Dagur - 10.03.1999, Side 1
V
Miðvikudagur 10. mars 1999
82. og 83. árgangur - 47 tölublað
Hallarbylting
á aðalfundi SH
Einar K. Guðfinnsson: Tæplega til
betri fjárfestingarkostir fyrir hið
opinbera.
Fyrsta „sprengja“ að-
alfundar SH féH þegar
í ljós kom að Björgólf-
ur Jóhannsson, nýr
framk væmdastj óri
Síldarvinnslunnar,
hafði fengið flest at-
kvæði í stjómarkjöri
en haun var talinn
vilhaHur Róhert Guð-
finnssyni.
Líkur á því að hafnar verði að
nýju sameiningarviðræður milli
sjávarafurðafyrirtækjanna Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna og
Islenskra sjávarafurða eru taldar
hafa aukist til muna eftir að Ró-
bert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður Þormóðs ramma-Sæbergs
á Siglufirði, var kjörinn stjórnar-
formaður SH í gær með naum-
um meirihluta. Hann var mikill
hvatamaður þess að fyrirtækin
sameinuðust. Hann felldi þar
með Jón Ingvarsson úr embætt-
inu, en hann hefur gegnt því síð-
ustu 15 ár. Kosning Róberts er
talinn sigur þeirra sem börðust
fyrir breytingum á starfsemi SH
og um leið aukast líkur á því að
til þess að fylgja þeim eftir verði
ráðinn nýr forstjóri í stað Frið-
riks Pálssonar, og er nafn Brynj-
ólfs Bjarnasonar þar helst nefnt
til sögunnar.
Róbert segir að mjög skiptar
skoðanir hafi verið um stefnu
stjórnar, og um það hafi verið
tekist. Ný stjórn muni á næstu
vikum móta SH nýja stefnu sem
sé í mun meiri takt við þá miklu
markaðsvæðingu sem verið hafi í
íslenskum sjávarútvegi á síðustu
árum.
Tími á breytingar
Ekki náðist í stjórnendur IS í
gær til að fá viðbrögð við þessari
þróun, en skoðun Arnar Kristins-
Arðbær
fjárfesting
Nefnd sem forsætisráðherra
skipaði í haust til að gera tillög-
ur um aðgerðir í byggðamálum
leggur meðal annars til aukn-
ingu fjármuna til vegagerðar,
lækkun húshitunarkostnaðar og
að framlög til jöfnunar á náms-
kostnaði verði aukin um helm-
ing á þremur árum. Einar K.
Guðfinnsson er formaður
nefndarinnar. „Auk þessa er síð-
an mikið nýmæli, tillaga um að
veitt sé ívilnun í endurgreiðslu
námslána til fólks sem búið hef-
ur að minnsta kosti í tvö ár á
landsbyggðinni," segir Einar.
„Þetta eru helstu beinu tillög-
urnar en síðan eru þættir sem
lúta að aukinni atvinnusköpun
og aukinni fjölbreytni atvinnu-
lífsins á landsbyggðinni, aðgerð-
ir sem lúta að styrkingu á stöðu
sveitarfélaga á Iandsbyggðinni
þar sem orðið hefur alvarleg bú-
seturöskun."
Háskalegri þróun snúið við
Að sögn Einars voru teknar sam-
an upplýsingar fyrir nefndina
þar sem fram kemur að kostnað-
ur af þéttbýlismyndun fyrir þau
sveitarfélög sem eru að taka við
fólksfjölguninni sé um 3-5 millj-
ónir á einstakling. „Við teljum
að það sé mjög þjóðhagslega
arðbært að snúa þessari háska-
legu byggðaþróun við. Til við-
bótar er þjóðfélagslegur kostn-
aður sem felst í því að eftir
standa fasteignir og fjárfestingar
á landsbyggðinni sem engum
nýtast eða kalla á erfiðleika í
sveitarfélögunum, sem fyrr eða
síðar mun birtast samfélaginu í
einhverri mynd. Þannig að það
er enginn vafi á þ\'í að tii lengri
tíma litið er þetta óskaplega góð
fjárfesting og tæplega til betri
fjárfestingarkostir fyrir hið opin-
bera en að reyna að bregðast
þarna við,“ segir Einar K. Guð-
finnsson. - HI
Róbert Guðfinnsson (t.h.J og Jón ingvarsson (t.vj takast íhendur eftir að niðurstaða formannskjörsins lá fyrir.
Friðrik Pálsson forstjóri fylgist með. Róbert segir að mjög skiptar skoðanir hafi verið um stefnu stjórnar. Ný stjórn
muni á næstu vikum móta SH nýja stefnu sem sé í mun meiri takti við þá miklu markaðsvæðingu sem verið hafi
í íslenskum sjávarútvegi á síðustu árum. mynd e.ól.
sonar, eins stærri framleiðend-
anna hjá IS, er skýr: „Þetta eru
mikil tíðindi og ættu að vera
framleiðendum innan SH hag-
stæð. Það var kominn tími á
breytingar og Iíkurnar á því að
skipt verði um forstjóra hafa
aukist. Róbert var í forystusveit
þeirra sem vildu sameina SH og
IS og hann hefur eflaust fengið
fylgi út á það auk fylgis frá þeim
sem vildu breytingar. Róbert er
framsækinn maður og ég held að
hann eigi eftir að gera góða hluti
þarna."
Kosningar
Loft var lævi blandið á aðalfund-
inum, ekki síst eftir að það kvis-
aðist að Þormóður rammi-Sæ-
berg hefði ásamt öðrum fjárfest-
um keypt 7% hlut í SH af Har-
aldi Böðvarssyni sem fyrir söluna
átti 8% hlut í fyrirtældnu. Talið
er að virði þessa hlutar gætiyer-
ið um 450 milljónir króna. Áður
hafði Róbert keypt hlut af Aðal-
steini Jónssyni á Eskifirði. Kraf-
ist var margfeldiskosningar í
fyrsta skipti í sögu SH og gáfu 10
kost á sér í 9 manna stjórn. Þar
féll fyrsta sprengjan þegar í ljós
kom að Björgólfur Jóhannsson,
nýr framkvæmdastjóri Síldar-
vinnslunnar, hafði fengið flest
atkvæði en hann var talinn vil-
hallur Róbert. Næstflest atkvæði
fékk Róbert Guðfinnsson, en
síðan komu eftir atkvæðamagni
Jón Ingvarsson, Guðmundur
Kristjánsson frá Rifi, Kristján Jó-
hannsson á Isafirði, Guðbrandur
Sigurðsson á Akureyri, Rakel Ol-
sen í Stykkishólmi, Ólafur Mart-
einsson á Siglufirði og Brynjólf-
ur Bjarnason í Reykjavík. Stjórn-
armaðurinn Olafur B. Olafsson í
Sandgerði féll út. Síðan var kos-
ið milli Róberts og Jóns og vann
Róbert þar mjög nauman sigur,
hlaut 50,04% greiddra atkvæða.
Einn viðmælanda Dags sagði í
gær að þessi úrslit táknuðu að
Kolkrabhinn hefði sofið á verðin-
um og áhrif Eimskips á stjórn
SH hefðu beðið skipbrot. - GG
Afgreiddir samdægurs
Venjulegir og
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI - SÍMI 462 3524
E£. jjzI},
Gxpœss
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
TVÖFALDUR 1. VINNINGUR