan
verður örugglega að fá leik Ful-
ham gegn Wallsall í annari deild-
inni frestað, en hann á að fara
fram 27. mars, sama dag og
landsleikurinn gegn Póllandi fer
fram á Wembley.
Enska knattspyrnusambandið
stendur því frammi fyrir því að
ganga að þessum kröfum Keeg-
ans, auk þess sem honum verði
gefið frí í vináttuleiknum gegn
Ungverjum í Búdapest þann 28.
apríl, ef staða Fulham á þeim
tíma kallar á nærveru hans í
lokaslag annarar deildarinnar.
GEIR A.
GUÐSTEINSSON
Mjög slæmt
fordæmi
Sigurmarkið sem Overmars
skoraði í ensku bikarkeppninni
fyrir Arsenal gegn Sheffield Utd.
hefur að vonum vakið athygli
enda er það viðtekin venja að
þegar innkast er tekið eftir að
bolti hefur verið úr Ieik vegna
meiðsla leikmanns að boltanum
er kastað til andstæðingsins.
Það var reyndar gert í umrætt
skipti en Ieikmenn Sheffield
Utd. sváfu á verðinum og því
komst Nwanku Kanu í boltann
og sendi á Marc Overmars.
Upphafið var það að Alan Kerry
markmaður Sheffield sendi
boltann útaf þar sem einn sam-
herja hans lá meiddur á vellin-
um. Samkvæmt knattspyrnulög-
um er það hlutverk dómarans að
stöðva leik til þess að sinna slös-
uðum leikmanni, ekki leik-
manna með því að spyrna knett-
inum útaf og taka þar með völd-
in af honum. KR-ingar höfðu
sigur 1-0 gegn Fram £ bikar-
keppninni fyrir nokkrum árum
vegna þess að boltanum var
varpað til samherja þegar Fram-
arar bjuggust við að KR-ingar
sendu þeim knöttinn samkvæmt
viðtekinni venju. Enginn mót-
mælti því en heldur þótti
Mihajlo Bibercic, sem skoraði
markið, farast óíþróttamanns-
lega.
Það er heldur ekki á valdi
Arsene Wenger, þjálfara
Arsenal, að bjóða Sheffield Utd.
nýjan leik heldur enska knatt-
spyrnusambandsins, ef það á að
gera yfirleitt. Enska knatt-
spyrnusambandið hefur ákveðið
að leikið verði að nýju 23. febr-
úar nk. og þannig hefur það sýnt
dómara leiksins fádæma Iítils-
virðingu en hann dæmdi markið
að sjálfsögðu gilt, enda ekki um
annað að ræða nema að bijóta
knattspyrnulögin sem hann á að
dæma eftir. Þessi ákvörðun er
því slæmt fordæmi.
ÍÞRÓ TTAVIÐTALIÐ
Vantar stráka í frjálsar
Birgitta
Guðjónsdóttir
þjálfari hjá UFA
Meistaramótið ífrjálsum
íþróttum innanhúss var
haldið um síðustu helgi.
Athygli vakti góður árang-
urungra stúlknafrá Ung-
metmafélagi Akureyrar
sem unnu fjóra íslands-
meistartitla. Birgitta Guð-
jónsdóttir, margfaldurís-
landsmeistri ífrjálsum
íþróttum erþjálfari hjá
UFA.
- Hvaðaflokka ertu að þjálfa hjá
UFA?
„Við Hólmfríður Erlendsdóttir
höfum verið að þjálfa hér saman
elsta hópinn sem er tólf ára og
eldri. Hópurinn er nokkuð stór
og mest hafa þau verið 37 í allt.
- Hvað æjið þið oft í vikit?
„Þau sem eru tólf til Ijórtán ára
æfa tvisvar til þrisvar í viku, en
þau eldri, fimmtán ára og eldri,
allt að sex sinnum í viku þegar
mest er.“
- Hvernig gekk ykkur Akur-
eyringum á meistaramótinu
innanhúss um helgina?
