Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 5
Xfc^ui- FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Björk mætti alltaí vinna Birgir í Maus gat ekki annað en vaiið Ragnar Sólberg, / / ára gamia gítarieikarann sem gafút plötu fyrir jólin, sem björtustu vonina. „Hann er ekki nema 11 ára gamall og er að ná að gera þessa hluti. Ég bind vonir við hann.“ íslensku tónlistarverð- launin verða afhent í dag. Við hringdum í Birgi Öm Steinarsson íMaus ogfengum álit hans á tónlist síðasta árs. Að þessu sinni hafa á níunda tug tónlistarmanna verið til- nefndur til Islensku tónlistar- verðlaunanna í 15 flokkum en verðlaunin verða afhent á Grand Hótel í kvöld. Birgir Orn, með- limur Maus sem var valin besta hljómsveit ársins í fyrra, var inntur álits á nokkrum flokk- anna. Undravefurinn besta platan Diskar frá Lhooq, Sigurrós, 200.000 naglbítum, Botnleðju, Ensími, Jóel Pálssyni og Ný danskri hafa verið tilefndir til plötu ársins. Birgir Orn telur hins vegar bestu plötu síðasta árs ekki vera á meðal tilnefning- anna, þ.e. platan Undravefurinn með Onnu Halldórsdóttur sem var fyrir tveimur árum kosin bjartasta vonin í íslensku tón- listarlífi. „Hún nær mjög skemmtilegri stemmningu og er flott pródúseruð." Egill Ólafsson, Stefán Hilm- arsson, Bergsveinn Árelíusson, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jón Þór Birgisson eru tilnefndir í flokki bestu söngvara. „Mér finnst að Jón Þór, söngvari Sig- urrósar, eigi að taka það. Hann hefur náð langmestum árangri af þeim öllum í að móta sinn eiginn stíl. En ég veit að hann á engan möguleika á að vinna, fólk veit ekkert hver hann er. Svo finnst mér líka vanta Daníel Agúst í Ný danskri inn á list- ann.“ Af söngkonum Iandsins var Birgir ekki í nokkrum ein- asta vafa um hver þeirra ætti verðlaunin skilið: „Eg held ekki vatni yfir Björk. Ef einhver ann- ar vinnur en Björk þá veit ég ekki hvað er að gerast. Hún má vinna á hverju einasta ári mín vegna. Hún er bara langbest." En auk Bjarkar eru Sara Guð- mundsdóttir, Ellen Kristjáns- dóttir, Magga Stína og Andrea Gylfadóttir tilnefndar sem söng- konur ársins. - Svo er It'ka kosið uni besta flytjanda ársins (tilnefndir: Magga Stína, Móa, Páll Oskar, Björk og Bubbi), er Björk lt'ka sú eina sem kemur til greina þar? „Ja, ég fór ekki á betri tón- leika en Bjarkartónleikana í Þjóðleikhúsinu en þeir voru náttúrulega á þessu ári. En ég myndi eiginlega velja Möggu Stínu. Hún er alveg kynngi- mögnuð á s\dði þótt hún hafi ekki náð að beisla orkuna sem nær á sviði inná plötuna sína.“ Vantar Skítamóral Botnleðja, 200.000 naglbítar, Ensími, Stuðmenn og Sóldögg eru þær sveitir sem bítast um titilinn hljómsveit ársins. Birgir hefði viljað sjá Skítamóral inni á þessum Iista. „Þó ég fíli ekki tónlistina þeirra þá er ekki hægt að líta framhjá því að þeir komu mest á óvart og komu sterkastir inn í fyrra,“ segir Birgir en getur annars ekki gert upp á milli til- nefndra hljómsveita. Telur að allar eiga titilinn skilið. - En hvað finnst þér svo besta lag síðasta árs? „Mér finnst Maus-lagið, „Allt sem þú lest er lýgi“, langbesta Iagið á síðasta ári, ég fer ekkert ofan af því. Það kom reyndar út um sumarið og þau vilja gleym- ast í þessum útnefningum. Af þeim sem eru tilnefnd finnst mér nú Bang Gang-Iagið best. Það er algert gæsahúðarlag." LÓA Tilnefnd lög ársins Síðan hittumst við aftur SSSól Farin Skítamórall So alone Bang Gang Brjótum það sem brotnar 200.000 naglbítar Atari Enst'tni Húsmæðragarðurinn Ný dönsk Loosing hand Lkooq Latur að slá ekkert hey SVOJMA ER LIFID Pjetur St. Arason skrifar Gömul þjóðsaga segir frá bónda einum sem á sólríkum sumar- degi fór út á tún með orf sitt og ljá. Þegar hann var búinn að slá í nokkurn tíma seig á hann höfgi, og hann settist niður til að hvíla sig. Þá kom velbúinn svartklæddur maður til hans, og sagði við hann: „Hvíldu þig, hvíld er góð.