Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 1
T Hógværðin erekki að drepa hann Mart- in McDonagh, sem skrifaði leikritið Fegurðardrottning- in frá Línokri erLR frumsýniríkvöld. Lundúnabúinn Martin McDonagh er einungis 28 ára gamall en gætir þess vel að láta aldurinn ekki drepa rostann og hefur i viðtölum líkt sjálfum sér við Orson Welles og Muhammed AIi. „Segðu öllum að þú sért mestur - og sannaðu það svo,“ sagði hann í einu þeirra. Hann hefur innistæðu, að því er virðist, en fyrsta leikrit hans, Fegurðardrottningin frá Línakri, var sett á svið í London árið 1996 og hlaut það þrumandi góða gagnrýni. Leikendur í uppsetningu LR á frumraun McDonaghs eru þau Sigrún Edda Björns- dóttir (dóttirin), EIIertA. Ingi- mundarson („draumaprins- inn“), Margrét Helga Jó- rækt við hvetja persónu. „Við erum öll fjögur með góð hlutverk." Leikritið segir frá samskiptum mæðgn- anna Mag og Maureen sem utanaðkom- andi gætu þótt heldur grimm og harð- neskjuleg. „Það má segja að það ríki algert svartnætti í sálum þeirra, svartnætti sem stafar af áralangri kúgun og þröngsýni vonleysisins," segir Sigrún. Dóttirin, Maureen, er orðin fertug og hefur aldrei verið með manni en þær mæðgur búa rétt utan við lítið afskekkt þorp í írskri sveit. Atvinnuleysi er landlægt í þorpinu og fólk hefur ekkert að fara nema þá til Bretlands þar sem Irum er ekki of vel fagnað af heimamönnum. „Það er mjög skemmtilegt Fengu hjálp geðlæknis Gagnrýnandi nokkur, segir Sigrún Edda, skrifaði að ef til væri húmor í helvíti þá væri hann í þessu leikriti. Annar gagnrýnandi, sem efaðist þó ekki um hæfileika McDonaghs sem leikskálds, sagði hins vegar hjartað vanta í leikrit hans. I verkum hans væri skortur á samúð og höf- undur sýndi grimmd og mis- kunnarleysi gagnvart persón- um sínum. Hann væri, eins og gagnrýnandinn orðaði það, beinlínis sadískur höfundur. Ellert og Sigrún Edda hrista höfuðið kröftuglega og neita því að hjartað vanti í leikritið. „Alls ekki. Það er mikil ást í leikritinu," segir Sigrún Edda. „Hann spannar allan skala tilfinninganna. Hann er alls ekki á einni nótu. Það er í raun ótrúlegt að svona ung- ur maður skuli hafa svona mikið innsæi.“ Það er þetta innsæi höf- undar í innilokun mannssál- arinnar og grimmd vonleysis- ins sem kom þeim mest á óvart. Geðlæknir var fenginn til að aðstoða leikhópinn til að skilja og skynja hugsunar- hátt persónanna. Geðlæknir- inn las leikritið og sagði að lestri loknum að höfundurinn hvernig hann tvinnar þessa fyrirlitningu Englendinga inn í líf þessa fólks. Sem dæmi um húmorinn þá tekur hann t.d. eina kextegund fyrir í leikritinu sem sum- um persónum í leikritinu finnst besta kex í heimi meðan öðrum finnst það alger við- bjóður," segir Ellert. Persóna Ellerts, draumaprinsinn Pató, er ástin sem kemur inní líf Maureen og brýtur hann upp til- veru mæðgnanna. Farandverkamaðurinn Pató ólst líka upp í þorpinu og þau Maureen hittast í partíi og hafa þá ekki sést í langan tíma. „Þar hittast þau aftur - með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Og nóttin er ung... eftir ball og allt það er eft- Sigrún Edda og Ellert, sem leika parið í sýningunni, segja gríðarlegan lífskraft í verkinu þrátt fyrir vonleysið og þröngsýnina sem litar öll samskipti persóna. Leikrítið gerist í írsku þorpi nútímans en höfundurinn segist sækja fyrírmyndir sínar einkum úr heimi kvikmyndanna, m.a. til Martins Scorsese og Quentin Tarantino. hannsdóttir (móðirin) og Jó- hann G. Jóhannsson (bróðir draumaprins- ins). Grtmmd og húmor - Sigrún og Ellert, hvað er svona frdbært við þetta leikrit? „Það er skrifað af miklu innsæi," svarar Sigrún Edda um hæl, „og fjallar umgrim- md og myrkviði sálarlífsins - þótt húmor- inn sé aldrei langt undan. Svo er hann mikill sagnamaður, kann að segja góða og sérkennilega sögu. Þú Iest ekkert svona sögu á hverjum degi.“ Svo segja þau óvanalegt að höfundur leggi svo milda essi gnmmu sam- skiptamynstur greinilega til hlítar enda kannaðist hún þarna við fjölmargt úr sínu starfi. En undir vonleysinu og grimmdinni kraumar lífskrafturinn og þau Sigrún og Ellert taka undir það að verkið sé í raun barátta fyrir því að lífskrafturinn fái að njóta sín. „Svona samskipti eru til, maður þekkir það. Stundum horfir maður utan- frá á skelfileg hjónabönd og hugsar með sér: af hveiju skilja þau ekki? En heimur- inn er orðinn þannig að fólk sér ekki Ieið- ina út. Og nærist í rauninni á óheilbrigð- um samskiptum." LÓA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.