Dagur - 10.03.1999, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Frægðin getur verið
dýru verði keypt
David Beckham gengur brátt í þaö heilaga með sinni heitt elskuðu Spice
drottningu, Victoriu Adams.
Fjórar milljóiiir í
vikulaun. Bestu bílar
að eigin vali. Sægur
af kvenfólM á hverju
strái.
Ný heimildarmynd um líf og starf
atvinnuknattspyrnumanna verð-
ur frumsýnd á enskri sjónvarps-
stöð í þessum mánuði. Þar kem-
ur fram að mörgum knattspyrnu-
manninum finnst nóg um frægð-
ina og hún stundum dýru verði
keypt. Ríkidæmið, ljúfa lífið og
heimsfrægðin er ekki lykillinn að
hamingjunni hjá bestu knatt-
spyrnumönnum heims. Þeir eru
einfaldlega bara menn, rétt eins
og ég og þú, og eiga fáar óskir
heitari en að fá að lifa sínu eigin
Iffi í friði, fyrir mér, þér og öllum
öðrum sem truflað geta einkalíf
þeirra.
Fyrrum fyrirliði Liverpool,
Skotinn Alan Hansen, sá um
gerð myndarinnar sem er um 50
mínútur að lengd. Margir af
þekktustu knattspyrnumönnum
Englands segja þar frá hvað þeim
finnst um frægðina og átroðning
almennings sem henni fylgir.
David Beckham, sem brátt geng-
ur í það heilaga með sinni heitt
Clunara
Nýbakaður heimsmeistari í sjö-
þraut karla, Pólverjinn Sebastian
Chmara, mun verða meðal þátt-
takenda í hástökki á Stökkmóti
ÍR sem fram fer í Laugardalshöll
þann 16. mars nk. Chmara sem
einnig er núverandi Evrópu-
meistari í sjöþraut, hefur hæst
elskuðu Spice drottningu, Vict-
oriu Adams, segir frá sinni
reynslu. Viðtalið við Beckham
var það fyrsta þar sem hann tal-
aði við sjónvarpsfréttamenn eftir
söguleg endalok sín í HM keppn-
inni síðastliðið sumar. Hann seg-
ir að hann þurfi nánast að berjast
gegn frægðinni á hverjum einasta
degi. Ágangurinn sé alltof mikill.
stokkið 2,17 m, en stökk 2,11 m
í sjöþrautinni á HM í Japan.
Hann mun á mótinu etja kappi
við Islandsmeistarann Einar Karl
Hjartarson, sem hefur stokkið
2,16 m innanhúss og einnig mun
Ólafur Símon Ólafsson verða
meðal keppenda, en hann hefur
Höndlaði ekki frægðina
Tony Adams, fyrirliði Arsenal og
Englands, viðurkennir í mynd-
inni að hann hafi glatað hjóna-
bandi sínu og að óhófleg áfengis-
neysla sín hafi verið bein afleið-
ing af frægðinni. „Eg einfaldlega
stóðst ekki álagið sem fylgdi
frægðinni af því að leika með
Arsenal og landsliðinu."
hæst stokkið 2,05 m. Auk þess
mun íslandsvinurinn og einn
efnilegasti hástökkvari Norð-
manna, Vegard Hansen, mæta
til keppninnar, en hann hefur
hæst stokkið 2,17 m. Þetta er í
þriðja sinn sem Hansen keppir í
Höllinni, sem hann segir mjög
Michael Owen, undrabarnið í
Liverpool, segist vera búinn að fá
alveg nóg af ágengni fólks. „Það
er alveg sama hvar maður kemur
í Liverpool, allstaðar er fólk sem
kemur og vill fá eiginhandarárit-
anir. Það getur verið afskaplega
þreytandi því auðvitað vill mað-
ur líka eiga sitt einkalíf eins og
allur almenningur.
Þá sýnir myndin m.a. frá því
þegar Liverpool Ieikmaðurinn
Jamie Redknap yfirgefur Anfield
Road eftir heimaleik Iiðsins. Þar
sést hvernig leikmanninum er
hrint fram og til baka, togað í
hann og kallað á hann allt í þeim
tilgangi að vekja athygli á sjálfum
sér og fá áritun. Her öryggisvarða
getur lítið gert gegn ágangi aðdá-
enda stjarnanna. Framleiðandi
myndarinnar, Stuart Cabb, segir
ágengnina vekja ugg með venju-
legu fólki.