„Okkur gekk ofsalega vel og
okkar krakkar unnu íjóra Islands-
meistaratitla. Anna Friðrika
Árnadóttir vann 60 metra hlaup-
ið, Anna Margrét Ólafsdóttir
vann stangarstökkið og hástökk
án atrennu og Sigurlaug Níels-
dóttir, sem æfir með okkur en er
skráð í UMSE, vann 60 metra
grindarhlaup. Þar varð Anna
Margrét í öðru sæti, þannig að
þar áttum við tvær fremstu. Anna
Margrét var svo í þriðja sæti í
þrístökki með atrennu og náði
þar með að komast þrisvar á verð-
launapall. Sigurlaug keppti líka í
langstökki með atrennu og náði
þar öðru sætinu.
Þessar stelpur voru þarna að
keppa í flokki fullorðinna og
þetta er því frábær áranagur.
Anna Friðrika er til dæmis aðeins
sextán ára og því rétt að byrja
þegar hún vinnur sinn fyrsta Is-
landsmeistaratitil í fullorðins-
flokki. Hún virðist vera að koma
mjög sterk inn núna og vonandi á
hún eftir að halda áfram á sömu
braut. Anna Margrét er líka mjög
efnileg, en hún hefur átt við
meiðsíi að stríða í baki og gat því
ekki beitt sér að fullu."
- Hvað með strákana í hópn-
um?
„Það verður að viðurkennast að
það eru alltof fáir strákar að æfa
fijálsar hjá okkur. Strákarnir virð-
ast frekar sækja í boltaíþróttirnar
og í vetur hefur til dæmis aðeins
einn strákur verið að æfa með tólf
til fjórtán ára hópnum. Við eigum
þó efnilega stráka í eldri flokkn-
um og má þar til dæmis nefna
Arnar Már Vilhjálmsson, sem gat
ekki tekið þátt í íslandsmótinu
vegna veikinda. Hann hefði ör-
ugglega spjarað sig vel á mótinu,
en hans greinar eru langstökk og
sprettir og aldrei að vita nema
hann hefði krækt í einhverja titla.
Hann verður vonandi búinn að
ná sér fyrir næstu helgi, en þá fer
fram lslandsmót 22ja ára og
f'ngri"
- Farið þið með jjölmenna sveit
á það mót?
„Það mót er aldursflokkaskipt
þannig að þangað förum við með
vaska sveit. Við verðum með
íjórtán keppendur á mótinu sem
eiga örugglega eftir að standa sig
vel. Við ætlum okkur stóra hluti
og við krækjum okkur vonandi í
nokkra titla.“
- Eru einliver önnur stór mót
á næstunni?
„Um aðra helgi fer fram ís-
landsmótið í fjölþraut og þangað
sendum við einn keppanda. Anna
Margrét Ólafsdóttir ætlar að taka
þátt í sjöþraut, sem er reyndar
keppni í fullorðinsflokki. Síðan
verður íslandsmót 12 - 14 ára
helgina þar á eftir og þangað för-
um við með ansi stóran hóp. Eins
og ég sagði áðan þá er aðeins
einn strákur að æfa með þessum
hópi, en 25 stelpur, þannig að
þetta verður mikill kvennaskari."
- Hvað er til ráða til að fá
strákana til að æfa frjálsar?
„Það er ekki gott að segja, en
samkeppnin er mikil við bolta-
greinarnar. Eg. vil nota tækifærið
og auglýsi hér með eftir strákum.
Eg skora á þá að mæta á æfingar
og sýna hvað þeir geta. Eg er viss
um það að ef þeir mæta einu
sinni þá koma þeir örugglega aft-
ur.“
- Ertu sjálf hætt að keppa?
„Eg er að mestu hætt að keppa,
en tek þó þátt í einstaka mótum,
eins og bikarkeppninni í fyrra.
Annars hef ég helst verið að þjál-
fa að undanförnu og hef að
mestu látið það duga, þó það kitli
mann alltaf að vera með á sumr-
in.“
- Áttu ennþá Islandsmetið sem
þú settir í sjöþraut fyrir
nokkrum árum?
„Það met stendur víst ennþá,
en það hefur samt verið sótt
nokkuð að því. Mín helsta keppn-
isgrein var spjótkastið, þannig að
árangurinn í því hefur eflaust híft
mig upp í sjöþrautinni. Þær
Sunna Gestsdóttir og Þuríður
Ingvarsdóttir hafa verið nálægt
metinu, sem er 5221 stig, en
ennþá vantað herslumuninn."