“ Leið svo sumarið. I hvert sinn sem bóndi var kominn út á tún til þess að slá varð hann þreyttur og hann minntist orða mannsins. A haustdögum þegar bóndi sá fram á það að hann var ekki búinn að koma neinu heyi í hús og stóð úti á túninu sínu með ijáinn sinn, haltraði svartklæddi maðurinn framhjá honum og tautaði fyrir munni sér: „Latur að slá ekkert hey.“ Þegar bóndi fór að gá nánar þá sá hann eitt hóffar f tún- bletti sínum og réð af því að þarna væri Kölski á ferðinni. Margir hafa ekki tíma í önnum dagsins til þess að sinna hin- um daglegu störfum. Kannski er spanið það mikið á morgnana að ekki vinnst tími til þess að vaska upp, svo bíður uppvaskið þar til komið er heim að kvöldi, síðan er farið út um kvöldið og diskarnir hrúgast upp í eldhúsvaskinum. Það er í sjálfu sér engin synd að sleppa því að vaska upp einu sinni eða tvisvar en þegar diskarnir safnast upp fer þetta að minna á söguna af bóndanum. Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ki. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. * ;ða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is Mött glös glansa á ný Lesandi hringdi og vildi vita hvernig hægt væri að fá mött vatnsglös til þess að glansa á ný. Hjá Leiðbeiningastöð heimilanna fengust þær upplýsingar að hægt væri að þvo mött glös uppúr ediki. Þá er edikinu blandað saman við vatn í hlutföllunum einn á móti einum og þvegin í plastbala ofan í vaskinum og burstuð með mjúkum bursta. Glös eru mis vönduð og mött glös geta verið vísbending um að þau séu hreiníega að syngja sitt síðasta. Ef þetta er kristall eða viðkvæmara gler þá er ekki hægt að mæla með sterkari Iausn en 1:3, ein- um hluta af vatni á móti þremur hlut- um af ediki. HVAD ER Á SEYfll? HEIMURINN OKKAR í BORGARNESI Laugardaginn 13. mars næstkomandi, kl. 14.00 opna þær Hrönn Egg- ertssdóttir og Margrét Jónsdóttir sýningu á mál- verkum og styttum í Safna- húsi Borgarljarðar, Bjarnar- braut 4-6, Borgarnesi. Sýninguna kalla þær „Heimurinn okkar" og sýnir Hrönn verk unnin með olíu á striga en Margrét styttur af mönnum og dýrum úr steinleir og jarðleir. Við opnunina mun Sig- urður Skagfjörð söngvari syngja nokkur lög við undirleik Ulriks Olasonar. Sýningin er opin alla daga frá 14.00-18.00 og henni lýkur föstudaginn 26. mars. HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Músiktilraunir Tónabæjar Fyrsta Músiktilraunakvöld Tónabæjar og ÍTR 1999 verður í kvöld í Tónabæ og hefst kl. 20.00. Hljómsveitirnar sem leika á þessu fyrsta tilraunakvöldi eru RLR frá Reykjavík, Mínus frá stór- Reykjavíkursvæðinu, Fusc frá Akra- nesi/Borgarnesi, Raddlaus Rödd frá Mosfellsbæ, Kruml frá Reykjavík, Trek- ant frá Reykjavík, Leggöng Tunglsins frá Reykjavík og Freðryk frá Reykjavík. Gestahljómsveitir kvöldsins eru Unun og Bellatrix sigurvegarar Músiktilrauna 1992. Rabb um fæðinguna í hádeginu í dag verður Ólöf Ásta Ólafs- dóttir lektor í Ijósmóðurfræði með rabb á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræð- um við Háskóla Islands. Fyrirlestur Ólafar Ástu ber yfirskriftina, „Fæðingin, kraftmikið og skapandi ferli: Hugmynda- fræði ljósmæðra." Hugmyndagrunnur ljósmóðurfræðinnar er í endurskoðun og verið er að greina hvaða áhrif læknavís- indin hafa haft á heilbrigði kvenna og barneignir. I rabbinu verða hugtökin samfelld umönnun, upplýst val, styrking og stjórn rædd í samhengi. Fyrirlestur- inn er í stofu 201 í Odda og hefst klukk- an 12.00. Kópavogskáld í Gerðarsafni Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir upplestri í Gerðarsafni í dag klukkan 17.00. Að þessu sinni munu þeir Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson, Hrafn A. Harðarson og Eyvindur P. Eiríksson lesa úr þýðingum Kópavogskálda. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Félag eldri borgara Glæsibæ, Álfheimum Brids í dag kl. 13:00. Bingóið fellur nið- ur í kvöld. Kaffistofan er opin frá kl. 10.00 til 13.00. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Möguleikhúsinu, Iaugar- daga og sunnudaga kl. 16.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.