David Ginola, Dwight Yorke,
Gream Le Sauxe og Alan Shearer
koma einnig fram f heimildar-
myndinni og segja sínar sögur.
Það er athyglivert að hlusta á
Alan Shearer þegar hann segir
það skoðun sína að knattspyrnu-
menn í dag hafi alltof mikil áhrif
og jafnvel völd í samfélaginu.
- GÞÖ
góðan keppnisstað, þar sem gólf-
ið sé mjög gott til að stökkva á og
einnig séu íslenskir áhorfendur
frábærir og stemmningin mjög
hvetjandi.
væntanlegur á Stökkmót ÍR
ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ
SKODUN
KRISTENSSON
Einkavæðmg
Nú líður senn að þvf að öll AI-
þjóða Olympíunefndin mæti til
fundar í aðalstöðvum sínum í
Lusanne í Sviss, þar sem forset-
inn sjálfur, Juan Antonio Samar-
anch, mun fara fram á stuðning
til áframhaldandi forsætis. Þar
verða mættir allir einkavinir for-
setans, 92 að tölu, sem hann
hefur sjálfur persónulega valið til
setu í nefndinni, auk þeirra 22
sem hafa komist þar inn eftir
öðrum leiðum. Alls eru fulltrú-
arnir í nefndinni því 114 talsins
og Samaranch því með vísan
stuðning meirihluta nefndar
manna. Einnig mun Samaranch
eiga vísan stuðning íslensku
íþróttaforystunnar, sem gefið
hefur forsetanum skriflegt sið-
gæðisvottorð vegna meintra
góðra starfa. Það er ekki ónýt
fyrir Samaranch að geta veifaí'
þessu siðgæðisvottorði frá landi
víkinganna í norðri, sem horfa
með augum sakleysingjanna á
allt sukkið og svínaríið sem við-
gengst í hreyfingunni. Enda hef-
ur forsetinn séð sig knúinn til að
þakka fyrir sig með grátklökku
þakkarskeyti, sem eflaust hefur
verið innsiglað konunglegu inn-
sigli miðað við hirðsiði forsetans.
Um fimmtungur þeirra manna
sem sæti eiga í Alþjóða Olympíu-
nefndinni, sem eflaust eru allir
einkavinir forsetans, hefur þegar
fengið á sig stimpil spillingar og
eru jafnvel sakaðir um að vera
með afbrigðum lausgirtir. Með
slíka sveit jábræðra í kringum sig
er ekki von á góðu og engar Iíkur
á öðru en að menn kunni að
þakka fyrir sig með stuðningsyf-
irlýsingu við karlinn.
Það er ljóst að æ fleiri hafa
komist að þeirri niðurstöðu að
Samaranch eigi að segja af sér og
þar á meðal eru fulltrúar í
þandarísku Olympíunefndinni.
Það sama á íslenska íþróttafor-
ystan einnig að gera.
ERLINGUR
HK og FH komast í úrslitakeppiiiiia
Þorbjöm Jens-
son
landsliðsþjálfari
í kvöld er kontíó að loka-
umferð Nissandeildarinnar
í handknattleik og enn
óljóst hvaða átta lið kom-
ast í úrslitakeppnina. Vð
fengum Þorbjöm Jensson,
landsliðsþjálfara, sem á
sunnudaginn heldurmeð
íslenska landsliðiðá World-
Cup í Svíþjóð, til að spá í
spilin.
- Hverju viltu spú um úrslit-
in í lokautnferðinni?
„Ef við byrjum á þeim liðum
sem eru að beijast um sæti í úr-
slitunum, þá eru það FH, Valur,
HK og IR. IR-ingarnir eiga að
Ieika gegn Aftureldingu í Mos-
fellsbæ og þar held ég að Aftur-
elding hafi sigur. Þeir eiga að
taka við deiidarmeistarabikarn-
um eftir leikinn og þeir vilja ör-
ugglega gera það með stæl eftir
sigurleik gegn IR. Það verður því
mjög harður róður fyrir IR-inga
og þess vegna hallast ég að því að
Afturelding vinni leikinn.
Leikurinn á milli Vals og HK
verður síðan algjör úrslitaleikur
um það hvort liðið fer áfram. Eg
sá HK vinna Hauka í síðustu
umferð í Kópavogi og ég hallast
frekar að því að þeir haldi sigur-
göngu sinni áfram og vinni Val
að Hlíðarenda. Mér finnst leikur
Vals hafa verið mjög ósannfær-
andi að undanförnu og þess
vegna á ég von á að þessi leikur
verði þeim erfiður. HK-liðið hef-
ur sýnt gífurlega baráttu í síð-
ustu leikjum og sér nú þann
möguleika að komast áfram í 8-
liða úrslit í fyrsta skipti.
í leik FH gegn Stjörnunni trúi
ég að Stjarnan hafi sigur. Þeir
eru þokkalega sterkir á heima-
velli og þó sagan segi að FH-ing-
ar hafi náð góðum árangri í
Garðabænum, þá held ég að það
dugi ekki til. Mér finnst Stjarnan
vera með betra lið og svo hefur
heimavöllurinn sitt að segja,
þannig að ég tippa á Stjörnusig-
ur.“
- Samkvæmt þessari spá
verða það HK og FH setn kom-
ast áfratn í 8-liða úrslitin, en
hverju viltu spá um keppnina
utn 4. sætið?
„Keppnin um 4. sætið stendur
á milli KA, IBV og Hauka og í
innbyrðis leik Hauka og KA í
Hafnarfirði hallast ég að sigri
Haukanna. Þeir eru sterkir á
heimavelli og þó þeim hafi geng-
ið illa á móti HK í síðustu um-
ferð, þá hygg ég að þeir ætli sér
eitthvað meira og að sigurinn
verði því þeirra.
I Ieik Fram og IBV hef ég trú á
sigri Framara. Eg held að Eyja-
menn haldi áfram sinni „ósigur-
göngu“ á útivelli. Þeir eru sterkir
heima en hafa verið að spila illa
í útileikjunum og ég held að þar
verði engin breyting á.“
- Samkvæmt þessu ætti Fratn
að ná þriðja sætinu og Haukar
þvt jjórða. En hverju viltu spá
uttt leik hotnliðanna,
Gróttu/KR og Selfoss?
„Leikur Gróttu/KR og Selfoss
skiptir í raun engu máli í stöð-
unni. Grótta/KR spilaði ágætan
leik á móti IR-ingum í síðustu
umferð og þeir hafa verið sterkir
á heimavelli. Þeir ætla sér örugg-
lega að falla með sæmd og þess
vegna hallast ég að öruggum
heimasigri þeirra gegn Selfossi.“
- Nú ertu á leiðinni með
landsliðið á World-Cup i Svt-
þjóð?
„Eg mun tilkynna liðið á morg-
un og síðan verður haldið til Sví-
þjóðar á sunnudaginn. Þarna
spila nokkurn veginn þau lið sem
voru í fyrstu átta sætunum í
Kumomoto, þannig að þetta er
geysisterkt mót. Spilað er í
tveimur riðlum og við eigum
fyrsta Ieik gegn Svíum á mánu-
dag, gegn Frökkum á þriðjudag
og síðan Ungverjum á miðviku-
dag. Tvö efstu liðin fara síðan f
úrslitakeppnina þar sem spilað
er einhvers konar krossspil. Þau
lið sem ekki ná í úrslitakeppnina
spila síðan innbyrðis, ekki um
sérstök sæti, heldur nokkurs
konar æfingakeppni. Ut úr þessu
fáum við alis þrjá leiki í riðla-
keppninni og auk þess tvo til þrjá
í viðbót, hvort sem við Iendum í
úrslitum eða ekki. Við förum
með fjórtán leikmenn í ferðina
og keppnin stendur í viku, eða
fram á annan sunnudag.
- Eigutn við von á tntklutn
breytingum á landsliðshópn-
um?
„Það er alltaf verið að gera
breytingar, en ég er að sjóða
þetta saman og það verður Ijóst í
dag hverjir fara.“
- Verður Duranona i hópn-
utn?
„Duranona er alveg inni í
myndinni, eins og aðrir. Hann
hefur átt ágæta leiki inn á milli í
þýsku deildinni, en þetta hefur
þó verið upp og ofan hjá honum.
Aðrir sem spila í Þýskalandi, eins
og Ólafur Stefánsson og Sigurð-
ur Bjarnason, hafa verið að ná
sér á strik og þeir þrír eru inni í
myndinni ásamt strákunum sem
spila hér heima.“